Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2012, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2012, Blaðsíða 41
Þ rátt fyrir að Paul Berk- ley væri nánast tvöfalt eldri en Monique Whee- ler, þegar þau kynnt- ust sumarið 1999, small eitthvað hjá þeim. Leiðir þeirra sköruðust á Circle K-veitinga- staðnum í Ventura-sýslu í Kali- forníu. Paul var þar fastagestur en erindi Monique var að hitta lesbíska ástkonu sína, Mary, sem hún hafði kynnst á netinu. Einhverra hluta vegna sagði Monique skilið við Mary og tók saman við Paul og þau gengu í það heilaga í Las Vegas árið 2001. Mary hins vegar undir- gekkst kynskiptiaðgerð, tók upp nafnið Marcus og kemur ekki meira við sögu hér. Paul státaði ekki af mikilli farsæld í fyrri ástarsamböndum, hafði verið giftur tvisvar og átti tvö börn frá fyrra hjónabandi sínu; Zeke og Becky. Árið 2002 skráði Paul sig í herinn, öðru sinni, og var send- ur til Barein. Monique var eðli- lega eftir heima í Clayton í Norð- ur-Karólínu og sinnti heimili og móðurhlutverkinu; fór í búðar- ráp með Becky og fylgdist með pönkhljómsveit Zeke. Eins og í sápuóperu En ýmislegt var í gerjun á heima- vígstöðvunum. Andrew nokkur Canty var átján ára þegar hér er komið sögu og fyrrverandi með- limur í hljómsveit Zeke. Andrew, sem var tíu árum yngri en Moni- que og skólabróðir Zeke, eyddi sí- fellt meiri tíma á heimili Monique og Paul. Fyrr en varði var þeim tíma að mestu leyti eytt í rúm- inu með húsmóðurinni – fyrr- verandi lesbísk ástkona verðandi kynskiptings hélt fram hjá nærri helmingi eldri eiginmanni sín- um með nærri tíu árum yngri vini sonar síns. Flókið? Þessar aðstæður fullkomnuð- ust þegar Lawton Johnson, vin- ur Andrews, og Becky drógu sig saman. Allt þetta fór fram fyrir opnum tjöldum og nágrannarnir drógu þá ályktun að Paul Berkley heyrði sögunni til. Andrew hafði ekki yfir neinu að kvarta svo lengi sem Monique sá honum farborða, en þegar leyfi Pauls nálgaðist brugg- uðu þau launráð á milli hvílu- bragða. Myrtur úr launsátri Monique og Andrew ásældust 400.000 Bandaríkjadala líftrygg- ingu Paul og því skyldi hann deyja. Andrew keypti sér skamm- byssu og hét Lawton 70.000 döl- um ef hann hjálpaði til. Þremur dögum eftir heim- komuna, eftir að hafa eytt tíma með börnum sínum, féllst Paul á að fara í rómantíska lautarferð með Monique. Reyndar hafði Paul fengið fullvissu um ótryggð eiginkonunnar og hafði trúað Becky fyrir því að hann hygðist segja skilið við hana. Becky, eins og við var að búast, hafa rætt þetta við kærasta sinn, Lawton. En Paul fékk aldrei tækifæri til að yfirgefa Monique eins og hann ætlaði. Þann 18. desember, þrátt fyrir að kvöldið væri svalt og rakt, fóru Paul og Monique í lautarferð með vín, súkkulaði og fleira góðgæti – Paul sá fyrir sér rólegheitastund í garði ekki langt frá. Þá þegar höfðu Andrew og Lawton, þeir samviskulausu þrjótar, falið sig í skuggunum með alvæpni og biðu hentugs tæki- færis til að fyrirkoma Paul á þann máta sem aðeins hæfir verstu bleyðimennum. Um miðnæturbil, samkvæmt áætlun Andrew og Monique, þess ótrúa pilsvargs, laumaðist And- rew sér aftan að Paul og skaut hann í hnakkann og hneig Paul til jarðar, liðið lík. Ósennileg frásögn Þegar Monique hafði fullvissað sig um að Paul væri allur og vit- orðsmenn hennar voru á bak og burt setti hún sig í stelling- ar syrgjandi ekkju og hringdi á neyðarlínuna. Þegar lögreglan kom á vettvang spann Monique upp ótrúlega frásögn um ráns- tilraun en að mati lögreglunnar var of margt sem ekki stóðst. Fyrr en varði komst lögreglan á snoð- ir um væna líftryggingu Paul og samband illa innrættrar eigin- konu hans við unglinginn And- rew. Þegar þrýst var á Monique gaf hún undan og upplýsti um málavexti alla og Andrew og kumpáni hans Lawton voru handteknir. Öll voru þau ákærð fyrir morð. Í september 2007 var And- rew Canty dæmdur til lífstíðar- fangelsis. Lawton Johnson fékk vægari dóm, 23 ára fangelsi, og Monique fékk lífstíðardóm. Það er kaldhæðnislegt, eins og Becky benti á, að hafa verið hermaður í Mið-Austurlöndum um átta mánaða skeið án þess að lenda í skotárás og koma heim, í það sem ætla mætti að teldist ör- yggi, og verða skotinn í hnakk- ann að undirlagi svikullar eigin- konu. Enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Sakamál 41Helgarblað 11.–13. maí 2012 Sakamál 72ára að aldri var Ahmet Turker þegar hann árið 1981 myrti 67 ára eiginkonu sína til 45 ára. Ahmet hafði komist að því að hún hafði ekki verið óspjölluð þegar þau gengu í hjónaband. Við réttarhöldin játaði Ahmet að hafa einnig myrt tvo karlmenn, 80 og 65 ára, sem hann grunaði að hefðu verið bólfélagar konu hans. „Ég varð að bjarga heiðri mínum,“ sagði Ahmet sem fékk lífstíðardóm.U m s j ó n : K o l b e i n n Þ o r s t e i n s s o n k o l b e i n n @ d v . i s B renda Wiley var ágætlega viðkunn- anleg stúlka í New Jersey og kom vel saman við foreldra sína og yngri bróður. En eftir því sem hún eltist og þroskaðist tileinkaði hún sér þver- móðsku. Fimmtán ára að aldri hafði hún tekið út líkamlegan þroska mun eldri konu og eignast örlítið eldri kærasta, Keith Sant- ana, 18 ára. Þess var skammt að bíða að Brenda og Keith færu að stunda kynlíf og þegar foreldr- ar hennar fengu vitneskju um það brugðust þeir ókvæða við. Brendu var bannað að hafa frekara samneyti við Keith. Hún lét sér bann- ið í léttu rúmi liggja og síðla kvölds opnaði hún svefnherbergisglugga sinn svo elskhug- inn gæti smokrað sér inn. Þegar inn var komið gleymdu elskend- urnir ungu sér fullkomlega og var atgangur- inn svo mikill að foreldrar Brendu vöknuðu og gripu dóttur sína glóðvolga í rúminu með ástmanninum bannfærða. Nú voru góð ráð dýr að mati foreldra Brendu en málið var leyst með því að fjar- lægja með öllu hurðina á svefnherbergi hennar auk þess sem foreldrarnir ítrekuðu bannið við því að hafa frekara samneyti við Keith. Brenda hundsaði fyrirmæli foreldra sinna og hitti Keith á laun. Þegar foreldrar hennar komust að því settu þeir hana í úti- vistarbann. Á lokadegi útivistarbannsins, 8. nóvember 1990, var Brenda heima ásamt móður sinni, Bonnie, og fjórtán ára bróður sínum, samnafna kærastans. Bonnie var eitthvað að bardúsa utandyra en Brenda og Keith, bróðir hennar, héldu sig inni við. Grunnt var á gremju hjá Brendu vegna útivistarbannsins og eins og ungum drengjum er stundum tamt fór Keith að stríða henni. Brenda fyrtist við og sló Keith í höfuðið með pepsíflösku – Keith varð meira en lítið hissa, dálítið vankaður en á lífi. Þar til systir hans hóf að stinga hann með steikar- hníf. „Ég lofa að segja engum,“ endurtók hann en Brenda lét orð hans sem vind um eyru þjóta og stakk hann tuttugu sinnum víða í líkamann. Brenda læsti útidyrunum svo hún fengi frið til að þrífa upp blóðið en móðir þeirra hafði heyrt einhver læti og krafðist inngöngu. Þegar Brenda loks opnaði dyrnar réðst hún með offorsi á móður sína og linnti ekki látum fyrr en hún var búin að stinga móður sína 30 sinnum og mölva á henni höfuð- kúpuna. Keith bar að garði ásamt vinum sínum í sömu andrá og Brenda ók heiman frá sér í bíl móður sinnar. Keith og vinir hans höfðu samband við lögreglu og Brenda var hand- tekin. Hún var síðar sakfelld fyrir morðin og dæmd til 30 ára lágmarksvistar á bak við lás og slá. Afdrifaríkt útivistarbann Myrti móður sína og bróður„Fyrr en varði var þeim tíma að mestu leyti eytt í rúminu með húsmóðurinni. MORÐ á MIÐNÆTTI n Monique sveifst einskis til að ná 400.000 dala líftryggingu eiginmanns síns Ástmaðurinn Hinn samviskulausi Andrew Canty skaut Paul Berkley í hnakkann. Kærastinn Samband Lawtons Johnson við dóttur fórnarlambsins þvældist ekki fyrir honum. Fórnarlambið Paul Berkley snéri heim af vígvellinum þar sem hann hafði getið sér gott orð en var myrtur að undirlagi gráðugrar eiginkonu sinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.