Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2011, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2011, Blaðsíða 8
8 Fréttir 2.–4. desember 2011 Helgarblað Forsetinn neitar að svara n Segist ekki hafa kynnt sér eigin eftirlaunarétt F orsetinn hefur ekki hugleitt eftir- laun sín eða kynnt sér þau sér- staklega, hvorki samsetningu þeirra né upphæðir,“ segir í svari Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Ís- lands, við fyrirspurn DV varðandi eft- irlaun hans. Svarið barst frá Örnólfi Thorssyni, ritara forseta. Fjallað var um eftirlaunaréttindi nokkurra núver- andi og fyrrverandi ráðamanna þjóð- arinnar á mánudag en þar kom meðal annars fram að Ólafur Ragnar á rétt á tvöföldum eftirlaunum. Ólafur Ragnar var þingmaður og ráðherra áður en hann var kjörinn forseti lýðveldisins. Þar sem hann var kjörinn fyrir afnám umdeildra eftir- launalaga, sem sett voru í ríkisstjórn- artíð Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar, nýtur hann réttinda umfram það sem almennt gengur og gerist hjá ríkinu og á almennum vinnumarkaði. Ólafur Ragnar er hins vegar sá eini af þeim ráðamönnum sem áunnu sér þessi sérréttindi sem nýtur tvöfaldra réttinda. Íslenskir forsetar nutu enn meiri sérkjara en þingmenn samkvæmt lög- unum, sem afnumin voru 25. apríl 2009. Þar sem Ólafur Ragnar hefur setið í meira en tvö kjörtímabil á hann rétt á eftirlaunum sem nema áttatíu prósentum af launum forseta eins og þau eru ákveðin af kjararáði. Það hef- ur því ekki áhrif á eftirlaunin að hann hafi afsalað sér hluta launa sinna eftir bankahrunið. Í kjölfar umfjöllunar DV var ósk- að eftir svörum Ólafs Ragnars við því hvort hann ætlaði að afsala sér hluta þeirra eftirlaunaréttinda sem hann hefur áunnið þér í starfi sem þingmað- ur, ráðherra og forseti og hvort hann teldi eðlilegt að hann nyti eftirlauna vegna allra þriggja starfanna í senn. Þessu vildi forsetinn ekki svara. adalsteinn@dv.is www.xena.is Mikið úrval af barnaskóm Opið virka daga 11-18 laugardag 11-16 Grensásvegur 8 og Nýbýlavegur 12 - Sími 517 2040 BARNASTÍGVÉL St. 22-35 Verð 7.995 St. 22-40 Verð 7.995 Á tvöfaldan rétt Ólafur Ragnar á rétt á himinháum eftirlaunum vegna starfa sinna. Mynd Sigtryggur Ari JóHAnnSSon 20 milljarða afskriftir ÍaV F yrrverandi móðurfélag Ís- lenskra aðalverktaka (ÍAV), Drög ehf., hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Þetta kem- ur fram í auglýsingu í Lög- birtingablaðinu. Félagið skuldaði rúmlega 20 milljarða króna umfram eignir í árslok 2009 samkvæmt árs- reikningi þess. Meðal eigenda Draga voru forstjórar ÍAV, þeir Karl Þráins- son og Gunnar Sverrisson. Drög var tekið til gjaldþrotaskipta þann 17. nóvember síðastliðinn. Meðal verk- efna ÍAV síðastliðin ár er bygging tónlistarhússins Hörpu. Arion banki leysti Drög til sín út af þessari skuldastöðu árið 2009. Bankinn seldi Íslenska aðalverk- taka svo til svissneska fyrirtækis- ins Marti Holding í mars 2010 á um 400 milljónir króna. Marti Holding hefur starfað með ÍAV um árabil. Í ágúst sama ár keyptu fyrrverandi eigendur Draga, þeir Karl og Gunn- ar, svo 50 prósent í verktakafyrir- tækinu af Marti Holding fyrir um 200 milljónir króna. Kaup þeirra voru fjármögnuð með kúluláni frá Marti Holding. Karl og Gunnar eru eigendur að 50 prósenta hlut í móð- urfélagi verktakafyrirtækisins, Ís- lenskum aðalverktökum ehf., í dag. Kúlulánið er til 30 ára. 20 milljarða afskriftir Staðan er því sú að eftir að Íslensk- ir aðalverktakar hafa gengið í gegn- um skuldaafskriftir sem nema um 20 milljörðum króna eignast sömu eigendur helmingshlut í fyrirtækinu aftur eftir að allt hlutafé félagsins hefur haft viðkomu hjá þriðja aðila, Marti Holding. Þessi gerningur virð- ist vera fyllilega löglegur þar sem þriðji aðili, Marti Holding, keypti fyrirtækið af bankanum með eðli- legum hætti og ákvað svo að selja fyrri eigendum hlut í því. Ekki liggur enn fyrir hversu háar upphæðir verða afskrifaðir hjá Drögum ehf. þar sem svo stutt er síðan fyrirtækið var tekið til gjald- þrotaskipta. Skuldirnar nema þó ekki minna en 20 milljörðum mið- að við síðasta ársreikning félagsins en þá námu eignirnar um 7,8 millj- örðum á móti rúmlega 28 milljarða króna skuldum. Leynd yfir sögunni Drög ehf. eignaðist allt hlutafé í Ís- lenskum aðalverktökum árið 2004 eftir umdeilda einkavæðingu verk- takafyrirtækisins árið áður. Eign- arhaldsfélagið AV hafði keypt hlut ríkisins í fyrirtækinu árið áður fyrir um 2 milljarða króna og í kjölfarið gert öðrum hluthöfum yfirtökutil- boð sem þeir urðu að þiggja. Sömu eigendur voru að eignarhaldsfélag- inu AV og Drögum ehf., þeir Karl, Gunnar, Stefán Friðfinnsson, þá- verandi forstjóri ÍAV, og fleiri. Kaup- verð Draga á ÍAV í þessum viðskipt- um við AV liggur ekki fyrir. Meðal þess sem fylgdi með í kaupunum var Blikastaðalandið svokallaða, 150 hektara byggingarland á milli Reykjavíkur og Mosfellsbæjar, sem selt var til verktakafyrirtækisins Eyktar fyrir rúma 6 milljarða króna árið 2008. Engir ársreikningar liggja fyrir um rekstur Draga vegna ársins 2009, eftir að Arion banki hafði leyst félagið til sín, og engir árs- reikningar liggja heldur fyrir um starfsemi eignarhaldsfélagsins AV. Rekstrar saga Íslenskra aðalverktaka frá einkavæðingunni og þar til eftir bankahrunið 2008 er því á huldu. Vitað er hins vegar að þessi rekstrar- saga mun skilja eftir sig tugmilljarða króna afskriftir fyrir Arion banka. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is n Skuldir umfram eignir rúmlega 20 milljarðar n Sömu eigendurnir eignuðust félagið eftir bankahrunið n Leynd yfir rekstrarsögu ÍAV„Rekstrarsaga Ís- lenskra aðalverk- taka frá einkavæðingunni og þar til eftir bankahrun- ið 2008 er því á huldu. Byggðu Hörpuna Harpan er eitt helsta verkefni Íslenskra aðalverktaka á liðnum árum. Móðurfélag Íslenskra aðalverktaka, Drög ehf., hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Viskíið selt á 175 þúsund Viskíflaska frá stríðsárunum seld- ist fyrir 175 þúsund krónur á upp- boði sem fram fór á netinu. Vatns- veitustarfsmenn fundu flöskuna í Nauthólsvík fyrir tæplega tuttugu árum en þeir seldu hana í góð- gerðaskyni. Andvirði flöskunn- ar rennur óskipt til Guðmundar Felix Grétarssonar, fyrrverandi starfsmanns Rafmagnsveitunnar, en hann safnar nú fé fyrir kostn- aðarsama handaágræðsluaðgerð í Frakklandi. Uppboðsfrestur- inn rann út á miðnætti síðast- liðinn miðvikudag en uppboðið hafði þá staðið frá 16. nóvember síðastliðnum. Í fréttatilkynningu vegna uppboðsins kemur fram að lengst af hafi tveir aðilar barist um flöskuna en kaupandinn, sem hefur staðfest tilboðið, vill njóta nafnleyndar. Fagna tillögum starfshópsins Sveitarstjórn sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur samþykkt ályktun þar sem tillögum um ráð- stöfun veiðileyfagjalds, frá starfs- hópi Jóns Bjarnasonar, sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra, er fagnað. „Ekki síst er þetta mikil- vægt á tímum þar sem gríðar- legur niðurskurður á sér stað víða um land, m.a. í heilbrigðis- og samgöngumálum, á sama tíma og atvinnulífið og ekki síst fyrirtæki á landsbyggðinni eru látin bera æ meiri skattbyrði,“ segir í ályktun- inni en vísað er til að í skiptingu veiðileyfagjaldsins er gert ráð fyrir því að fjörutíu prósent fari til sjáv- arbyggða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.