Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2012, Page 54
54 Sport 11.–13. maí 2012 Helgarblað
Aron Einar á leið í rautt
n Róttækra breytinga að vænta hjá Cardiff City
A
llt virðist stefna í það að Aron
Einar Gunnarsson og félagar í
Cardiff City leiki í rauðum að-
albúningum á næstu leiktíð
þar sem forráðamenn félagsins eru
með sannarlega byltingarkenndar
hugmyndir á teikniborðinu. Ein-
hverjir markaðssérfræðingar virðast
hafa talið eigandanum og æðstu
stjórnendum trú um að rauður sé
miklu arðbærari litur en blár. Síð-
astliðin 103 ár hefur aðalbúningur
Cardiff City verið blár, merki liðsins
er blátt með bláum fugli og gælunafn
liðsins er „The Bluebirds“ með vísan
í þennan fugl. Í staðinn fyrir fuglinn
kemur rauður dreki, sambærilegur
þeim sem finna má í velska þjóðfán-
anum.
Forráðamenn félagsins virðast
reiðubúnir að kasta sögu félagsins
frá sér í skiptum fyrir 100 milljóna
punda fjárfestingu frá eigendum
félagsins.
Rauður þykir víst markaðsvænni
litur í Asíu en þangað vilja malasísk-
ir eigendur Cardiff fara í útrás. Car-
diff féll enn úr leik í umspili um sæti
í ensku úrvalsdeildinni á dögunum
þegar liðið tapaði gegn West Ham.
Og það þarf að búa til peninga þegar
liðum mistekst að komast í seðlana í
úrvalsdeildinni.
En á móti kemur að það kostar
sitt að kasta liðslitum knattspyrnu-
félags rétt sisona. Breska dagblaðið
The Guardian greinir frá því að Puma
sé þegar búið að hanna frumgerð af
nýjum rauðum búningi fyrir félagið
sem einnig er sagt vera búið að panta
26 þúsund ný rauð sæti fyrir leikvang
liðsins.
Þessar róttæku hugmyndir hafa
vægast sagt lagst misvel í stuðn-
ingsmenn sem virðast ef marka má
skoðanakannanir ekki reiðubúnir
að skipta út liðslitum Cardiff fyrir
meiri fjárhagslegan styrk. Hvað verð-
ur er þó enn allt á huldu, eigendurn-
ir og stjórnin hafa aðeins sent frá sér
óræða yfirlýsingu vegna málsins þar
sem engu var svarað. mikael@dv.is
Barist í bláu Aron Einar sést hér í baráttu við Steven Gerrard, fyrirliða Liverpool, í úrslita-
leik deildarbikarsins í febrúar. Mynd: ReuteRs
Úrslitin ráð-
ast í enska
Á sunnudaginn ráðast úrslitin
í ensku úrvalsdeildinni í knatt-
spyrnu þegar lokaumferðin fer
fram. Manchester City er með
pálmann í höndunum og þarf
aðeins að sigra heillum horfið lið
QPR til að tryggja sér sinn fyrsta
Englandsmeistaratitil í 44 ár. Mis-
stígi menn Roberto Mancini sig
hins vegar er ljóst að grannarnir í
Manchester United muni reyna að
hafa sigur á útivelli gegn Sunder-
land og stela þannig titlinum á
elleftu stundu. Manchester-lið-
in eru efst og jöfn með 86 stig en
City er með betra markahlutfall og
með 9 fingur á bikarnum eins og
staðan er núna. Í botnbaráttunni
blóðugu skýrist einnig hvaða lið
fylgir Blackburn og Wolves niður
um deild; Bolton eða QPR. Leik-
irnir hefjast allir klukkan 14.00.
Enska úrvalsdeildin
Lokaumferð:
Chelsea - Blackburn
Everton - Newcastle
Man City - QPR
Norwich - Aston Villa
Stoke City- Bolton
Sunderland - Man Utd
Swansea - Liverpool
Tottenham - Fulham
West Brom - Arsenal
Wigan- Wolves
Pepsi-deild
kvenna hefst
Á sunnudag hefst Pepsi-deild
kvenna með heilli umferð þar sem
Stjörnukonur eiga titil að verja.
Fyrsta umferðin lítur svona út:
Sunnudagur 13. maí
16.00 ÍBV - Valur
16.00 Þór/KA - Stjarnan
19.15 Afturelding - FH
19.15 Breiðablik - Fylkir
19.15 Selfoss - KR
GrunsamleGu félaGi
kippt úr leik af ksÍ
Þ
etta félag sem átti að nýskrá
uppfyllir ekki skilyrði ís-
lenskrar íþróttahreyfingar
fyrir þátttöku og þess vegna
getur það ekki tekið þátt,“ seg-
ir Þórir Hákonarson, framkvæmda-
stjóri Knattspyrnusambands Íslands
(KSÍ), aðspurður um mál hins dular-
fulla 3. deildarliðs FFR. KSÍ þurfti á
dögunum að grípa í taumana vegna
grunsamlegra sviptinga að tjalda-
baki hjá félaginu, er vörðuðu stjórn
og eignarhald þess, sem hringdu við-
vörunarbjöllum þar á bæ.
Hvarf af skrá KsÍ
Það var fótboltafréttavefurinn 433.is
sem fyrst greindi frá málinu á mið-
vikudag. Þar kom fram að lettneskur
kaupsýslumaður hafi ætlað að sölsa
undir sig liðið og hefja þannig inn-
reið sína í íslenska knattspyrnu.
Nokkuð sem hann hafi reynt með
knattspyrnufélag Grindavíkur, sum-
arið 2009, og þáverandi formaður
félagsins, Þorsteinn Gunnarsson,
skrifaði um í frægum pistli í leikskrá
liðsins árið 2010.
Liðið sem um ræðir ber nafnið
FFR og var á skrá á vef KSÍ yfir lið í
3. deildarkeppninni þar til á þriðju-
dagsmorgun. Nú hefur því verið
kippt út og af skrá en liðið átti að
leika í 1. umferð bikarkeppni KSÍ í
síðustu viku gegn liðinu Fáki sem
vegna sviptinganna fór sjálfkrafa
áfram í 2. umferð þar sem liðið
mætir Víkingi Reykjavík. Þórir vill
ekki tjá sig um nákvæmlega hvaða
skilyrði FFR uppfyllti ekki til að fá
skráningu að öðru leyti en því að
félagið sé ekki aðili að „héraðssam-
bandi né ÍSÍ.“
stjórninni skipt út
Það var íslenskur aðili sem skráði FFR
til leiks í íslensku 3. deildinni án þess
þó að nokkur leikmaður hafi ver-
ið í herbúðum liðsins. „Það var ekki
þessi erlendi aðili sem skráði liðið
hingað inn. Það var Íslendingur,“ seg-
ir Þórir. „Svo var stjórninni skipt út.“
433.is greindi einmitt frá því að
allri stjórn FFR hafi verið skipt út og
inn hafi átt að koma Lettar með hinn
dularfulla kaupsýslumann í broddi
fylkingar. Síðan átti víst að flytja inn
erlenda leikmenn til að leika með
liðinu.
DV hefur heimildir fyrir því að hjá
knattspyrnuhreyfingunni hafi málið
vakið talsverðan óhug, og þykir mikil
„skítalykt“ af því eins og einn við-
mælenda DV orðaði það.
Á frétt 433.is er gefið í skyn að til
hafi staðið að nota FRR í veðmála-
svindl hér á landi líkt og þekkt er að
stundað hafi verið í nágrannalönd-
um okkar. Slíkt svindl gengur út á
að óprúttnir aðilar veðji með skipu-
legum hætti gegn eigin liðum til að
græða peninga. Slíkt mál kom upp í
Finnlandi fyrir nokkrum misserum.
Minnti á Bjarna Ármannsson
Ef rétt reynist að hinn lettneski
kaupsýslumaður sé sá sami og
reyndi að kaupa knattspyrnu-
félag Grindavíkur og lofaði gulli
og grænum skógum árið 2009 þá
má ætla að KSÍ hafi gert rétt með
að hafa allan varann á varðandi
aðkomu hans að FFR. Þorsteinn
Gunnarsson, þáverandi formað-
ur Grindavíkur, lýsti þeim náunga
sem ungum, fyrrverandi íþrótta-
fréttamanni frá Lettalandi, sem
minnti hann á Bjarna Ármanns-
son. Þá hafði knattspyrnudeild
Grindavíkur borist tölvupóstur frá
íslenskum viðskiptafræðingi sem
gekk erinda lettneska kaupsýslu-
mannsins.
„Allar viðvörunarbjöllur
glumdu strax frá upphafi en for-
vitnin rak okkur áfram,“ skrifaði
Þorsteinn á sínum tíma. Pistill hans
vakti mikla athygli. Þorsteinn sagði
hinn unga auðjöfur hafa vitað nán-
ast allt um íslenska knattspyrnu,
niður í 2. deild. Hann vildi leggja
tugi milljóna í rekstur Grindavík-
ur og taka með sér 7–8 landsliðs-
menn úr heimalandinu, hreinsa út
þjálfara teymið og stóran hluta úr
leikmannahópnum. Hann var stór-
huga og vildi gera liðið að Íslands-
meisturum og koma því í Meist-
aradeildina og stórgræða þar. Í ljós
kom við frekari fundahöld að mað-
urinn stóð ekki einn í þessu heldur
var hann með fjársterka aðila á bak
við sig sem voru „tilbúnir að gera
nánast hvað sem er til þess að taka
yfir félagið.“ Þetta allt saman leist
mönnum ekkert á í Grindavík og
varð því ekkert úr. Ljóst er að nokk-
ur líkindi eru milli þessara tveggja
atriða en samkvæmt heimildum
DV mun mál FFR skýrast betur á
næstu dögum. Ekki séu öll kurl
komin til grafar.
Sigurður Mikael Jónsson
blaðamaður skrifar mikael@dv.is
n Kaupsýslumaður grunaður um græsku í íslenska boltanum„Svo var stjórninni
skipt út.
FFR uppfyllti ekki skilyrði Þórir
Hákonarson greip í taumana.
skipulögð glæpastarfsemi? Það
er vissulega áhyggjuefni ef óprúttnir
aðilar eru farnir að líta til íslensku
knattspyrnunnar. Mynd: eyþóR ÁRnason
Bould til Arsenal
Gamli varnarjaxlinn Steve Bould
mun taka við sem aðstoðarþjálfari
hjá enska úrvalsdeildarfélaginu
Arsenal. Pat Rice, hinn hundtryggi
aðstoðarmaður Arsene Wenger,
mun láta af störfum eftir tímabilið
en hann hefur verið aðstoðar-
maður Wenger frá árinu 1996 og
raunar verið hjá Arsenal samfleytt
frá árinu 1964. Bould lék 372 leiki
með Arsenal á árunum 1988 til
1999 og nýtur mikillar virðingar
hjá stuðningsmönnum félagsins.
„Pat reyndist mér frábærlega
og hann kenndi mér svo margt
þegar ég kom hingað fyrst,“ segir
Wenger um fráfarandi aðstoðar-
mann sinn.