Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2012, Síða 16
16 Fréttir 11.–13. maí 2012 Helgarblað
Þ
ær fara í allt, allt sem við eig-
um. Og þær eru í okkur. En
það ótrúlega er að þær virð-
ast ekki fara í annað fólk.
Þannig að fólk getur komið
hingað en þær smitast ekki yfir, þær
virðast bara vera í okkur,“ segir ís-
lenskur maður, búsettur í Grafarvogi,
sem heldur því fram að einhvers
konar skriðdýr séu inni í húð hans og
konu sem hann býr með.
DV fékk það staðfest frá sérfræð-
ingi sem skoðað hefur mál þeirra
að það sé ekki um nein skordýr eða
pöddur að ræða. Skriðdýrin séu ekki
raunverulegar nema í huga þeirra.
Lítt þekkt hérlendis
Lýsing þeirra og saga passar við lýs-
inguna á heilkenni sem kallað hef-
ur verið „delusional parasitosis“ eða
„Delusional Bug Syndrome“. Heil-
kennið er þekkt víða erlendis en hér
á landi virðist það hafa verið tiltölu-
lega óþekkt. Þeir geðlæknar sem DV
hafði samband við höfðu ekki komist
í kynni við fólk sem þjáðist af þessum
kvilla. Húðlæknir sem DV ræddi við
þekkti þó sjúkdóminn en sagði hann
afar sjaldgæfan. Ef húðlæknar fengju
slík tilfelli inn á borð til sín þá væri
reynt að hjálpa fólkinu með lyfjum.
Leita sér hjálpar á röngum
stöðum
Erling Ólafsson skordýrafræðingur
kannast við að hafa fengið nokkur
svona tilvik inn á borð til sín. Fólk
hefur leitað til hans vegna sérkunn-
áttu hans á skordýrum. Það er ein-
mitt þekkt að fólk sem þjáist af heil-
kenninu leiti annað en til lækna
vegna vandans. „Ég hef fengið nokk-
ur svona tilvik inn á borð til mín,
svona innan við tíu tilvik, en þetta er
til hér á landi,“ segir Erling.
Flestir sem þjást af heilkenninu
leita sér hjálpar á röngum stöðum.
Oft leita þeir til sérfræðinga á sviði
skordýra eða til húðlækna eft-
ir lausn. Það er þó til lítils þar sem
vandamálið er andlegt en ekki lík-
amlegt. Þess vegna getur þeim reynst
erfitt að fá lausn sinna mála og þjást
lengi. Sumir þeirra sem hafa heil-
kennið eru með stór og ljót sár um
líkamann, stundum vegna mikils
kláða sem þeir finna fyrir og klóra sig
gjarnan til blóðs.
Litlar og stundum sýnilegar
Maðurinn sem um ræðir segir að
pöddurnar hafi til að byrja með
bara verið í konunni en svo fyr-
ir um tveimur mánuðum hafi þær
byrjað að herja á hann líka. Hann
segir pöddurnar þó bara fylgja þeim
tveimur en smitist ekki yfir á annað
fólk. „Það er öllum óhætt að koma
hingað því þær halda sig bara við
okkur, við vitum ekkert af hverju.“
Pöddurnar segir hann vera litlar en
stundum sýnilegar. „Þær eru svartar
og hvítar og litlar en sjást stundum
með berum augum.“
Pödduvandann segja þau upp-
runalega hafa byrjað þegar skipt var
um rör í íbúð konunnar en hún er
flutt úr þeirri íbúð núna.
„Þetta byrjaði þannig að það var
verið að skipta um klóakrör í íbúð
sem hún bjó í. Það var skilið eftir
opið í einhverjar vikur og pöddurnar
hljóta að hafa komið þaðan,“ segir
maðurinn.
Fá enga skýringu
Konan er búin að vera mikið veik og
vill maðurinn meina að rekja megi
veikindi hennar að töluverðu leyti til
þessara meintu dýra. Hann segir þau
hafa leitað hjálpar víða en alls stað-
ar komið að lokuðum dyrum og eng-
inn geti útskýrt þessar pöddur. „Þær
virðast ekki vera þekktar hér. Við
fáum enga skýringu á þeim.“
Sjálfur segist hann ekki hafa orðið
var við pöddurnar strax en konan
varð vör við þær. Fyrst hafi hann hald-
ið að hún sæi pöddurnar því hún var
á svo sterkum lyfjum en svo hafi hann
byrjað að sjá þær líka. Nú sé vanda-
málið að ganga af þeim dauðum.
Kjötbollurnar urðu að mauki
„Við erum alveg að verða vitlaus á
þessu og þetta er að ganga af okkur
dauðum. Við getum til dæmis ekk-
ert borðað því þær fara í allan mat.
Samt er búið að eitra oft í ísskápn-
um en þær koma alltaf aftur og við
skiljum ekkert í þessu,“ segir maður-
inn. „Sama þó ég fari út að kaupa mat,
þær eru strax komnar í hann.“
Hann segir pöddurnar fylgja þeim
þegar þau fari úr húsi og þess vegna
geti þau ekki farið víða. „Þetta á eftir
að ganga frá okkur. Við getum ekk-
ert farið, þær koma með. Við fórum í
Ikea og fengum okkur kjötbollur þar.
Þær fóru í bollurnar og eyðilögðu
þær. Bollurnar urðu bara að mauki.
Við fengum okkur búðing í eftirrétt og
sama gerðist þar. Þær fara í allt,“ segir
maðurinn og tekur það fram að aðrir
verði ekki varir við þær. „Við vorum til
dæmis með smá veislu hérna og það
var sama. Þær fóru í veitingarnar. En
gestirnir sáu þær ekki og varð ekki
meint af.“
Segist ekki losna við þær
Hann segir þau hafa margreynt að
eitra fyrir þeim en ekkert gangi.
Hann hefur tekið af sér húð til þess
að sanna tilvist þeirra en ekkert hefur
fundist. „Við erum búin að skipta út
rúmdýnunni vegna þess að þær voru
í dýnunni og við losnuðum ekki við
þær.“
Hann segir þau vera gjörsamlega
að gefast upp og enginn virðist trúa
þeim. Hann sé með sýnileg sár eftir
pöddurnar. „Við fáum hvergi hjálp,
það virðist enginn geta gert neitt fyrir
okkur og við erum alveg að gefast
upp. Við getum ekkert farið og ekkert
gert. Þær eru alveg að ganga frá okk-
ur,“ segir maðurinn og augljóst var að
honum var mikið niðri fyrir.
Sér pöddurnar skríða úr húðinni
Erling segist þekkja það af þeim til-
vikum sem hann hefur komist í kynni
við að vandinn sé mjög raunveruleg-
ur þeim sem við hann glíma en það
skal tekið fram að hann tengist ekki
máli fólksins hér að ofan. „Það sér al-
veg pöddurnar skríða út úr húðinni.
Það hefur lýst því þannig að kannski
halinn standi út úr húðinni og svo
reyni það að ná pöddunni þá fari hún
aftur inn í húðina. Það er eitthvað
voðalega mikið að gerast í kollin-
um á því og það er alveg voðalegt að
hlusta á þetta,“ segir Erling sem hefur
tekið þessi dæmi nærri sér. „Ég á erf-
itt með að horfa upp á þessa eymd.
Líka vegna þess að ég get ekkert gert
í málinu en það kannski segir að ég
sé þeirra eina von, það er mjög erfitt.“
Erling segir erfitt að fá til sín fólk
sem er haldið þessum sjúkdómi.
„Það er hins vegar ekki á mínu borði
að leysa úr slíkum málum,“ segir Er-
ling sem telur það vera vandasamt
að eiga í samskiptum við fólk í slíku
ástandi. „Mér var ráðlagt af sál-
fræðingi hvernig ég ætti að haga
mér í þessum málum. Hann
sagði við mig að ég væri ekki
fagmaður á þessu sviði og ætti
því að segja sem minnst. Ég
reyni að hlusta en legg ekki
mikið til málanna.“
Telja vandamálið ekki
sálrænt
Fólk með þessar ranghug-
myndir á frekar að leita sér
andlegrar hjálpar en Erling
segir erfitt að benda fólki á það.
Einstaklingur í svona ástandi telur
nefnilega vandann raunverulegan og
líður fyrir hann. „Ég á erfitt með að
segja fólki að fara til geðlæknis. Fólk
í þessu vill leita til annarra sérfræð-
inga en lækna. Ég er einn af þessum
hinum sérfræðingum sem þetta fólk
vill frekar tala við en lækna. Það vill
alls ekki tala við sálfræðinga því þeir
telja vandamálið ekki sálrænt. Ég hef
sagt fólki að leita til húðsjúkdóma-
lækna þá í þeirri von að þeir bendi
því á að leita sér sálrænnar hjálpar.
Ég hef sagt fólki að það geti kom-
ið með sýni til mín að skoða. Hrúður,
húðflögur og svoleiðis. Síðan sendi
ég svar skriflega hvað ég hafi séð,
bara húðflögur og ekkert skordýra-
kyns þarna á ferð,“ segir hann.
Delusional
parasitosis
n Fólk með „delusional parasitosis“ eða
„Delusional Bug Syndrome“ eins og það
er líka kallað, er sannfært um að pöddur,
ormar, bakteríur eða önnur skriðdýr séu
undir eða á húð þeirra. Þeir finna fyrir
kláða og óþægindum líkt og stöðugt sé
eitthvað að skríða á þeim eða fyrir innan
húð þeirra eða að reyna að bora sig inn,
á eða í gegnum húð þeirra. Í sumum til-
fellum trúa þeir að vágestirnir séu líka í
húsgögnum, fötum, mat eða öðru heima
hjá þeim. Sá sem er haldinn þessum
ranghugmyndum fer oft á milli húð-
lækna eða annarra sérfræðinga til þess
að reyna að finna lækningu við þessum
skriðdýrum sem stjórna lífi viðkomandi.
Læknarnir finna hins vegar ekki neitt
enda um ranghugmyndir að ræða. Oft
taka þeir með sér húð eða annað sem
á að sýna fram á tilvist kvikindanna og
fara fram á að húðgreiningu. Hins vegar
ef húðin er rannsökuð kemur iðulega í
ljós að ekki er um nein skordýr að ræða.
Þarna er um að ræða geðsjúkdóm en
sjúklingar reyna yfirleitt að sækja sér
hjálp frá húðlæknum. Ranghugmynd-
irnar yfirtaka líf þeirra og þeir eru gjör-
samlega miður sín yfir ástandinu sem er
þó ekki til staðar nema sálarlega séð.
Heimild: delusion.ucdavis.edu/sufferer.
html
n Þekkt heilkenni erlendis n Skordýrafræðingur veit um nokkur tilvik hér á landi
Halda að
pöddur
séu undir
Húðinni
„Þær fóru í
bollurnar
og eyðilögðu þær.
Bollurnar urðu
bara að mauki.
Viktoría Hermannsdóttir
blaðamaður skrifar viktoria@dv.is
Úti um allt Fólki með
heilkennið finnst sem pöddur
skríði á sér eða inni í húð sinni.
Þetta getur valdið þeim miklum
óþægindum og mikilli angist
og fólkið leitar sér
gjarnan hjálpar á
röngum stöðum.