Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2011, Side 38

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2011, Side 38
38 Bækur 2.–4. desember 2011 Helgarblað S vefnlausar nætur og hroll- vekjandi minningaleiftur. Er þetta eitthvað sem tauga- veiklaðar konur sækjast eftir? Svarið er já, takk. En af hverju? Því verða líklegast sérfróðir menn á sviði sálfræðinnar að svara. Síðasta bók Yrsu var Ég man þig. Þar kvað við ferskan tón í íslenskum bókmenntum, sagan reyndist sál- fræðihrollvekja eins og hún gerist best og sló í gegn. Í nýrri bók, Brak- inu, tekur Yrsa hryllinginn mörgum skrefum lengra. Í fyrra uppnefndi ég Yrsu hryll- ingsömmu Íslands. Hún stendur fyllilega undir því nafni. Hún hefur skrifað blóðugan hrylling, ef ekki trylling af bestu gerð. Brakið er æsi- spennandi og blóðugur hryllingur með dulrænni dramatík. Vitnað í frægar hryllingssögur Einna skemmtilegast við þessa bók er hversu mikill leikur er gerður að frægum minnum hryllingssagna. Sögusviðið er eitt þessara minna. Það er einangrað. Snekkja á hafi úti. Um borð varnarlaus fjölskylda og dularfullir, óræðir skipsmenn. Sambandsleysi við umheiminn og almennt bjargarleysi gagnvart nátt- úrunni, mennskri og ómennskri. Minnir á Shining, Cape Fear og fleiri hryllingssögur. Annað minni eru ungir tvíburar á snekkjunni. Tvíburar hafa löngum þótt dálítið dularfullir og oft taldir búa yfir dulrænum krafti og Yrsa leikur sér að þeirri mýtu og gefur þannig sögunni aukakraft og myst- ískan blæ. Gefið er í skyn að fjölskyldu- faðirinn á snekkjunni sé að brjál- ast. Hann er orðinn fúlskeggjað- ur, svefnlaus og viðbrögð annarra við honum benda til þess að innra með honum hafi eitthvað brostið. Þarna vitnar Yrsa enn og aftur í Shining. Einhverjir myndu kalla þetta klisjur. En í þessum geira bók- menntanna eru þetta ekki ódýrar tilvitnanir. Meira eins og leikur að formum. Að mínu mati leikur Yrsa sér að þessu formum leikandi létt og fer vel með sínar tilvitnanir. Sterkar kvenpersónur Sögupersónur eru bráðskemmti- legar. Sérstaklega kvenpersónur sög- unnar. Þóra og hin undarlega Bella eru skemmtilegt teymi og byrjun bókarinnar er myndræn og full af Blóðugur tryllingur af bestu gerð Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Dómur Brakið Höfundur: Yrsa Sigurðardóttir Útgáfufyrirtæki: Veröld 346 blaðsíður Leikur sér að formum Sögupersónur eru bráð- skemmtilegar. Sérstaklega kvenpersónurnar. Síðustu tvær bækur Yrsu, Ég man þig og Brakið, má kalla spennusögur með hryllingsívafi. Hafa lesendur ekki kvartað yfir strekktum taugum? „Jú, reyndar. Ég fæ góðlátlegar skammir frá lesendum. Einn lesandi skammaði mig fyrir ákveðið atriði í bókinni Ég man þig, er varðar gröf. Aðrir skamma mig svona í gamni fyrir að vera valdur að svefnleysi á heimilinu.“ Yrsa tók vel í að sitja fyrir í anda hryllingssagna á forsíðu Bókablaðs DV. „Annað væri nú eitthvað skrýtið. Ég er ekkert viðkvæm og þetta er svona í mínum anda þannig að ég kvarta ekki. Mér fannst þetta reyndar mjög skemmtilegt uppátæki og hlakka til að sjá útkomuna.“ Í bókinni Brakinu eru nokkur atriði þar sem ljóst er að Yrsa sækir í samtímann. Snekkja í vörslu skilanefndar er eitt þeirra, kreppan og sligandi afborganir venjulegs fjölskyldufólks annað. Gerir hún þetta markvisst? „Já, ég geri það alltaf. Í þessari bók gerði ég reyndar meira af því en oft áður. Það er síðan gaman að segja frá því að ég hef komið til Lissabon þar sem sögunni vindur fram. Var þar á ferðalagi á vegum forlagsins og sat á þessu kaffihúsi þar sem eitt atriðanna á sér stað.“ Yrsa segist næstu bók í startholunum. „Ég er svona byrjuð að hugsa um að hugsa um hana,“ segir hún og hlær. „Ég er ekki vön að byrja svona snemma. Er að drattast með þetta fram eftir vori og lendi svo í hörkulegri lokatörn sem reynir á. Ég ætla að vera laus við hana næst og byrja strax í janúar,“ segir hún og lofar hryllingi eftir sem áður. kímnigáfu. Lýsingar Þóru á Bellu eru með skemmtilegri köflum bókar- innar. Það er vel til fundið að keyra á húmor til skiptis við hryllinginn, svona til þess að slétta aðeins úr krumpuðum taugum lesenda. Lýs- ingar á harmi fjölskyldu sem hefur misst allt eru glöggar og það hvernig Yrsa leikur sér að því að blekkja les- endur að annarri útkomu en þeirri sem síðar kemur í ljós er vel gert. Plottið sjálft er sótt í samtím- ann. Græðgina. Einfaldar, gráð- ugar sálir sem svífast einskis og eru ofurseldar þægindum. Einfalt plott. En gott plott sem speglast í minni sönnum sögum í íslenskum veruleika. Í dag vitum við hversu langt fólk gengur til þess að eignast peninga. Þótt enginn hafi enn tek- ið upp exina … Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur: Fær góðlátlegar skammir Fyrri bókadómar Hálendið Höfundur: Steinar Bragi. Útgefandi: Forlagið Hrunið á hálendinu „Bók Steinars Braga er einhver áhuga- verðasta og óvenjulegasta lestrar- reynsla sem ég man eftir í svipinn. Bókin snerti mig á einhvern einkenni- legan hátt sem ég á erfitt með að ná utan um.“ – Ingi Freyr Vilhjálmsson Þræðir valdsins Höfundur: Jóhann Hauksson Útgefandi: Veröld Hvers vegna hrun? „Aðferð Jóhanns er bráðsnjöll og hann styður niðurstöður sínar í langflestum tilvikum með ljósum dæmum og traustum rökum.“ – Jón Þ. Þór Jójó Höfundur: Steinunn Sigurðardóttir Útgefandi: Bjartur Minningarmein skerst í leikinn „Steinunn Sigurðardóttir kann ís- lenskra rithöfunda einna best að segja sögur af ást og ástföngnu fólki. Hér er það frekar ást á milli vina. Og ást á starfi sínu. Ást í meinum er þekkt minni, hér er það frekar ást á því að útrýma meinum. Höfðar til hjarta og vitsmuna; spilar á strengi drama, spennu og húmors; gefur í skyn en skilur eftir eyður; jójóar með tvenndir. Mjög flott. Reyndar, mjög, mjög flott.“ – Kristján Hrafn Guðmundsson Einvígið Höfundur: Arnaldur Indriðason Útgefandi: Forlagið Skondin mynd úr samtímanum „Arnaldur laumar tíðarandanum fínlega að án þess að þreyta lesandann. Hann hefur vinninginn af því að velja þessa leið vegna þess að lýsingar á Íslending- um þessa tíma vekja væntumþykju.“ – Kristjana Guðbrandsdóttir Fallið Höfundur: Þráinn Bertelsson Útgefandi: Sögur Þráinn fallinn! „Fallið er lítil bók að formi og blaðsíðu- tali. En hún er risastór þegar litið er til innihaldsins. Boðskapur hennar á erindi til hvers einasta manns. Það er ástæða til að óska Þráni til hamingju með að hafa með bók sinni mátað allar kjafta- kerlingar á Íslandi. Í skúmaskotum amx og annarra illfygla er ekkert ósagt um fall þingmannsins í Færeyjum.“ – Reynir Traustason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.