Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2012, Qupperneq 4
4 Fréttir 11.–13. maí 2012 Helgarblað
Nóg af óráðstöfuðu fé
n Ríkisendurskoðun gerir athugasemd við ákvörðun Guðbjarts
R
íkisendurskoðun gerir athuga-
semd við þá ákvörðun Guð-
bjarts Hannessonar velferðar-
ráðherra að sækja um heimild
í fjáraukalögum til að standa straum
af kostnaði ríkisins vegna PIP-brjósta-
púðamálsins. Í skýrslu Ríkisendur-
skoðunar um framkvæmd fjárlaga á
fyrstu mánuðum ársins kemur þessi
athugasemd fram.
Stofnunin telur að ekki hafi þurft
að sækja um sérstaka heimild þar
sem nóg af óráðstöfuðu fé sé að finna
í núgildandi fjárlögum. Er sérstaklega
bent á 2,8 milljarða króna fjárlagalið
sem er merktur „ófyrirséð útgjöld“ og
annan 160 milljóna króna fjárlagal-
ið sem merktur er sem „ríkisstjórnar-
ákvarðanir“. Talið er að kostnaður rík-
isins vegna PIP-málsins nemi um 150
milljónum króna.
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kem-
ur einnig fram að samkvæmt yfirliti
Fjársýslunnar fyrir fyrstu þrjá mán-
uði ársins, sem er sama tímabil og er
til umfjöllunar í skýrslunni, séu engin
gjöld skráð á áðurnefnda fjárlagaliði á
tímabilinu.
Samkvæmt svari velferðarráðu-
neytisins við fyrirspurn stofnunarinn-
ar kemur einnig fram að samkvæmt
áliti ríkislögmanns frá því í febrúar hafi
verið ákveðið að grípa ekki til aðgerða
með það að markmiði að endur heimta
útlagðan kostnað ríkisins vegna máls-
ins. Er það vegna þess að ekkert rétt-
arsamband sé á milli ríkisins og Jens
Kjartanssonar, lýtalæknisins sem
framkvæmdi PIP-aðgerðirnar.
Kostnaður ríkisins vegna PIP-
málsins felst fyrst og fremst í skoð-
un á þeim konum sem eru með slíka
silíkonbrjóstapúða til að kanna hvort
púðarnir hafi rifnað eða lekið. Tals-
verður fjöldi kvenna hefur slíka púða
og er eins og áður segir gert ráð fyr-
ir allt að 150 milljóna króna kostnaði
vegna skoðananna og brottnáms púð-
anna í einhverjum tilfellum.
Heiðar stefnir
Seðlabankanum
Ríkissaksóknari og sérstakur sak-
sóknari hafa fellt niður rannsókn
máls á hendur fyrirtæki í eigu
Heiðars Más Guðjónssonar fjár-
festis. Það var Seðlabanki Íslands
sem upphaflega hóf rannsókn á
málinu. Í tilkynningu sem Heiðar
Már sendi frá sér vegna þessa
fullyrðir hann
að rannsóknin
hafi orðið til
þess að hann
var útilokaður
frá viðskiptum
með hlutafé í
Sjóvá Almenn-
um trygging-
um hf.
„Þar með
er komin tvöföld staðfesting á
tilefnislausri rannsókn Seðla-
bankans gegn fyrirtæki mínu
sem kom í veg fyrir að ég fengi
að leiða hóp fjárfesta til þess að
kaupa Sjóvá,“ segir í yfirlýsingu
frá Heiðari Má sem hann sendi
frá sér á fimmtudag.
Þar segir einnig: „Seðlabank-
anum og seðlabankastjóra var
á þessum tíma ítrekað bent á,
að hvorki rannsóknin né máls-
meðferðin fengi staðist nokkra
skoðun. Var andmælum í engu
sinnt. Nú hefur verið staðfest að
við höfðum á réttu að standa um
þessa óskiljanlegu atburðarás.
Sérstök ástæða er til að nefna
í því sambandi, að niðurstaða
ríkissaksóknara byggir m.a. á því,
sem við höfum haldið fram, að
þær reglur sem Seðlabankinn
setti og beitti í málinu hafi verið í
andstöðu við stjórnarskrá.“
Því hafa lögmenn Heiðars
Más hafið undirbúning á mál-
sókn gegn Seðlabankanum
vegna málarekstursins. Þess má
geta að Heiðar Már mun af þeim
sökum standa í að minnsta kosti
fjórum málaferlum. Fyrir utan
málaferli gegn Seðlabankanum
hefur hann höfðað mál gegn
fréttastjóra DV og báðum rit-
stjórum blaðsins.
Mikill kostnaður Talið er að kostnaður
ríkisins vegna PIP-málsins nemi um 150
milljónum króna.
Þ
rotabú fjárfestisins Jafets
Ólafssonar, eiganda skoð-
unarstofunnar Aðalskoð-
unar, hefur höfðað mál gegn
eignarhaldsfélagi í eigu eig-
inkonu hans og barna vegna sölu
á fjórum íbúðum sem seldar voru
til félagsins áður en Jafet var úr-
skurðaður gjaldþrota í júlí í fyrra.
Þetta segir skiptastjóri þrotabús Ja-
fets, Þorsteinn Einarsson. Málið var
þingfest í Héraðsdómi Norðurlands
eystra á Akureyri á fimmtudaginn.
Eignarhaldsfélagið sem um ræð-
ir heitir Veigur ehf. og heldur það
einnig utan um eignarhlut fjölskyldu
Jafets í Aðalskoðun.
Héraðsdómur úrskurðaði Jafet
gjaldþrota í júlí í fyrra og sagði hann
þá, í samtali við DV, að verið væri að
reyna að semja um skuldirnar sem
hann var settur í þrot út af. „Það er
ekkert um þetta að segja. Það er ver-
ið að reyna að semja um þetta.“ Hann
sagði þá að um væri að ræða skuldir
sem hann stofnaði til persónulega,
meðal annars vegna hlutabréfa-
kaupa. Jafet var meðal annars fram-
kvæmdastjóri fjárfestingarbankans
VBS.
Greitt með yfirtöku skulda
Þorsteinn segir að greitt hafi verið
fyrir íbúðirnar fjórar, sem eru á Ak-
ureyri, með yfirtöku á veðskuldum.
Jafet hafi því selt íbúðirnar inn í
eignarhaldsfélagið en að hann vilji
láta meta hvort rétt verð hafi verið
greitt fyrir íbúðirnar. „Það þarf að
meta þessar eignir og hvort þær hafi
verið seldar fyrir raunvirði eða ekki.
Ganga þarf úr skugga um hvort það
hafi ekki verið allt í lagi með þessi
viðskipti. Ennþá liggur ekki fyrir
hvort eitthvað óeðlilegt hafi verið
við þetta en sérfróðir aðilar þurfa að
skoða það.“
Þorsteinn segir að ef verðmatið á
íbúðunum muni leiða í ljós að of lágt
verð hafi verið greitt fyrir íbúðirnar
gæti slíkt leitt til þess að þrotabúið
teldi sig eiga kröfu á eignarhalds-
félagið Veig. „Ég veit þetta bara ekki
ennþá.“ Salan á íbúðunum til Veigs
átti sér stað í lok árs 2010 að sögn
Þorsteins.
Fyrsta málið sem höfðað er
Þorsteinn segir að umrætt mál gegn
Veig ehf. sé fyrsta málið sem þrotabú
Jafets höfðar. Hann segir að fleiri mál
séu til skoðunar þar sem leggja þurfi
mat á sölu eigna sem áður voru í
eigu Jafets. „Það er bara þetta sem er
í gangi eins og er en það eru einhver
matsmál í Héraðsdómi Reykjavíkur
sem snúa að bifreiðum. En þetta er
bara eitt af því sem skiptastjórum
ber að gera: Að fara yfir þær ráðstaf-
anir sem gerðar voru og kanna hvort
greitt hafi verið eðlilegt verð. Ég ætla
ekki að segja neitt meira um það fyrr
en niðurstaða liggur fyrir.“
Helsta eign Veigs í dag er 75 pró-
senta eignarhlutur í Aðalskoðun.
Bifreiðarskoðunin er sú næststærsta
á landinu með tilliti til markaðs-
hlutdeildar, einungis Frumherji er
stærri. Í ársreikningi Aðalskoðunar
fyrir árið 2010 kemur fram að eignir
fyrirtækisins nemi 630 milljónum
króna og skuldirnar rúmlega 500
milljónum. Félagið hagnaðist um
nærri 118 milljónir króna árið 2010.
Skoða sölu íbúða
úr þrotabúi Jafets
n Þrotabú Jafets fer í mál við fjölskyldufélag hans„Það þarf að meta
þessar eignir og
hvort þær hafi verið seld-
ar fyrir raunvirði eða ekki.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Unnið að uppgjöri Skiptastjóri
vinnur nú að uppgjöri á þrotabúi
Jafets Ólafssonar. Meðal þess
sem er til skoðunar er söluverð
á íbúðum til eignarhaldsfélags í
eigu fjölskyldu hans.