Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2011, Side 50

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2011, Side 50
Mikið úrval af hring- og loðtreflum, húfum og vettlingum. JólagJöfin í ár Ný sending af tískuskartgripum og hárskrauti SkarthúSið laugavegi 44 Sími 562 2466Erum á Facebook að gera það því þegar ég væri einu sinni byrjuð gæti ég ekki hætt. Ég hlýddi því auðvitað ekki en mér finnst þetta samt mikið frekar eiga við um skriftir en nokkuð annað. Ég var komin af stað og hefði aldrei getað hætt. Þráin var svo sterk.“ Þráin enn til staðar Þetta var árið 1983 og bókin smá­ sagnasafnið Tíu myndir úr lífi þínu. Síðan hefur hún skrifað smásögur, ljóð, skáldsögur fyrir börn og full­ orðna og ævisögu, verið tilnefnd fjórum sinnum til Íslensku bók­ menntaverðlaunanna fyrir bækurn­ ar Ég heiti Ísbjörg, ég er ljón, Z og söguna af Bíbí Ólafsdóttur og unn­ ið einu sinni, þá fyrir Grandaveg 7. Hún var líka tilnefnd til Bókmennta­ verðlauna Norðurlandaráðs fyrir þá bók og eins fyrir bókina Stúlkan í skóginum. Og fyrir nýjustu bókina, Trúir þú á töfra? hlaut hún einróma lof gagnrýnenda og fékk fullt hús stiga, fjórar og fimm stjörnur. Þrátt fyrir viðurkenninguna býr þessi þrá enn í henni, þráin til að mynda samband við lesendur, ná í gegn og skilja eitthvað eftir sig. „Ég held að það sé draumur allra höf­ unda,“ segir hún einlægt, sýpur á kaffinu og fær sér smók. Bókunum hefur þó verið mis­ vel tekið. Þó að Ég heiti Ísbjörg, ég er ljón hafi verið tilnefnd til verð­ launa voru ekki allir á eitt sáttir. Í þá daga tíðkaðist ekki að ræða um kyn­ ferðisofbeldi gagnvart börnum eða vændi líkt og í bókinni. „Fólk taldi að ég hlyti að vera að skrifa um eig­ in reynslu en það var ekki rétt. Höf­ undar fá oft að heyra þetta þegar þeir fjalla um erfið mál, sérstaklega kvenhöfundar. En þú þarft ekki að hafa upplifað neitt sjálf til að geta skrifað um það. Þú þarft bara að kynna þér aðstæður, hafa hæfileika til að setja þig í spor annarra og vera næmur á eðli mannsins.“ Málningu hellt yfir bílinn Reyndar vakti bókin mikla reiði og voru viðbrögðin samkvæmt því. „Sagan fjallar um stúlku sem var beitt kynferðisofbeldi í æsku og stundaði vændi á meðan hún var í menntaskóla. Fólki fannst hún köld, hörð af sér og leiðinleg og hún var það. En þannig var það bara. Þetta var saga sem átti erindi og ég varð að segja. Það þótti samt óttalega ósvífið að segja sögu af vændi á Íslandi þeg­ ar fólk taldi almennt að slíkt þekkt­ ist ekki hér, þótt það væri auðvitað fjarri sanni. Þannig að ég fékk alls konar sendingar. Ég fékk haturs­ pósta og bíllinn minn var eyðilagð­ ur að næturlagi. Málningu var hellt yfir vélina.“ Henni stóð ekki á sama. „Um tíma forðaðist ég að fara úr húsi. Ég var hrædd. Börnin mín voru það líka. En ég sá samt ljósið í þessu. Þetta þýddi það að bókin hreyfði við fólki og hafði lífsmark. Það er allt­ af gott þegar manni tekst að vekja upp tilfinningar og fá fólk til þess að hugsa.“ Reiðist vegna umræðunnar Samfélagið sem við lifum í er eitt­ hvað sem hún reynir að skoða og setja í samhengi. Misskipting auðs er henni sérstaklega hugleikin. Hún skilur ekki hvernig einn getur fengið 160 þúsund á mánuði fyrir að bera út póst og annar milljón fyrir starf sem er ekki erfiðara að hennar mati. „Ég ber auðvitað ábyrgð á þessu. Þú líka. Fyrir að gera ekkert. Við erum sjálfsagt að reyna það báðar með því að skrifa, en við getum gert bet­ ur. Það er fullt af fólki sem þarf á hjálp að halda og það þarf svo lítið til að breyta þessu. Ef samfélagið myndi vilja breytingar þá myndu þær eiga sér stað.“ Í raun er ekkert sem gerir hana eins reiða og umræðan um fólk sem bíður í röð eftir matarpoka. Systir hennar er öryrki og þó svo hún hafi ekki þurft að standa í biðröð þá er Vigdísi málið meira en skylt. „Mér er fyrirmunað að skilja hvernig tal­ að er um öryrkja. Þeir hafa þurft að sætta sig við það að einn daginn var fótunum kippt undan þeim og þurfa síðan að þola niðurlægingu orðanna. Þetta er lítið samfélag, við erum þrjú hundruð þúsund og á stærð við stórfyrirtæki. Þetta er ríkt land og hér er allt til alls. Með réttu ætti eng­ inn að þurfa að líða skort. Samt get­ um við ekki séð fyrir fólkinu okkar. Auðvitað eru alltaf einhverjir sem munu svindla á kerfinu, en þeir eru í miklum minnihluta og ekki hægt að dæma alla út frá þeim.“ Fékk annað tækifæri Sjálf hefur hún takmarkaðan áhuga á peningum. Lifir fyrir að skrifa, lesa bækur og horfa á sjónvarpið, elskar kvikmyndir en fer helst ekki í bíó. „Ég lifi einföldu lífi og þarf ekkert,“ segir hún og kveikir sér í annarri sígarettu. „Ég vil ekki eiga of mikið af peningum. Sumir segja að ég hafi rangt fyrir mér varðandi peninga en ég vil bara eiga það sem ég þarf og ekki meira en það. Annars fer ég bara að sanka að mér dóti sem ég þarf ekki og það vil ég ekki.“ Spurð hvort hún hafi alltaf hugs­ að þetta svona eða hvort eitthvað hafi komið fyrir sem breytti viðhorfi hennar fær hana til að hugsa sig að­ eins um. „Ég held að ég hafi alltaf verið svona. En auðvitað kemur allt­ af eitthvað fyrir. Ég fékk annað tæki­ færi,“ segir hún og útskýrir hvað hún á við: „Ég dó, ef svo má að orði kom­ ast, en vaknaði aftur til lífsins. Það breytti öllu. Þegar þú gengur í gegnum svona reynslu þá fyllist þú þakklæti sem er ekki hægt að skýra. Ef ég hefði dáið þá hefði ég ekki átt þennan tíma með barnabörnunum mínum. Og ég hefði ekki getað gert það sem ég hef gert síðan. Eins og að klára þessa bók sem er mér svo kær. Mér þykir svo undurvænt um þessa litlu stelpu,“ segir hún og leggur hönd­ ina ofan á eintak af Trúir þú á töfra? sem liggur á borðinu. Sveif yfir líkamanum Vigdís var úti í New York hjá syni sínum þegar hún veiktist. Hún hélt að hún væri með flensu en síðan kom í ljós að hún var hætt komin vegna heilahimnubólgu. Hún man lítið eftir þessum tíma. „Ég man að ég veifaði syni mínum á flugvellin­ um en ég man ekkert eftir ferðinni heim. Þegar ég vaknaði á spítalan­ um hélt ég að ég væri á Newark og var svo hissa á því að allir læknarn­ ir töluðu íslensku. Ég dáðist mjög að þeim fyrir vikið,“ segir hún bros­ andi. „Það tók mig langan tíma að átta mig á því hvar ég var.“ Í útvarpinu heyrast truflanir vegna farsímans. Hún leitar að sím­ anum og finnur hann á borðinu en það var enginn að hringja. Við höld­ um áfram og hún þakkar fyrir að ekki fór verr. „Ég fór úr líkamanum og sveif yfir. Þar fann ég frið og ró. Um leið sá ég sjálfa mig í fyrsta sinn. Þú heldur að þú hafir séð þig í spegli en þú sérð þig aldrei í réttu ljósi. Þú ert ekki eins og þú sérð þig í spegli. Mér fannst skelfilegt að sjá mig. Lík­ ami minn lá þarna og svona líka veikindalegur. Það var hræðilegt. Það var líka sárt að fara aftur í lík­ amann því hann var veikur og háði harða baráttu. En það var margt sem hjálpaði mér að snúa til baka. Góð orka til dæmis. Það voru marg­ ir sem báðu fyrir mér. Læknamiðlar og annað gott fólk.“ Missti jafnvægisskynið Á þessum tíma var Vigdís líka langt komin með sögu Bíbíar Ólafsdóttur, sem er þekkt fyrir miðilsgáfu sína. „Við þekktum hvor aðra orðið eins vel og tveir einstaklingar geta þekkt hvor annan. Hún vakti yfir mér og hjálpaði mér mikið.“ Í kjölfarið fylgdi langt og strangt endurhæfingarferli. „Eftir svona al­ varleg veikindi verður ekkert aftur eins og það var. Þetta breytir öllu. Það er fyrst núna sem ég er að verða aftur sú manneskja sem ég þekkti áður. Ég missti jafnvægisskynið, tapaði hluta af sjóninni og annað en það er ekkert þar sem ég hefði get­ að misst útlimi. Þessi sjúkdómur er þannig.“ Verst var samt að geta ekki skrif­ að. Jú, hún kláraði Bíbí með dyggri aðstoð, enda langt komin og bókin þess eðlis. Skáldsagan sem hún var byrjuð á gekk aftur á móti verr. Vig­ dís getur ekki útskýrt hvað gerðist, af hverju hún missti máttinn til að skrifa. „Ég hef alltaf getað skrifað, sama hvað gengur á, alltaf. En það skal enginn halda að ég noti bæk­ urnar mínar til að skrifa frá mér sársauka. Þær eru ekki hjúkkurn­ ar mínar. Þær eiga sér sjálfstætt líf sem ég ber virðingu fyrir. En þarna gerðist eitthvað og ég gat ekki hald­ ið áfram.“ Ritstíflan brast Hún var búin með fyrstu þrjú drög­ in af bókinni en aðalpersónan var svo ósátt að hún slökkti á sér. „Það var rosalega sárt. Ég elskaði hana svo mikið að ég trúði því ekki að hún gæti gert þetta. Eftir á að hyggja er ég þakklát fyrir að hafa náð að berjast í gegnum þessa rit­ stíflu því niðurbrotið hefði verið al­ gjört ef mér hefði ekki tekist það. Ég get ekki lýst því með orðum en ég efast um að ég hefði getað hald­ ið áfram að skrifa. Ég hefði kannski hætt.“ Rauði kötturinn sem hangir hér upp um alla veggi tilheyrir Nínu Björk, litlu stelpunni sem leik­ ur aðalhlutverkið í sögunni. Nína Björk býr í litlu þorpi sem er lok­ að inni í glerhjúp en málar rauða ketti á múrinn. Þegar allt annað brást ákvað Vigdís að prófa aðferð Nínu Bjarkar og málaði rauða ketti á múrinn þar til stíflan brast. Engin leið er að vita hversu mörg mál­ verkin urðu, en eftir tvö og hálft ár hafðist það á endanum. Flestar myndirnar fóru á sýn­ ingu í Borgarbókasafninu og í Gerðubergi. Myndirnar voru ekki til sölu en þar sem fólk falaðist engu að síður eftir þeim ákvað hún að heita á góð málefni og seldi þær allar. „Örugglega af því að fólki fannst þetta fallegt. Það réð því líka sjálft hvað það borgaði fyrir mynd­ ina. Ef ég hefði breyst í peninga­ pung og ætlað að græða hefði þetta örugglega ekki gengið svona vel.“ Fann frelsið um fimmtugt Eitt var að fá getuna til að skrifa aft­ ur. Hitt var að finna rétta hljóminn fyrir söguna. Það tók ellefu tilraun­ ir. Vigdís prófaði alla mögulega stíla til að láta þetta virka en það var ekki fyrr en hún sagði söguna í fyrstu persónu sem Nína litla Björk fann frelsið. Þetta tók sinn tíma en það er allt í lagi. Vigdís er ekkert að flýta sér. Henni þykir líka allt í lagi að gera mistök. „Ég hef oft farið af leið og gert ýmis mistök í gegnum tíðina. Stærstu mistökin felast kannski í því þegar ég læt fólk fara í taug­ arnar á mér. Ég á það til að láta fólk fara óttalega í taugarnar á mér. Svo sé ég alltaf eftir því. Það er eitt, svo hef ég gert alls kyns mistök í lífinu. Ég er ekki full­ komin og verð það aldrei. Ég sætti mig við það. Mér finnst ekkert eins erfitt og þegar fólk er stöðugt í flækju og hnút og meiðir sig með of miklum kröfum til sín. Ég gerði það þegar ég var yngri en ég er hætt því. Ég hef lært að ég er að mála stóra mynd og hún verður aldrei full­ komin. Þú getur alltaf fundið eitt­ hvað að henni ef þú rýnir í hana. Það er bara eðlilegt.“ Frelsið fann hún um fimmtugt. „Lífið varð betra eftir fimmtugt. Þá varð ég frjáls. Ég get sagt það sem ég meina og gert það sem ég vil. Ann­ að skiptir ekki máli. Ég þarf ekki að eltast við einhverja ímynd eða velta því fyrir mér hvað annað fólk hugsar um mig. Enda er það ekk­ ert að hugsa um mig. Ég er ekkert merkilegri en aðrir og þeir eru ekki merkilegri en ég. Einhvern veginn öðlaðist ég frelsi frá áliti annarra. Þá fyrst, þegar maður hefur öðlast þetta frelsi, er búinn að koma börn­ unum upp og hefur tíma, fer mað­ ur að hugsa um dauðann.“ Leitar hamingjunnar Eftir þrotlausa vinnu síðustu ár er hún á fleygiferð um landið að kynna bókina. Þegar þessari törn er lokið ætlar hún hins vegar að venda sínu kvæði í kross og kenna í Finnbogastaðaskóla í Árneshreppi. Þar eru nemendurnir fjórir, einn fjórtán, annar tólf, sá þriðji tíu og fjórði átta ára. „Ég starfaði lengi sem kennari. Lengst af í framhalds­ skóla en ég var einn vetur með sex ára börn. Mér fannst það mikil ábyrgð sem á mig var lögð þar sem það var í mínum höndum að kenna þeim að lesa, skrifa og reikna. Allan veturinn óttaðist ég að mér myndi ekki takast það og ég hef aldrei verið eins hamingjusöm og daginn sem ég kvaddi þau, hvert á fætur öðru, og öll voru þau læs. Þannig að þegar ég var beðin um að leysa af í Finnbogastaðaskóla fram í maí tók ég því fegins hendi. Kannski er ég að reyna að upplifa þetta aftur,“ segir Vigdís. Þar eru nemendurnir samt læsir. Ekki nóg með það heldur gengu þeir á milli bæja og lásu ljóð fyrir bændur á degi íslenskrar tungu. „Þetta eru frábærir krakkar!“ Svo hún hlakkar til. En nú þarf hún að drífa sig. Er orðin of sein í upplestur. Getur samt ekki stillt sig um að tala aðeins um mig. Hún er þekkt fyrir það, ég þekki dæmi þess að blaðamaður reyndi að taka við­ tal við hana en endaði á því að tala um sjálfan sig allan tímann. Enda er nærvera hennar einstök, áhugi hennar á fólki óþrjótandi og for­ vitnin takmarkalaus. Ekki bætir úr skák að hún er mjög næm og les fólk gjarna eins og opna bók. Nú snýr hún sér að mér. „Þú ert alveg heil,“ segir hún meðal ann­ ars áður en hún fer skyndilega að tala um manninn minn, mann sem hún hefur aldrei hitt og ég hef ekki rætt við hana. „Hann þarf ekkert að reyna að breyta þér. Hann þarf heldur ekkert að vera afbrýðisam­ ur. Þetta er góður maður,“ segir hún. Segir svo ákveðið að ég skuli ekki skilja við hann og hlær dátt. Hún fylgir mér eftir ganginum, kveður mig með þéttu faðmlagi og þar sem hún stendur í útidyrunum lítur hún upp til himins. „Tókstu eftir birtunni í dag? Þetta var alveg einstakt. Það var gull á himni. Það gerist ekkert slæmt á svona dög­ um.“ n „Einu sinni sagði dóttir mín að hún saknaði mín alltaf, líka þegar ég væri heima. Það var sárt en dugði ekki til að ég hætti að skrifa, ég gat það ekki. „Ég heyri raddir, en þær búa í brjóst- inu á mér. Þetta er engin geðveiki eða neitt þess háttar, þetta er bara til- finning innra með mér sem ég hlusta á. 50 Viðtal 2.–4. desember 2011 Helgarblað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.