Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2011, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2011, Side 18
18 | Umræða 8. ágúst 2011 Mánudagur tryggvagötu 11, 101 reykjavík Útgáfufélag: Dv ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is Fréttastjóri: Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is Umsjón innblaðs: Ásgeir jónsson, asgeir@dv.is DV á netinu: dv.is Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010, Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050. Smáauglýsingar: 512 7004. Umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Bankabrall Steingríms Leiðari Reynir Traustason ritstjóri skrifar. Bókstaflega Þorvaldur leiðtogaefni n Hrollur er á meðal einhverra hinna rótgrónu þingmanna sem sigla undir flaggi fjórflokksins. Ástæðan er sú að einhverjir stjórn- lagaþingmenn munu hafa rætt þann möguleika að stofna stjórn- málaflokk. Þór- hildur Þorleifs- dóttir mun hafa staðfest að svo sé. Það munu örugglega margir fagna því að fá hana og fleiri í fram- boð. Þá þykir einsýnt að Þorvaldur Gylfason sé leiðtogaefni hins nýja afls. Þorvaldur þykir hafa hreinan skjöld og hefur þau miklu meðmæli að vera hataður af öfgahægrimönn- um sem nota hvert tækifæri til að ófrægja hann. Flúði Steingrím J. n Skyndilegt brotthvarf Elínar Jóns- dóttur frá Bankasýslu ríkisins vakti margar spurningar. Þótt Elín sjálf verjist allra svara er fullyrt að ástæðan sé fyrst og fremst fram- ganga Steingríms J. Sigfússonar fjár- málaráðherra. Steingrímur er sagður hafa tekið fram fyrir hend- urnar á Elínu í fjölmörgum málum og sniðgengið Bankasýsluna. Þarna er meðal annars vísað til yfirtöku Landsbankans á Sparisjóði Keflavík- ur sem nú virðist ætla að kosta skatt- greiðendur morð fjár. Sjálfstæðisgæsir n Klofningur innan borgarstjórn- arflokks Sjálfstæðisflokksins tók á sig nýja mynd fyrir helgi. Á meðan sumir töldu boð Jóns Gnarr borgar- stjóra um að vera með í atriði hans í göngunni á Hinsegin dögum sem gæsir vera hið besta framtak þótti öðrum lítill sómi að. Borgarfull- trúarnir Kjartan Magnússon og Júlíus Vífill Ingvarsson munu að sögn hafa talið það vera hina mestu vanvirð- ingu við sig að ætla þeim að vera gæsir á gangi á eftir fröken Reykja- vík. Hanna Birna Kristjánsdóttir, for- ingi þeirra, átti að sögn í vandræð- um með að róa þá. Kjartan og Júlíus Vífill vildu fá að vera í friði frá gleði borgarstjórans. Þeir mættu því ekki fiðraðir í gönguna. Hugsjónir Hrafns n Óhætt er að fullyrða að fáir eða jafnvel enginn Íslendingur hefur verið eins ötull og Hrafn Jökulsson við að vinna að fram- gangi skáklistar- innar. Um helgina stóð kappinn fyrir maraþonskák- móti í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þar tefldu mörg efni- legustu börn og unglingar landsins við gesti og gangandi. Mótherjarnir greiddu fjárhæð að eigin vali til þess að styrkja Sómalíumenn vegna hung- ursneyðarinnar í landinu. Víst er að afraksturinn mun bjarga manns- lífum. Sandkorn Þ að andar köldu úr Héraðs- dómi Reykjavíkur á tjáningar- frelsi á Íslandi. Nýlega dæmdi rétturinn blaðamann DV til skaðabótagreiðslu fyrir greinaskrif um íslenska konu sem hafði [svert yfir] með dætur sínar til Íslands frá Danmörku vegna meintra [svert yfir] eiginmanns hennar gagnvart henni og börnunum. Þau ummæli konunnar að eigin- maður hennar væri [svert yfir] eru tvímælalaust ærumeiðandi; mað- urinn er „einkapersóna“ í skiln- ingi æruverndarréttar (einkapers- ónur njóta yfirleitt ríkari æruverndar en almannapersónur – einstakling- ar í sviðsljósinu – þó Héraðsdóm- ur Reykjavíkur virðist reyndar telja að hinir síðarnefndu njóti ekki að- eins sömu réttinda til æruverndar og einkapersónur, heldur eigi einnig að ráða hvernig fjölmiðlar fjalla um þá, sbr. dóm í máli Eiðs Guðjohnsen gegn DV). Dómurinn veldur vonbrigðum vegna þeirra fjötra er hann leggur á tjáningar- og fjölmiðlafrelsi, en einnig vanrækir hann að veita leiðbeinandi reglur. Eina ályktunin sem draga má með vissu af dóminum er sú að örugg- ast sé að flytja ekki fréttir af neinu (nema af þjóðarinnar hugrökku leið- togum o.s.frv.). Dómurinn hefði átt að leiðbeina um: (1) Hvað á erindi til almennings? (2) Skiptir sannleiksgildi efnis máli og hver ber sönnunarbyrði? (og hve langt þarf fjölmiðillinn að ganga í að staðreyna sannleiksgildi?) (3) Hvað meira hefði blaðamaðurinn get- að gert? Hvað á „erindi til almenn- ings“? Dómurinn staðhæfir að grein- in, sem m.a. varðar Haag- samninginn um brottnám barna, eigi „takmarkað erindi til almennings.“ Abstrakt grein um samninginn, hæfilega sér- fræðingavædd, hefði greini- lega verið í lagi, en grein um raunverulega fjölskyldu á „tak- markað erindi til almennings.“ Dómurinn virðist álíta að eini tilgangurinn með greininni hafi verið að auglýsa heimiliserjur en ekki hvernig fjölskyldulög- gjöf og alþjóðasamningar geti undir ákveðnum kringumstæð- um hugsanlega haft í för með sér óæskilegar afleiðingar. Ef þau atriði sem fjallað er um í greininni – forsjármál, lík- ams[svert yfir], heimilis[svert yfir] – eiga ekki „erindi til al- mennings“ hvers vegna gilda þá um þau réttarreglur sem leggja viðurlög við brotum á þeim? Hvers vegna eru til opinberar stofnanir sem sjá til þess að reglunum sé fylgt? Nei, hér var um að ræða einka- mál, þó það varðaði alþjóðlegan samning og Dómsmálaráðuneytið; einkamál, þó meint háttsemi eigin- mannsins varðaði við [svert yfir] og löggjöf beggja landanna. (Ef konan hefði verið írösk, ekki íslensk, að leita hælis á Íslandi vegna [svert yfir] eig- inmanns síns, hefði greinin átt „er- indi til almennings“? Gerir þjóðerni hennar – íslenskt – hagsmuni henn- ar og fjölskyldu hennar að einkamáli þeirra?) Vegna þess að dómurinn taldi greinina fjalla um „persónuleg mál- efni stefnanda og fjölskyldu hans“ og þar með „hagsmuni sem verndaðir eru af friðhelgisákvæði 71. gr. stjórn- arskrár“ var því hafnað að tjáningar- frelsisákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu og stjórnarskrár ættu við um hana. Dómurinn ákveður hér hvað á er- indi til almennings og hvað ekki og hlýtur því að búa yfir kunnáttu um hvernig ákvarða eigi hvað má og má ekki koma fyrir sjónir almennings. Ef sú vitneskja felst í öðru og meiru en aðferðarfræði bandaríska hæstaréttardómarans Potters Stewart, þegar Hæstiréttur Bandaríkjanna leitaðist við að skil- greina hvað teldist klám – „I know it when I see it“ – hefði verið gagnlegt að fá upplýsingar það varðandi. Sannleiksgildi og sönnunar- byrði Í íslensku einkamálaréttarfari gild- ir hin svokallaða málsforræðisregla sem þýðir að aðili þarf „aldrei að sanna atriði til að svala efasemdum dómarans.“ Ef stefnandi staðhæfir eitthvað um atburð og stefndi ekki mótmælir verður dómari að leggja staðhæfinguna til grundvallar við úr- lausn málsins, hvort sem hann pers- ónulega trúir henni eða ekki. Álagning sönnunarbyrði á stefnd- an fjölmiðil vegna fréttaflutnings af máli sem erindi á til almennings aftr- ar fjölmiðlum frá slíkum fréttaflutn- ingi af ótta við viðurlög. Vegna þess að slík niðurstaða væri í mótstöðu við verndun tjáningarfrelsis sannra staðhæfinga varðandi mál sem er- indi eiga til almennings ætti að leggja sönnunarbyrði um að staðhæfing (varð- andi mál sem erindi á til almennings) sé ósönn á stefnanda áður en hann getur fengið skaðabætur úr hendi stefnds fjöl- miðils. Önnur niður- staða leiðir til hafta á tjáningarfrelsi. Stefnandi sem tel- ur sig ærumeiddan vegna umfjöllunar máls sem erindi á til almennings ætti að þurfa að sýna fram á að fjöl- miðillinn hafi sýnt stórfellt gáleysi og vanrækt viðteknar vinnuvenjur varðandi upplýs- ingaöflun. Var greinin unnin í samræmi við traustar vinnu- venjur; var greinin yfirfarin af ritstjóra; var slík ástæða til að efa áreiðanleika viðmælanda að fjölmiðillinn hefði átt að gera frekari fyrirspurnir til að sannreyna sannleiksgildi upp- lýsinganna; og hversu auðfeng- in var slík sannreynsla? G ríðarleg mistök áttu sér stað í aðdraganda þess að Sparisjóði Keflavíkur var forðað frá gjald- þroti með yfirtöku ríkisins. Nú liggur fyrir að hallinn á sparisjóðnum var langt umfram það sem látið var í veðri vaka þegar hann var yfirtekinn og almenningi blæðir. Svört skýrsla sem gefin var út í sept- ember 2008 sýndi stöðu sem hefði átt að þýða endalok sparsjóðsins. Útlána- stefnan hafði verið glórulaus. Milljarð- ar höfðu verið lánaðir með litlum sem engum veðum. Þegar veð rýrnuðu var ekki kallað eftir nýjum. Þrátt fyrir þetta aðhafðist Fjármálaeftirlitið ekki og sparisjóðurinn var látinn halda áfram rekstri sínum með sömu stjórnendum. Vandinn hélt því áfram að vaxa. Gripið var til þess ráðs að henda inn í reksturinn milljörðum króna af almannafé. Með samþykki Fjármála- eftirlitsins og velþóknun fjármálaráð- herra var skipt um flagg og Sparisjóð- ur Keflavíkur fékk nýtt nafn. Síðan var haldið áfram. Hinn nýi SpKef hafði ekki starfsleyfi í þá mánuði sem liðu frá því skipt var um nafn og þar til vandan- um var velt yfir á Landsbankann með yfirtöku. Árný J. Guðmundsdóttir lög- fræðingur bendir á þetta í Viðskipta- blaðinu. Árný segir að til að stofna hinn nýja sparisjóð hafi ríkið beitt fyr- ir sig neyðarlögunum en í þeim lög- um sé aðeins heimild til að stofna fjár- málafyrirtæki með hlutafélagaformi, en ekki sparisjóð. Sé þetta rétt hjá lög- fræðingnum er á ferðinni klúður sem skrifast á fjármálaráðherra og forstjóra Fjármálaeftirlitsins. Það hefði átt að liggja fyrir síðan haustið 2008 að Sparisjóður Keflavík- ur uppfyllti ekki þá grundvallarkröfu að eignir dygðu fyrir innlánum. Útlit eignasafnsins var allt annað en inni- haldið og sparisjóðurinn var í raun kominn í þrot. Í næstum þrjú ár hélt ruglið áfram og vandinn óx óðfluga. Svartri skýrslu, sem Fjármálaeftirlit- ið lét gera fyrir sig í vor, var stungið undir stól. Skýrslan er hjúpuð leynd. FME lét slitastjórn fá eitt eintak með takmörkunum á hvað mætti gera við hana. Banki á brauðfótum hélt starfs- leyfi sínu. Aðkoma Fjármálaeftirlitsins þar er vítaverð. Sparisjóður Keflavíkur á sér hörm- ungasögu spillingar og vinavæðingu. Gullkálfar á Reykjanesi voru á beit í sparisjóðnum. Spillingin gróf um sig inn í bæjarstjórn verkalýðsfélag og einkageirann. Til varð klíka þeirra sem hagsmuni áttu í því að mjólka bank- ann. Menn fengu lán gegn takmörk- uðum eða rýrum veðum ef þeir voru í vinahringnum. Fjárfestingaæðið á varnarsvæðinu, eftir brottför Kanans, er talandi dæmi um ruglið. Þar lagði spillingarfnykinn af hverjum fermetra, eins og fjallað var um í leiðara DV á sínum tíma. Afskriftir þeirra útlána eru hluti af þeim reikningi sem almenn- ingur þarf að greiða. En Fjármálaeftir- litið og yfirvöld sváfu og þau sofa enn. Kostnaður fólksins í landinu vegna Sparisjóðs Keflavíkur er aðeins hluti þess fjármagns sem sett hefur verið inn í sparisjóðakerfið. Milljarðar fóru inn í Byr og aðra sparisjóði. Nauð- synlegt er að setja skyndileg starfs- lok Elínar Jónsdóttur, forstjóra Banka- sýslunnar, í samhengi við þessa stöðu. Getur verið að forstjórinn hafi verið sniðgenginn við ákvarðanir af stjórn Bankasýslunnar og fjármálaráðherra? Getur verið að um sé að ræða beinar pólitískar íhlutanir? Steingrímur J. Sigfússon fjármála- ráðherra verður að svara skýrt fyrir útgjöld ríkisins vegna sparisjóðanna. Almenningur þarf að greiða tugi millj- arða vegna glámskyggni stjórnvalda. Og risavaxinn halli ríkissjóðs, sem sumir spá að slagi hátt í 100 milljarða á árinu, talar sínu máli. Steingrímur ber þar mesta ábyrgð. Þar skiptir engu máli hvort um er að kenna ásetningi eða vangá vegna rómantískra áforma um að viðhalda sparisjóðakerfinu. Fjármálaráðherrann verður að svara fyrir bankabrallið sem nú er við það að sliga íslenska ríkið. TjáningarfrelsisfrosT „Ef einhver hefur metið framkomu mína sem kynferðislegt ofbeldi þá þykir mér það leitt. Ég get sagt þér það að ég er ekki saklaus mað- ur, ég hef margvíslegt brotið af mér, en þetta á ég ekki.“ n Gunnar í Krossinum segir ásakanir gegn sér sprottnar af reiði, öfund og pólitík. – DV „Það fyrsta sem pabbi spurði mig var hvort þetta þýddi að hann yrði að ganga í samtökin 78. Þegar ég neitaði því sagðist hann nú samt ætla að gera það.“ n Fjömiðlamaðurinn Heimir Már Pétursson var 24 ára og í sambandi við konu þegar hann kom út úr skápnum. – DV „Fólk kemur og talar við mann um ýmsa hluti. Það fer stund- um á trúnó með manni og sumir hafa sagt að platan hafi haft einhver áhrif á sig á einhvern andlegan hátt eða eitthvað þann- ig.“ n Valdimar Guðmundsson, söngvari hljómsveitarinnar valdimars, bjóst ekki við þeim vinsældum sem sveitin hefur náð. – DV Eru hvítir gagnkyn- hneigðir karlmenn ekki gordjöss? „Ég hef séð gordjöss fólk af öllum stærðum og gerðum, háa sem lága, af öllum kynþáttum, af báðum kynjum og með alls konar kynhneigð,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson. Hann lét þau ummæli falla á eftir gay Pride-gönguna á laugardag á sá eini sem fengi að vera í friði í þessum heimi vær hvítur gagnhneigður karl- maður í jakkafötum, hægri sinnaður og ætti peninga. Stundum væri hann með Biblíu í annarri hönd og byssu í hinni. Spurningin „Aðkoma Fjármála- eftirlitsins þar er vítaverð. „Eina ályktunin sem draga má með vissu af dóminum er sú að öruggast sé að flytja ekki fréttir af neinu. Kjallari Íris Erlingsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.