Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2012, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2012, Side 12
12 Erlent 1. febrúar 2012 Miðvikudagur Bifreið Baracks Obama til sölu n Vill fá 123 milljónir króna fyrir sjö ára gamla bifreið Á hugasamir bílasafnarar geta nú gert tilboð í bifreið sem eitt sinn var í eigu Baracks Obama Bandaríkjaforseta. Bifreiðin, sem er af gerðinni Chrysler 300C, er 2005 árgerð og er venjulegt gangverð slíkra bifreiða á bandarískum mark- aði um 19 þúsund dalir, eða rúmar 2,3 milljónir króna. Sú staðreynd, að bifreiðin hafi verið í eigu Bandaríkja- forseta, hefur þó hleypt verðinu upp úr öllu valdi og vill eigandinn, Tim O’Boyle, fá eina milljón dala, jafnvirði 123 milljóna króna, fyrir bifreiðina sem er til sölu á uppboðsvefnum eBay. Það er Lisa Czibor, þekktur bílasali í Chicago, sem selur bifreiðina fyrir hönd eigandans og segir hún að eng- inn vafi leiki á því að umrædd bifreið hafi verið í eigu Obama. Hann á að hafa selt hana í júlí árið 2007, um það leyti sem hann hóf baráttu sína fyrir forsetakosningarnar 2008. Í staðinn keypti hann splunkunýja Ford Escape Hybrid-bifreið en skömmu áður hafði hann hvatt bílaframleiðendur til að leggja meiri áherslu á framleiðslu um- hverfisvænna bíla. Chrysler-bifreiðin er með 5,7 lítra V8 vél sem skilar litlum 340 hestöflum. Czibor segir í samtali við tímarit- ið Time að verðið sé langt í frá of hátt og bendir á máli sínu til stuðnings að gömul Peugeot-bifreið Mahmouds Ahmedinejad, forseta Írans, hafi selst á 2,35 milljónir dala, eða 290 millj- ónir króna, á síðasta ári. Peningur- inn sem fékkst fyrir þá bifreið rann til góðgerðamála en í þessu tilviki er um einkaaðila að ræða sem fyrr segir. Uppboðinu á eBay lýkur í dag, mið- vikudag. Rándýr bíll Almennt verð á þessum bifreiðum er um 2,3 milljónir króna. Eigandinn vill hins vegar fá 123 milljónir fyrir hana. A fganistan er hættulegasta land í heimi fyrir börn, samkvæmt skýrslu barna- hjálpar Sameinuðu þjóð- anna, UNICEF. Á hverju ári flýja þúsundir barna landið og eru til dæmi þess að börn hafi farið fótgangandi alla leið til Frakklands. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ítarlegri úttekt breska blaðsins The Guardian á málefnum flóttamanna. Mörg þeirra barna sem yfirgefa Af- ganistan gera það af ótta við eigið öryggi: Til að flýja ofbeldi, liðssöfn- un talíbana eða bág kjör í landinu þar sem fátækt er útbreitt vandamál. Sex þúsund kílómetrar Blaðamaður The Guardian heim- sótti útibú Hjálpræðishersins í París. Þegar blaðamaður gekk inn í hús- ið voru þar 25 ungmenni – yngstu aðeins þrettán ára – að koma upp svefnpokum á gólfinu. Þarna voru nokkrir drengir frá Malí og Bangla- dess en flestir voru frá Afganist- an. Þarna voru þrettán ára frændur frá Kabúl sem komið höfðu í mið- stöð Hjálpræðishersins fyrr um daginn, en þeir höfðu lagt að baki fimm mánaða erfitt ferðalag frá Afganistan. Þessir drengir höfðu ekki efni á að nýta sér hefðbund- inn ferðamáta þegar farið er á milli landa, til dæmis flugferð eða rútu- ferð. Þeir fóru fótgangandi. Fæt- ur annars þeirra, Morteza, voru bólgnir og virtust illa farnir vegna kalsára. Sárin höfðu myndast þegar þeir gengu yfir snævi þakið fjalllendi Króatíu, Slóveníu og Ítalíu áleiðis til Frakklands. Þeir höfðu lagt sex þús- und kílómetra að baki. Hinn ungi drengurinn, Sohrab, rifjaði upp í samtali við blaðamann, á lélegri ensku, að þeir, ásamt átta fullorðnum, hefðu verið stöðvaðir af lögreglunni í Slóveníu. Tveir hinna fullorðnu voru handteknir en hinum tókst að flýja upp í fjöllin og komust leiðar sinnar með gömlu GPS-stað- setningartæki. Tilgangur frændanna ungu var að finna ættingja sem þeg- ar höfðu flutt til Evrópu, en foreldrar þeirra beggja eru látnir. Flóttamönnum fjölgar Í úttekt The Guardian kemur fram að enginn viti með vissu hversu mörg afgönsk börn komast með þessum hætti til Evrópu. Árið 2011 tók Hjálp- ræðisherinn í París við 1.700 ungum flóttamönnum, þar af þrjú hundr- uð frá Afganistan. Sarah Di Giglio, fulltrúi samtakanna Save The Child- ren á Ítalíu, segir að árið 2011 hafi fjöldi afganskra barna sem leituðu á náðir samtakanna í Róm, höfuðborg Ítalíu, tvöfaldast frá árinu áður. Blanche Tax, sem starfar hjá flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna í Genf, segir að öryggis- málum í Afganistan hafi hrakað á undanförnum árum. Hún segir, líkt og kom fram í upphafi greinarinn- ar, að Afganistan sé hættulegasta land í heimi fyrir börn og bendir á, máli sínu til stuðnings, að frá janú- ar og fram í september í fyrra hafi 1.600 börn verið myrt eða slasast af mannavöldum. Þetta er 55 prósenta aukning frá árinu 2010. Og í skýrslu sem öryggisráð Sam- einuðu þjóðanna gaf út í desember síðastliðnum kom fram að tugþús- undir barna þjáðust af vannæringu í landinu. Þá er varpað ljósi á tilraunir talíbana til að fá börn til liðs við sig, börn á aldur við frændurna Morteza og Sohrab. Ekkert betra tekur við Fyrir fjölmarga flóttamenn sem yfir- gefa heimaland sitt í leit að betra lífi í Evrópu tekur ekkert betra við. Fleiri hundruð flóttamenn hafast við á göt- um Parísar þar sem þeir leita skjóls í undirgöngum, almenningsgörðum eða á lestarstöðvum. Ástæðan er sú að flóttamennirnir eru svo margir að ekki er hægt að veita þeim öllum húsaskjól. Áður en þessi ungmenni ná átján ára aldri verða þau að sýna fram á að þau tali frönsku reiprenn- andi til að eiga von um að fá land- vistarleyfi. Fyrir drengi sem hafa nánast enga skólagöngu að baki get- ur þetta reynst þrautin þyngri og eru margir þeirra sendir aftur til baka þegar þeir ná átján ára aldri. Fótgangandi frá Afganistan til Frakklands n Börn leggja á sig mörg þúsund kílómetra göngu í leit að betra lífi „Sárin höfðu mynd- ast þegar þeir gengu yfir snævi þakið fjalllendi Króatíu, Slóven- íu og Ítalíu. Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Löng leið Leiðin til Evrópu frá Afganistan er löng. Börn allt niður í þrettán ára leggja á sig mörg þúsund kílómetra ferðalag fótgangandi í leit að betra lífi. Mynd REutERS Dæmdur fyrir að ráða leigu- morðingja 51 árs Breti hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að ráða leigu- morðingja sem átti að fá það hlut- verk að ráða meintum elskhuga eiginkonu hans bana. Maðurinn, Silvanus Satya Naidu, taldi að eig- inkona hans til 28 ára hefði í huga að skilja við hann. Maðurinn, sem Silvanus vildi feigan, hafði nýlega vingast við eiginkonu hans á Fa- cebook og grunaði hann eigin- konu sína um framhjáhald. Svo fór að Silvanus fann, að hann taldi, leigumorðingja á net- inu sem sagðist vera reiðubúinn til verksins. Leigumorðinginn reynd- ist hins vegar vera lögregluþjónn og reyndist saksóknurum því auð- velt um vik að sannfæra dómara um ásetning hans í málinu. Aðdáendur Pútíns Armenar hafa stofnað aðdáenda- klúbb til heiður Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Höfuðstöðv- arnar eru í Yerevan, höfuðborg Armeníu, en þar horfa aðdáend- urnir á kvikmyndir um leiðtogann og lesa um hann bækur, svo eitt- hvað sé nefnt. „Við ákváðum að kalla klúbbinn Pútín vegna þess að hann er öflugasti leiðtoginn í Austur-Evrópu,“ hefur AFP-frétta- stofan eftir Arat Stepanian, fram- kvæmdastjóra klúbbsins. Hann sé áhugaverður sem einstaklingur og það sé áhugavert hvernig hann eyðir frítíma sínum. Hann eigi skilið mikla virðingu. Hópur ungra Armena hefur mótmælt opnun klúbbsins og gert grín að Pútín. „Fólk er hneykslað á þessum aðdáendaklúbbi og hann er þjóðinni til skammar,“ er haft eftir einum mótmælenda. Breivik vill viðtal Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik hefur lýst yfir vilja til að mæta í viðtal hjá erlendri sjónvarpsstöð. Fjölmargir fjöl- miðlar, bæði norskir og annars staðar frá, hafa reynt að fá viðtal við morðingjann en lögmaður hans hefur ráðlagt honum að veita engin viðtöl fyrr en réttað hefur verið í máli hans. Breivik hafi hins vegar hvað eftir annað lýst yfir vilja sínum til að fara í viðtal við erlenda sjónvarpsstöð. Réttar- höldin yfir honum hefjast í vor, 16. apríl. Hann hefur verið úrskurð- aður ósakhæfur. Ekki er greint frá því í norskum fjölmiðlum hvaða sjónvarpsstöð hann vill tala við en Breivik hefur haft kost á því að fylgjast með fjölmiðlum frá því í desember.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.