Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2011, Page 15
Neytendur | 15Mánudagur 8. ágúst 2011
Í
rannsókn sem var fram-
kvæmd fyrir tveimur árum
kemur fram að Toshiba og
Asus séu áreiðanlegustu fram-
leiðendurnir á tölvum. Hlut-
fall bilana í fartölvum hjá þess-
um fyrirtækjum var rúmlega
15 prósent á þriggja ára tíma-
bili, sem er 40 prósentum lægra
hlutfall en hjá óáreiðanlegasta
framleiðandanum. Hæsta hlut-
fallið var hjá framleiðendunum
Hewlett-Packard, Gateway og
Acer, á bilinu 23,3 til 25,6 prósent.
Engir hagsmunir
Það var Square Trade Inc. sem fram-
kvæmdi rannsóknina en fyrirtækið
sérhæfir sig í því að tryggja raftæki.
Um er að ræða þriðja aðila sem
hefur ekki hagsmuna að gæta hjá
tölvuframleiðendum. Í þeirri rann-
sókn sem hér er kynnt var könnuð
bilanatíðni 30.000 nýrra fartölva
sem tryggðar voru hjá Square Trade
frá 2006 til 2009. Skoðuð var tíðni
bilana eftir framleiðendum annars
vegar og fartölvugerð hins vegar.
Blaðamaður gat ekki fundið nýlegri
sambærilega rannsókn.
Hlutfall bilaðra tölva
Í niðurstöðum rannsóknarinn-
ar kemur fram að fartölvur bila al-
mennt mjög oft. Þegar kannað-
ar voru 30.000 fartölvur án tillits
til framleiðanda, kom fram að á
þremur árum bila um 20,4 prósent
þeirra. Á sama tímabili skemmast
10,6 prósent fartölva vegna hnjasks,
og því er hlutfall bilaðra fartölva um
31 prósent eftir þrjú ár, eða um ein
af hverjum þremur.
Asus með lægstu bilanatíðni
Fimm framleiðendur eru undir
meðallagi í tíðni bilana og fjórir yfir.
Lægsta tíðnin er hjá Asus-framleið-
andanum, en 15,6 prósent tölva frá
þeim hafa bilað eftir þrjú ár. Fast á
hæla Asus fylgir Toshiba, en Sony
og Apple eru einnig með lága bil-
anatíðni. Dell er undir meðallagi,
en hefur þó um 0,9 prósent hærri
tíðni bilana en Apple, sem er með
þá fjórðu lægstu. Oftast bila fartölv-
ur frá Hewlett-Packard, Gateway,
Acer og Lenovo.
Ástæða til að taka tillit til
áreiðanleika
Úr niðurstöðum rannsóknarinn-
ar má lesa að hvað áreiðanleika
tölvu varðar skiptir mun meira máli
frá hvaða framleiðanda hún er en
hversu mikið hún kostar. Tölvur frá
HP bila tæplega 40 prósent oftar
en tölvur frá Asus. Hærra verð skil-
ar sér að einhverju leyti í áreiðan-
leika, því að dýrari fartölvur bila al-
mennt sjaldnar. En það skiptir meira
máli frá hvaða framleiðanda tölvan
er, sérstaklega þegar um meira en
hundrað þúsund króna fjárfestingu
er að ræða. Því er full ástæða til þess
að taka tillit til áreiðanleika þegar
fartölva er keypt.
Hafðu þetta í huga
við tölvukaupin
Netkort
Þráðlaust netkort er alltaf innbyggt
í fartölvur og fistölvur og það er
því ekki eitthvað sem þarf að hafa
áhyggjur af.
Drif/skrifari
Það er alltaf að færast meira í aukana
að nota usb-lykla eða flakkara.
„Maður er ekki að skrifa á diska leng-
ur sem tekur 15 mínútur þegar það
tekur hálfa mínútu að færa efni yfir á
usb-lykil. Einnig eru nú oftast í boði
í skólum svokölluð heimasvæði þar
sem nemendur geta vistað gögnin
sín og afritað svo á flakkara.“
Hátalarar og myndavélar
Þessir hlutir eru í flestöllum tölvum
í dag og eru vissulega nauðsynlegir
þeim sem nota til dæmis skype-for-
ritið.
Ábyrgð
Allar tölvur er með tveggja ára neyt-
endaábyrgð eins og lög gera ráð fyr-
ir. Einnig eru verslanir að bjóða upp
á kaskótryggingar og þá bætist oftast
ár við ábyrgðartímann. Aðspurður
hvort hann mæli með kaskótrygg-
ingu segir Óskar að hann geri það
tvímælalaust. „Þú greiðir um það bil
15.000 krónur fyrir kaskó á 100.000
króna vél og þá er hún tryggð fyr-
ir óhöppum í þrjú ár. Það er engin
verðrýrnun og engin sjálfsábyrgð
svo ef þú missir hana í gólfið og hún
eyðileggst þá færðu hana bætta.“
n Square Trade Inc. kannaði bilanatíðni fartölva n Rannsóknin náði
til 30.000 fartölva n Verð og áreiðanleiki fara ekki alltaf saman
Bilanatíðnin lægst
hjá Toshiba og Asus
Símon Örn Reynisson
blaðamaður skrifar simon@dv.is
margfaldan kraft og orkusparnað sem
hefur aldrei sést áður. Allra nýjustu
skjákortin eru frá ATI og heita ,
HD6470, HD6550 og álíka nöfnum, en
mestu nýjungarnar eru í skjákjarna
sem heitir ATI HD6520G þar sem öll
nýjasta tækni er til staðar. Frá nVidia
eru svo nýustu skjákortin með heitin
GT520 og GT540 en það eru sérhæfð,
mjög öflug leikjaskjákort og eru í allra
öflugustu Intel-fartölvunum.
Skrifari
l er hlutur sem er alltaf minna og
minna notaður en helsta notagildið í
dag er að skrifa hljómdiska og setja
inn tölvuleiki og önnur forrit.
Hátalarar
l eru mjög mismunandi eftir
tölvum. Ef menn vilja vera vissir um
gæði hátalara er hægt að leita að
viðurkenndum merkingum eins og
Dolby Home Theater eða álíka.
Myndavél
l flestar fartölvur eru með vef-
myndavél. Nýrri fartölvur eru með
meiri upplausn, fleiri ramma á
sekúndu og geta jafnvel tekið upp
hreyfimyndir í 720p háskerpuupp-
lausn.
Gamli tíminn Fyrir ekki svo löngu
voru þetta áhöldin sem nemendur í
menntaskólum notuðu við námið.
„Úr niðurstöðum
rannsóknarinnar
má lesa að hvað áreiðan-
leika tölvu varðar skipt-
ir mun meira máli frá
hvaða framleiðanda hún
er en hversu mikið hún
kostar.
Tegund Áreiðanleikinn er mismunandi eftir tegundum. MyND: PHoToS.coM
Fartölvur Þær eru nú eðlilegur hluti kennslustofunnar í framhaldsskólum landsins.
MyND: RóbERT REyNISSoN