Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2011, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2011, Blaðsíða 58
Hvað er að gerast? Föstudagur2 des Frostrósir í Reykjanesbæ Hinir mögnuðu jólatónleikar Frostrósa eru haldnir um landið allt þessa dagana. Ferðin í ár er viðameiri en nokkru sinni fyrr vegna tíu ára afmælis tón- leikanna. Á föstudags- kvöldið verða Frostrósir í Reykjanesbæ og hefja söng klukkan 21.00 í Andrews-leikhús- inu. Enn eru einhverjir miðar lausir á sýninguna en stykkið kostar 4.990 krónur. Hægt er að kaupa miða á midi.is. Jólatónleikar söngfugla Söngvararnir Jana María og Ívar Helgason eru hluti af Söngfuglum sem verða með jólatónleika í Salnum í Kópavogi á næstu vikum. Tvíeykið mun flytja lög sem hafa orðið vinsæl í flutningi Ragga Bjarna og Sigrúnar Jónsdóttur. Söngfuglar eru tónleikaröð þar sem hægt verður að ferðast aftur til fortíðar með sögum og söng. Á hverjum tónleikum eru nýjar sögur og nýir söngvarar teknir fyrir. Tónleikarnir á föstudaginn hefjast klukkan 20.00. Laugardagur3 des Kristinn og Víkingur í Hofi Stórsöngvarinn Kristinn Sigmunds- son og píanósnillingurinn Víkingur Heiðar Ólafsson flytja Vetrarferðina eftir Franz Schu- bert á flottum tónleikum í aðalsal Hofs á laugardaginn. Kristinn og Víkingur Heiðar eru einhverjir fremstu listamenn Íslands, hvor á sínu sviði, og er því óhætt að lofa góðri skemmtun. Tónleikarnir hefjast klukkan 15.00 en miða, sem kostar 4.900 krónur, má kaupa á midi.is. Lausir miðar á Bó Jólagestir Björgvins er orðinn einn stærsti tónleikaviðburður hvers árs hér heima. Þeir sem hafa gleymt að kaupa miða geta tekið gleði sína á ný því það eru lausir miðar á aukatónleika Jólagesta á laugardaginn klukkan 16.00. Örfá sæti eru laus en fjögur miðaverð eru í boði þar sem tónleikarnir fara fram í Eldborgarsal Hörpu. Miðinn kostar allt frá 5.990 til 12.990. Sunnudagur4 des Jól með Sigurði Sigurður Guðmundssson, söngvari og hljómborðsleikari Hjálma, heldur tvenna jólatónleika ásamt Memfismafíunni undir yfir- skriftinni Nú mega jólin koma. Á sunnudaginn verður Sigurður með jólatónleika sína í Háskólabíói en þeir hefjast klukkan 21.00. Miðinn kostar 4.900 krónur og miða á kaupa á midi.is. Mozart á miðnætti Óperukórinn í Reykjavík flytur Re- quiem Mozarts árlega aðfaranótt 5. desember, en tónskáldið er sagt hafa látist „klukkustund eftir miðnótt 5. desember 1791.“ Einsöngvarar eru Hulda Björk Garðarsdóttir sópran, Sesselja Kristjánsdóttir mezzósópran, Snorri Wium tenór og Viðar Gunn- arsson bassi. Stjórnandi er Garðar Cortes. ætaval er frjálst og verður húsið opnað tónleikagestum kl. 23.50 á sunnudagskvöldið, en tón- leikarnir hefjast kl. 00.30. Miðasala er á midi.is og við innganginn. 58 2.–4. desember 2011 Helgarblað „Textinn er hlaðinn speki og hlýju í senn.“ „Þetta er bókin sem þið lesið í laumi áður þið pakkið henni inn.“Menning m e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g Bernskubók Ævisaga Sigurðar Pálssonar Hungurleikarnir eftir Suzanne Collins N anna Bryndís Hilm- arsdóttir, forsprakki hljómsveitarinnar Of Monsters and Men, er alin upp í litlum bæ á Suðurnesjum, Garði. Þar ólst hún upp við mikið frelsi. „Ég ólst upp við mikið frelsi í Garði, það er mjög rólegt þar og mér líkar það nokkuð vel. Þetta er svo lítill bær og þar þekkja allir alla. Maður fer út í búð eða banka og lendir alltaf í dágóðu spjalli. Ég lék mér úti í móa og úti í fjöru og var allt- af úti þegar ég var lítil. Það var alveg frábært að alast þarna upp,“ segir Nanna Bryndís. Með samning við Universal í vasanum Nönnu Bryndísi og félögum hennar í Of Monsters and Men hefur gengið einkar vel síðustu misseri. Sveitin fagn- aði útgáfu sinnar fyrstu breið- skífu í október, My Head is an Animal, og sló í gegn í sumar með laginu Little Talks. Það var vinsælasta lag landsins margar vikur samfleytt og nú slær það í gegn erlendis. Fyrir um 10 dögum rataði lagið í annað sæti í verslun iTunes í Bandaríkjunum. Þangað fara þau að spila eftir áramót. Með samning við Universal í vasanum og hörku umboðs- mann, Heather Kolker, sem starfar hjá umboðsskrifstof- unni Paradigm Agency í New York. Þar sem Heather sér meðal annars um tónleika- bókanir fyrir hljómsveitir á borð við MGMT og Edward Sharpe & The Magnetic Ze- ros. Of Monsters and Men er fyrsta hljómsveitin sem hún tekur að sér umboðsmennsku fyrir. „Við skrifuðum undir samning við Universal í síð- asta mánuði, þeir munu sjá um útgáfu plötunnar utan landsteinanna. Heather er frábær umboðsmaður og við erum ansi ánægð með hana. Við reyndum fyrir okkur í Kanada fyrir stuttu og það gekk mjög vel. Vel mætt á tónleikana og meira að segja sungið með lögunum sem var afskaplega súrt,“ segir hún og hlær. „Við byrjum tónleika- ferðalagið okkar í Texas í mars þar sem við spilum á SXSW og ferðumst svo um Banda- ríkin. Við hlökkum mjög mik- ið til. Það verður skemmtilegt að fá tækifæri til að ferðast og kynna tónlistina á sama tíma.“ Áhuginn á tónlist vaknaði skyndilega „Þetta fór frá því að vera áhugamál í að vera alvara og stór partur af daglegu lífi okkar,“ segir Nanna Bryndís. „Það eru vissulega kröfur og við reynum að standa undir þeim en halda samt í ánægj- una af því að spila. Það er þrátt fyrir allt það skemmti- legasta sem við gerum.“ Ferill Nönnu Bryndísar í tónlist hófst í Garði. Hún fékk ómótstæðilega löngun til þess að læra að spila á píanó þegar hún var þrettán ára gömul. Það var ekki mikið um tónlist í kringum hana þar sem hún bjó í Garði á Suðurnesjum, þar er þó tón- listarskóli og í stað þess að fjárfesta í píanói sannfærði mamma hennar hana um að það væri heppilegra að gefa gítarnum tækifæri. „Hún skildi lítið í þessum skyndilega áhuga mínum á því að læra tónlist. Ég hafði ekki sýnt henni neinn áhuga fyrr og hún velti því eðlilega fyrir sér hvort hún ætti að fjárfesta í píanói vegna svo skyndilegrar hugdettu. En til þess kom ekki því ég sam- þykkti að læra á gítar í stað þess að læra á píanó og féll síðan fyrir þessu hljóðfæri.“ Góðir vinir Of Monsters and Men sam- anstendur af Nönnu Bryn- dísi, sem spilar á gítar og syngur, Ragnari Þórhallssyni, sem syngur líka og spilar á gítar, Brynjari Leifssyni, sem spilar á rafgítar, Arnari Hilmarssyni, sem spilar á trommur, Kristjáni Páli Krist- jánssyni bassaleikara og Árna Guðjónssyni, harmonikku og píanóleikara. Sveitin varð til í mars í fyrra, rétt fyrir Músík- tilraunir. Áður hafði Nanna fengið þá Brynjar og Ragnar til að spila undir með sér í sólóverkefni hennar. Þau fengu síðan Arnar í lið með sér og tóku þátt í Músíktil- raunum sem Of Monsters and Men. „Það besta við þetta allt saman er hvað við erum góð- ir vinir. Við eyðum miklum tíma saman og ég held það eigi eftir að styrkja okkur nú þegar alvaran er tekin við.“ Sagan á bak við lagið Lagið Little Talks hefur notið mikillar velgengni. Lagið fjallar að sögn Nönnu Bryn- dísar um samband milli tveggja einstaklinga. „Það er mjög mikil saga á bak við þetta lag. Eiginlega get ég sagt að það liggi miklu meira undir en er greinilegt. En það er spurning hvort við viljum uppljóstra því öllu. Það er skemmtilegra að leyfa fólki að lesa á milli línanna. Textinn er mun sorglegri en lagið. Við Ragnar sömdum þennan texta og eyddum miklum tíma í það.“ Það hefur mikið verið talað um að þetta lag hljómi alveg eins og Home með Ed- ward Sharpe & The Magnetic Zeros. Hafið þið orðið vör við þá athugasemd? „Það er rosalega gott lag og gott band, ég held að margir tengi það saman af því Alvaran tekin við Hljómsveitin Of Monsters and Men er á barmi heimsfrægðar. Með samning við Universal í vasanum og hörkuumboðsmann í fararbroddi leggja þau af stað í tónleika- ferðalag til Bandaríkjanna. Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngvari sveitarinnar, ræddi við Kristjönu Guðbrandsdóttur um fram- tíðina, hvernig tónlistin kviknaði í litlum bæ á Suðurnesjum og lagið Little Talks. Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Viðtal „Það er líka ekkert að því að fá smá gagnrýni, það heldur manni á jörðinni. Finna fyrir kröfunum Nanna Bryndís segir sveitarmeðlimi finna vel fyrir þeim kröfum sem nú eru gerðar til þeirra. Alvaran er tekin við. Þau ætla nú samt að halda í gleðina og telja vináttu sína styrk í þeirri viðleitni. Mynd eyþór ÁrnaSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.