Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2012, Page 21
Láttu ekki pLata þig
Fréttir 21Helgarblað 11.–13. maí 2012
n Aðferðir sem sagðar eru losa fólk við ýmsa kvilla n Fólk hvatt til að vera á varðbergi n „Ef það hljómar of vel til að vera satt þá er það líklega ósatt“
og erfiðleikum með að festa svefn.
Hvernig: Plásturinn bætir og eykur orku-
framleiðslu líkamans, öndun og úthald.
Orkan er sótt í fituforða líkamans og
getur orsakað allt að 22 prósentum meiri
fitubrennslu. David Beckham knattspyrnu-
maður hefur sést nota slíkan plástur
Einnig hægt að fá verkjaplástur og svefn-
plástur
Hvar: lifewaveplastur.com
Verð: Mismunandi
Hvað segir sérfræðingurinn? „Menn geta
haldið svona fram af tveimur ástæðum,“
segir Vilhjálmur Ari Arason læknir. „Menn
bara trúa þessu statt og stöðugt og menn
mega trúa því sem þeir vilja trúa. Það er hins
vegar mjög ólíkleg ástæða fyrir því að menn
eins og Beckham noti plásturinn. Knatt-
spyrnumenn eru í klárari kantinum, það eru
til rannsóknir sem sýna það. Það er búið að
kaupa Beckham og hann er bara að selja sig,
það er frekar það sem er að baki notkun hans
á plástrinum en sannfæring hans og trú.“
Power Balance
Hvað gerir það: Orku- og jafnvægisarmbönd
Hvernig: Armbandið
sendir skilaboð til og
vinnur með náttúru-
legum orkustöðvum
líkamans og eykur
íþróttagetu. Fjöldi
fólks um allan heim,
þar með talið
afreksfólk í íþróttum,
athafnafólk og dugmikið fólk á öllum
sviðum notar armböndin.
Hvar: torgid.is
Verð: 1.990 krónur
Hvað segir sérfræðingurinn? Vilhjálmur
Ari Arason læknir fer að hlæja þegar
blaðamaður les upp fyrir hann lýsingar sölu-
aðila á virkni armbandanna. „Þetta er nú
bara hlægilegt. Þetta er í anda ljóseinda-
fræðikenninganna og rafsegulbylgjukenn-
inganna. Þetta er alveg ótrúlega vitlaust
en ef fólk vill virkilega trúa á þetta þá gerir
það ekkert ógagn. Þetta er sölumennska
og við erum sífellt að láta plata okkur. Það
er alltaf verið að segja okkur að eitthvað sé
gott fyrir okkur en þetta er af nákvæmlega
sama meiði og skottulækningar. Þetta er
ekki skaðlegt en það má segja að það sem
er skaðlegt við þetta allt saman er að það
seinkar raunverulegri greiningu og meðferð
að fólk sé að tileinka sér eitthvað sem gerir
ekkert gagn.“
Bowen-tækni
Hvað gerir hún: Meðferðin örvar flæði
blóðs og sogæðavökva. Hún örvar mikilvæg
taugaboð og losar um orku með því að
slaka á vöðvum og opna samskiptabrautir
innan líkamans. Vinnur gegn stoðkerfis-
vandamálum, þrálátum verkjum, streitu
og spennu, mígreni, fíkn í áfengi og eiturlyf,
átröskunum, námserfiðleikum og ofvirkni,
magakrömpum og hægðatregðu, astma,
heymæði og exemi, móðurlífsvandamálum
og blöðruhálsvandamálum.
Hvernig: Meðferðaraðili notar þumla og
fingur á ákveðna staði á líkamanum og gerir
rúllandi hreyfingar með það að markmiði
að trufla boðskipti til vöðva, bandvefs og
orku innan líkamans. Meðan á meðferð
stendur, er tími sem sjúklingur er skilinn
eftir einn til að leyfa líkamanum að melta
þessar mjúku hreyfingar sem hafa verið
gerðar. Þetta gefur líkamanum tækifæri til
að gera þær breytingar sem hjálpa til við
að losa um spennu, draga úr verkjum og
hefja heilunarferlið. Bowen-tæknin hvetur
líkamann til að laga sig sjálfan; það er engin
þvingun eða lagfæring á vöðvum og engu
afli er beitt við meðferð.
Hvar: Lífsafl
Verð: 4.000 krónur
Hvað segir sérfræðingurinn? „Að sumu
leyti er verið að tengja þetta við nála-
stunguaðferðir sem eru ákveðnar örvanir
á taugaboðum. Þetta á rætur að rekja til
kínverskrar læknisfræði sem er að nálgast
hefðbundna læknisfræði eins og nálastung-
ufræðina sem getur virkað að ákveðnu marki
sem örvun og slökun,“ segir Vilhjálmur Ari
Arason heimilislæknir.
„Þarna er hins vegar verið að búa til söluvöru.
Verið er að selja meira aðgengi að henni
og ég hef enga trú á því að það sé hægt að
beita þessu sisona. Það sem er ljótt er að
fullyrða að þetta hafi svona mikil áhrif. Þetta
er greinilega auglýsingamennska en slökun
og nudd hafa áhrif til góðs á marga hluti. Ef
það eru engar rannsóknir sem sýna að þetta
standist þá getur þú ekki fullyrt það.“
„Stundum hafa menn reynt
að sýna fram á virkni með
vísindum en ef það tekst ekki þá
fara menn bara fram hjá þeim og
þykjast vera að beita vísindum
Lífræn
matvæli
n Lífræn matvæli eru mikið í tísku og má
með sanni segja að vitundarvakning hafi
orðið um þau á undanförnum árum. Líf-
ræn ræktun gengur m.a. út á að nota ekki
verksmiðjuframleidd kemísk efni til þess
að auka vöxt matarplantna eða hindra
skordýravöxt sem tefur vöxt. Steinar
B. Aðalbjörnsson næringarfræðingur
segir að ef lífræn og ólífræn epli séu borin
saman þá sé munurinn í næringargildi
enginn, þ.e.a.s. þegar magn t.d. fitu,
kolvetna, próteina og vítamína og stein-
efna sé skoðað. Næringargildi eplanna
er það sama. „Það er hins vegar klárt að
það er alltaf hætta á því að finna kemísk
aðskotaefni í ólífræna eplinu þar sem
notuð voru kemísk efni við framleiðsluna.
Þetta eru efni sem hafa verið notuð til
að stuðla að auknum vexti eða minnka
skordýraflóruna, efni sem eru ekki notuð
í lífrænni ræktun.“ Hann segir það líka
þekkt að ákveðin efni sem notuð séu skili
sér að einhverju leyti inn í vörurnar okkar.
Hins vegar hafa verið sett viðmið þar sem
fram kemur upp að hvaða marki þessi efni
mega vera í afurðunum og í hvaða magni
þau eru talin hættulaus heilsu manna.
Steinar segir þó að veigamesta atriðið sé
að einbeita sér að mikilvægum atriðum,
t.d. að sjá til þess að dýrunum líði vel
og að farið sé vel með grunnþætti í
tilvist okkar mannanna, þ.e.a.s. gjöfulu
jörðina okkar. „Við eigum að passa upp
á skepnurnar, að þær hafi gott pláss,
aðgang að vatni og öðrum mikilvægum
þáttum og komist út hvenær sem því er
viðkomið. Einnig er mikilvægt að bera
virðingu fyrir jörðinni okkar og að á henni
sé ekki þjösnast. Jarðvegurinn verður að
fá tíma til að jafna sig. Þessi atriðið eiga
alltaf við, hvort sem um lífræna eða ólíf-
ræna ræktun er að ræða“