Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2011, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2011, Blaðsíða 4
4 Fréttir 2.–4. desember 2011 Helgarblað Styður óvænt Ögmund n Formaður Samfylkingarfélags sammála umdeildri ákvörðun V ið eigum að fara með fullri gát í svona mál. Ekki hlaupa hugsunarlaust á eftir fyrsta seðlabúntinu sem er veifað framan í okkur, heldur taka okkur tíma og vanda okkur,“ skrifar Kjart- an Valgarðsson, formaður Sam- fylkingarfélagsins í Reykjavík, um kauptilboð Huangs Nubo á jörð- inni að Grímsstöðum. Ljóst er að túlka má færslu Kjartans sem ein- hvers konar stuðning við ákvörðun Ögmundar um að synja Nubo und- anþágu frá lögum um fjárfestingar erlendra ríkisborgara utan EES- svæðisins. Þótt varla geti stuðning- urinn talist mjög afgerandi. „Vandinn við Grímsstaðamálið er að það er tvö mál, sem hrært er saman. Svo tekur hvor skoð- anahópurinn sína hlið og heldur henni fram. Möller og komp- aní tala um erlenda fjárfestingu, Ögmundur og kompaní tala um landakaup,“ skrifar Kjartan enn fremur og segir ljóst að hægt sé að fjárfesta í íslensku atvinnulífi án þess að kaupa land. Þá sé hægt að kaupa land án þess að fjárfesta í ís- lensku atvinnulífi. Samflokksmenn Kjartans, þeir Sigmundur Ernir Rúnarsson og Kristján L. Möller, gagnrýndu ákvörðun innanríkisráðherra hvað harðast. Áður hafði Árni Páll Árna- son, efnahags- og viðskiptaráð- herra, sagt vandséð hvernig al- mannahagsmunir væru tryggðir með því að synja Nubo undanþágu frá skilyrðum laga um fjárfestingu erlendra aðila hér á landi. atli@dv.is S k e i f u n n i 3 j · S í m i 5 5 3 8 2 8 2 · w w w . h e i l s u d r e k i n n . i s Heilsudrekinn er þitt val Besta jólagjöfin er góð heilsa · heilsumeðferð · heilsuvörur · dekur · leikfimi · heilsute · spavörur Kvartað yfir óþolinmæði Ítrekað er kvartað yfir óþolinmæði og tillitsleysi ökumanna gagnvart nemum í æfingaakstri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Umferðar- stofu en þar kemur fram að kvart- anir hafa borist frá bæði áhyggju- fullum foreldrum og ökunemum. „Bílar sem notaðir eru í æfingaakst- ur eru merktir með grænum miða sem á stendur „æfingaakstur“ og er til þess ætlast að vegfarendur taki sérstakt tillit til þeirra sem fara um á þannig merktum bílum,“ segir í tilkynningunni. „Dæmi eru um að lúðrar séu þeyttir og óviðurkvæmi- legt látbragð sjáist þegar óþolin- móður ökumaður sýnir vanþóknun sína á takmarkaðri aksturshæfni nemandans.“ Eru ökumenn hvattir til að sýna ungum ökunemum í bæði æfingaakstri og ökukennslu tillitssemi. Stöðvuðu kannabisræktun Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu stöðvaði á þriðjudagskvöld kannabisræktun í húsi í Mos- fellsbæ. Við húsleit var lagt hald á rúmlega 150 kannabis- plöntur. Þrír karlmenn voru handteknir og yfirheyrðir vegna málsins. Tveir þeirra eru á fertugsaldri en einn er á fimmtugsaldri. Allir hafa þeir játað aðild sína að málinu. Ríflega 30 samtök taka þátt á málþingi Húmanistaflokkurinn býður til mál- þings sunnudaginn 4. desember sem ber yfirskriftina Jarðarbúar – ein mennsk þjóð. Á málþinginu verður rædd sú spurning hvort jarðarbúar eigi meira sameiginlegt en það sem skilur okkur að. Alls eru þrjátíu og ein samtök eða hóp- ar sem taka þátt í málþinginu og munu talsmenn þeirra allir koma fram með um tveggja til þriggja mínútna framsögu um málefnið. Meðal þessara hópa eru Hreyfingin, Borgarahreyfingin og Frjálslyndi flokkurinn. Fundarstjóri verður Kristinn Már Ársælsson, frá lýð- ræðisfélaginu Alda, og er málþingið opið öllum en það fer fram í Gras- rótarmiðstöðinni Brautarholti 4. E kkert verður úr því að lands- liðsmaðurinn í fótbolta, Grétar Rafn Steinsson, verði lögsóttur af fyrrverandi feg- urðardrottningunni og hans fyrrverandi eiginkonu, Manuelu Ósk Harðardóttur, fyrir persónunjósnir. Lögmaður hennar, Vilhjálmur Vil- hjálmsson, sagði í fréttum Stöðvar 2 á þriðjudagskvöldið að Manuela hyggðist stefna Grétari hér á Íslandi, fyrir að hafa látið einkaspæjara afla gagna um sambýlisstöðu henn- ar vegna dómsmálsins, með því að fylgjast með ferðum þeirra. Á fimmtudaginn sendi Vilhjálmur svo yfirlýsingu á fjölmiðla frá Manuelu þar sem kom fram að hún væri hætt við að kæra, vegna barna sinna. „Með því að óska eftir og greiða fyrir þjónustu einkaspæjara, sem höfðu Manuelu og nánustu fjöl- skyldu hennar undir eftirliti allan sólarhringinn, braut Grétar með freklegum hætti gegn friðhelgi einka- lífs Manuelu. Að vel athugðu máli hefur Manuela hins vegar ákveðið að láta kyrrt liggja vegna þessara réttar- brota Grétars og mun hvorki leita réttar síns hjá þar til bærum yfirvöld- um á Íslandi eða í Bretlandi. Er það gert með hagsmuni barna þeirra að leiðarljósi,“ segir í yfirlýsingunni. Kærastinn hljóp á sig Á miðvikudagskvöldið, sama dag og DV birti frétt þess efnis að Manuela fái 3 milljónir á mánuði frá Grétari næstu sjö mánuði og fjórðung launa hans eftir það, ritaði núverandi kær- asti Manuelu, Gabríel Þór Reynis- son, færslu á Facebook þar sem hann sagðist vera að koma sinni konu til varnar. Hann sagði að Manuela hefði átt tugmilljóna króna eignir þegar parið gifti sig árið 2007 og tveimur árum síðar þegar þau giftu sig aftur hefði Manuela spurt Grétar hvort þau ættu að útbúa kaupmála svo Grétar þyrfti ekki að vera óöruggur í sam- bandinu. Segir Gabríel að Grétar hafi þá sýnt Manuelu húðflúr af henni á hönd sinni og sagt: „Heldur þú að þetta sé eitthvað djók! Ég er ekki að giftast þér til að hætta með þér aftur.“ Auk þess birti hann ásakanir í garð Grétars Rafns. Hann bað svo fólk um að dreifa færslunni á Facebook-síðum sínum. Þetta gerði Gabríel í óþökk Manuelu sem skrifaði á Facebook- síðu sína: „Gabríel lét því miður reið- ina hlaupa með sig og skrifaði þenn- an póst, án minnar vitundar“. Gabríel viðurkenndi að hafa hlaupið á sig. „Ég hljóp á mig. Ég var í reiðikasti út af vinnubrögðum DV þegar ég lét þessi orð falla.“ Gabríel hélt áfram að tjá sig op- inberlega þegar hann kom í við- tal á Pressunni.is seinna um daginn þar sem haft var eftir honum að þau orð sem hann hafði látið falla, með- al annars að ritstjórar DV og blaða- maður væru „hjartalausir“, stæðu. Var það eftir að yfirlýsingin frá lög- manninum var send út en þar sagði að Manuela ætlaði ekki að tjá sig að öðru leyti og voru fjölmiðlar beðnir um að gera það sama. Deilt um skýrsluna Vilhjálmur, lögmaður Manuelu, fullyrti í yfirlýsingu þeirra að rang- færslur væru í grein DV. Þau nefndu hins vegar ekki hverjar hinar meintu rangfærslur ættu að vera, að öðru leyti en að skýrsla einkaspæjara lög- manna Grétars hafi ekki hjálpað honum fyrir dómi, líkt og kom fram í DV. Vilhjálmur svaraði ekki skila- boðum þegar blaðamaður leitaði til hans varðandi ásakanir um rang- færslur. Í viðtalinu á Pressunni sagði Gabrí- el Þór að rangfærslur séu í frétt DV. Í samtali við DV fullyrti hann að Ma- nuela hefði ekki farið upphaflega fram á helming af launum Grétars, heldur litlu minna. Hann fullyrðir að Manuela megi vinna fyrir sér, án þess að greiðslur frá Grétari verði skertar. Auk þess segir hann rangt að hann sé „sambýlismaður“ Manuelu. Í yfirlýs- ingu lögmanns hennar er ekkert af þessu nefnt, að undanskilinni skýrsl- unni. Um hana segir Vilhjálmur: „Þvert á móti þá tiltók dómari máls- ins það sérstaklega við dómsupp- kvaðningu í London, föstudaginn 25. nóvember sl., að skýrslan hafi verið þýðingarlaus og sóun á bæði tíma og fjármunum.“ Manuela hætt við að kæra n Manuela Ósk Harðardóttir ætlar ekki að kæra Grétar Rafn fyrir persónunjósnir n Kærastinn hljóp á sig á netinu n Hann sakar DV um rangfærslur Hætt við Manuela ætlar ekki að kæra eiginmann sinn fyrrverandi, Grétar Rafn Steinsson. Tómas Þór Þórðarson blaðamaður skrifar tomas@dv.is „Gabríel lét því miður reiðina hlaupa með sig og skrifaði þennan póst, án minnar vitundar. Deilur Grétar og Manuela giftu sig árið 2007 og aftur árið 2009. Gabríel Þór Reynisson, núverandi kærasti Manuelu, segir að Grétar Rafn hafi ekki tekið vel í þá hugmynd Manuelu, þegar þau giftu sig í annað sinn, að þau gerðu með sér kaupmála. Skiptar skoðanir Ákvörðun ráðherra í máli Kínverjans Huangs Nubo er umdeild.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.