Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2012, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2012, Qupperneq 12
Í umræðunni reikna menn frekar með því að það verði breytingar,“ segir Árni Páll Árnason, þingmað- ur Samfylkingarinnar, aðspurður hvort hann telji nauðsynlegt að Samfylkingin skipti um formann fyrir næstu kosningar. Margt þykir benda til þess að Árni Páll ætli sér að taka slaginn við Jóhönnu Sigurðar- dóttur um formannsstólinn, fari svo að hún sækist eftir endurkjöri. Jó- hanna hefur frekar talað á þeim nót- um að hún ætli sér að leiða Samfylk- inguna í næstu kosningum. Árni Páll hefur forðast að lýsa með afgerandi hætti yfir formannsframboði. Árni Páll var til að mynda spurður hvort hann teldi sjálfur að skipta ætti um formann í Sprengisandi, þætti Sigurjóns M. Egilssonar á Bylgjunni. Þar sagði hann staðreynd að talað væri um nauðsyn þess að Jóhanna viki og vitnaði í orð Össurar Skarp- héðinssonar utanríkisráðherra sem talað hefur fyrir breytingum í forystu flokksins. Árni Páll hefur raunar ekki gefið skýr svör um hvort hann ætli í slag- inn um formanninn eða ekki. Þó má greina að innan Samfylkingarinnar eru afar fáir sem efast um metnað hans til starfans. Segja margir raun- ar að hann hafi þegar hafið eigin kosningabaráttu og að persónulegur metnaður Árna Páls sé farinn að hafa veruleg áhrif á trúverðugleika stjórnarmeirihlutans á tíma þegar ríkisstjórn með eins manns meiri- hluta reyni að koma mörgum sínum stærstu málum í gegn. Kemur af fjöllum „Við erum bara í öðrum fasa núna og erum að vinna mál í gegnum þing- ið,“ segir Árni Páll aðspurður hvenær megi búast við formlegri tilkynn- ingu frá honum um framboð til for- manns. „Ég hef ekki tekið ákvörðun um það. Það er erfitt að gera fyrr en fyrir liggur, hvort og með hvaða hætti til formannskjörs kemur.“ Árni gaf lít- ið fyrir vangaveltur um hvort hann sé meðvitað að fresta formlegri tilkynn- ingu um framboð á meðan stjórn- armeirihlutinn glímir við mörg og umdeild mál. „Nú kem ég bara af fjöllum, ég er ekki í neinni baráttu,“ segir Árni Páll um það hvort hann viti til þess að pirrings gæti innan þingflokks Samfylkingarinnar vegna gagnrýni hans á einstaka stefnu- mál ríkisstjórnarinnar sem tengd hefur verið við hugsanlegt for- mannsframboð hans. „Ég skil ekki af hverju nokkur maður á að hafa horn í síðu minni út af nokkrum sköpuð- um hlut,“ segir Árni Páll aðspurður hvort hann greini óánægju með hans störf innan þingflokksins. Hann seg- ist ekki hafa vitneskju um persónu- legan pirring eða ósamstöðu innan þingflokks Samfylkingarinnar. Ólík- ar skoðanir séu innan hópsins en að ágreiningur sé eðlilegur og málefna- legur. „Ég skynja enga óvild í minn garð og ég ber ekki kala til nokkurs manns.“ „Sorrí Stína“ „Árni Páll er að máta formannsbræk- ur,“ svaraði Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra og fyrrverandi for- maður Samfylkingarinnar, vangavelt- um lesenda DV á Beinni línu síðast- liðinn miðvikudag. Össur sagði þá fleiri nöfn hafa verið nefnd til dæmis Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra og Dag B. Eggertsson, varaformann flokksins og oddvita í í Reykjavík. „En formaðurinn heitir Jóhanna,“ sagði Össur sem tók af allan vafa um hvort hann sækist sjálfur eftir formanns- embættinu. „Ég er saddur formanns- daga. Það er afgreitt mál. Sorrí Stína,“ svaraði hann vangaveltum um að hann fari fram gegn Jóhönnu Sigurð- ardóttur, sitjandi formanni. Össur virðist svartsýnn á gengi ríkisstjórnarflokkanna í næstu kosn- ingum. „Ef kraftaverk eru undanskil- in gæti Samfylkingin tæpast myndað tveggja flokka stjórn með nema ein- um. Mér finnst hins vegar skemmti- legast í margflokka stjórnum, eða minnihlutastjórnum.“ Hann telur þó ekki útilokað að Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkur gætu myndað rík- isstjórn saman og sagðist vera á móti kosningabandalögum. Bæði Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, og Jóhanna hafa lýst yfir vilja sínum til að Samfylking og VG gangi bundin til næstu kosninga. Guðfaðir uppreisnarinnar „Ég tel að þegar við endurnýjum for- ystuna eigi að fara niður um tvær kyn- slóðir og tefla fram ungum en reynd- um leiðtoga,“ sagði Össur við Áramót Viðskiptablaðsins. Hann sagði ljóst að afar erfitt yrði fyrir fyrir Samfylk- inguna að ganga til kosninga eftir erfið ríkisstjórnarár og ákvarðanir í kjölfar efnahagshrunsins án þess að hafa endurnýjað forystu flokksins. Af þessum sökum hefur Össur gjarnan verið talinn guðfaðir uppreisnarinn- ar gegn Jóhönnu á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar um áramótin. Þá vakti nefnilega athygli að tillaga fyrir flokkstjórnarfundi um síðustu áramót var að mestu bein tilvitnun í orð Öss- urar í viðtalinu. Lagt var til að landsfundi yrði flýtt og hann haldinn að hausti árs- ins 2012 en ekki í ársbyrjun 2013, líkt og venjur flokksins segja til um. Þótt talsmenn hópsins hafi þá ekki viljað túlka tillöguna sem vantraustsyfir- lýsingu á Jóhönnu er óhætt að full- yrða að sérstök áhersla hópsins á að ekki væri kallað eftir aukalandsfundi, heldur tilfærslu á landsfundi gefi vís- bendingu um raunveruleg tildrög tillögunnar. Lög Samfylkingarinnar heimila nefnilega ekki að fram fari kosningar til æðstu stjórnar flokksins á svokölluðum aukalandsfundum. Árni PÁll mÁtar formannsbrækur 12 Fréttir „Nú kem ég bara af fjöllum, ég er ekki í neinni baráttu. n Formannsslagur getur veikt ríkisstjórnina n Fimm mögulegir arftakar Jóhönnu Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is Arftakar Jóhönnu? Guðbjartur Hannesson n Er tiltölulega óumdeildur og nýtur velvildar innan Sam- fylkingarinnar. Þá þykir Guðbjartur líklegri en Dagur og Árni Páll til að sækja fylgi á landsbyggðinni. Stjórn- málaferill Guðbjarts er þó ekki flekklaus því þáttur hans í Árbótarmálinu og það sem margir töldu ófullnægjandi niðurstöðu úr starfi sáttanefndar um breytingar á fiskveiðistjórnarkerfinu, styrkir stöðu hans líklega ekki. Þá má nefna að Guðbjartur hefur orð á sér fyrir að vera ekki nægilega framtakssamur. Árni Páll Árnason n Kunnugir innan flokksins þykjast vita að Árni Páll hafi metnað til formannsstöðunnar. Árni þykir ekki líklegur til að höfða til þeirra sem vinstra megin eru í flokknum en sækir þó töluverðan styrk hægra megin í Samfylkingunni. Hann þykir einnig njóta nokkurs fylgis út fyrir Sam- fylkinguna. Hlutur hans í Árbótarmálinu sem og gagnrýni á kjarasamninga eru ekki til þess fallin að styrkja stöðu hans. Þá hefur Árni orð á sér fyrir að reyna um of að hanna atburðarásina og er sagður stunda klækjastjórnmál langt umfram það sem góðu hófi gegnir. Dagur B. Eggertsson n Þykir góður verks- stjóri og þægilegur að vinna með. Dagur sækir þó fylgi sitt nánast eingöngu frá Reykjavík. Þá hafa tengsl hans við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrverandi formann Sam- fylkingarinnar, oft verið talið honum til vansa. Afar ólíklegt er að Dagur nái að sækja fylgi utan Samfylkingarinnar, eitthvað sem ekki er líklegt til að teljast styrkur fyrir formann sem leiða þarf flokkinn beint í kosningar eftir erfitt starf í ríkisstjórn. Katrín Júlíusdóttir n Iðnaðarráðherra í barneignarleyfi. Katrín er vel liðin innan Sam- fylkingarinnar og þykir hafa staðið sig vel sem ráðherra. Katrín hefur setið á þingi fyrir Samfylkinguna frá árinu 2003. „Gleymum því ekki að í Samfylkingunni eigum við konu sem er tiltölulega kornung í pólitísku tilliti en hefur meiri ráðherrareynslu en jafn- aldrar hennar á þingi,“ sagði Össur um Katrínu í áramótariti Viðskiptablaðs- ins og lagði áherslu á ágæti hennar. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir n Formaður fjárlaga- nefndar Alþingis fyrir hönd Samfylkingar. Hún var nefnd sem einn fjórmenninganna í Samfylkingunni sem hefðu ráðið úrslitum um ákærurnar gegn Geir H. Haarde en hún vildi ákæra þrjá ráðherra af fjórum. Össur nefndi Sigríði Ingibjörgu sem dæmi um aðila innan flokksins sem í búi gott forystuefni. Þá mun Sigríður Ingibjörg hafa komið til tals sem hugsanlegt formannsefni á fundi kvennahreyf- ingar Samfylkingarinnar. Árni Páll Árnason Þykir hafa persónulegan metnað til að taka slaginn við Jóhönnu Sigurðardóttur um formann Samfylkingarinnar. 11.–13. maí 2012 Helgarblað
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.