Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2012, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2012, Qupperneq 8
Hestamenn Hærri fasteignagjöld bitna harðast á börnum og unglingum í hestamennsku, að mati formanns Hestamannafélagsins Fáks. 8 Fréttir 1. febrúar 2012 Miðvikudagur Rannsaka einkareknar læknastofur n Ýmsar spurningar hafa vaknað um starfsemi í heilbrigðisþjónustu G uðbjartur Hannesson vel- ferðarráðherra hefur ákveð- ið að stofna ráðgjafarhóp til að fara í saumana á fagleg- um þáttum í starfsemi einkarek- inna læknastofa og gera tillögur til úrbóta eftir því sem þörf kref- ur. Ákvörðunin var kynnt á fundi ríkis stjórnar á þriðjudag. Kveikjan að stofnun hópsins er margvísleg álitaefni komið hafa upp í tengslum við innflutning og notkun á PIP-brjóstapúðum. Þá hefur málið vakið upp margar spurningar varðandi einkarekstur í heilbrigðisþjónustu almennt. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir: „Heilbrigðisyfirvöldum í landinu er skylt að sinna eftir- liti með gæðum allrar heilbrigðis- þjónustu í landinu og þá verður líka að vera tryggt að eftirlitsaðilar hafi aðgang að þeim upplýsing- um og gögnum sem nauðsynleg eru til að sinna því á fullnægjandi hátt. Ýmsum spurningum þarf líka að svara varðandi innflutning og notkun á lækningavörum, hags- munatengsl og hagsmunaárekstra, örugga og samræmda skráningu, upplýsingagjöf til eftirlitsaðila og margt fleira.“ Jens Kjartansson lýtalæknir sem græddi umrædda PIP-púða í 440 konur hér á landi, flutti púð- ana sjálfur inn á kennitölu eigin- konu sinnar, líkt og DV hefur greint frá. Þá leikur grunur á, samkvæmt heimildum DV, að einhverjar kon- ur hafi greitt Jens undir borðið fyrir silíkonaðgerðir, jafnvel án þess að gera sér grein fyrir því. Ráðgjafarhópi velferðarráð- herra verður falið að draga upp mynd af starfsemi læknastofa sem veita heilbrigðisþjónustu og stefnt er að því að tillögum verði skilað í maí. solrun@dv.is Kletthálsi 7 - Reykjavík Fuglavík 18 - Reykjanesbæ Furuvöllum 15 - Akureyri Pallettu tjakkur EP Pallettu-tjakkur 2 tonna lyftigeta 31.990,- Tíu ölvaðir og átta dópaðir Tíu ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgar- svæðinu um helgina. Átta þeirra voru stöðvaðir í Reykjavík og einn í Kópavogi og annar í Garða- bæ. Þrír voru teknir á laugardag, fimm á sunnudag og tveir aðfara- nótt mánudags. Þetta voru átta karlar á aldrinum 25 til 61 árs og tvær konur, 18 og 21 árs. Tveir þessara ökumanna höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi og einn hef- ur aldrei öðlast ökuréttindi, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Þá voru átta ökumenn teknir á höfuðborgarsvæðinu fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Fimm þeirra voru stöðvaðir í Reykjavík, tveir í Kópavogi og einn í Mos- fellsbæ. Tveir voru teknir á bæði laugardag og sunnudag og fjórir aðfaranótt mánudags. Þetta voru allt karlar en þeir eru á aldrinum 18–38 ára. Þrír þeirra höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi. Ráðgjafarhópur Velferðarráðherra lætur rannsaka starfsemi einkarekinna læknastofa hér á landi. Stálu bifreið á bílaleigu Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu hafði hendur í hári tveggja einstaklinga á mánudagskvöld sem reyndust vera á stolinni bif- reið. Bifreiðinni var stolið eftir að brotist var inn á bílaleigu og lyklum að bifreiðinni stolið. Inn- brotið átti sér stað í hádeginu á mánudag. Ökumaður bifreiðar- innar er grunaður um að hafa ekið henni undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Þá reyndist hann vera án ökuréttinda en hann hafði verið sviptur þeim. Menn- irnir voru báðir sendir í fanga- klefa en þeim var sleppt úr haldi á þriðjudag. R eykjavíkurborg hefur hækk- að fasteignagjöld á hest- hús í borginni úr 0,22% af fasteignamati í 1,65%. Þetta er gjaldskrárhækkun upp á 750%. Hestamenn eru æfir vegna málsins. Jón Finnur Hansson, fram- kvæmdastjóri Hestamannafélagsins Fáks í Víðidal, segir hækkunina koma hestamönnum í opna skjöldu. „Það er alveg gífurleg óánægja meðal hest- húsaeigenda með þessa miklu hækk- un,“ segir Jón Finnur í samtali við DV. „Börn og unglingar eru hluti af því fólki sem stundar hestamennsku og leigja pláss í hesthúsum. Þetta er rosaleg hækkun fyrir þau. Það eru 1.800 félagar í Fáki og fjórðungur þeirra er undir 18 ára aldri. Hesta- mennskan er dýr fyrir og ekki batn- ar að borgin leggi þetta gjald á. Þetta bitnar harðast á þessum hópi,“ segir hann. „Þetta er rosaleg hækkun“ Hilmar Magnússon hestamaður á helmingshlut í 20 hesta hesthúsi í Al- mannadal sem tilheyrir Fákssvæð- inu. Á síðasta ári voru fasteigna- gjöldin af húsinu 56 þúsund krónur, en eftir hækkunina, sem tók gildi um síðustu áramót, eru gjöldin komin upp í 426 þúsund krónur á ári. Ofan á það bætist holræsisgjald fyrir húsið, sem nemur um 130 þúsund krónum á ári. Í krónum talið hækka fasteigna- gjöldin því um 370.000 krónur á ári, eða um 30 þúsund krónur á mánuði. „Maður getur nánast farið með lyklana að húsinu og skilað þeim inn,“ segir Hilmar um hækkunina. „Þetta er eins og heil mánaðarlaun venjulegs launamanns. Ég veit að þessar hækkanir munu þurrka út þetta sport að einhverju leyti. Þetta eru gífurlegar forsendubreytingar hjá fólki sem setur sparipeningana sína í þetta hobbí,“ segir hann. Hækkunin er tilkomin vegna þess að borgin hefur ákveðið að færa hest- hús úr A-flokki fasteignagjalda, þar sem þau eru með 0,22% af fasteigna- mati í C-flokk sem er 1,65% af fast- eignamati. Í C-flokki er meðal ann- ars atvinnuhúsnæði, en í A-flokki er íbúðarhúsnæði. Jón Finnur hjá Fáki segir það heldur súrt í broti að tómstundahús í borginni sem notuð eru 6 mánuði á ári séu sett í þennan flokk. „Þetta er rosaleg hækkun og að hún skuli vera svona mikil án þess að gera mönnum viðvart kemur okkur mjög á óvart. Við ætlum að skoða þessi mál, okkar réttindi og hvað hægt er að gera í framhaldi. Það eru allir mjög ósáttir við þessa hækkun og þetta gerir okk- ur mjög erfitt fyrir. Þetta þyngir róð- urinn fyrir hestamenn.“ Lítil sem engin þjónusta Í dæminu sem rakið er hér að ofan er hesthúsið í dýrari kantinum mið- að við mörg önnur hesthús á svæð- inu. Sé hins vegar miðað við hesthús í Víðidal, þar sem fasteignamatið er 10 milljónir króna, þá hækkar gjaldið á ári úr 22 þúsund krónum í 165 þús- und krónur. Það gerir hækkun upp á 14 þúsund krónur á mánuði á hvern hestahúsaeigenda. Jón Finnur bendir einnig á að þessi hækkun hafi ekki aðeins áhrif á eigendur hesthúsa. Hækkunin skili sér út í leiguverð líka, en fjölmargir hestamenn sem hafa ekki ráð á því að kaupa eigin hús leigja aðstöðu í hesthúsum. Hækkunin bitni á þeim líka. Hesthús í dreifbýli eru ekki sett í þennan gjaldflokk. Fleiri hestamenn sem DV ræddi við, en vildu ekki koma fram undir nafni, bentu á að borgin hirti ekki sorp á svæðinu og aðeins einu sinni í vetur hefði snjó verið rutt á Fákssvæðinu. Þjónusta borgarinnar sé því mjög lítil. n Hækkanir á hestamenn bitna harðast á börnum og unglingum Risahækkanir á hestamenn „Það eru 1.800 félagar í Fáki og fjórðungur þeirra er undir 18 ára aldri. Hesta- mennskan er dýr fyrir og ekki batnar að borgin leggi þetta gjald á. Þetta bitnar harðast á þessum hópi. Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is Fasteignagjöld á hesthús ÁRIÐ 2011: 22.000 krónur ÁRIÐ 2012: 165.000 krónur Miðað er við hesthús í Víðidal þar sem fasteignamatið er 10 milljónir króna. Hækkunin nemur 143 þúsund krónum á milli ára.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.