Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2011, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2011, Blaðsíða 22
Lárus Welding Kúgaði forstjórinn Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, var hnepptur í vikulangt gæsluvarðhald á miðvikudaginn þegar rassía sérstaks saksóknara í Glitnismálinu hófst. Lárus varð forstjóri Glitnis eftir dramatískar vendingar innan hluthafahóps Glitnis í apríl 2007. Þá var Bjarna Ármanns- syni skipt út sem forstjóra og Lárus settur í staðinn þrátt fyrir ungan aldur – Lárus var einungis rúmlega þrítugur. Lárus fékk 300 milljónir króna fyrir það eitt að skrifa undir hjá Glitni og var með 84 milljónir króna í laun á mánuði út árið 2007. Tölvupóstsamskipti á milli Lárusar og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, stjórnar- formanns FL Group, stærsta hluthafa Glitnis, sýna fram á það að Lárus hafi tekið við skipunum frá Jóni Ásgeiri og oft framkvæmt þær gagnrýnislaust. Í tölvupósti til Jóns Ásgeirs í júní 2007 sagði Lárus að sá fyrrnefndi kæmi fram við hann „eins og útibússtjóra frekar en forstjóra“. Vinnubrögð í Glitni versnuðu nokkuð eftir að FL Group og Lárus tóku við bankanum, meðal annars fengu starfsmenn bónusa fyrir að lána, enda snýst rannsókn sérstaks saksóknara að mestu um mál sem áttu sér stað á árunum 2007 og 2008. Í stefnu skilanefndar Glitnis í Aurum-málinu svokallaða er dregin sú ályktun út frá staðreyndum um samband Lárusar og Jóns Ásgeirs að forstjóri Glitnis hafi ekki verið mjög burðugur forstjóri: „Bersýnilegt er af framangreindum tölvupóstsam- skiptum að Jón Ásgeir var álitinn „eig- andi“ bankans af yfirmönnum hans og að hann gaf forstjóra bankans bein fyrirmæli um að ráðstafa fjár- hagslegum hagsmunum bankans í sína þágu og félaga í fjárhagslegum tengslum við hann, …“ DV hefur heimildir fyrir því að rætt hafi verið að skipta Lárusi strax aftur út sem forstjóra á árinu 2007 og setja Bjarna Ármannsson aftur yfir bankann en að hugmyndin hafi dáið í fæðingu. Heimildir DV herma að ekki standi til að yfir- heyra Jón Ásgeir Jó- hannesson í þessari rassíu. Jóhannes Baldursson Stímmaðurinn Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta hjá Glitni, var hnepptur í gæsluvarð- hald á miðvikudagskvöldið. Jóhannes starfar í Íslandsbanka. Hann var sendur í leyfi frá störfum í bankanum í október síðastliðnum, ásamt nokkrum öðrum starfsmönn- um Íslandsbanka, vegna meintrar aðildar að hugsanlegum brotamálum sem embætti sérstaks saksóknara rannsakar. Jóhannes hélt svo aftur til starfa eftir þetta. Jóhannes tengist Stímmálinu svokallaða og ýmsum öngum þess, meðal annars kaupum Glitnis á 1.200 milljóna króna skuldabréfi af Saga Capital í ágúst 2008. Tengsl Jóhannesar við Stím- málið voru þau að hann átti þátt í að koma hluthafahópnum saman. Jóhannes var einn þeirra starfs- manna Glitnis, fyrirrennara Íslandsbanka, sem fékk kúlulán frá bankanum til að kaupa hlutabréf í honum árið 2008. Kúlulánið, 800 milljónir króna, hefur verið afskrifað. Jóhannes er sömuleiðis einn þeirra fyrrverandi starfsmanna Glitnis sem gert hafa launakröfu í bú Glitnis. Mál Jóhannesar er nú rekið fyrir dóm- stólum. Hann vill fá 68 milljónir króna úr þrotabúi Glitnis vegna samnings- bundinna launa. Málið er ennþá rekið í dómskerfinu. Jóhannes var með rúmar 14 milljónir króna í laun á mánuði árið 2008. 22 Fréttir 2.–4. desember 2011 Helgarblað Bjarni í sigti saksóknarans n Tveir af samstarfsmönnum Bjarna Ármannssonar yfirheyrðir n Bjarni er á suðurskaut- inu en til stendur að ræða við hann n Högnuðust á viðskiptum með hlutabréf í Glitni B jarni Ármannsson, fyrrver- andi bankastjóri Glitnis, mun að öllum líkindum verða kall- aður til yfirheyrslu hjá sér- stökum saksóknara vegna viðskipta bankans með hlutabréf í bankanum á árunum 2004 til 2007, samkvæmt heimildum DV. Tveir af fyrrverandi undirmönnum Bjarna hjá Glitni, Helgi Logason, fyrrverandi verðbréfamiðlari hjá Glitni, og Finn- ur Reyr Stefánsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri rekstrarsviðs Glitnis, voru kallaðir til yfirheyrslu hjá sér- stökum saksóknara á miðvikudaginn. Bjarni er hins vegar staddur erlendis, nánar tiltekið á suðurskautinu, og var ekki kallaður til yfirheyrslu. Þeir Finnur Reyr og Helgi voru hins vegar ekki hnepptir í gæsluvarð- hald ásamt þremur öðrum starfs- mönnum Glitnis, þeim Lárusi Weld- ing, fyrrverandi forstjóra Glitnis, Jóhannesi Baldurssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra markaðsviðskipta og Inga Rafnari Júlíussyni, fyrrverandi verðbréfamiðlara. Rannsókn sérstaks saksóknara á Glitnismálinu nær allt aftur til ársins 2004 en þá var Bjarni forstjóri bankans. Þá herma heimild- ir DV að Tómas Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri markaðsviðskipta hjá Glitni, sé einnig til skoðunar í málinu. Líkt og kunnugt er hætti Bjarni sem forstjóri Glitnis eftir yfirtöku FL Group á bankanum í apríl 2007. Finn- ur Reyr og Tómas hættu í bankanum um svipað leyti. Finnur vildi ekki ræða blaðamann DV þegar blaðið hafði samband við hann á fimmtudags- kvöld. Aðspurður hvort hann hefði verið yfirheyrður segir Finnur Reyr. „Ég ætla hvorki að játa því né neita.“ Finnur vildi ekkert ræða um málið í samtali við DV. Sömu sögu er að segja um Helga Logason. „Ég ætla ekkert að tjá mig um þessi mál.“ Ekki náðist í Bjarna Ármannsson á fimmtudaginn. Rannsaka markaðsmisnotkun Embættið mun meðal annars hafa einnig hafa áhuga á meintri mark- aðsmisnotkun í viðskiptum með hlutabréf í Glitni á árunum 2007 og 2008 þar sem bankinn seldi hlutabréf í bankanum með óeðlilegum hætti til ýmissa fjárfesta með það fyrir aug- um að halda uppi hlutabréfaverðinu í bankanum. Stímmálið svokallað kom upp á seinni hluta árs 2007 þar sem bankinn seldi hlutabréf í bankanum og stærsta hluthafa hans, FL-Group, inn í eignarhaldsfélagið Stím með lánveitingu frá bankanum. Grunur leikur á að þessi viðskipti Stíms hafi verið markaðsmisnotkun. Grunur leikur einnig á að slík markaðsmis- notkun hafi átt sér stað í fleiri málum og beinist rannsóknin sem snýr að Bjarna, Finni og Helga meðal ann- ars að þessu, eftir því sem DV kemst næst. Í yfirlýsingu frá sérstökum sak- sóknara á miðvikudag kom fram að þessar lánveitingar út úr bankanum til kaupa á hlutabréfum í honum hafi numið 37 milljörðum króna frá því í lok árs 2007 og á árinu 2008. Orðrétt sagði í yfirlýsingunni: „Lánveitingar til ýmissa félaga vegna kaupa á hluta- bréfum útgefnum af bankanum í lok árs 2007 og á árinu 2008. Upphafleg- ur höfuðstóll nefndra lánveitinga er talinn nema samtals tæpum 37 millj- örðum króna.“ Keyptu bréfin eftir sölu Sjóvár DV hefur heimildir fyrir því að sér- stakur saksóknari hafi einnig áhuga á hlutabréfaviðskiptum lykilstjór- nenda Glitnis með bréf í bankan- um í maí árið 2005. Fjallað er um þessi viðskipti í skýrslu rannsóknar- nefndar Alþingis og er þau gagnrýnd í henni. Í hlutabréfaviðskiptunum árið 2005 lánuðu dótturfélag Mile- stone og Kaupþing banki, átta eignar- haldsfélögum sem voru í eigu starfs- manna Glitnis, 2,5 milljarða króna til að kaupa hlutabréf í bankanum. Allir þeir starfsmenn Glitnis sem keyptu bréfin í bankanum á þessum tíma voru fruminnherjar. Um þetta segir í skýrslunni: „Um er að ræða viðskipti átta eignarhaldsfélaga í eigu for- stjóra bankans, formanns bankaráðs, framkvæmdastjóra Sjóvár-Almennra trygginga hf. og fimm framkvæmda- stjóra bankans sem allir voru frum- innherjar á þeim tíma er viðskiptin fóru fram.“ Gagnrýni rannsóknarnefndar- innar snérist meðal annars um það að tólf dögum áður en tilkynnt var um að helstu stjórnendur Glitnis, meðal annars Bjarni Ármannsson, hefðu keypt þessi hlutabréf í bankan- um seldi bankinn 66 prósenta hlut í tryggingafélaginu Sjóvá til Milestone með miklum hagnaði og lánaði fé- laginu fyrir rúmlega 50 prósentum af kaupverðinu. Eftir að starfsmenn Glitnis keyptu bréfin skilaði bankinn hálfsársuppgjöri sem sýndi hagnað, meðal annars vegna sölunnar á Sjóvá skömmu áður, og hækkuðu bréfin í bankanum nokkuð vegna þess. Högnuðust á viðskiptunum Þeir stjórnendur Glitnis sem keyptu bréf í bankanum með lánveiting- unum frá Kaupþingi og Milestone á þessum tíma á genginu 13,41 seldu þau þremur mánuðum síðar árið 2005 á genginu 15,25. Stjórnendur- nir græddu því nokkuð á hlutabréfa- viðskiptunum þar sem sölugengið var hærra en kaupgengið. Um þetta segir í rannsóknarskýrslunni: „Ef einungis er tekið tillit til þess fjölda hluta sem keyptur var þann 31. maí 2005 hefur félag forstjóra bankans, Bjarna Ármannssonar, hagnast um 184 milljónir króna. Eins hafa félög framkvæmdastjóra bankans hagnast um um 31,3 milljónir króna.“ Stjórnendur bankans bjuggu sér því til tugmilljóna króna hagnað á nokkurra mánaða tímabili með hlutabréfaviðskiptunum í fjármála- fyrirtækinu sem þeir stýrðu og voru fruminnherjar í. Þeir hafa svo not- að hagnaðinn til að greiða vexti til Kaupþings og Milestone og þóknun til bankans fyrir að miðla bréfunum, en lánin voru til þriggja mánaða og báru 11,3 prósenta vexti. Afgang- inn af söluhagnaði hafa þeir svo hirt sjálfir. Tekið er fram sérstaklega í skýrslunni að „engar sérstakar trygg- ingar hafi verið fyrir lánveitingunni“. Lánunum hefur því ekki fylgt nein áhætta fyrir Bjarna Ármannsson og aðra stjórnendur Glitnis. Einn ljótasti „snúningurinn“ Heimildarmaður DV í bankakerfinu segir að þessi viðskipti Bjarna Ár- mannssonar og annarra stjórnenda Glitnis séu „einsdæmi“ hér á landi og að viðskiptin hafi vakið mikla at- hygli meðal fjármálamanna á sínum tíma. „Það tíðkast ekki neins staðar í heiminum að stjórnendur fjármála- fyrirtæka séu að kaupa hlutabréf í fyrirtækinu sem þeir starfa hjá til skemmri tíma en eins ár.“ Hann segir að viðskiptin hafi verið einn ljótasti „snúningurinn“ í góðær- inu. „Þetta er einn af ljótustu snún- ingum síðustu ára í bankageiranum. Þessi viðskipti eru algjört einsdæmi.“ Sjávarsýn Bjarni Ármannsson Forstjóri Glitnis Coot ehf. Þorgils Óttar Mathiesen Framkvæmdastj. Sjóvár Gani ehf. Tómas Kristjánsson Framkvæmdastj. hjá Glitni Snæból ehf. Finnur Reyr Stefánsson Framkvæmdastj. hjá Glitni Eignarhaldsfél. Teitur ehf. Haukur Oddsson Framkvæmdastj. hjá Glitni ÞJDJ ehf. Jón Diðrik Jónsson Framkvæmdastj. hjá Glitni Fausken ehf. Frank Ove Reite Framkvæmdastj. Glitnis í Noregi Hrómundur ehf. Einar Sveinsson Formaður bankaráðs Félögin sem keyptu í Glitni með lánum frá Milestone og Kaupþingi og eigendur þeirra árið 2005: Viðskiptin í maí 2005Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Ég ætla hvorki að játa því né neita Allt til 2004 Rannsókn sérstaks saksóknara nær aftur til ársins 2004 en þá var Bjarni Ármannsson forstjóri Glitnis. Tveir af samstarfs- mönnum Bjarna voru yfirheyrðir á miðvikudaginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.