Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2011, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2011, Blaðsíða 42
V eislan í norðri er bók sem lýsir þeim anda sem var ríkjandi í litlu þorpi þeg- ar síldinni var bókstaflega mokað á land. Sögusviðið er Rauf- arhöfn á árunum 1960 til 1967. Sag- an er sögð af námsmanninum Jóni Hjartarsyni sem starfaði á sumrin sem verkamaður í síldarbræðsl- unni og vann sig upp frá því að vera í einu af lægstu þrepum mannvirð- ingastigans í eitt þeirra efri. Mæli- kvarðinn á mannvirðingar mynd- gerðist í mötuneyinu þar sem þeir hæstskrifuðu sátu á innstu borð- unum. Jón var, áður en yfir lauk, kominn inn á gafl. Sagan er í senn fróðleg og skemmtileg. Lítið er um þurrar upptalningar en þess í stað brugðið upp lýsingum á mönnum og um- hverfi. Þá örlar fyrir spennu á köflum. Þar má nefna lýsingu á því þegar verkamaður í þró var í beinum lífsháska á færibandi sem var á góðri leið með að flytja hann í brennara verksmiðjunnar með þá hrikalegum afleiðingum. Lýst er kapphlaupi mannsins við dauðann þar sem hann í örvæntingu reynir að hafa undan hraða færibandsins. Jón Hjartarson gerði það að ævi- starfi sínu að kenna og var skóla- stjóri um árabil. Frásögnin ber þess keim að þarna er fræðari á ferð. En hann er líka einstaklega næmur á það mannlega hjá samferðafólk- inu á Raufarhöfn. Úr þessu öllu saman verður heillandi saga, hlaðin mannlýsingum, sem vekur mann til umhugsunar um síldarævintýrið og hvað það skildi eftir á þeim stöðum sem tóku við mesta magninu og hafði mest umleikis. Jón gerir samfélagsleg áhrif á Raufarhöfn að umtalsefni. Fólkið þrælaði og þénaði. Lítið var hugsað um kjarasamninga eða vinnulöggjöf. Þótt farandverkafólk og heimamenn hafi þénað heil ósköp stóð fátt eftir þegar síldin hvarf. Samfélagið lét hjá líða að nýta sér síldargróðann til framtíðar. Spekúlantarnir mættu á staðinn og fóru síðan burt með gróð- ann. Það er hin nöturlega niðurstaða höfundar sem tileinkar bókina Rauf- arhafnarbúum með eftirfarandi orð- um: „Tileinkað fólkinu á Raufarhöfn sem lagði sig fram en bar skarðan hlut frá borði áður en yfir lauk.“ Höf- undurinn nær líka ágætlega timbur- mönnum gróðærisins sem helltust yfir þegar síldin var horfin. Veislunni lauk jafnskyndilega og hún hófst. Kapítalistarnir og farandverkamenn- irnir létu sig hverfa. Veislan í norðri er fín bók. Hún er í senn fræðandi og skemmtileg og varpar ljósi á löngu liðna tíma þegar lýsi lak af hverju strái. Bókin fær þrjár stjörnur. F yrstu tvö bindin af Sögu Akra- ness komu út fyrr á þessu ári, en alls er áformað að verkið verði fjögur bindi og nái yfir liðlega ellefu hundruð ár, frá landnámi á Akranesi á ofanverðri 9. öld og til árþúsundamótanna 2000. Sögusvið þessara tveggja binda er landnám Bresason, Ketils og Þor- móðs, en það náði yfir Akranes- hrepp hinn forna, þ.e. hið eigin- lega Akranes. Skilmannahreppur mun hins vegar hafa verið skilinn frá Akraneshreppi snemma á 12. öld og er því ekki fjallað um sögu hans á seinni öldum í þessu verki. Höfundur verksins, Gunn- laugur Haraldsson, þjóðhátta- og fornleifafræðingur, er margreynd- ur á ritvellinum, eins og efnistök hans bera með sér. Hann gengur skipulega til verks, skiptir bók- unum tveimur í skýrt afmarkaða meginkafla og rekur síðan söguna að mestu í tímaröð í undirköflum. Þessu fyrirkomulagi er haldið í báðum bindunum en umfjöllunin og viðfangsefnin eru eðlilega ekki hin sömu þar sem fjallað er um mislöng tímabil, sem aukinheld- ur eru mjög ólík þótt vissir efnis- þættir séu í grundvallaratriðum hinir sömu og gangi sem rauður þráður gegnum alla söguna. Þegar á heildina er litið verður ekki betur séð en að Gunnlaugur fylgi í öllum megin atriðum þeim aðferðum sem tíðkast hafa í ritun byggðasögu hér á landi (og reyndar víðar) á undan- förnum árum og áratugum og nú má kalla hefðbundnar. Fyrra bindið hefst á rækilegri lýsingu á sögusviðinu og nær hún yfir um það bil fjórðung ritsins, um 150 blaðsíður. Í þessum kafla fetar höfundur slóðina frá bæ til bæjar, lýsir landamerkjum, eignarhaldi, ör- nefnum, fornleifum, mannvirkjaleif- um og ýmsu fleiru. Þessa lýsingu má með sanni kalla ferð til fortíðar og hún er öll afar nákvæm og greinar- góð. Því er að vísu ekki að neita, að á stöku stað þótti undirrituðum, sem er með öllu ókunnugur í Akraneshreppi hinum forna, nóg um nákvæmnina og þá varð frásögnin stundum eilítið staglkennd. Kunnugir og heimamenn munu hins vegar vafalítið hafa af henni gott gagn. Í öðrum meginkafla er greint frá landnámi, landnámsmönnum og öðrum frumbyggjum svæðisins og lýst atvinnuháttum og byggðaþróun á fyrstu öldunum eftir landnám. Þarna er einnig feikiskemmtilegur kafli um frumkristni í Kjalarnesþingi og um hugsanlega írska kristni á Akranesi. Í þeim efnum varast höfundur þó of miklar fullyrðingar, enda eru heim- ildir um þessi efni skörðóttar og vara- samar. Kaflanum lýkur á atburðaan- nál fram til 1300. Síðari helmingur 1. bindis Sögu Akraness fjallar um tímabilið 1300– 1700. Þar er í þriðja meginkafla rætt um árferði og héraðshagi, jarðir og búsetu, bændur og búalið. Í fjórða meginkafla segir frá sjósókn og versl- un og hinn fimmti ber yfirskriftina „Kristnihald í fjórar aldir.“ Bindinu lýkur á atburðaannál tímabilsins 1301–1700. Annað, eða seinna, bindið skiptist einnig í fimm meginkafla, sem aftur deilast í marga undirkafla. Þar segir fyrst frá aðstæðum í Akraneshreppi í byrjun 18. aldar, mannfjölda, fjöl- skyldum, stærð þeirra, samsetningu og heimilisháttum og síðan greinir frá jörðum, búskapar- og sveitarháttum og ýmiss konar hlunnindum. Í öðrum meginkafla segir frá sjósókn og út- gerðarháttum, í hinum þriðja frá þró- un byggðar og mannlífs, í fjórða kafla frá verslun og samgöngum og hinum fimmta frá kristni og kirkjum. Bók- inni lýkur á atburðaannál tímabilsins 1701–1800 (ekki 1301–1700 eins og misritað er í efnisyfirliti). Efni þessa mikla verks verður ekki rakið nánar hér, enda mál að linni. Frásögnin er öll afar rækileg og vel samin. Hún er skipuleg, rituð á góðu máli og, eins og heimildaskrár bera með sér, hefur höfundur víða leitað fanga, jafnt í prentuðum sem óprentuðum heimildum, auk þess sem hann hefur farið um allt sögu- sviðið og þekkir þar nánast hvern stein. Inn í meginmál er víða skotið rammagreinum sem bregða birtu á söguna og sögupersónur og veita lesandanum dýpri skilning og oft nýja sýn á mannlíf og mannleg örlög í Akraneshreppi á tímabilinu sem um er fjallað. Hvoru bindi um sig fylgja allar nauðsynlegar skrár. Frágangur verksins er að mínu viti vandaður. Það er ríkulega mynd- skreytt og prýtt fjölmörgum kortum og skýringamyndum auk ljósmynda. Uppsetning og frágangur myndefnis er yfirleitt góður, en sumar ljósmynd- irnar eru þó grámóskulegar og hafa auðsjáanlega verið teknar eftir bókum eða blöðum. Þar hafa frummyndir lík- ast til ekki verið tiltækar, nema þá að þær hafi verið lélegar. Þannig er tíð- um um gamlar myndir og oft spurn- ing hvort ekki sé betra að sleppa þeim en að birta með lélegum gæðum. Brot bókanna er á hinn bóginn afar illa heppnað og í raun fáránlegt. Það er alltof stórt og fyrir vikið eru bækurnar ómeðfærilegar og erfitt að nota þær, hvort sem er til vinnu eða til að lesa sér til ánægju. Að mínu mati er þessi nýja Saga Akraness stórvirki í íslenskri byggða- söguritun og á höfundur þakkir og hrós skilið. Þeir sem fengist hafa við byggðasögu vita manna best að ritun hennar er tímafrekt eljuverk. Það á ekki síst við um rit sem fjalla eingöngu um dreifbýli, eins og þetta. Þá þarf í raun að skrifa meira og minna sjálfstæða sögu hvers bæjar eða staðar. Þéttbýlis- og kaupstaða- saga er oft samþjappaðri og auð- veldari viðfangs þar sem allar línur eru skýrari. 42 Bækur 2.–4. desember 2011 Helgarblað Jón Þ. Þór Dómur Reynir Traustason rt@dv.is Dómur Veislan í norðri Höfundur: Jón Hjartarson Útgefandi: Vestfirska forlagið 122 blaðsíður Timburmenn gróðærisins Stórvirki í íslenskri byggðasöguritun Saga Akraness I. Bindi og II. Bindi Höfundur: Gunnlaugur Haralds. Útgefandi: Uppheimar. 604 og 500 blaðsíður Barna- og ung- lingabækur 13 þrautir jólasveinanna Huginn Þór Grétarsson sendir frá sér bráðskemmtilega þrauta- og litabók þar sem íslensku jólasveinarnir koma við sögu. Einnig koma við sögu Grýla og Leppalúði. Pott- þétt skemmtun fyrir krakkana yfir jólahátíðina. Bókin er mynd- skreytt af Cass- öndru Canady. Af hverju gjósa fjöll? Þorsteinn Vilhjálmsson og Jón Gunnar Þorsteinsson senda frá sér bókina Af hverju gjósa fjöll. Þar er spurningum af Vísindavefnum svarað svo allir geti fræðst nóg um heima og geima um jólin. Dans vil ég heyra Eva María Jónsdóttir, fjölmiðlakona, skrifaði bókina Dans vil ég heyra sem eru sagnadansar og lausavísur handa börnum. Í henni eru þjóðkvæði sem er eitthvert lífseigasta barnaefni Íslands- sögunnar. Bókinni, sem Óskar Jónasson myndskreytir, fylgir geisladiskur með upp- tökum af kvæðum úr fórum stofnunar Árna Magnússonar. Hávamál Í þessari bók enduryrkir Þórarinn Eldjárn lífseig spakmæli Óðins við fjörlegar myndir sem Kristín Ragna Gunnarsdóttir teiknar. Gestaþáttur Hávamála geymir eldforna speki sem fylgt hefur norrænum mönnum öldum saman. Þessi stórglæsilega bók hentar allri fjölskyldunni. Rikka og töfrahringurinn í Japan Það er Hendrikka Waage sem skrifar bókina en Inga María Brynjarsdóttir myndskreytir. Bókin fjallar um Rikku sem á töfrahring en með hjálp hans ferðast hún um Japan með vinum sínum. Þar lenda þau í óvænt- um ævintýrum og ferðast á framandi staði. Þetta er þriðja bókin um ferðalanginn Rikku. Skemmtibók Sveppa Hinn óviðjafnanlegi Sveppi hefur tekið saman alla uppáhaldsleikina sína, hug- myndir að alls kyns tómstundum og dægradvöl, brandara og brellur, fyndnar smásögur, gómsætar uppskriftir, þrautir og margt annað í þessari skemmtilegu bók. Hún er stútfull af alls kyns skemmtilegheitum fyrir fjöruga krakka á öllum aldri. Víti í Vestmannaeyjum Það er spéfuglinn og þúsundþjala- smiðurinn Gunnar Helgason sem skrifar þessa skemmtilegu fótboltabók um ferðalag ungra manna á hið geysivinsæla pollamót í Eyjum. Bókin er bráðsniðugur jólapakki fyrir unga knattspyrnumenn því ítarlega er farið í alla leiki og ætti enginn fótboltastrákur að verða óánægður með þessa í jólapakkanum. Upp á líf og dauða Spennusaga eftir Jónínu Leósdóttur um stúlkuna Hrönn sem reynir að finna höfund ljóðs sem skilið er eftir heima hjá henni. Hana langar að koma honum til hjálpar en það er hægara sagt en gert. Unglingabæk- ur Jónínu hafa notið mikilla vinsælda en þessi bók er fjörug og spennandi saga um háalvarlegt efni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.