Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2011, Page 11
Fréttir 11Mánudagur 21. nóvember 2011
A
rion banki mun að öllum lík-
indum leysa Blikastaðaland-
ið í Mosfellsbæ til sín á næstu
vikum út af 6,6 milljarða veði
sem bankinn á í landinu.
Bleiksstaðir, eigandi Blikastaðalands-
ins, sem er 150 hektarar að stærð,
keypti landið af eignarhaldsfélaginu
EAV ehf. fyrir 65 milljónir evra, rúm-
lega 6,2 milljarða á þávirði, í febrúar
2008. Kaupþing fjármagnaði viðskipt-
in. Bleiksstaðir er að 80 prósenta leyti í
eigu eigu Holtasels, móðurfélags verk-
takafyrirtækisins Eyktar. Eigandi Eykt-
ar er Pétur Guðmundsson, sem jafn-
framt er stjórnarformaður þess.
Í ársreikningi Bleiksstaða fyrir árið
2009 segir að vafi leiki á rekstrarhæfi
félagsins. Félagið tapaði 2,3 milljörð-
um króna það árið og var eigið fé þess
neikvætt um tæpa fimm milljarða. Í
ábendingu De loitte, endurskoðanda
félagsins, segir að félagið uppfylli ekki
skilyrði lánasamninga sinna og að Ar-
ion banki hafi gjaldfellt lán félagsins
árið 2009: „Af því gefnu að ekki náist
samningar við lánveitanda er rekstrar-
hæfi félagsins brostið,“ segir í ábend-
ingu Deloitte. Heildarskuldir félagsins
námu rúmum 12 milljörðum króna í
lok árs 2009. Væntanleg yfirtaka Ar-
ion banka á Blikastaðalandinu þarf því
ekki að koma á óvart.
Þegar Blikastaðalandið var selt
til Bleiksstaða í ársbyrjun 2008 stóð
til að byggja um 1.800 íbúðir á svæð-
inu. Reiknað var með að íbúðirnar
seldust á næstu sjö til tíu árum þar
á eftir. Íslenska efnahagshrunið setti
strik í reikninginn hjá Eykt, líkt og hjá
flestum öðrum verktakafyrirtækjum í
landinu, og varð ekkert af því að hafist
væri handa við þessa miklu uppbygg-
ingu á svæðinu.
Ljúka við endurskipu-
lagningu sína
Pétur Guðmundsson, eigandi Eyktar
og tengdra félaga, segir að félög sem
tengjast Eykt, meðal annars Höfða-
torg ehf., sem byggði Höfðatorgs-
bygginguna við Borgartún sem hýsir
meðal annars stjórnsýslu Reykjavík-
urborgar að hluta, hafi átt í viðræð-
um við Íslandsbanka um fjárhags-
lega endurskipulagningu. Félög sem
tengjast Eykt skulduðu rúmlega 40
milljarða króna í árslok 2009. Þar
af skuldaði Höfðatorg ehf. nærri 22
milljarða króna.
Pétur undirstrikar að Eykt sjálft
hafi ekki þurft á fjárhagslegri endur-
skipulagningu að halda – félagið var
með jákvætt eigið fé upp á rúmlega
300 milljónir króna í lok árs 2009
– heldur önnur félög sem tengjast
verktakafyrirtækinu. „Eykt hefur
ekki þurft á neinni fjárhagslegri end-
urskipulagningu að halda. Einhver
af þeim félögum sem tengjast Eykt
hafa verið að vinna að fjárhagslegri
endurskipulagningu sinni, eins og
til dæmis Höfðatorg og Bleiksstaðir.“
Heimildir DV herma að þessum við-
ræðum sé lokið hvað varðar Höfða-
torg ehf. DV hefur ekki heimildir
fyrir því hvað felst í niðurstöðu end-
urskipulagningarinnar.
Pétur segir aðspurður að hann
geti ekki svarað því á þessum tíma-
punkti hvort Bleiksstaðir muni
áfram eiga Blikastaðalandið. „Það
verður bara að koma í ljós. Ég get
ekki tjáð mig um það á þessu stigi.“
Líkt og áður segir má búast við því að
Arion banki leysi landið til sín.
Blikastaðalandið
og einkavæðingin
Blikastaðalandið var í eigu Íslenskra
aðalverktaka þegar ríkið seldi 40
prósenta hlut sinn í fyrirtækinu til
þáverandi æðstu stjórnenda verk-
takafyrirtækisins árið 2003. Eftir
einkavæðinguna kom í ljós að land-
ið hafði verið vanmetið þegar ís-
lenska ríkið seldi hlutinn í Íslensk-
um aðalverktökum. Verðmatið á
Blikastaðalandinu fyrir einkavæð-
ingu árið 2002 var tæplega 900 millj-
ónir króna. Í ársreikningi Íslenskra
aðalverktaka árið 2003 hafði ver-
ið framkvæmt „sérstakt endurmat“
á landinu þar sem verðmat þess
hækkaði upp í tæplega 4,5 millj-
arða króna. Blikastaðalandið var
svo selt til Bleiksstaða fyrir rúma 6
milljarða króna árið 2008. Meira en
fimm milljarða munur var því á bók-
færðu verðmæti landsins þegar ríkið
seldi hlut sinn í fyrirtækinu og þegar
kaupendurnir seldu Blikastaðaland-
ið til Eyktar 2008.
Hæstiréttur dæmdi einkavæð-
ingu Íslenskra aðalverktaka ólög-
mæta í maí 2008, meðal annars á
þeim forsendum að stjórnendur
verktakafyrirtækisins hefðu verið
fruminnherjar í fyrirtækinu og að
þeir hefðu ekki átt að koma að sölu
þess með þeim hætti sem þeir gerðu.
Blikastaðalandið lék stórt hlutverk í
málinu þar sem talið var að stjórn-
endur Íslenskra aðalverktaka hefðu
vitað að jörðin var vanmetin í bók-
um fyrirtækisins og því hefðu þeir
vitað að hlutur ríkisins var verðmet-
inn of lágt.
Helstu stjórnendur Íslenskra að-
alverktaka, meðal annars Stefán
Friðfinnsson forstjóri og Jón Sveins-
son stjórnarformaður, voru gagn-
rýndir í dómnum fyrir aðkomu sína
að einkavæðingarferlinu en þeir
störfuðu náið með þeim aðila, eign-
arhaldsfélaginu EAV, sem keypti hlut
ríkisins í Íslenskum aðalverktökum.
Jón sat jafnframt í einkavæðingar-
nefnd þegar gengið var frá sölunni á
hlut ríkisins.
n Blikastaðalandið til Arion banka n Keypt fyrir rúma
6 milljarða n Landið tengist ólögmætri einkavæðingu ÍAV
Mun leysa til sín
Blikastaðalandið
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
6,2 milljarða lán Kaupþing, sem Hreiðar Már Sigurðsson stýrði, lánaði Bleiksstöðum
rúma 6 milljarða króna til að kaupa Blikastaðalandið árið 2008.
Skýrist á næstu vikum
Á næstu vikum skýrist hvort
Arion banki muni leysa til sín
Blikastaðalandið svokallaða
á milli Mosfellsbæjar og
Reykjavíkur frá dótturfélagi
Eyktar. Líklega mun bankinn
leysa landið til sín.
„Ég get ekki
tjáð mig um
það á þessu stigi
Forvarnarátak Nei-hreyfingar:
10 ráð til að koma
í veg fyrir nauðgun
„Þótt hún skipti um skoðun í
miðjum klíðum, ekki nauðga
henni,“ segir í ráðum sem Nei –
hreyfing gegn kynbundnu ofbeldi
hefur tekið saman til að hjálpa
fólki að forðast nauðganir. Hreyf-
ingin stendur um þessar mundir
fyrir forvarnarátaki sem beint er
að ungu fólki og er markmiðið að
höfða til ábyrgðarkenndar þess,
um leið og almenningur er vakinn
til vitundar um alvarleika kyn-
bundins ofbeldis. Vilja aðstand-
endur hreyfingarinnar meina að
í umræðu um nauðganir og kyn-
ferðisofbeldi megi enn finna leifar
af því viðhorfi að þolandinn beri
að einhverju leyti ábyrgð á ofbeld-
inu.
Nei – hreyfingin vill hins vegar
undirstrika ábyrgð gerenda og lið-
ur í því var að dreifa veggspjöldum
í allar félagsmiðstöðvar
Reykjavíkurborg, mennta-
og menningarmálaráðuneytið
og innanríkisráðuneytið styrkja
átakið.
Samfés og framhaldsskóla
landsins með þessum ráðum:
1. Þótt hún sé full eða meðvitundar-
laus, ekki nauðga henni.
2. Þótt hún sé að labba einsömul
heim um nótt, ekki nauðga henni.
3. Þótt þér finnist hún sæt, ekki
nauðga henni.
4. Þótt hún minni þig á fyrrverandi
kærustu þína, ekki nauðga henni.
5. Þótt hún sé sofandi í rúminu sínu,
ekki nauðga henni.
6. Þótt hún sé sofandi í rúminu þínu,
ekki nauðga henni.
7. Þótt hún skipti um skoðun í miðjum
klíðum, ekki nauðga henni.
8. Þótt hana langi ekki til að sofa hjá
þér, ekki nauðga henni.
9. Þótt þú haldir að hún sé skotin í þér,
ekki nauðga henni.
10. Ef vinur þinn er að nauðga, stopp-
aðu hann!
Vilja reisa
vindmyllur
Tvær vindmyllur verða reistar við
Búrfellsvirkjun á næsta ári. Fáist
tilskilin leyfi verða þessar fimm-
tíu metra háu vindmyllur settar
upp á seinni hluta næsta árs. Var
þetta tilkynnt á haustfundi Lands-
virkjunar sem haldinn var í vik-
unni. Í umfjöllun RÚV um málið á
sunnudag var greint frá því að hér
á landi sé tvöfalt meiri vindorka
sem unnt er að beisla samanborið
við önnur lönd. Þá var greint frá
því að Landsvirkjun kanni hvort
hagkvæmt sé að reisa fleiri vind-
rafstöðvar á vandasömum svæð-
um nálægt stöðum sem krefjast
mikillar raforku og þjónustu. Hver
vindmylla kostar tæpar tvö hundr-
uð milljónir króna en sérfræðing-
ar spá því að árið 2025 verði átta
hundruð þúsund megavött beisl-
uð með vindorku í heiminum.