Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2012, Page 52
52 Lífsstíll 11.–13. maí 2012 Helgarblað
Einn fallegasti snjallsíminn
H
TC One X er stærsti
síminn úr One-lín-
unni frá HTC en
það koma tveir aðrir
símar í sömu línu:
One V, sem er lítill og nettur,
og One S, sem er mjög svip-
aður One X nema minni og
ódýrari. Þrátt fyrir að vera
með mjög stóran skjá þá er
síminn fisléttur og rúmast vel
í hendi og vasa. Síminn kem-
ur í tveimur litum, gráum
og hvítum. Hvíta útgáfan er
líklega einn fallegasti snjall-
sími sem ég hef augum litið.
Síminn er með nýjasta HTC
Sense-viðmótinu (4.0). HTC
Sense hefur algerlega verið
tekið í gegn og einfaldað til
muna, enda var það orðið of
þungt og óþægilegt.
Síminn er fyrsti síminn
með Tegra 3 örgjörva, sem
hefur verið notaður í nokkrar
spjaldtölvur. Afköstin eru
mjög góð og þá sérstaklega í
tölvuleikjum. Vinnsluminnið
er 1GB, sem er staðalbúnað-
ur í dýrari týpunum af símum
í dag, og virkar vel. Síminn
er með 32GB af innbyggðu
plássi en 7GB eru tekin frá
fyrir stýrikerfi og forrit. Það
er ekki MicroSD minniskort-
arauf til staðar, sem er galli
en ætti ekki að skipta miklu
máli með svona miklu plássi.
MicroUSB hleðsluraufin
getur einnig verið MHL tengi
sem hægt er að nota til að
tengja við sjónvarp.
Fer vel í vasa
Síminn kemur með 4.7“
LCD2 IPS skjá og er upp-
lausnin 720x1280 og ættu
flestir iPhone-notendur að
fá minnimáttarkennd þegar
þeir sjá símann (og spyrja
hvort þetta sé spjaldtölva).
Skjárinn er alveg við að vera
of stór og það eru örugg-
lega einhverjir puttasmáir
sem munu eiga erfitt með
að aðlagast stærðinni. Ég var
samt snöggur að því og það
er mjög þægilegt að vafra og
skoða myndbönd með þess-
um skjá.
Myndavélin að aftan er
8MP og sú fremri er 1,3MP
sem hentar vel í myndbands-
símtöl. Aftari myndavélin er
með björtu og góðu LED-
flassi. Það er hægt að byrja
að taka myndband og taka
ljósmyndir á sama stað, sem
og taka ljósmyndir á meðan
myndband er tekið upp (e.
double shutter). Boðið er
upp á þægilegan snertifó-
kus en það er einmitt enginn
sérstakur myndavélartakki á
símanum sem er galli. Sím-
inn getur tekið upp mynd-
bönd í 1080p upplausn á 30
römmum með steríóhljóði.
Hönnunin afbragð
Þetta er fallega hannaður
sími, búinn til úr hágæða
efnum og með besta skjá
sem þú getur fengið á síma í
dag. Allir kantar eru mjúkir
og þægilegir. Hliðarnar eru
sveigðar sem er mjög flott og
er það eini staðurinn þar sem
ytra byrðið glansar, en það
er matt annars staðar. Þeir
hefðu þó mátt setja aflæsing-
artakkann á betri stað en efst
á svona stórum síma, eins
og til dæmis á aðra hvora
hliðina. Það er líka frekar
slappt að bjóða upp á MLH
tengi, en samnýta microUSB
hleðsluraufina fyrir það. Þá
er ekki hægt að hlaða sím-
ann á sama tíma og hann er
tengdur við sjónvarp.
Ég er almennt séð ekki
hrifinn af viðmótum fram-
leiðenda og hallast frekar að
því að nota Android eins og
það kemur frá Google. Ég
verð samt að gefa HTC Sense
það að þetta er nothæfasta
viðmótið sem ég hef notað.
Sense fær þó feitan mínus
fyrir tungumál, en það er
enginn stuðningur fyrir ís-
lensku. Það er þó hægt að ná
sér í tól til að laga það.
Nánari umfjöllun um sím-
ann má nálgast á vefsíðunni
simon.is.
Besti skjárinn Fallega hannaður sími, búinn til úr hágæðaefnum og með besta skjá sem þú getur fengið á síma í dag, segir Atli Stefán.
Atli Stefán Yngvason
ritstjóri simon.is
Tækni
HTC One X
Kostir
n Frábær hönnun
n Besti skjár sem þú færð í dag
n Skemmtileg myndavél
n Góður hugbúnaður
Gallar
n Aflæsingartakki
illa staðsettur
n Samnýting MLH og USB
ekki sniðug
n Léleg heyrnartól fylgja með
n Engin íslenska
n Mjög dýr
Niðurstaða 8,5 / 10
Besti snjallsími sem ég hef notað,
ásamt Galaxy Nexus.