Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.11.2015, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 06.11.2015, Blaðsíða 8
OFF-VENU E FÖSTUDA GUR 6. nóve mber LAUGARD AGUR 7. nóv ember FÖSTUDA GUR 6. nóve mber LAUGARD AGUR 7. nóv ember ICEWEAR ER STOLT UR STYRKTARAÐIL I ICELAND AIRWAV ES 2015 ÞINGHOLT SSTRÆTI 2-4 AUSTURS TRÆTI 5 15:00 Ragn heiður Grön dal 16:00 Lára Rúnars 1 7:00 Myrr a Rós 18:00 John ny and the r est 19:00 Lily o f the Valley 15:00 Doria n Gray 16:00 Lock erbie 1 7:00 Ragn heiður Grön dal 18:00 Helg i Valur 19:00 Eina r Indra 1 7:00 Svav ar Knútur 18:00 Alex ander Jarl 19:00 Rafm agnað 20:00 Post ulín 17:00 Myrra Rós (With Ba nd) 18:00 John ny And The R est 1 9:00 X He art 20:00 Krist ín Waage AIRWAVES VARNING AUSTURSTRÆTI 5ÞINGHOLTSSTRÆTI 2-4 Ert þú að flytja? Leigir bílinn og ekur sjálf/ur www.cargobilar.is N etlenska er íslensk þýðing á enska orðinu netspeak sem notað er yfir það tungutak sem netnotendur hafa tileinkað sér,“ segir Atli Týr Ægisson, einn frummælenda á Menningarbræðingi 2015, ráðstefnu þar sem nemar í hagnýtri menningarmiðlun við HÍ kynna rann- sóknarefni sín. Fyrirlestur Atla nefnist Netlenska er okkar mál, fæ ég nokkur læk hingað og byggir á BA ritgerð hans í ís- lensku, Má ég fá nokkur læk hingað, þar sem hann fjallaði um málfar og málnotkun á Facebook. „Þar skoðaði ég einkenni netlenskunnar og athugaði hvernig fólk talar um sjálft sig á Facebook. Í ljós kom að um það bil þriðjungur þeirra sem nota Facebook talar um sjálfan sig í þriðju persónu að einhverju leyti. Slíkar frásagnir eru vel þekktar í íslenskum bókmenntum, til dæmis í sjálfsævisögum og endurminn- ingum sem skrifaðar voru fyrir miðja 20. öld. Tilfinningin sem ég hafði fyrir slíkum frásögnum áður en rannsóknin fór fram var hins vegar sú að þær væru algengari á Facebook en sjálfsfrásagnir í fyrstu pers- ónu, þó að í daglegu máli sé eðlilegra að segja frá sjálfum sér í fyrstu persónu, en það reyndist ekki vera á rökum reist.“ Spurður hver helstu einkenni netlensku- nnar séu segir Atli ýmsar endurtekningar á bókstöfum algengastar en einnig sé algengt að ensk orð og orðasambönd séu rituð með íslenskri stafsetningu. „Í grunn- inn er þetta ritmál sem reynir að herma eftir talmáli og þessi þróun hófst upp úr 1990, þegar almenningur fékk aðgang að internetinu, en ýmis þessara einkenna voru þó til áður á öðrum vettvangi, til dæmis í skáldsögum.“ Þótt rannsókn Atla hafi beinst að mál- notkun á Facebook segir hann sömu einkenni gilda um málnotkun á internet- inu almennt. „Þetta gildir alls staðar í samskiptum á netinu, hvort sem þau fara fram á Facebook, Twitter, bloggsíðum eða eitthvað annað,“ segir hann. „Flestar skammstafanirnar eru teknar úr ensku og netlenskan er í raun alþjóðlegt tungu- mál sem hægt er að laga að öllum tungu- málum. Séríslensk einkenni netlenskunnar eru helst þau að fólk skrifar ensk orð með íslenskri stafsetningu eins og orðið læk er besta dæmið um.“ Rúmlega tuttugu manns flytja erindi á ráðstefnunni og er hvert erindi fimm mínútur að lengd. Meðal þess sem fjallað verður um er pönk á Patró, hreinlæti Ís- lendinga á 19. öld í augum útlendinga, Dísa ljósálfur, sjónvarpsþættirnir Fóstbræður og listaverk Baltasars í Flateyjarkirkju. Ráðstefnan er hluti af námskeiði í miðlun- arleiðum og stendur frá 13 til 17 í dag í hús- næði Háskólans við Stakkahlíð. Friðrika Benónýsdóttir fridrika@frettatiminn.is  MeNNiNgarMiðluN NetleNska er okkar Mál Þriðjungur Facebook- notenda talar um sjálfan sig í þriðju persónu Atli Týr Ægisson segist fyrirfram hafa búist við því að sjálfsfrásagnir í þriðju persónu væru ríkjandi á Facebook en sú hafi ekki reynst raunin. Atli Týr Ægisson hefur greint málnotkun og málfar á netmiðlum og komist að því að áhrifa bókmennta gætir þar meira en í daglegu tali auk þess sem til er orðin alþjóðleg netlenska sem virkar á öllum tungumálum. Niðurstöðurnar kynnir hann á ráðstefnunni Menningarbræðingi í dag. Einkenni íslenskrar netlensku eru helst þau að fólk skrifar ensk orð með íslenskri stafsetn- ingu „ó mæ godd!“. Ljósmynd/NordicPhotos/ GettyImages „Það þarf að styrkja fleiri Björgun- arsveitir út um allt land,“ segir Kol- beinn Stefánsson, einn skipuleggj- enda styrktartónleika Ástusjóðs, sem haldnir verða þriðjudaginn 10. nóvember næstkomandi í Hörpu. Ástusjóður var stofnaður sumarið 2014 til minningar um Ástu Stef- ánsdóttur lögfræðing sem lést af slysförum í Bleiksárgljúfri í Fljóts- hlíð og fannst rúmum 5 vikum eftir slysið fremst í gljúfrinu. Sjóðurinn eflir nýjungar og nýsköpun björg- unarsveitanna í því skyni að auð- velda leit þar sem aðstæður eru erfiðar og hefur nú þegar afhent björgunarsveitinni Da- grenningu á Hvolsvelli og Flugbjörgunarsveitinni á Hellu samtals sex dróna frá síðustu áramótum ásamt hitamyndavélum og myndavélum. Þessir drónar hafa reynst sveit- unum mjög vel, nú síðast í leitinni að Herði Björns- syni. „Það þarf að fylgjast með tækninni og uppfæra tækin í samræmi við þróun. Mikilvægt er að sjóðurinn styðji áfram við verk- efnið og það er að mörgu að hyggja. Við erum í góðu samstarfi vegna komandi reglugerðar um dróna, en að sjálfsögðu þarf undantekningar við leit að fólki við erfiðar að- stæður.“ Samuel Jón Samúels- son big band, Tómas Einarsson og Sigríður Thorlacius, Valdimar og Ásgeir úr hljómsveitinni Valdimar, Aurora og Vox feminae ásamt Svönu Víkingsdóttur og Margréti Pálmadóttur og Kamm- erhópurinn Elektra Ensemble koma fram á tónleikunum sem hefjast klukkan 20 á þriðjudaginn. -hh  ástusjóður styrktartóNleikar á þriðjudagiNN Drónar og hitamyndavélar nýtast við leit að fólki Ásta Stefánsdóttir. 8 fréttir Helgin 6.-8. nóvember 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.