Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2012, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2012, Side 16
Sandkorn F riðurinn hefur verið slitinn í sundur. Formenn tveggja stærstu stjórnmálaflokkanna lýstu báðir yfir stríði síðast- liðna viku. Um helgina lýsti Jóhanna Sigurð- ardóttir því yfir á flokksfundi Sam- fylkingarinnar að unnið væri að því „leynt og ljóst víða í þjóðfélaginu að koma íhaldinu aftur til valda“: „Bar- áttan um Ísland – hið nýja Ísland og framtíðina, er nú í algleymingi,“ sagði hún. Á mánudag lýsti Bjarni Benedikts- son, formaður Sjálfstæðisflokksins, yfir stríði gegn þeim breytingum sem orðið hafa í samfélagsumræð- unni, í tilefni af umfjöllun um tengsl milli aðkomu hans að viðskiptum og stjórnmálum. Í stóryrtri grein sinni vitnaði hann í Karl Sigurbjörnsson biskup: „Og við sitjum í örfoka auðn hálfsannleika, upphrópana og yfir- boða.“ Bjarni sendi út herkvaðningu: „Ég finn að sóma- og réttlætiskennd fjölmargra er misboðið vegna þessar- ar þróunar. Brýnt er að allir þeir sem hafa fengið nóg berjist gegn henni með réttlæti, sanngirni og heiðar- leika að vopni... Baráttan er fyrir betra samfélagi.“ Jóhanna og Bjarni eru að hluta til tákngervingar tveggja hópa eða afla í samfélaginu, sem mætti kalla breyt- inga- og íhaldsöfl. Steingrímur J. Sig- fússon og Vinstri-grænir eru hluti af breytingaöflunum, ásamt Jóhönnu, en Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son og Framsóknarflokkur hans eru partur af íhaldsöflunum, sem gagn- rýna „tíðaranda“ þjóðfélagsins, ásamt biskupnum og öðrum sem hafa verið viðfangsefni uppgjörs. Íhaldsöflin leggjast gegn nýrri stjórnarskrá, lands- dómi, breyttu fiskveiðistjórnunarkerfi og fleiri grundvallarbreytingum. Barátta Jóhönnu beinist að íhalds- öflunum, hagsmunaneti hins gamla Íslands, en baráttu Bjarna er líka beint gegn opnari og harðari þjóð- félagsumræðu, eða „gapastokki al- menningsálitsins“, eins og hann kallar það. Bjarni er fulltrúi gamla sam- félagsins, sem beitir sér gegn upp- gjörinu, enda beinist uppgjörið gegn þeim. Jóhanna og Bjarni hafa dregið upp átakalínurnar og blása til sóknar. Þau vilja virkja Íslendinga í baráttunni. En við þurfum ekki á því að halda. Við höfum áður lifað við tvískipt- ingu í þjóðfélagsumræðunni. Í lána- góðærinu dró Sjálfstæðisflokkurinn, og að hluta Baugur, upp víglínur sem skipta áttu samfélaginu í tvennt. Annaðhvort átti fólk að fylgja sjálf- stæðismönnum að máli eða Baugs- mönnum. Ein árangursríkasta aðferð Davíðs Oddssonar til að sneiða hjá gagnrýnni umræðu var að stimpla gagnrýnendur sína sem Baugsliða eða Baugspenna. Bæði breytingaöflin og íhaldsöflin hafa rangt fyrir sér í sumu og rétt fyrir sér í öðru, á meðan sumt er afstætt við hagsmunamat hvers og eins. Í flokkadráttum felst gjarnan skilyrð- islaus stuðningur. Og heróp eiga það til að leiða til skotgrafahernaðar. Við þurfum ekki stríð, heldur stöðugt aðhald og aðkomu almennings að stjórnmálavaldinu. Hrósum þeim fyrir það sem þau gera gott og löstum þau fyrir klúðrið, óháð stjórnmála- flokki. Á endanum er baráttan gegn flokkapólitík barátta fyrir heilbrigðari þjóðfélagsumræðu og um leið betra samfélagi. Þrír titrandi n Nokkur titringur er nú innan Ríkisútvarpsins vegna þess hve valtur stóll Páls Magnússonar útvarpsstjóra þykir vera. Kjarnakonan Björg Eva Erlendsdóttir er nú komin í stjórn RÚV ohf. fyrir hönd Vinstri-grænna. Hún var um árabil áberandi og öflugur fréttamaður Útvarpsins en félagarnir Páll útvarpsstjóri og Óðinn Jónsson fréttastjóri ráku hana og að sögn með tilstilli Ingólfs Bjarna Sigfús- sonar fréttamanns sem þurfti olnbogarými. Hermt er að þremenningarnir skjálfi nú í hnjáliðunum af ótta við hina brottreknu. „Barinn hundur“ n Þáttarstjórnandinn skeleggi Sigurjón Magnús Egilsson var ómyrkur í máli í þætti sínum Sprengisandi þegar hann flutti einræðu um vantraust uppreisnar- manna á Jóhönnu Sig- urðardóttur og aðra forystusauði Samfylk- ingar. Þótti Sigurjóni lágt risið á Andrési Jónssyni, almanna- tengli og Samfylkingarmanni, þegar hann útskýrði ástæður þess að hætt var við kröfu um aukalandsfund. Hann var eins og „barinn hundur“, sagði út- varpsmaðurinn í einræðu sinni. Vill sjálfstæðis­ menn góða n Það hefur vakið furðu margra hversu ákafur Össur Skarphéðinsson utanríkis- ráðherra hefur verið í því að sýkna Geir Haarde af ávirðing- um um að hafa steypt landi og þjóð út í mikla erfiðleika með deyfð sinni og getu- leysi. Össur lagði hart að sér til að ná í tíma til landsins til að tryggja að frávísun á mál Bjarna Benediktssonar næði ekki fram að ganga. Bent er á að Össur sat í ríkisstjórn Geirs og er þannig nátengd- ur málinu. Aðrir telja þó að Össur vilji umfram allt hafa sjálfstæðismenn góða upp á seinni tíma. Vafningar Bjarna n Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins, fór á kostum á Beinni línu DV á mánu- dag. Svaraði hann öllum spurningum með bros á vör og kveink- aði sér ekki undan þeim hörkulegustu. Bjarna Bene- diktssyni, formanni Sjálfstæð- isflokksins, hefur staðið til boða að svara fyrir sig á þess- um vettvangi en hann þorði því líklega ekki og afþakkaði eftir nokkurn vafning. Þá kaus hann að svara í Mogganum grein Hallgríms Helgasonar rit- höfundar sem birtist í DV. Við erum í stríði núna Internetið er bara búið að loga út af þessu Ragna Erlendsdóttir deilir við bresk yfirvöld. – DV Herbert Guðmundsson um að komast ekki upp úr undanúrslitum Eurovision. – DV Baráttan um Ísland„Við höfum áður lifað við tvískiptingu í þjóðfélags­ umræðunni F yrir réttum þremur árum, 1. febrúar 2009, tók minnihluta- stjórn Samfylkingarinnar og VG við völdum eftir alvarlegasta fjár- málahrun í sögu lýðveldisins. Í þing- kosningunum 25. apríl sama ár fengu þessir flokkar skýrt meirihlutaumboð frá kjósendum. Að liðnum þessum þremur árum leggja landsmenn land undir fót, bjartsýnni en þeir hafa verið síðan fyr- ir hrun. Ný væntingavísitala Gallups, sem birt var í gær, staðfestir þetta. Sú vísitala hækkaði í nýliðnum mánuði um 7,5 stig og hefur ekki verið hærri frá því í september 2008. Þetta eru góðar fréttir þar sem ætla má að aukin bjartsýni og vilji til að fjárfesta og ráða fólk til starfa haldist í hendur. Í fyrstu virtust verkefni okkar nær óyfirstíganleg og sá möguleiki var fyrir hendi að þjóðin yrði gjaldþrota ef ekki yrði hið bráðasta og af einurð tekist á við vandann. Bölsýni og gremja fór vaxandi meðal almennings þegar hrunið og kreppan tók að herða að fyrirtækjum og heimilum. Sem gefur að skilja reyndi þetta á bein tveggja ungra flokka, Sam- fylkingarinnar og VG, sem báðir voru stofnaðir fyrir 12 til 13 árum. Varla var heldur við því að búast að margir vörslumenn sérhagsmuna í landinu yrðu sérlega hrifnir þegar þeir lásu samstarfsyfirlýsingu fyrstu hrein- ræktuðu ríkisstjórnar jafnaðar-, um- hverfis- og vinstristefnu: Norrænt velferðarsamfélag skyldi vera leiðar- ljós, sjálfbær þróun, félagslegt rétt- læti og jöfnuður og opin og skilvirk stjórnsýsla samfara lýðræðisumbót- um. Ýmislegt hefur gengið á; kvarnast hefur úr röðum liðsheildarinnar, sem átti hlut að samstarfsyfirlýsingu okkar í upphafi, en aðrir hafa gengið til liðs við okkur. En mótlætið og margvísleg og snúin viðfangsefni hafa fært okkur dýrmæta reynslu. Þegar hér er komið sögu efumst við ekki um að takast muni að ljúka stórum og mikilvægum viðfangsefnum á þeim tíma sem eftir lifir kjörtímabilsins. Við erum bjartsýn og í sóknarhug, eins og þjóðin, enda betri tíð í vændum. Ástæða til bjartsýni Endurreisn bankakerfisins og skulda- úrvinnsla fyrirtækjanna skapar svig- rúm sem mun hleypa auknum krafti í atvinnulífið. Hagvöxtur reynist meiri en spáð var, líklega 3,5 til 4 prósent á síðasta ári. Hann gæti hæglega orðið 2,5 til 3 prósent á þessu ári en til samanburðar er því spáð að hann verði 1,5 prósent að jafnaði innan Evrópusambandsins. Ytri skilyrði geta vitanlega dregið úr vilja til fjárfestinga vegna þrálátra hremminga alþjóða- fjármálakerfisins. En á móti slíku vega að mörgu leyti hagstæðar aðstæð- ur innanlands. Benda má á vaxandi loðnukvóta sem er góður búhnykkur og skilar milljörðum inn í hagkerfi okkar. Full ástæða er þó til þess að vera á varðbergi gagnvart tímabundn- um vexti verðbólgu. Miklar orkuframkvæmdir eru hafnar eða í þann mund að hefjast, við Búðarháls, á norðaustursvæðinu og á suðvesturhorninu. Framvindan ræðst af þeim samningaviðræðum sem þeg- ar eru hafnar við fjölbreyttan hóp fjár- festa sem sýnt hafa landinu áhuga. Á annan tug fjárfestingarsamninga eru til skoðunar eða hafa verið undirritað- ir og koma brátt til framkvæmda. Á næstunni verða stigin tvö mikil- væg skref í afnámi gjaldeyrishaft- anna. Annars vegar er um að ræða næsta gjaldeyrisútboð Seðlabanka Íslands en hins vegar fyrsta fjárfest- ingarútboðið sem ætlað er að laða erlendar fjárfestingar til landsins sam- fara flutningi á aflandskrónum inn í landið. Matsfyrirtækið Fitch gat þess í ársbyrjun að tækjust útboðin vel kæmi til greina að lyfta Íslandi í fjár- festingarflokk. Fari svo væri Ísland á nýjan leik metið í fjárfestingarflokki af öllum stóru matsfyrirtækjunum og eitt þeirra breytti nýlega horfum Íslands úr neikvæðum í stöðugar. Lýðræði og auðlindir Innan fárra vikna er stefnt að fram- lagningu frumvarps um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu sem tryggja á landsmönnum forræði yfir auðlindum sjávar og að þeir njóti eðlilegrar rentu af þeim. Sjávarútvegi hefur vegnað vel undanfarin misseri og hefur eigið fé greinarinnar tvö- faldast á milli ára. Þetta er margþætt mál og breytingar gera ríkar kröfur til allra um samstarfsvilja. Rammaáætlun um verndun og nýtingu vatnsafls og jarðvarma verður vonandi samþykkt á Alþingi innan tíð- ar. Með innleiðingu Árósarsamnings- ins, friðlýsingum svæða og mörgum fleiri aðgerðum hefur verið brotið blað í umhverfismálum. Þá er í undirbún- ingi stofnun auðlindasjóðs. Við ætlum okkur að ljúka endur- skoðun stjórnarskrárinnar og koma í veg fyrir að sú merkilega lýðræðis- tilraun, sem við höfum beitt okkur fyrir, renni út í sandinn. Alþingi hefur til þessa reynst þetta gagngera um- bótastarf um megn. Umbætur á sviði lýðræðis- og mannréttindamála hafa verið og verða áfram eitt af forgangs- verkefnum ríkisstjórnarinnar. Varanlegan bata Enginn þarf að velkjast í vafa um að þjóðin á síðasta orðið um aðild Ís- lands að Evrópusambandinu. Sam- kvæmt ákvörðun meirihluta Alþingis er nú verið að kanna til fullnustu kosti og galla aðildar. Afstaða stjórnarflokk- anna til aðildar er ólík en virðing og umburðarlyndi fyrir ólíkum skoðun- um er einmitt nauðsynlegt í stórmál- um sem þessu. Það ætti ekki heldur að þurfa að vefjast fyrir neinum að ríkisstjórn jafn- aðar-, umhverfisverndar- og vinstri- stefnu leggur sig fram nú sem endra- nær um að verja félagslegt réttlæti og jöfnuð. Meðal mikilvægra verkefna á þessu sviði er að vinna áfram að því að afla haldbærra gagna um skuldastöðu heimilanna eða einstakra hópa. Að- eins á slíkum grundvelli er hægt að út- færa áframhaldandi stuðning við fjöl- skyldur í vanda. Heildarendurskoðun almannatryggingakerfisins er enn eitt forgangsverkefnið sem mikilvægt er að ljúka á kjörtímabilinu. Margar nágrannaþjóðir spyrja sig nú hvernig það megi vera að Íslend- ingum hafi tekist á svo skömmum tíma að fóta sig eftir stórfellt efnahags- hrun. Mest er um vert að sýna fram á að batinn er hafinn og hefur allar for- sendur til þess að verða varanlegur. Einnig að dýpri og frekari umbreyt- ingar á þjóðfélaginu eiga enn eftir að bæta mannlífið og kjörin í landinu. Aukin bjartsýni við tímamót Leiðari Jón Trausti Reynisson jontrausti@dv.is Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 16 1.–2. febrúar 2012 Miðvikudagur „Enginn þarf að velkjast í vafa um að þjóðin á síðasta orð- ið um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Aðsent Steingrímur J. Sigfússon formaður VG Jóhanna Sigurðardóttir formaður Samfylkingarinnar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.