Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2012, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2012, Qupperneq 22
„Dæmum fólk eftir hjartalaginu“ n Loftur Gunnarsson lagður til hinstu hvílu L oftur Gunnarsson, úti- gangsmaðurinn sem lést þann 20. janúar síðastliðinn, var bor- inn til grafar frá Garðakirkju á þriðjudaginn. Fjölmarg- ir minntust hans í minn- ingargreinum í Morgun- blaðinu, þar á meðal Gunnar Hilmars son, stofnandi tísku- vöruverslunarinnar GK, en hann var mágur Lofts. Í greininni minnist hann Lofts sem mikils bóhems og heim- spekings en áfengið hafi því miður togað hann of fast til sín. Í greininni talar hann einnig um hversu margir hafi lesið fréttir af fráfalli Lofts inni á DV og það sýni hversu marga Loftur snerti og að frá- fall hans snerti lífið í miðbæ Reykjavíkur einnig mikið. Fullt var út úr dyrum í jarðarförinni. Margir voru mættir til að votta honum virðingu sína enda Loftur vinmargur. Þar á meðal mátti sjá mikið af þekktu fólki úr Garðabænum en Loftur ólst þar upp. Þar voru mættir bæði stjórnmálamenn og leik- menn knattspyrnuliðs Stjörnunnar, meðal annars markakóngurinn Garðar Jó- hannsson. Útvarpsmaðurinn og vélbyssukjafturinn Máni Pétursson á X-inu sótti líka jarðarförina en hann þekkti vel til Lofts og hafði hann í miklum metum þrátt fyr- ir þær ógöngur sem Loftur hafði lent í. „Garðakirkja var of lít- il fyrir Loft Gunnarsson. Við skulum alltaf dæma fólk út frá hjartalaginu en ekki lífs- stílnum sem það velur. Hvíl í friði,“ skrifaði Máni á Twitter- síðu sína. Fjölmargir aðrir hafa skrifað minningarorð til Lofts og vottað honum virð- ingu sína á ýmsan máta, þar á meðal fjölmargir á Facebo- ok-samskiptasíðunni. 22 Fólk 1. febrúar 2012 Miðvikudagur Giftist syni Bítils Sólveig Káradóttir fyrirsæta stefnir á að giftast tónlistar- manninum Dhani Harrison í júní á þessu ári. Þau hafa verið par í nokkur ár. Dhani er sonur Bítilsins George Harrison. Hann erfði tón- listarhæfileikana frá föður sínum og er í hljómsveit- inni thenewno2. Sólveig er dóttir Kára Stefánssonar, for- stjóra Íslenskrar erfðagrein- ingar. Hjónin tilvonandi eru búsett í borg englanna, Los Angeles. Ritstjóri í heimsreisu Ritstjóri Mannlífs, Hrund Þórsdóttir, og kærasti hennar, Óskar Páll Elfars- son, lögðu í mikla heims- reisu í liðinni viku. Á rúmum þremur mánuðum ætla þau að ferðast um Afríku, Ástr- alíu, Asíu og Suður-Amer- íku. Parið er eingöngu með flugleiðirnar skipulagðar en annars eru ferðaplönin mjög sveigjanleg. Fyrsta stopp er Naíróbí og þaðan halda þau á vit hvers ævintýrisins á fætur öðru. Fór ekki á stefnumót Anna Svava Knútsdóttir leik- kona er þekkt fyrir að gera að gamni sínu og hefur það raunar að atvinnu sinni. Hún er til að mynda ein þeirra sem skrifuðu handrit að áramótaskaupinu síðustu 2 árin. Flestir taka henni með góðum fyrirvara á Face- book-síðu hennar en á dög- unum setti hún eftirfarandi færslu: Stefán Máni var að hringja og bjóða mér á deit í kvöld. Á ég að segja já eða nei? Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Flestir mæltu með því að hún skellti sér á stefnumót með rithöfund- inum. Diljá Ámundadóttir í Besta flokknum gerði það þó að skilyrði að hann væri í hlýrabol. Þeir sem til þekkja vita sem er að Anna Svava og Stefán Máni eru bestu vinir en langt því frá að rugla sam- an reytum. Loftur Gunnarsson Er mörgum harmdauði. Þ etta er alltaf sárt en ég tek þessu bara. Er ekki þriðji hver Ís- lendingur að ganga í gegnum svona þessi misserin? Ég er bara ein af þeim,“ segir útvarpskonan Sigga Lund Hermannsdóttir sem fékk uppsagnarbréf þegar hún mætti til vinnu í morgun. Sigga hafði starfað í níu ár hjá 365 og var verkefnisstjóri Létt- Bylgjunnar undir lokin. Hún segir uppsögnina hafa komið sér á óvart. „Þetta kom bara eins og þruma úr heiðskíru lofti. Ég er varla búin að ná þessu ennþá en ég verð bara að horfa fram á veginn. Það opnast alltaf aðrar dyr þegar einar lokast. Nú er síðan mín siggalund.is loksins að detta inn svo ég hef alveg nóg að gera.“ Sigga vakti mikla athygli í morgunþættinum Zúúber þar sem hún lét allt flakka ásamt útvarpsmönnunum Svala og Gassa. Eftir nokkur ár á FM957 flutti hún sig yfir á Bylgjuna og Létt-Bylgjuna og var að eigin sögn alsæl með flutninginn. „Þetta er búið að vera afar lær- dómsríkur tími með Bylgjust- rákunum. Ég er reynslunni ríkari,“ segir Sigga sem vonast til þess að eiga endurkomu í útvarp. „Fjölmiðlar eru minn draumur – sjónvarp, útvarp, ég er til í allt. Ég á heima í fjöl- miðlum, þar líður mér vel.“ Sigga veit ekki hvort fleiri starfsmönnum hafi verið sagt upp né hvort það séu breyt- ingar í lofti með Létt-Bylgj- una. „Ég veit bara ekki neitt. Ég mætti bara í morgun og var sagt að ég þyrfti ekki að mæta meira. Ástæðan er sam- dráttur í fyrirtækinu. Pálmi [Guðmundsson, yfirmaður dagskrársviðs 365, innsk. blaðamanns] var alveg yndis- legur í þessu viðtali og það eru engin leiðindi milli mín og fyrirtækisins. Mér finnst þetta samt mjög sorglegt. Það eru fáar konur í fjölmiðlum og ein- hvern veginn finnst mér þær nauðsynlegar líka,“ segir hún og bætir aðspurð við að gömlu vinnufélagarnir hafi orðið jafn hissa og hún. „Þessum sam- starfsmönnum mínum, sem hafa verið vinnufélagar mínir síðustu níu árin, fannst þetta auðvitað mjög miður. En svona er þessi bransi. Þetta gengur hringinn. Flestir koma aftur. En hvort það eigi við mig í þessu tilfelli veit ég ekki. Ég hverf á vit nýrra ævintýra. Það er ekki öll nótt úti enn.“ Nýir starfsmenn ráðnir í hagræðinguni Fleiri starfsmenn 365 fengu uppsagnarbréf í hendur fyrir þessi mánaðamót. Meðal þeirra sem sagt var upp störf- um var starfsmannastjóri fyr- irtækisins, útvarpsmaðurinn Hans Steinar Bjarnason og íþróttafréttamaðurinn Gunn- laugur Rögnvaldsson sem hef- ur séð um lýsingar á Formúlu- kappakstrinum. „Ég er alveg sallarólegur yfir þessu,“ seg- ir Hans Steinar í samtali við DV og sagðist ekki hafa tekið ákvörðun um næstu skref. Hagræðingaraðgerðir hafa staðið yfir hjá 365 undan- farnar vikur. Þremur reyndum blaðamönnum var sagt upp á dögunum. Þó hafa nokkrir nýir starfsmenn bæst í starfs- mannahóp 365 síðustu miss- eri í miðjum hagræðingar- aðgerðunum, þeirra á meðal blaðamennirnir Þórður Snær Júlíusson, áður á Viðskipta- blaðinu, og Kolbrún Pálína Helgadóttir, sem áður var rit- stjóri Nýs Lífs. Ari Edwald, forstjóri 365, segir að 10 starfsmenn hafi misst vinnuna síðustu tvo mánuði og að fækkað verði í framkvæmdastjórn fyrirtækis- ins um tvo. indiana@dv.is Hverfur á vit nýrra ævintýra n Útvarpskonunni Siggu Lund sagt upp n Vonast til að snúa aftur í fjölmiðla „Það eru fáar konur í fjöl- miðlum og einhvern veginn finnst mér þær nauðsynlegar líka. Sigga Lund Sigga Lund hafði unnið í útvarpi í rúm níu ár. Hún segir upp- sögnina hafa komið eins og þrumu úr heiðskíru lofti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.