Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2012, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2012, Side 9
n Vilhjálmur Bjarnason svarar Birni Val Gíslasyni fullum hálsi Fréttir 9Miðvikudagur 11. janúar 2012 N ám er það úrræði sem nýt- ist föngum best sem betr- unarúrræði, svo fremur að þeir hafi fengið þyngri dóm en eitt ár. Þetta kemur fram í rannsókn Drífu Gunnlaugs- dóttur sem ber heitið Aldrei aftur – Betrun eftir afplánun í fangelsi, en rannsóknin er lokaverkefni hennar til meistaragráðu í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Drífa segir að þótt henni sýnist á niðurstöðum rannsóknar sinnar að mjög stuttir fangelsisdómar gagn- ist illa til betrunar sé ekki hægt að draga þá ályktun að þyngri dóm- ar séu sjálfkrafa betri. Líta verði til annarra leiða í þeim tilvikum þar sem stuttir dómar eru taldir við hæfi fyrir brot. Betrun háð eigin ábyrgð „Betrun er líklega ekki eins háð utan aðkomandi aðstæðum og mað- ur vill halda. Upphafið að betrun hjá viðmælendum mínum var að þeir áttuðu sig á að þeir einir bæru ábyrgð á gjörðum sínum,“ seg- ir Drífa en bætir við að tengslanet fanganna skipti gríðarlegu máli. „Það er einkennandi fyrir síbrota- menn að þeir hafa lélegt eða ekkert tengslanet. Margir hafa lítil eða eng- in samskipti við fjölskyldu sína þeg- ar þeir fara í fangelsi. Oft eru þetta einstaklingar sem hafa brennt allar brýr að baki sér. Viðmælendur mín- ir sem hafa náð betrun sögðust allir hafa öðlast meiri og sterkari tengsl við fjölskylduna eftir að hafa setið í fangelsi. Sjálfir sögðu þeir ástæðuna einfaldlega þá að þeir hefðu lært að meta fjölskyldutengsl meira en áður,“ segir Drífa. Flestir fá stutta dóma Viðmælendur í rannsókninni voru sex karlmenn sem höfðu allir afplán- að dóm í fangelsi og eru allir hættir afbrotum í dag. Yngsti þátttakandinn var 32 ára en sá elsti 58 ára. Einungis einn mannanna hafði áður afplánað dóm í fangelsi. Stysti dómurinn var eitt ár, tveir afplánuðu þriggja ára dóm og þrír fengu sex ára dóm. Brot- in sem mennirnir voru dæmdir fyr- ir eru  fíkniefnabrot, ofbeldisbrot og skattalagabrot. Flestir sem sitja af sér dóm í íslenskum fangelsum fá eins árs dóm eða styttri, alls eru tæplega áttatíu og fimm prósent afplánunar undir ári að lengd. Drífa segir það hafa komið sér mikið á óvart hversu opinská- ir mennirnir voru og hversu mikla ábyrgð þeir eignuðu sjálfum sér. „Mennirnir eru þakklátir fyrir að hafa setið inni. Þeir sem fengu lang- an dóm eru þakklátir fyrir það,“ segir Drífa. Flestir brjóta aftur af sér innan þriggja ára „Upphaflega lagði ég út frá því að lágmark þrjú ár hefðu liðið frá því að þátttakendur í könnuninni hefðu brotið af sér. Það er vegna þess að erlendar rannsóknir hafa sýnt að brjóti menn aftur af sér, þá gera þeir það í 90 prósentum tilvika innan þriggja ára. Að lokum fór það svo að einn viðmælandi hafði ekki brotið af sér í tvö og hálft ár en lengst höfðu átta ár liðið frá afbroti viðmælanda,“ segir Drífa en þrír menn sem upphaflega ætluðu sér að taka þátt hættu við. Drífa þykist sjá á útskýringum þeirra að erfitt sé fyrir marga að rifja upp þetta tíma- bil í lífi þeirra. Mikill munur að komast á fyrirmyndargang Þrír þátttakenda rannsóknarinnar afplánuðu hluta fangelsisvistarinn- ar á svokölluðum fyrirmyndargangi. Þeir sem þar voru stunduðu allir nám eða vinnu. Drífa segir þá mik- ið hafa talað um hvað það hafi ver- ið mikill munur að fá að vera á þeim gangi. Það hafi hjálpað mikið að vera innan um menn sem einnig voru að vinna í sínum málum. Viðmælendur Drífu segja að þeir sem voru á fyrir- myndarganginum svokallaða hafi átt í miklum samskiptum meðan á af- plánuninni stóð og stutt hver annan. Föðurlegir fangaverðir og jól í grjótinu Fjórir þátttakendur í rannsókninni sögðu að áður en þeir fór í fang- elsi hefði tengslanet þeirra ekki ver- ið gott. Sjálfir töldu þeir eigin lífsstíl skipta þar mestu. Meirihluti mann- anna var handtekinn strax eftir afbrot og settur í gæsluvarðhald. Mennirnir nefndu að fjölskylda þeirra hefði um leið og tækifæri gafst til tilkynnt að þeir gætu gengið að stuðningi henn- ar vísum. Þeir segja það hafa mikil áhrif haft á þá. Einn viðmælandi Drífu var í ein- angrun yfir jól. Hann lýsti því hversu erfitt honum þótti að hugsa til for- eldra sinna. Þau þyrftu að halda jól vitandi af honum þarna inni. Hann varð afar þunglyndur en sagði að fangaverðirnir hefðu bjargað sér. Þeir hefðu komið vel fram við hann og honum hefði fundist eldri fanga- verðir föðurlegir við sig. Það hefði verið það sem hann þurfti á að halda á þeim tíma. Hann nefndi hversu mikill léttir það hefði verið þegar hann fékk að hafa samband við for- eldra sína. Mennirnir sögðust hafa mynd- að tengsl sín á milli og við þá fanga- verði sem voru þeim næstir á meðan á afplánun stóð. Fáir höfðu hald- ið tengslunum við aðra fanga eða fangaverði eftir að þeir luku afplánun en töldu samt að þessi tengsl hefðu verið mikilvæg á þeim tíma er þeir afplánuðu dóm sinn. Einn mannanna segist saklaus Einn þátttakenda í rannsókninni segist saklaus. Hann taldi sig því ekki hafa náð betrun í fangelsinu því hann hefði aldrei þurft á henni að halda. Rannsóknarskýrslan segir frá því að hann hafi prófaði að fara í nám en hætt, enda fundist það of erfitt. Þá sagðist maðurinn skynja að aðrir fangar vildu ekki hafa hann þar. Hann er sagður hafa prófað nokk- ur störf innan fangelsisins en lent í einelti af hálfu fangavarðar, að eig- in sögn, og þurft að hætta í tveimur störfum vegna þess. „Þegar ummæli [mannsins, innskot blaðamanns] eru skoðuð má velta fyrir sér hvort hann sé að notast við frávarp í frá- sögn sinni og hvort hann sé í af- neitun. Hann segir að vímuefni hafi aldrei haft áhrif í líf hans en afbrot hans tengist sterklega áfengisneyslu. Hann er mjög neikvæður og reiður út í réttarvörslukerfið og segir að þessi reynsla hafi enn mikil neikvæð áhrif á líf hans sem hafi orðið til þess að hann hafi aldrei náð að fóta sig al- mennilega fjárhagslega eða félags- lega,“ segir í niðurstöðum rannsókn- arinnar. Yfirmenn eða í eigin rekstri Allir mennirnir sem tóku þátt í rann- sókninni eru í dag hættir afbrotum, einn er í námi, fjórir eru á vinnu- markaðnum og einn er óvinnufær. Fimm eru komnir í sambúð. Allir sögðu mennirnir að þeirra hefðu beðið skuldir eftir afplánun. Það hefði gert margt erfiðara. Mennirnir sögðust ekki hafa geta fengið og erf- itt hefði verið að fá leigt húsnæði eða kaupa húsnæði. Þessu lýstu menn- irnir nánast eins og tvöfaldri refs- ingu. „Áhugavert er að þeir sem eru á vinnumarkaðnum eru allir komnir í yfirmannastöðu innan fyrirtækisins eða reka eigið fyrirtæki. Þeir eru allir ánægðir með stöðu sína í lífinu í dag og telja líf án afbrota og neyslu marg- falt betra. Fimm þeirra segja að fang- elsisvistin hafi breytt þeim til hins betra og tveir segja að ef þeir hefðu ekki lent í fangelsi væru þeir ekki lífs í dag,“ segir í niðurstöðum rannsókn- arinnar. Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is „Upphafið að betr- un hjá þeim við- mælendum sem hætt hafa afbrotum er að þeir áttuðu sig á að þeir einir bæru ábyrgð á gjörðum sínum. Stuttir dómar leiða ekki til betrunar n Betrun háð ábyrgðartilfinningu fanga n Nám nýtist best n Verða að taka ábyrgð á eigin aðstæðum Nám Úrræði til betrunar. Leið vel á fyrirmyndargangi Drífa segir þá mikið hafa talað um hvað það hafi verið mikill munur að fá að vera á gangi þar sem aðrir voru líka að vinna í sínum málum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.