Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2011, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2011, Blaðsíða 17
Erlent | 17Mánudagur 8. ágúst 2011 Stofnandi alfræðiorðabókarinnar Wikipedia, sem aðgengileg er á net- inu, hefur enn og aftur biðlað til al- mennings um að halda vefnum gangandi. Jimmy Wales stofnaði Wikipedia árið 2001 og hefur vefur- inn notið mikilla vinsælda síðan þá. Ein af ástæðum velgengninnar er sú að notendur halda vefnum sjálfir gangandi í sjálfboðavinnu og sjá um að bæta upplýsingum við hann. Nú er svo komið að margir þeirra sem séð hafa um að halda vefnum gang- andi eru hættir því. Wikipedia er í fimmta sæti yfir mest notuðu vefsíð- ur heims. „Við náum ekki endurnýja hóp- inn að sama marki og við vildum. Ég lít ekki endilega á þetta sem krísu, en endurnýjun skiptir vefinn miklu máli,“ segir Wales. Fyrir skemmstu héldu forsvarsmenn Wikipedia ár- lega ráðstefnu sína, en að þessu sinni fór hún fram í Ísrael. 650 sjálfboða- liðar frá 56 löndum mættu á ráð- stefnuna. AP-fréttastofan birti athyglisvert viðtal við Wales á dögunum en þar lýsti hann hinum dæmigerða sjálf- boðaliða sem heldur vefnum gang- andi. Samkvæmt honum er hinn dæmigerði sjálfboðaliði „26 ára lúði sem kvænist og missir síðan áhug- ann á vefnum“. Þá sagði Wales að aðrir notendur hættu vegna þess að litlum upplýsingum væri hægt að bæta við þær þrjár milljónir greina sem finna má á Wikipedia. Meðal þeirra ráðstafana sem for- svarsmenn Wikipedia stefna á, til að fjölga sjálfboðaliðum, er að einfalda notkun vefjarins. Í mars síðastliðn- um voru 90 þúsund virkir sjálfboða- liðar á Wikipedia og segist Wales stefna á að fjölga þeim um fimm þús- und fyrir júní á næsta ári. Þeim fækkar sífellt sem uppfæra alfræðiorðabókina Wikipedia: Wikipedia vantar mannskap Stofnandinn Wales stofnaði Wikipedia árið 2001 og er vefurinn nú sá fimmti mest notaði í heimi. Mynd ReuteRS B úast má við mikilli spennu í dag, mánudag, þegar fjár- málamarkaðir verða opnað- ir á ný. Leiðtogar helstu iðn- ríkja heims hafa fundað sín á milli og Seðlabanki Evrópu vonað- ist til að ná samkomulagi við helstu stjórnmálaleiðtoga Evrópu um að kaupa ítölsk skuldabréf áður en að fjármálamarkaðir opnuðu í Asíu. Áhyggjur af Ítalíu og Spáni Seðlabanki Evrópu hélt neyðar- fund á sunnudag með fulltrúum G7-ríkjanna svokölluðu til að ræða skuldavandann. Orðrómur hef- ur verið á kreiki um að Seðlabanki Evrópu ætlaði að kaupa spænsk og ítölsk skuldabréf en áður höfðu írsk og portúgölsk skuldabréf ver- ið keypt. Var það gert í því skyni að verðlauna löndin fyrir niðurskurðar- aðgerðir sínar. Áhyggjur beinast nú helst að Ítalíu og Spáni og er óttast að lönd- in geti dregist inn í sama vítahring og Grikkland sem hefur þurft á björg- unarpakka að halda í tvígang til að forðast greiðsluþrot. Í síðustu viku náði munurinn á milli þýskra lána, sem almennt eru talin þau örugg- ustu innan evrusvæðisins, og ítalskra og spænskra skulda nýju hámarki síðan evran var kynnt til sögunnar árið 1999. Ítalir og Spánverjar halda því þó fram að þeir muni geta staðið skil á skuldum sínum. Silvio Berlus- coni, forsætisráðherra Ítalíu, sagðist á föstudaginn vera með niðurskurð- araðgerðir í burðarliðnum og geta rétt fjárlagahallan af fyrir 2013, ári á undan áætlun. Óttast er að hlutabréf falli enn frekar í verði nái stjórnmálaleiðtogar ekki að koma fram með neina mark- vissa áætlun til að glíma við skulda- vandann. Stjórnmálaóvissa hafði áhrif á lækkun lánshæfismats Á sama tíma og Evrópubúar glíma við skuldavanda sinn þurfa Banda- ríkjamenn að horfast í augu við að hafa lækkað í lánshæfismati í fyrsta sinn í sögunni eftir að matsfyrirtækið Standard and Poor’s færði Banda- ríkin niður um flokk á föstudaginn. Bandaríkin voru áður í AAA flokki en lækkuðu niður í AA+ flokk Lækkunin þykir mjög vandræða- leg fyrir bandarísk stjórnvöld sem hafa brugðist við með því að segja reikninga fyrirtækisins vitlausa. Dav- id Beers, yfirmaður deildarinnar sem sér um lánshæfismat ríkja, sagði í viðtali við CNN tvær ástæður vera fyrir lækkuninni. Önnur ástæðan er óvissa sem skapast hefur vegna harkalegra deilna á milli demó- krata og repúblikana. Í anda þeirrar ástæðu kenna demókratar og repú- blikanar nú hverjir öðrum um lækk- unina. Hin ástæðan er sú að frum- varpið sem þingið samþykkti þykir einfaldlega ekki ganga nógu langt. Meðal þess sem Standard and Poor’s tekur með í reikninginn er vantrú á að skattalækkanir, sem gerðar voru í tíð George W. Bush, verði dregnar til baka. Bretar fagna því hins vegar að hafa að haldið sér í efsta flokki og þykir það sigur fyrir þá sem vilja skera niður. Spenna þegar markaðir opnast Í dag, mánudag, kemur í ljós hvaða áhrif það hefur þegar markaðir verða opnaðir á ný. Meðal annars er hætta á að dollarinn falli í verði og kostnað- ur við að taka lán muni aukast. Lækkunin hefur þegar haft sínar afleiðingar í löndum Araba. Vísitala markaðarins í Dúbaí hefur fallið um fimm prósent og í Sádi-Arabíu hefur vísitalan fallið um 5,5 prósent. Þá eru Kínverjar, stærstu lánar- drottnar Bandaríkjanna, áhyggju- fullir vegna lækkunarinnar. „Til að lækna skuldafíknina verða Banda- ríkin að að endurvekja hinu augljósu grunngildi að hver og einn skuli ekki eyða um efni fram,“ segir í leiðara Xinhua-fréttastofunnar sem er rekin af kínverska ríkinu. Ítalir og Spánverjar bíða örlaga sinna n Áhyggjur beinast að Ítalíu og Spáni n Stjórnmálaóvissa olli lækkun á lánshæfismati n Kínverjar áhyggjufullir „Til að lækna skuldafíknina verða Bandaríkin að endurvekja hin augljósu grunngildi að hver og einn skuli ekki eyða um efni fram. Björn Reynir Halldórsson blaðamaður skrifar bjornreynir@dv.is Spenna á mörkuðum Áhyggjufullur fjárfestir fylgist með sveiflum á fjármálamarkaði Sýrland: Fleiri óbreytt- ir borgarar falla Að minnsta kosti 42 féllu á sunnu- dag, samkvæmt upplýsingum frá mannréttindasamtökum, eftir að sýrlenski herinn réðst inn í Deir al- Zour. Borgin er sú stærsta í austur- hluta Sýrlands og eru mótmæli al- geng þar. Þá voru 19 manns drepnir í viðbót í landinu. Borgin lamaðist í kjölfarið og þorði enginn að mótmæla. Íbúi í borginni sagði að hersveitir hafi hót- að að ráðast á sjúkrahús og sjúkra- bíla yrði mótmælum haldið áfram. Hann sagði herinn skjóta á fólk af handahófi og þá hafi leyniskyttur komið sér fyrir. Þá eru lík grafin í görðum heima hjá fólki sem þorði ekki að grafa þau í grafreitum borg- arinnar. Ástandið minnir um margt á Hama þar sem yfir hundrað manns féllu í mótmælum í síðustu viku. Margir áttu von á að herinn gripi til aðgerða af þessu tagi og höfðu þegar flúið borgina. Talið er að með þess- um aðgerðum sé forseti landsins, al-Assad, að láta aðra íbúa Sýrlands vita að mótmæli gegn stjórninni verði ekki liðin. Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, sagði landið vera á leið til endurbóta þegar hann varði aðgerðirnar. Hann sagði aðgerðirnar nauðsynlegar til að glíma við útlaga sem ógni borgur- um landsins og að það væri hlutverk ríkisins að verja líf borgaranna. Ummælin koma eftir að Ban Ki- moon, aðalritari Sameinuðu þjóð- anna átti símafund með honum og hvatti hann til að láta af öllu ofbeldi. Talið er að yfir 1.650 óbreyttir borgarar hafi fallið síðan mótmæli hófust í mars síðastliðnum. Afganistan: Mannskæð- asti dagur hernámsins Þrjátíu bandarískir sérsveitarmenn og átta afganskir hermenn létu lífið þegar þyrla þeirra var skotin niður. Meirihluti þeirra sérsveitarmanna sem fórust voru úr sömu sérsveit og mennirnir sem tóku þátt í aðgerð- inni þegar Osama bin Laden var komið fyrir kattarnef. Þetta er mesta mannfall á einum degi síðan banda- rískt herlið var sent til Afganistan árið 2001, en þar áður höfðu mest 16 manns fallið á einum degi. Talibanar hafa lýst verknaðinum á hendur sér og Nató hefur stað- fest að þyrlan hafi farist og sagði að óvinastarfsemi væri á svæðinu. Ekki voru þó gefnar nákvæmar upplýs- ingar um mannfall en málið er enn í rannsókn. Stuðningur bandarísks almenn- ings við hernaðinn í Afganistan er nú í lágmarki þar sem hann er kostnaðarsamur og ekki er talið líklegt að Bandaríkin vinni stríð- ið. Mannfallið þykir því líklegt til að auka þrýsting á Barack Obama Bandaríkjaforseta um að flýta fyrir heimkvaðningu hersins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.