Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2011, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2011, Blaðsíða 18
18 Fréttir 2.–4. desember 2011 Helgarblað BÍLALIND.IS Bílasala Funahöfða 1 110 Rvk. Sími: 580-8900 Við seljum bílinn þinn meðan þú slappar af. Mikil sala! Vilt þú selja bílinn þinn? Settu hann á skrá hjá okkur frítt! Við seljum bílinn þinn meðan þú slappar af. Mikil sala! Vilt þú selja bílinn þinn? Settu hann á skrá hjá okkur frítt! Hetja vill hjálpa veikum börnum Ú ti kyngir kyngir niður snjó. Úti um allt má sjá krakka renna sér á sleðum og fólk í amstri dagsins sem farið er að huga að jólum. Inni á Barnaspít- ala Hringsins er allt hljótt, fyrir utan tvo litla stráka í læknasloppum sem hlaupa til blaðamanns og segjast vera á leið á stofugang. Í sjúkrastofu innst inni á löngum gangi liggur Nikola Dudko, þrettán ára stelpa. Nikola er með hvítblæði. Til að fá að fara inn í herbergi til hennar þarf fyrst að klæða sig í hlífð- arslopp, þvo sér vandlega um hend- ur og sótthreinsa, því hún hefur eng- ar varnir til að verjast bakteríum. Gaman í fótbolta Inni í myrkri stofu liggur Nikola. Hún lagðist inn í gær vegna mikilla verkja. Henni líður ekki vel. Faðir hennar sit- ur við hlið hennar og frammi á gangi leika systkini hennar, Michal, fimm ára, og Oliwia, þriggja ára, undir vök- ulum augum móður þeirra. Nikola greindist með hvítblæði fyrir rúmu hálfu ári. Þá var hún nem- andi í sjöunda bekk í grunnskólan- um á Þórshöfn og æfði fótbolta með Ungmennafélagi Langnesinga. „Ég var í marki,“ segir hún lágum rómi þegar blaðamaður spyr hana hvaða stöðu hún spilar. Aðspurð hvort henni finnist gaman í fótbolta kinkar hún kolli og brosir. Þarf að gangast undir mergskipti Nikola flutti til Þórshafnar með móð- ur sinni og litla bróður frá Póllandi fyrir fjórum árum en faðir hennar, Kristofer, hafði flutt ári á undan. Eftir að hún veiktist hefur fjölskyldan búið tímabundið í íbúð á vegum krabba- meinssjúkra barna og foreldrarnir neyðst til að hætta að vinna. Lyfjameðferðin gengur ekki vel og Nikola þarf að fara til Svíþjóðar í blóðmergskipti. Hún er þó enn of veik til þess að gangast undir slíka aðgerð og einnig á eftir að finna réttan merggjafa. Hún verður minnst í þrjá mánuði úti þegar þar að kemur og foreldrar hennar og systkini fara með. Ætlar að verða hjúkrunar- fræðingur Nikola er mjög veik og á erfitt með að tala. Blaðamaður spyr hana út í mynd af íslenska kvennalands- liðinu í fótbolta sem hangir á vegg fyrir framan rúmið hennar og bros myndast á andliti hennar þegar hún segist vera mikill aðdáandi þess. Þegar hún er orðin stór ætlar hún að verða hjúkrunarfræðingur. „Mig langar að hjálpa veikum börn- um,“ segir hún og segir hjúkrunar- fræðingana á deildinni vera mjög góða. Samfélagið á Þórshöfn stendur þétt við bakið á Nikolu og eftir að hún veiktist tóku nokkrir einstak- lingar á Þórshöfn sig saman og skipulögðu happadrætti til styrkt- ar fjölskyldunni. Miðar voru seld- ir frá Bakkafirði til Kópaskers og tókst svo vel upp að um um 650.000 krónur söfnuðust í styrktarsjóð handa fjölskyldunni. Hilma Stein- arsdóttir, kennari í grunnskólanum á Þórshöfn, er ein af þeim sem stóð fyrir happadrættinu en hún kenndi Nik olu í grunnskólanum. „Nikola er alveg ótrúlega dugleg og seig. Ég dáist að henni,“ segir Hilma og bendir á að enn standi söfnun yfir ef fólk vill létta undir með Nikolu og fjölskyldu hennar. Styrktarreikningurinn er 1129-05- 2913. Kt. 021076-4309 Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is n Greindist með hvítblæði tólf ára gömul n Enn of veik til að gangast undir beinmergsskipti n Elskar fótbolta og langar að verða hjúkrunarfræðingur„Lyfjameðferðin gengur ekki vel og Nikola þarf að fara til Sví- þjóðar í blóðmergsskipti. Hetja Nikola með systkinum sínum. Það birti yfir andliti Nikolu þegar Michal, fimm ára og Oliwia þriggja ára, fengu að skríða upp í rúm til hennar fyrir myndatökuna. Mynd SiGtryGGur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.