Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2011, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2011, Blaðsíða 14
A far ólíklegt er að Jón Bjarna- son, landbúnaðar- og sjáv- arútvegsráðherra, sitji í rík- isstjórn fram yfir áramót en staða hans verður óbreytt á meðan fjárlög hafa ekki verið sam- þykkt. Þetta kemur fram í samtölum við stjórnarliða beggja flokka. Fjár- lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar er nú í vinnslu fjárlaganefndar eftir að ann- arri umræðu lauk fyrr í vikunni. Sjálfur hefur Jón Bjarnason ekki viljað taka af allan vafa um hvort stuðningur hans við ríkisstjórnina einskorðist við ráðherrastólinn. Hann hafnaði meðal annars beiðni DV um viðtal um málið í dag. Þá hafnaði aðstoðarmaður ráðherra því alfar- ið að bera það undir Jón hvort hann styddi ríkisstjórnina ef hann missti ráðherrastólinn. Samkvæmt heim- ildum DV telja margir stjórnarliðar svo brýnt að koma Jóni frá að það sé vel þess virði að leita út fyrir stjórn- arflokkana um stuðning við einstaka málefni. Þannig verði ef til vill hægt að tryggja starfhæfa ríkisstjórn fram yfir kosningar. Heimildir DV herma að þingmenn allra flokka séu „mjög meðvitaðir“ um möguleikann á slíkri tilhögun, eins og það var orðað. Sérstaklega er litið til Hreyfingarinnar, Guðmundar Stein- grímssonar og Sivjar Friðleifsdóttur, þingkonu Framsóknarflokks, en hún hefur stutt ríkisstjórnina í einstaka málum, oft þvert á vilja Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns flokksins. Aðspurð sagði Siv þó engar hugmyndir uppi um stuðning hennar við ríkisstjórnina. „Það hafa oft kom- ið upp erfiðleikar í þessari ríkisstjórn og mér finnst lítið benda til annars en að stjórnin komi sér í gegnum þetta mál eins og önnur,“ segir Siv og ítrekar að það sé ekki í stöðunni að hún verji ríkisstjórnina falli gegn því að koma eigin málum í gegn. Raunar er Guð- mundur Steingrímsson einn um að taka vel í hugmyndir um slíkt sam- starf við ríkisstjórnina. Hreyfingin vill breyttar áherslur „Ég á erfitt með að sjá Hreyfinguna verja ríkisstjórn falli sem ekki er til- búin í frekari aðgerðir vegna skulda- vanda heimilanna,“ segir Þór Saari aðspurður hvort Hreyfingin hafi áhuga og pólitíska getu til að taka þátt í meirihlutasamstarfi án þess að skuldamál heimilanna séu þar þungamiðja. „Ég veit heldur ekki hvað ætti að breytast frá því sem nú er við svona samstarf,“ segir hann. „Þetta upphlaup í ríkisstjórninni er eftir fyrirfram skrifuðu handriti og hefur ekkert með kvótamálið að gera,“ segir Þór sem telur augljóst að aðför- in að Jóni tengist andstöðu hans við Evrópusambandsaðild. Hann segir þingmönnum Hreyfingarinnar ekki hugnast núverandi ríkisstjórn, hún hafi haldið rangt á spilunum í ýms- um málum. Þá sé ríkisstjórnin ekki nægjanlega vösk í lýðræðisumbótum. Þar nefnir Þór Saari stjórnarskrármál- in og frumvarp forsætisráðherra um persónukjör sem enn hafi ekki verið samþykkt. „Í orðum ber ekki mikið á milli Hreyfingarinnar og ríkisstjórn- arinnar en þau hafa að því er virðist ekki þrek til að koma slíkum umbót- um í gegnum þingið,“ segir Þór. Guðmundur gerir ekki kröfu um ráðherrastól „Nei, glætan það hefur ekki hvarfl- að að mér,“ segir Guðmundur Stein- grímsson spurður hvort hann geri kröfu um ráðherrastól í staðinn fyrir stuðning við ríkisstjórnina, hverfi Jón Bjarnason frá. Guðmundur segir möguleikann á að ríkisstjórnin semji um málefnameirihluta í þinginu blasa við öllum sem það vilji sjá. „Ég er ekki áhugamaður um að steypa málum eins og aðildarumsókn að Evrópu- sambandinu, nýrri stjórnarskrá og rammaáætlun í óvissu. Þetta eru stór- mál sem ég tel að verði að klára,“ seg- ir Guðmundur og tekur fram að hann verði að ráðfæra sig við samstarfs- fólk sitt áður en af yrði. „Ég myndi alltaf ráðfæra mig við fólkið sem er að stofna flokkinn með mér. Staðan er hins vegar sú að enginn veit hvort ríkisstjórnin sé með þingmeirihluta eða ekki.“ Sjálfur telur Guðmundur Jón hafa farið yfir strikið undan far- ið. „Hann hefur ekki beinlínis verið að framfylgja stjórnarstefnunni í ESB- viðræðunum. Það hefur hann líka komist upp með. Þegar kvótamálið bætist við og það samráðsleysi sem hann hefur orðið uppvís að í þeim málum, þá get ég mjög vel skilið að stjórnarliðar telji hann hafa farið yfir strikið. Þetta eru bæði svo stór mál í samstarfssamningi flokkanna.“ Jón er ráðherra vegna óvissunnar „Jón er eingöngu ráðherra vegna þess að ekki er vitað hvort ríkisstjórnin lifi án þess að hann sitji í ráðherrastól,“ segir Þráinn Bertelsson, þingmaður VG, aðspurður um stöðu Jóns. „Mér skilst að hann hafi talað í þá veru að missi hann stólinn þá sé áhugi hans á að styðja ríkisstjórnina ekki til stað- ar lengur,“ segir Þráinn en tekur jafn- framt fram að hann hafi heyrt þessi orð útundan sér en ekki frá ráðherra sjálfum. „Ég skil ekki að Jón skuli ekki hætta sem ráðherra,“ segir Þráinn um stöðu Jóns. „Það er ekki skömm af því að geta ekki leyst erfið verkefni. Skömmin er í því að átta sig ekki á því sjálfur. Ekki myndi ég vilja vera sjáv- arútvegsráðherra. Í sporum Jóns vildi ég ekki vera. Breytingar á fiskveiða- stjórnunarkerfinu er risavaxið mál að leysa en það þarf að leysa þessi mál og Jón hefur sýnt að hann hefur ekki burði til þess,“ segir Þráinn. Steingrímur svaraði engu um framtíð Jóns Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur VG, hefur ekki viljað lýsa yfir af- gerandi stuðningi við Jón Bjarnason þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir um slíkt í þinginu. Þá hefur hann þver- tekið fyrir að svara spurningum um hvort Jón geti setið áfram sem ráð- herra í umboði flokksins. Um afstöðu Jóhönnu Sigurðardóttur, formanns Samfylkingarinnar, ríkir hins vegar engin óvissa en Jóhanna hefur verið óvenju berorð í gagnrýni sinni á ráð- herrann undanfarið. Jón Bjarnason ekki án stuðnings Bæði Ögmundur Jónason innanríkis- ráðherra og Guðfríður Lilja Grétars- dóttir, þingkona VG, hafa lýst yfir stuðningi við sjávarútvegsráðherra. Guðfríður Lilja gekk raunar svo langt að kalla Jón Bjarnason einn dygg- asta stuðningsmanninn við stefnu VG í umræðum á þinginu. Þá sagði hún það gríðarlegt áfall að snúa baki við honum núna. Þá hafa stuðnings- menn Jóns stofnað hóp á Facebook honum til stuðnings og keypt aug- lýsingar í blöðum. Ef til vill er það þó lýsandi fyrir stöðu Jóns að Facebo- ok-hópurinn hefur aðeins 160 með- limi. Sjávarútvegsráðherra hefur þó umfram aðra ráðherra sótt stuðning út fyrir raðir VG og í sitt kjördæmi. Ráðherrann hefur til dæmis iðu- lega getað treyst á dyggan stuðning frá Heimssýn andstæðinga Evrópu- sambandsaðildar. Þá er skemmst að minnast stuðningsyfirlýsingar Sam- bands ungra sjálfstæðismanna við ráðherrann vegna afstöðu Jóns í hval- veiðimálum. Því er ljóst að stuðning- ur við ráðherrann nær langt út fyrir stjórnarflokkana tvo. Stefnubreyting nauðsynleg Þór Saari segir afar ólíklegt að Hreyfingin verji ríkisstjórnina falli nema tekið verði á skuldavanda heimilanna. Er sama um ráðherrastólinn Guðmundur Steingrímsson tekur vel í hugmyndir um að verja ríkisstjórnina gegn vantrausti þýði það að ESB og ný stjórnar- skrá nái fram að ganga. 14 Fréttir 2.–4. desember 2011 Helgarblað J Ó L AT I L B O Ð FULLT VERÐ 95.000 59.900FULLT VERÐ 139.900 99.900 FULLT VERÐ 59.900 42.900 YFIR 30 GERÐIR GASGRILLA MIKIÐ ÚRVAL GRILLÁHALDA Hlíðasmára 13, Kóp - S. 554 0400 Grill sem endast n Jón situr líklega sem ráðherra til áramóta n Guðmundur Steingrímsson tekur vel í að styðja ríkisstjórnina n Margir stjórnarliðar vilja Jón úr ríkisstjórn þótt leita verði stuðnings við ríkisstjórnina utan Samfylkingar og VG Jón BJarnason verður settur af „Í sporum Jóns vildi ég ekki vera Þráinn Bertelsson „Ég á erfitt með að sjá Hreyfinguna verja ríkisstjórn falli sem ekki er tilbúin í frekari að- gerðir vegna skuldavanda heimilanna. Óvissa um stuðning Stuðningur Jóns Bjarna- sonar við ríkisstjórnina virðist ekki öruggur án ráðherrastóls. Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.