Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2012, Side 14
E
ld
sn
ey
ti Bensín Dísilolía
Algengt verð 246,7 kr. 253,6 kr.
Algengt verð 245,9 kr. 253,4 kr.
höfuðborgarsv. 245,8 kr. 253,3 kr.
Algengt verð 246,7 kr. 253,6 kr.
Algengt verð 247,9 kr. 253,8 kr.
Melabraut 245,9 kr. 253,4 kr.
14 Neytendur 1. febrúar 2012 Miðvikudagur
Slökktu á súkkulaðiþörfinni
n Margir finna fyrir löngun í sætindi þegar líður á daginn
L
angi þig í súkkulaði fáðu þér þá
göngutúr. Svona hljóma leið-
beiningar sem birtust á vef
danska blaðsins Politiken fyrir
skömmu. Þar er vitnað í niðurstöður
könnunar sem framkvæmd var í Bret-
landi og var ætlað að finna út hvað
gæti minnkað súkkulaðiþörf.
Það kannast líklega margir við það
þegar súkkulaðiþörfin hellist yfir þeg-
ar líður á eftirmiðdaginn og blóðsyk-
urinn fellur eftir því sem fjær dregur
hádegismatnum. Þeir sem hafa van-
ið sig á að fá sér einn og einn súkk-
ulaðibita yfir daginn í vinnunni geta
nú andað léttar því í niðurstöðum
könnunarinnar segir að til að slökkva
súkkulaðihungrið eigi fólk að fá sér 15
mínútna göngutúr. Ef þú fylgir þessum
ráðleggingum minnkar þú þörfina fyr-
ir súkkulaði í vinnunni um helming.
Í könnuninni sem framkvæmd
var við Exeter-háskóla voru 78 súkku-
laðifíklar fengnir til að taka þátt í til-
raun og sett það skilyrði að þeir hefðu
ekki borðað súkkulaði í tvo sólar-
hringa áður en tilraunin hæfist. Þeim
var skipt í fjóra hópa en tveir þeirra
voru látnir fara í 15 mínútna göngu
áður en þeir fengu verkefni. Annar
fékk krefjandi verkefni en hinn létt-
ara verkefni. Hinir tveir fengu sömu
verkefni en var sagt að hvíla sig áður.
Allir hópar höfðu ótakmarkaðan að-
gang að súkkulaði meðan á tilraun-
inni stóð.
Niðurstaðan var sú að þeir sem
höfðu gengið borðuðu 15 grömm af
súkkulaði á móti 28 grömmum hjá
þeim sem hvíldu sig.
Adrian Taylor, prófessor og stjórn-
andi könnunarinnar, segir að það
verði vani að narta í súkkulaði yfir
daginn og stinga upp í sig mola í
rauninni án þess að hugsa um það.
Þann vana sé hægt að yfirstíga og
fyrrnefndur göngutúr sé góð leið til
þess. gunnhildur@dv.is
Mikill
verðmunur
Lastið fær N1 fyrir að selja kaffi
latte háu verði en viðskiptavinur
sendi eftirfarandi; „Ég kaupi mér
oft kaffi til að taka með og versla
bæði við N1 og Stöðina en þar er
mikill munur á verði á kaffi latte.
Á Stöðinni færðu bollann á 299
krónur en þar er selt kaffi frá Te
og kaffi. Á N1, sem selur kaffi frá
Kaffitári, þarf maður hins vegar
að borga 445 krónur fyrir sama
drykkinn. Mér finnst þetta gífur-
legur munur og get ekki varist því
að hugsa að N1 sé að okra á við-
skiptavinum. Af hverju getur N1
ekki selt kaffið á svipuðu verði
og Stöðin?“ segir viðskiptavinur
beggja stöðva.
DV hafði samband við stöðvar-
stjóra einnar N1-stöðvarinnar sem
sagði að þetta sé verðið sem þau
hafi alltaf selt kaffið á. „Kaffi latte
er á 445 krónur hjá okkur en þetta
eru stærri bollar en venjulegir
bollar. Ég veit ekki hvort þetta er
sambærilegt kaffi en okkar kemur
frá Kaffitári og er sér-
blandað fyrir okkur.“
SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS
Ekkert vesen
Lofið að þessu sinni fær Elko
fyrir góða þjónustu. „Faðir minn
keypti USB-lykil í Keflavík en hann
reyndist bilaður eða gallaður.
Hann býr í Reykjavík og þegar
hann ætlaði að skila honum í
borginni þá varð hann að fá
kvittun frá Keflavík. Mér
skilst að það séu ekki sam-
tengd kerfi þar á milli. Það
sem ég vildi fá að lofa
er að þegar allt kom
til alls þurfti hann
ekki að fara til Kefla-
víkur heldur hringdi
og fékk kvittunina
senda strax næsta
morgun og gat þar með fengið nýj-
an USB-lykil.“
Lof&Last
Súkkulaði Stuttur göngutúr
dregur úr súkkulaðilöngun.
Reykjavík Hafnarfjörður Seltjarnarnes Kópavogur Garðabær Akranes Reykjanesbær Mosfellsbær Akureyri Árborg Fljótsdalshérað Fjarðabyggð Ísafjörður Skagafjörður Vestmannaeyjar Dalvíkurbyggð Hornafjörður
Leikskólagjald 24.501 kr. 30.021 kr. 31.477 kr. 25.078 kr. 33.390 kr. 27.868 kr. 31.480 kr. 31.642 kr. 29.560 kr. 31.146 kr. 25.336 kr. 33.726 kr. 34.342 kr. 27.688 kr. 29.829 kr. 30.797 kr. 25.396 kr.
Systkinaafsláttur 75,00% 30,00% 50,00% 30,00% 50,00% 50,00% 50,00% 50,00% 30,00% 25,00% 25,00% 50,00% 30,00% 50,00% 50,00% 30,00% 50,00%
Sorphirða 16.300 kr. 19.300 kr. 16.050 kr. 23.300 kr. 17.500 kr. 27.700 kr. 36.225 kr. 21.500 kr. 23.100 kr. 26.760 kr. 20.972 kr. 21.500 kr. 43.659 kr. 16.000 kr. 15.238 kr. 27.447 kr. 11.500 kr.
Útsvar 14,480% 14,480% 14,180% 14,480% 13,660% 14,480% 14,480% 14,480% 14,480% 14,480% 14,480% 14,480% 13,280% 14,480% 14,480% 14,480% 14,480%
Fasteignaskattur
íbúðarhúsnæðis 0,200% 0,320% 0,209% 0,320% 0,260% 0,361% 0,300% 0,265% 0,380% 0,325% 0,500% 0,430% 0,650% 0,500% 0,420% 0,470% 0,500%
Fráveitugjald, hlutfall
af heildarfasteignamati 0,185% * 0,110% 0,169% 0,120% * 0,170% 0,130% 0,150% 0,317% 0,318% 0,290% 0,250% 0,275% 0,200% 0,370% 0,300%
Vatnsgjald Allt að 0,5% 0,112% 0,120% 0,135% 0,110% Allt að 0,5% 0,193% 0,110% * 0,196% * 0,310% 0,180% 0,160% 0,193% 0,350% 0,180%
Skólamatur 310 kr. 375 kr. 365 kr. 395 kr. 428 kr. 300 kr. 275 kr. 310 kr. 350 kr. 410 kr. 425 kr. 435 kr. 412 kr. 305 kr. * 345 kr. 260 kr.
Fermetraverð 219.195 kr. 209.780 kr. 266.167 kr. 220.557 kr. 243.733 kr. 149.005 kr. 140.460 kr. 199.283 kr. 175.087 kr. 146.612 kr. 149.691 kr. 102.653 kr. 77.407 kr. 134.990 kr. 124.063 kr. 129.380 kr. 93.361 kr.
Sund barnamiði 120 kr. 110 kr. 120 kr. 150 kr. 120 kr. Frítt Frítt 130 kr. 150 kr. Frítt 250 kr. 200 kr. 260 kr. Frítt 150 kr. Frítt 180 kr.
Sund fullorðinsmiði 500 kr. 450 kr. 400 kr. 550 kr. 350 kr. 380 kr. 370 kr. 400 kr. 470 kr. 550 kr. 500 kr. 450 kr. 510 kr. 500 kr. 450 kr. 500 kr. 580 kr.
Frístundakort 25.000 kr. * 25.000 kr. Allt að 24.000 kr. 25.000 kr. 25.000 kr. * 15.000 kr. 10.000 kr. 10.000 kr. 20.000 kr.
Lágvöruverslun Já Já Já já Já Já já Já já já já já já Nei já Nei já
*Reykjavík og Akranes - 8.263 króna fráveitugjald fast gjald auk 318 króna breytilegs gjalds *Vestmannaeyjar - skólamatur 338 krónur fyrir 1. til 6. bekk og 415 krónur fyrir 7. til 10. bekk *Akureyri - 109,15 króna vatnsgjald auk 7.275 króna fastagjalds *Fljótsdalshérað - 225 króna vatnsgjald auk 7.400 króna fastagjalds *Skagafjörður - Hvatakort að upphæð 8.000 krónur að uppfylltum ákveðnum skilyrðum
n Samanburður á 18 sveitarfélögum sýnir að fermetraverð er hæst nálægt höfuðborginni n Töluverður munur er á leikskólagjöldum
S
amkvæmt útsvarsprósentu
er best að búa á Ísafirði en
þar er að auki langlægsta
fermetraverð á húsnæði.
Garðbæingar hafa greitt
hæsta fermetraverðið fyrir fasteign-
ir sínar en borga aftur á móti lægsta
vatnsgjaldið. Þetta eru niðurstöð-
ur samanburðar á sveitarfélögum
sem DV gerði en þar voru skoðaðir
nokkrir útgjaldaliðir heimilanna. Við
samanburðinn kom í ljós að ódýr-
ast er að vera með börn á leikskóla í
Reykjavík auk þess sem þar er veitt-
ur mestur systkinaafsláttur. Eins er
þar veittur hæsti frístundastyrkur-
inn og verð fyrir skólamat er með því
lægsta. Með þetta í huga má segja að
hagkvæmast sé að vera með börn í
Reykjavík.
Það er þó ýmislegt annað sem má
taka inn í reikninginn þegar reynt er
að finna út hvar best sé að búa, til
dæmis hvernig veðurfarið er, hvern-
ig snjómokstri er háttað og hvaða
skemmtun og afþreying er í boði.
Eins hvort um barnvænan og rólegan
stað sé að ræða en ekki var tekið tillit
til þessara þátta í könnuninni.
Seltjarnarnes fallið af topp-
inum
Árið 2009 gerði DV svipaða könnun
en niðurstaða hennar var að best
væri að búa á Seltjarnarnesi en þá
skar bæjarfélagið sig úr á flestum
sviðum samanburðarins.
Þá bjuggu Seltirningar við lægsta
útsvarið, þeir greiddu lægsta vatns-
gjaldið, lægsta hlutfallslega fast-
eignaskattinn og lægsta sorphirðu-
gjaldið. Seltjarnarnes getur ekki
lengur talist besti staðurinn að búa
á, miðað við samanburðinn því þótt
Seltirningar greiði ekki hæsta út-
svarið á landinu þá er það næsthæst
á landinu. Fasteignaskatturinn er þó
enn með því lægsta og fráveitugjald-
ið er lægst á Seltjarnarnesi.
Skattar og gjöld
Nú styðjast langflest sveitarfélögin
við hámarksútsvar eða 14,48 prósent
en standi sveitarfélögin mjög illa
fjárhagslega geta þau hækkað hana.
Í Garðabæ er hún hins vegar lægri,
eða 13,66 prósent, og á Seltjarnar-
nesi 14,18 prósent. Eins og fyrr segir
er hún lægst á Ísafirði, eða 13,28 pró-
sent.
Aðrar skattheimtur á landinu eru
afar misjafnar en þar má til dæmis
nefna fasteignaskattinn. Hann fylgir
verði á fasteignum að því leyti að því
nær Reykjavík sem fasteignin er því
lægri er skatturinn. Hann er lægstur
í Reykjavík, eða aðeins 0,2 prósent á
meðan fasteignaeigendur á Ísafirði
borga 0,65 prósent. Á Seltjarnanesi
er hann aðeins hærri en í Reykjavík,
eða 0,209 prósent og 0,26 í Garðabæ.
Skatturinn er hins vegar 0,5 prósent
bæði á Fljótsdalshéraði og í Skaga-
firði.
Sorphirðugjald er langlægst á
Hornafirði, eða 11.500 krónur, á
meðan Húsvíkingar borga 45.839
krónur og Ísfirðingar borga rúmar
43.000 krónur. Orkuveita Reykjavík-
ur sér um að innheimta vatnsgjald-
Barnafjölskyldur hafa það best í Reykjavík
Gunnhildur Steinarsdóttir
blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is