Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2011, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2011, Síða 34
S Rúnar býr með pabba sín- um í Ásgarði. Eitt sumarið fer hann til New York þar sem mamma hans býr. Þar fer hann í búð til að finna gjöf fyrir pabba sinn. Í búðinni eru gömul hjón sem láta hann hafa pakka til að fara með Íslands. Rún- ar opnar böggulinn og í honum er ofurlítill mannslíkami. Hann fer heim með pakkann og sýnir pabba sínum hann. Pabbi hans segir honum að hann megi ekki segja neinum frá þessu. Á öskudaginn sáu Rúnar og vinir hans, Magga og Lilli, litla, skrítna kalla. Fyrst héldu þau að þetta væru bara krakkar í búning- um en þau könnuðust ekkert við þá. Seinna áttu þau eftir að komast að því að það var einhver maður að elta þau sem greinilega hafði eitthvað með litla mannslíkamann að gera. Bókin er mjög skemmtileg fyrir krakka á aldrinum 8–12 ára. Hún er spennandi og heldur manni við efnið. Ekki kannski fyrir unglinga eða eldra fólk. Hún er svolítið langdregin og óraunveruleg. Fín bók fyrir börn sem eru að byrja að lesa. Harpa Reynisdóttir, 15 ára 34 Bækur 2.–4. desember 2011 Helgarblað Fyrri bókadómar Valeyrarvalsinn Höfundur: Guðmundur Andri Thorsson Útgefandi: Forlagið Fallegt og hlýtt verk „Valeyrarvalsinn er safn 16 örsagna um líf íbúanna á Valeyri, litlu skálduðu þorpi á Íslandi sem gæti verið hvar sem er á landsbyggðinni. Fallegt, mannlegt, hlýtt og mjúklega stílað verk hjá Guðmundi Andra –sannkallaður yndislestur.“ – Ingi Freyr Vilhjálmsson Bernskubók Höfundur: Sigurður Pálsson Útgefandi: JPV Ljúfur lestur og mannbætandi „Bernskubók Sigurðar Pálssonar er einstök bók sem hentar öllum aldursflokkum og alls konar fólki. Textinn er hlaðinn speki og hlýju í senn.“ – Reynir Traustason Farandskuggar Höfundur: Úlfar Þormóðsson Útgefandi: Veröld Í skugga skorts á svörum „Einhvers staðar sá ég líkindi sögð með þessari bók og annarri úr ranni Bjarts-Veraldar. Svari við bréfi Helgu. Báðar eru þessar sögur stuttar og lágstemmdar, sagðar á yfirvegaðan hátt af höfundum sem sterk tök hafa á tungumáli sínu og texta.“ – Kristján Hrafn Guðmundsson Hungurleikarnir Höfundur: Suzanne Collins Þýðandi: Magnea J. Matthíasdóttir Þetta er bókin sem þið lesið í laumi „Foreldrar, þetta er bókin sem þið lesið í laumi áður en þið setjið hana í pakka unglingsins á heimilinu og sjáið ekki eftir.“ – Kristjana Guðbrandsdóttir Mannslíkami í pakka Náttúrugripasafnið Höfundur: Sigrún Eldjárn Útgefandi: Mál og menning 204 blaðsíður Fróðleg saga og vel skrifuð Ö ldin tuttugasta var tvímæla- laust eitt róstusamasta og öfga- fyllsta skeið veraldarsögunnar. Hún einkenndist af efnahags- sveiflum, vopnabraki og póli- tískum átökum, sem hvað eftir annað breyttu valdahlutföllum um allar álfur og ollu sífelldri torstreitu og tortryggni þjóða og ríkja í millum. Í öllum þess- um átökum var sú stjórnmálastefna, sem oftast er kennd við kommúnisma eða sósíalisma, mikilvægur gerandi eftir valdarán bolsévika í Rússlandi árið 1917. Rússneskir kommúnistar stefndu að heimsbyltingu, áttu dygga stuðningsmenn víða um lönd sem þáðu stuðning þeirra í ýmsu formi, tóku við fyrirmælum og leiðbein- ingum og undirbjuggu byltingu eða valdatöku í eigin löndum. Oftar en ekki voru þessir hópar fyrirferðarmikl- ir þótt þeir væru ekki ýkja fjölmennir, stunduðu margvíslega hliðarstarfsemi og teygðu anga sína víða. Kjörnum stjórnvöldum stóð víða stuggur af þeim enda voru þess mörg dæmi að þeir skirrðust ekki við að efna til upp- þota og beita ofbeldi ef svo bar undir. Þessi nýja bók Hannesar Hólm- steins Gissurarsonar er saga, eða öllu heldur yfirlitsrit, yfir sögu ís- lenskra kommúnista og sósíal- ista, frá því þeir Hendrik Ottósson og Brynjólfur Bjarnason snerust til kommúnisma í kóngsins Kaup- mannahöfn á árunum 1918–1919 og þar til Alþýðubandalagið hætti starfsemi átta áratugum síðar. Sagan er rakin í tímaröð og efni bókarinnar skipt í fjóra meginþætti. Fyrst greinir frá aðdraganda að stofnun sérstaks stjórnmálaflokks íslenskra komm- únista, þá frá Kommúnistaflokki Ís- lands á árunum 1930–1938, síðan frá Sósíalistaflokknum á árunum 1938–1956 og loks frá Alþýðubanda- laginu á tímabilinu 1956–1998. Öll- um er þessum meginbálkum skipt í fjölmarga undirkafla, en höfuð- áherslan er lögð á að fjalla um tengsl íslenskra kommúnista og sósíalista við bræðraflokka í öðrum löndum, einkum þó í Sovétríkjunum og í Austur-Evrópu og Kína eftir síðari heimsstyrjöld. Af innra starfi hreyf- inga kommúnista og sósíalista á Ís- landi segir minna, þótt það efni sé engan veginn vanrækt. Bókarhöfundur, Hannes Hólm- steinn Gissurarson, hefur lagt mikla vinnu í ritun þessarar bókar. Hann hefur safnað efni og dregið að sér heimildir og myndefni í bóka- og skjalasöfnum hér á landi og í Rúss- landi, auk þess sem hann hefur vita- skuld notast við ótal mörg rit, sem gefin hafa verið út á íslensku og er- lendum tungumálum. Afraksturinn er einkar fróðleg bók þar sem margt er dregið fram, sem ekki hefur verið á almanna vitorði, eða er fallið í gleymsku. Þar má nefna sem dæmi, að fáir munu hafa vitað um „leyni- heimsóknir“ Molotovs utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna til Íslands árið 1942. Þær heimsóknir snertu þó ekki samstarf íslenskra kommúnista við sovéska skoðanabræður sína á nokkurn hátt og Molotov hafði eng- in samskipti við Íslendinga. Hann var á leið til og frá Bandaríkjunum og virðist einvörðungu hafa rætt við breska og bandaríska herforingja hér á landi. Annað mál, sem tíundað er á síðum þessarar bókar, er fjárstuðn- ingur sovéska kommúnistaflokksins og stofnana hans við íslenska skoð- anabræður og verkalýðshreyfinguna hér á landi. Lengi hefur verið vitað um þennan stuðning, en flestum mun þó koma á óvart hve mikill hann var. Mörg fleiri dæmi mætti nefna um fróðleik, sem bókin hefur að geyma og ekki hefur farið ýkja hátt hingað til. Að mörgu er góður fengur, en annað skiptir litlu máli í stærra samhengi. Að minni hyggju var til að mynda lítil þörf á að tíunda svo rækilega sem gert er, hverjir þáðu boðsferðir til Sovétríkjanna og annarra Austur-Evrópulanda á árunum eftir seinni heimsstyrjöld, hvar þeir dvöldust o.s.frv. Í fæstum tilvikum höfðu ferðalög verkalýðs- leiðtoga og óbreyttra flokksmanna austur á bóginn mikla sögulega eða pólitíska þýðingu og nákvæm upp- talning á þeim getur ekki talist ann- að en sparðatíningur. Myndefni í bókinni er ríkulegt og í henni er að finna margar myndir úr erlendum söfnum, sem ekki hafa birst áður hér á landi svo mér sé kunnugt. Að þeim er góður fengur og sumar hafa umtalsvert heimildagildi. Öll er bókin ljómandi vel skrifuð en lesandanum getur þó engan veginn dulist að höfundur hefur lítið dálæti á kommúnisma og kommúnistum. Fyrir vikið verður tónninn í frásögn- inni harla neikvæður á köflum. Það þarf fáum að koma á óvart, en víða hefði farið betur á því að frásögu- blærinn væri eilítið hlutlausari. Niðurstaða mín er sú að þessi bók er einkar fróðleg og að henni góður fengur. Höfundur dregur fram margt sem fáir vissu um áður, varpar nýju ljósi á annað og setur söguna þannig fram að gott samhengi er í frásögn- inni. Bókin er einnig skemmtileg af- lestrar og ríkulegt myndefni og góðir myndatextar auka enn á gildi hennar. Jón Þ. Þór Dómur Íslenskir kommúnistar 1918–1998 Höfundur: Hannes Hólmsteinn Gissurarson Útgefandi: Almenna bókafélagið 624 síður Einkar fróðleg og góður fengur Bókarhöfundur, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, hefur lagt mikla vinnu í ritun þessarar bókar. Sérsmíðaðir gull- og silfurskartgripir með íslenskum náttúrusteinum Kringlunni og Síðumúla 35 | www.jens.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.