Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2011, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2011, Blaðsíða 52
B oði fæddist að Sjónarhóli í Hafnarfirði og ólst þar upp. Hann fór fyrst til sjós þrettán ára og var á bátum, togurum og á millilandaskipinu Gull- fossi. Hann hóf síðan nám við Mat- reiðslu- og brytaskólann í Danmörku 1952 og lauk þaðan prófi 1956. Að námi loknu var Boði á milli- landaskipum SÍS, strandferðaskipum Ríkisskipa, Heklu og Esju, starfaði í Naustinu og á Hótel Borg þar sem hann var yfirmatreiðslumeistari. Jón Boði gerðist kaupmaður á Sjónarhóli í Hafnarfirði 1959 og starf- rækti þar verslun til 1971. Á þeim árum var hann með tvo kjörbúðar- bíla sem þjónuðu bæði Garðabæ og nokkrum hverfum í Hafnarfirði en það var þá algjör nýjung í verslunar- rekstri. Eftir að Boði hætti verslunar- rekstri starfaði hann við matreiðslu, m.a. hjá Álverinu í Straumsvík, var yfirmatreiðslumaður hjá hernum á Keflavíkurflugvelli og bryti hjá Áburð- arverksmiðju ríkisins. Í dag starfar Boði hjá líftæknifyrirtækinu Prokaría. Boði fór snemma að stunda íþrótt- ir. Hann varð Norðurlandameistari skipafélaga í 100 metra hlaupi og í knattspyrnu. Á Danmerkurárum sín- um lék hann knattspyrnu með sjó- mannaklúbbi Kaupmannahafnar og handbolta með deild danska sjóhers- ins. Hann var í fimleikum og hand- bolta í FH og hefur sinnt ýmsum trún- aðarstörfum á vettvangi íþróttanna, setið í nefndum á vegum FH, sat í stjórn Stjörnunnar í Garðabæ og var formaður Stjörnunnar um tveggja ára skeið. Þá var hann formaður skemmtiklúbbsins Káts fólks í fimm- tán ár og sat þar í stjórn samfleytt í átj- án ár. Einnig sat Boði í safnaðarstjórn Fríkirkjunnar í Hafnarfirði. Fjölskylda Eiginkona Boða var Erna Sigurbjörg Ragnarsdóttir, f. 28.5. 1929, d. 30.6. 2006, hárgreiðslumeistari. Hún var dóttir Jóns Ragnars Jónassonar, skipa- smiðs í Reykjavík, og Jóhönnu Eiríks- dóttur verslunarmanns. Börn Boða og Ernu Sigurbjargar eru Gréta, f. 3.10. 1953, hárkollu- og förðunarmeistari, gift Gauki Jóns- syni blikksmiði og eiga þau þrjú börn, Boða, f. 1980, Bylgju, f. 1984, og Hrönn, f. 1986; Guðbjörg, f. 12.2. 1958, heilsunuddari en hún á þrjá syni, Arnar, f. 1982, Jón Fannar, f. 1984, og Victor Orra, f. 2004; Hafdís, f. 6.11. 1961, danskennari , gift Birni Leifssyni framkvæmdastjóra og eiga þau tvö börn, Birgittu Líf, f. 1992, og Björn Boða, f. 1999; Jóhanna, f. 7.9. 1966, tölvunarfræðingur í Colorado, gift Guðmundi Bergmann Jónssyni arkitekt og eiga þau þrjú börn, Andreu Bergmann, f. 1993, Ian Bergmann, f. 1999, og Emmu Bergmann, f. 2003. Systkini Boða: Bjarni Vestmar, f. 14.11. 1925, d. 1986, var bifreiða- stjóri; Bára, f. 16.5. 1927, d. 9.5. 2006, húsmóðir og verslunarmaður, var gift Magnúsi Þórðarsyni, d. 11.5. 2010 og eignuðust þau fjögur börn; Bragi Vest- mar, f. 18.6. 1929, skipstjóri og sölu- maður, var kvæntur Ernu Guðmunds- dóttur, f. 5.6. 1930, d. 12.6. 1996, og eignuðust þau sex börn; Birgir, f. 22.2. 1935, d. 2.9. 2011, vélstjóri og framkvæmdastjóri, var kvæntur Ingu Magnúsdóttur og eignuðust þau þrjú börn; Guðlaug Berglind, f. 21.2. 1937, kaupmaður, var gift Halli Ólafssyni, d. 13.12. 2009 og eignuðust þau tvö börn. Foreldrar Boða voru Björn Eiríks- son, f. 9.9. 1894, d. 1983, skipstjóri og bifreiðastjóri á Sjónarhóli í Hafnar- firði, og k.h., Guðbjörg Jónsdóttir, f. 20.10. 1894, d. 21.11. 1993, húsmóðir og kaupmaður. Ætt Björn var sonur Eiríks Jónssonar á Halldórsstöðum á Vatnsleysuströnd og k.h., Sólveigar Benjamínsdóttur. Guðbjörg var dóttir Jóns Magn- ússonar og Guðlaugar Jónsdóttur frá Bárugerði á Miðnesi. Á rmann Reynisson fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann var í Langholtsskóla og Vogaskóla, lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1973, stúdentsprófi þaðan 1974, stundaði laganám við Háskóla Íslands 1974–79, stundaði viðskiptafræðinám við The London School of Foreign Trade og útskrifaðist þaðan 1981 og útskrifaðist frá The London School of Economics 1982. Ármann var forstjóri og eigandi verðbréfafyrirtækisins Ávöxtunar á ár- unum 1982–88 sem var viðskiptasam- steypa fjölda fyrirtækja í hinum ýmsu greinum með um þrjú hundruð starfs- menn og sinnti þá brautryðjanda- starfi við nútímavæðingu á íslenskum fjármálamarkaði. Hann sinnti síðan margs konar viðskiptum á árunum 1989–2000. Ármann hefur helgað sig ritstörf- um frá því í ágúst 2000. Hann hefur sent frá sér ellefu tvítyngdar bækur þ.e. á íslensku og ensku, Vinjettur I–XI, og eru í hverri þeirra 43 sögur, samtals alls 473. Auk þess hafa komið út eft- ir hann tvær fjórtyngdar safnbækur, Vestnorrænar vinjettur, en í báðum bókunum eru sömu 47 sögur frá Ís- landi, Færeyjum og Grænlandi. Fyrri bókin er á íslensku, færeysku, dönsku og grænlensku og sú síðari á norsku, sænsku, finnsku og ensku. Þá er Vinj- ettur V, tvítyngd, þ.e. á þýsku og ís- lensku komin út hjá forlaginu August von Goethe Literaturverlag í Frank- furt. Með vinjettunum kynnir Ármann nýja bókmenntagrein inn í íslenskar bókmenntir. Auk þess hefur Esperantofélagið þýtt nokkrar sögur á esperanto og birt í tímariti sínu. Öll innlend útgáfa á verk- um höfundar, sala og dreifing og sam- skipti við erlenda aðila er á kostnað og ábyrgð höfundarins sjálfs. Ármann hefur ferðast um Græn- land, Færeyjar, Indland og Himalaja- fjallsvæðið til þess að viða að sér efni í vinjettur. Vinjettudagskrár með upp- lestri og tónlist hafa verið haldnar í nánast öllum kaupstöðum landsins en Ármanni hefur verið boðið að kynna ritverk sín í skólum og á menningarhá- tíðum, innanlands og utan. Bækurnar eru ekki auglýstar né seldar í bóka- verslunum á Íslandi heldur í áskrift og einnig er hægt að kaupa þær á heima- síðunni armannr.com. Ármann hefur aldrei hlotið verð- laun né viðurkenningar fyrir störf sín, né verið úthlutað úr starfslaunasjóði rithöfunda, en Vinjetturnar eru vel kynntar, hver útgáfa seld í 3.000 ein- tökum og fara vítt um heim. Þá hefur Ármann slegið í gegn sem kynnir á skemmtikvöldum Leikhúss og Lista- manna í Þjóðleikhúskjallaranum. Fjölskylda Alsystkini Ármanns eru Ásta Reynis- dóttir, f. 20.1. 1949, handavinnukenn- ari í Hafnarfirði; Bergþóra Reynisdótt- ir, f. 3.1. 1950, geðhjúkrunarfræðingur, búsett í Kópavogi og í Fögruhlíð í Fljótshlíð; Halldór Reynisson, f. 10.11. 1953, fyrrv. forsetaritari og fyrrv. sókn- arprestur í Hruna- og Neskirkju en nú fræðslustjóri Þjóðkirkjunnar. Hálfsystir Ármanns var Sigrún Reynisdóttir, f. 7.9. 1947, d. 6.3. 2011, baráttukona, lengst af búsett í Reykja- vík. Foreldrar Ármanns eru Reynir Ár- mannsson, f. 11.8. 1922, d. 4.12. 2002, fyrsti póstmeistari á Keflavíkurflugvelli og síðar yfirmaður hjá Pósti og síma í Reykjavík, og Stefanía Guðmundsdótt- ir frá Syðra-Lóni á Langanesi, f. 23.11. 1922, d. 25.5. 1999, húsfreyja og smur- brauðsdama í Reykjavík. Ætt Reynir var sonur Ármanns, konung- legs skósmiðs í Reykjavík og síðar trú- boða, bróður Bergþórs skipstjóra, afa Árna B. Sveinssonar stórkaupmanns. Ámann var sonur Eyjólfs, steinsmiðs í Reykjavík Þorvaldssonar, b. á Lamba- stöðum Eyjólfssonar. Móðir Ármanns trúboða var Guðrún Bergþórsdóttir, b. að Langárfossi og í Straumfirði Berg- þórssonar. Móðir Guðrúnar var Guð- rún Sigurðardóttir, systir Sigríðar, lang- ömmu Halldórs Kiljan Laxness, föður Einars sagnfræðings, Guðnýjar kvik- myndagerðarmanns og Sigríðar þýð- anda. Sigríður var einnig langamma Þórunnar Elfu Magnúsdóttur skáld- konu, móður Megasar. Móðir Reynis var Guðrún, verka- kona í Reykjavík Reinaldsdóttir, land- pósts og útvegsb. á Kaldá í Önundar- firði Kristjánssonar. Móðir Guðrúnar var Anika Magnúsdóttir, Jónatansson- ar, b. í Vöðlum í Önundarfirði Jóns- sonar. Móðir Magnúsar var Helga, systir Ólafs Thorberg Hjaltasonar, pr. á Breiðabólstað í Vesturhópi og ætt- föður Thorbergsættar, föður Bergs Thorberg landshöfðingja, og Kristín- ar, ömmu Einars Guðfinnssonar, út- gerðarmanns í Bolungarvík, afa Einars Guðfinnssonar, alþm. og fyrrv. ráð- herra. Móðir Aniku var Guðrún Jóns- dóttir, b. á Laugabóli á Langadals- strönd Árnasonar, umboðsmanns í Æðey Jónssonar, sýslumanns í Reykja- firði Arnórssonar. Móðir Jóns á Lauga- bóli var Elísabet Guðmundsdóttir, b. í Arnardal Bárðarsonar. Móðir Guð- rúnar var Helga, systir Jóns í Djúpa- dal, föður Björns, ráðherra og ritstjóra Ísafoldar, föður Sveins, fyrsta forseta lýðveldisins, og Ólafs, ritstjóra Morg- unblaðsins. Helga var dóttir Jóns, b. í Djúpadal Arasonar. Stefanía var systir Baldurs, föður séra Davíðs, prófasts á Eskifirði. Stef- anía var dóttir Guðmundar, b., kaup- félagsstjóra og oddvita að Syðra-Lóni, bróður Árna, héraðslæknis á Vopna- firði, og bróður Aðalbjargar ljósmóður, ömmu Steingríms J. Sigfússonar fjár- málaráðherra. Guðmundur var sonur Vilhjálms, b. á Ytri-Brekkum á Langa- nesi Guðmundssonar, b. á Skálum. Móðir Guðmundar kaupfélagsstjóra var Sigríður, systir Árna, b. á Gunn- arsstöðum, langafa Steingríms J. Sig- fússonar. Sigríður var dóttir Davíðs, b. á Heiði á Langanesi Jónssonar. Móð- ir Sigríðar var Þuríður, systir Jóns á Skútustöðum, langafa Þórs Vilhjálms- sonar, fyrrv. dómara. Jón var einnig langafi Magnúsar Torfasonar hæsta- réttardómara, Jónasar Jónssonar bún- aðarmálastjóra og Hjálmars Ragnars- sonar tónskálds. Þuríður var dóttir Árna, b. á Sveinsströnd í Mývatnssveit, bróður Kristjönu, móður Jóns Sigurðs- sonar, alþm. á Gautlöndum, ættföður Gautlandaættar, föður ráðherranna Kristjáns og Péturs og Steingríms, alþm. og bæjarfógeta, og Rebekku, móður Haralds ráðherra og ömmu Jóns Sigurðssonar, fyrrv. ráðherra, auk þess sem Jón var faðir Sigrúnar, móð- ur Steingríms Steinþórssonar forsætis- ráðherra. Móðir Stefaníu var Herborg Frið- riksdóttir, b. og smiðs í Svínadal í Kelduhverfi Erlendssonar, hreppstjóra á Fjöllum, bróður Ólafs á Auðbjargar- stöðum, langafa Vilhelms, föður Bald- urs, fyrrv. prófasts í Vatnsfirði. Annar bróðir Erlends var Jón, langafi Frið- riks, föður Barða, framkvæmdastjóra VSÍ, Kristjáns í Últíma og Sæmundar, framkvæmdastjóra Stéttarsambands bænda, en bróðir Friðriks var Torfi, langafi Höskuldar Þráinssonar pró- fessors. Þriðji bróðir Erlends var Magnús, afi Benedikts Sveinssonar al- þingisforseta, föður Bjarna Benedikts- sonar forsætisráðherra, föður Björns, fyrrv. ráðherra, og Valgerðar alþm., en bróðir Bjarna var Sveinn, afi Bjarna Benediktssonar, alþm. og formanns Sjálfstæðisflokksins. Benedikt var auk þess afi Halldórs Blöndal, fyrrv. ráð- herra. Magnús var auk þess afi Jóns Trausta, rithöfundar og skálds. Ármann Reynisson Vinjettuskáld Jón Boði Björnsson Matreiðslumeistari og bryti frá Sjónarhóli 80 ára á sunnudag 60 ára á föstudag G uðbjört fæddist í Reykja- vík en ólst upp í Keflavík til fjögurra ára aldurs, síðan í Laugardal í Skagafirði til tólf ára aldurs en síðan í Garða- bæ. Guðbjört var í Steinstaðaskóla í Skagafirði, síðan í Garðaskóla, stund- aði nám við Menntaskólann í Reykja- vík og lauk þaðan stúdentsprófi 2001, stundaði síðan nám í samfélags- og hagþróunarfræði við Háskólann á Akureyri og lauk þaðan BA-prófi vor- ið 2006 og stundaði síðan nám í al- þjóðaviðskiptum við Háskólann í Reykjavík og lauk þaðan MSc-prófi árið 2009. Guðbjört ólst upp við öll almenn sveitastörf í Laugardal, starfaði hjá Sambíóunum í Reykjavík á mennta- skólaárunum og vann við uppvörtun og þjónastörf með háskólanámi. Þá starfaði hún við gleraugnaverslunina ÉgC í Kópavogi í tvö ár. Hún hefur verið sérfræðingur hjá Trygginga- stofnun ríkisins frá hausti 2009. Guðbjört æfði skauta frá tólf ára aldri, æfði og keppti í sam- hæfðum skauta- dansi og keppti þá m.a. á heims- meistaramótum í Rouen í Frakk- landi, árið 2002, og í Ottawa í Kan- ada, árið 2003. Hún var skautadómari á mótum hér landi, varð alþjóðlegur skauta- dómari árið 2010 og þjálfar nú á veg- um íþróttafélagsins Aspar. Fjölskylda Maður Guðbjartar er Einar Hermann Einarsson, f. 27.11. 1977, tæknimað- ur hjá Þjóðleikhúsinu. Systkini Guðbjartar eru Kristín Björk Erlendsdóttir, f. 13.5. 1969, bókhaldari í Reykjavík; Páll Stefán Erlendsson, f. 27.8. 1974, við bygg- ingavinnu í Noregi. Foreldrar Guðbjartar eru Þór- dís Pálsdóttir, f. 9.10. 1948, húsmóð- ir í Garðabæ, og Erlendur Ragnars- son, f. 5.8. 1947, húsasmíðameistari í Garðabæ. Guðbjört Erlendsdóttir Sérfræðingur hjá Tryggingastofnun ríkisins 30 ára á föstudag Ó lafur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann var í Lauganesskóla og Laugalækj- arskóla, stundaði nám við Fjölbrautaskólann í Breið- holti og lauk þaðan stúdentsprófi 2006. Hann stundar nú nám í tísku- og textílhönnun í Mílanó á Ítalíu. Ólafur hefur sinnt hönnun, leik- stjórn og leikið sjálfur á sviði með námi. Þá hefur hann sýnt sem drag- drottning frá 2002 og var valinn dragdrottning Íslands árið 2003. Fjölskylda Unnusti Ólafs er Daníel Guðjónsson, f. 18.9. 1984, nemi í húsasmíði. Bræður Ólafs eru Friðbergur Ólafsson, f. 21.10. 1970, leigubif- reiðastjóri, búsettur á Selfossi; Jón Sölvi Ólafsson, f. 9.6. 1972, kokkur, búsettur á Höfn; Valgeir Ólafsson, f. 31.3. 1974, framkvæmdastjóri í Reykjavík. Foreldrar Ólafs eru Ólafur Jóns- son, f. 19.12. 1950, leigubifreiða- stjóri, búsettur í Reykjavík, og Valgerður Friðþjófsdóttir, f. 27.7. 1952, strætisvagnabifreiðastjóri í Reykjavík. Ólafur Helgi Ólafsson Hönnuður og dragdrottning 30 ára á föstudag 52 Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 2.–4. desember 2011 Helgarblað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.