Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2011, Blaðsíða 59

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2011, Blaðsíða 59
59Helgarblað 2.–4. desember 2011 „Hún höfðar til hjarta og vitsmuna; spil- ar á strengi drama, spennu og húmors.“ „Leikurinn er að flestu leyti vel heppnaður“ Jójó eftir Steinunni Sigurðardóttur Call of Duty: Modern Warfare 3 Uppáhaldsjólamyndin? F ootball Manager-serí- an nýtur gríðarlegra vinsælda meðal knatt- spyrnuáhugamanna. Í gegnum árin hefur FM fangað drauma hvers knatt- spyrnuunnanda um að stýra sínu uppáhaldsliði, kaupa og selja leikmenn, semja við þá um himinhá laun og vinna titla. Þetta er allt saman enn hægt í Football Manager 2012. Draumurinn lifir en nú er svo komið að hann er far- inn að þynnast út og tekinn að staðna. Sá sem hér skrifar hefur margra ára reynslu af spilun Manager-leikja. Þróunin hef- ur verið mikil á undanförn- um árum þó mörgum hafi þótt hún býsna hæg. Sífellt hefur verið breytt og bætt við sigurformúluna sem í eðli sínu er einföld. Einn og einn aukafídus hér og þar hefur gert leikinn afar raunveru- legan, aukið dýpt hans og endingu. Nú er svo komið að undirrituðum þykir FM hafa staðnað, jafnvel farið eilítið aftur. Þær nýjungar sem mik- ið er látið með í herbúðum Sports Interactive (SI) eru smávægilegar og aðeins til þess gerðar að auka flækju-, pirrings- og endurtekningar- stig leiksins. Nú er hægt að ákveða fas sitt þegar maður flytur staðl- aðar innblástursræður fyrir, í hálfleik og eftir leik. Þú getur stillt hvort þú sért reiður eða rólegur og allt þar á milli. Þetta verður mjög þreytt afar fljótt. Við spilun tekur maður eftir að nú þarf að standa í endalausu flipaflakki til að komast milli upplýsinga- skjáa. Hvort heldur sem er þegar leikmaður er skoð- aður eða liði stillt upp fyrir leik. Mín spá er sú að FM12 muni kafsökkva nýjum spil- urum þrátt fyrir leiðbeining- ar. Reyndari spilarar ættu að spjara sig. Niðurstaðan er að SI þarf að girða sig í brók. Í FM 12 er hvergi nógu miklu breytt eða það bætt til að réttlæta nýja útgáfu. Hér er sáralít- ið að finna sem ekki hefði mátt laga með uppfærslu á FM11. Og þær tilþrifalitlu nýjungar sem bætt er við eru eiginlega bara leiðinlegar. En FM-serían er gullkálfur sem aðdáendur munu kaupa í bílhlössum sem fyrr. Þetta er besti leikur sinnar tegundar en serían er í krísu stöðnunar og hugmyndaleysis. Staðnaður stjóri Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Tölvuleikur Football Manager 2012 Spilast á: PC og PSP F yrri myndin, Tropa de Elite, fjallar um sérsveit Rio de Janeiro lögregl- unnar sem Nascimento stýrir. Hún á fullt í fangi með að „hreinsa til“ í Favelu Rio de Janeiro fyrir heimsókn páfans. Þessar „hreinsunar- herferðir“ hafa verið fastur liður fyrir stórviðburði í höfuð- borg Brasilíu, götubörn og aðrir „óæskilegir“ finnast í haugum við borgarmörkin til að ferðamenn og efnaðir heimamenn geti slett áhyggju- lausir úr klaufunum. Eini munurinn er að Nascimento (Wagner Moura) er ólíkur öðrum sem sinna þessu skíta- starfi, hann nefnilega trúir því að vinna hans skipti sköpum og vill að sama skapi hreinsa út meðal gjörspilltra laganna varða. Þegar hér er komið sögu er hann orðinn yfirmaður sérsveitarinnar BOPE og fær það verkefni að enda vopnaða gíslatöku og blóðugar deilur gengja í öryggisfangelsi. Erfiður óvinur, kerfið Fyrir milligöngu mannrétt- indalögfræðingsins Diogo Fraga (Irandhir Santos) tekst að leysa út gíslana en deilan endar engu að síður í blóðugu mannfalli meðal fanganna. Nascimento og hans hægri hönd André Matias (André Ramiro) eru færðir til í starfi til að sefa reiði almennings. Diogo Fraga verður í kjölfarið þingmaður og berst áfram gegn meðferð stjórnvalda á hinum fátæku við lítinn fögn- uð Nascimento. Ekki síst þar sem Fraga er núverandi eigin- maður fyrrverandi konu hans og fósturfaðir sonar hans sem fjarlægist blóðföður sinn æ meir. Nascimento sekkur sér í vinnu en þegar hann skynjar loks árangur í baráttu gegn eiturlyfjasölunum stendur hann skyndilega frammi fyrir mun erfiðari óvini, sjálfu kerf- inu. Sögurnar sem myndirnar báðar byggja á koma frá sál- fræðingum sem sinna lög- reglumönnum borgarinnar og birtast hér ljóslifandi. Beygluð réttlætiskennd Nascimento sem sögumaður er kaldrifjaður og samúðar- laus en nær samt einhverri samúð. Maður sér rönguna hjá honum en hann er hrein- skilinn og reynir ekki að fegra sinn hlut, honum finnst bara allt í lagi að hafa fulla vinnu af því að drepa. En þú getur ekki skotið öll vandamál í andlitið og persónuleg fjölskyldu- flækjan þjakar hann. Maður áttar sig á því að hann hefur réttlætiskennd þótt beygl- uð sé, er alls ekki heimskur og hlýtur þar af leiðandi að þroskast. Sama hvað hann drepur marga þá er vanda- málið miklu stærra og hverfur ekki eftir að rofar til í púður- skýjunum. Skyndilega sjáum við að kaldrifjaði sérsveitar- maðurinn og mannrétt- indalögfræðingurinn standa frammi fyrir sama vandamáli og ef til vill sömu lausn. Þrátt fyrir allt eru þeir hugsjóna- menn þótt þeir séu hvor sín- um megin víglínunnar. Snjallt að sjá hvernig þessir ólíku pólar, bæði sökum vinnu og fjölskyldumála, nálgast hvor annan. Þetta er enginn lítill slagur að taka og þá er spurningin hvaða vopnabúr er nothæft. Þessar samfélags- raunsæju brasilísku mynd- ir, Cidade de Deus, Cidade dos Homens, Tropa de Elite og núna Tropa de Elite 2 eru svo skuggalega krassandi lýs- ing á því sem er í grunninn vandamál alls heimsins. Fyrri myndin var ofurraunsæ út frá sjónarhóli sérsveitarmann- anna og Borg Guðs og Borg mannanna segir svipaða sögu nema frá sjónarhóli utan- garðsmannanna. Ekkert rúnk Eins og ég elska nú þessar myndir hélt ég að þessi fram- haldsmynd væri bara rúnk eins og flestar myndir með tölustafi í enda titils. Þeir myndu nota fyrri vinsældir, taka nokkra harða frasa frá sérsveitarmönnum og fókus- era á blóðugt ofbeldið. En þessi tvistur bætir margfalt um betur, er dýpri, snjallari og á allan hátt stórkostlegt framhald. Sem kemur svo frábærlega á óvart og gefur manni glænýja og dýpri upp- lifun en fyrirrennarinn. Að skjóta félagsleg vandamál í hnakkann? Erpur Eyvindarson Bíómynd Tropa de Elite 2 IMDb 8,3 RottenTomatoes 97% Metacritic 71 Leikstjóri: José Padilha Handrit: José Padilha Leikarar: Wagner Moura, Irandhir Santos og André Ramiro 115 mínútur Hreinsunarstarf í Rio de Janeiro Myndin fjallar um sérsveit Rio de Janeiro lögreglunnar sem Nascimento stýrir. Hún á fullt í fangi með að „hreinsa til“ í Favelu Rio de Janeiro fyrir heimsókn páfans. Alvaran tekin við að í því lagi syngja líka stelpa og strákur í samtali. Ég vil halda því fram að lögin séu reyndar mjög ólík. Gagnrýni fylgir þessu auðvitað bara. Það er líka ekkert að því að fá smá gagnrýni, það heldur manni á jörðinni, maður tek- ur slíku með ró.“ Sverrir Stormsker „Uppáhaldsjólamyndin mín er Deep Throat, kristilegasta jólapornó sem ég hef séð.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.