Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.11.2015, Side 10

Fréttatíminn - 06.11.2015, Side 10
Heimilisofbeldi F rá því að lögreglan á höfuð-borgarsvæðinu ákvað síð-astliðinn janúar að fylgja fordæmi lögreglunnar á Suður- nesjum og innleiða nýtt verklag vegna heimilisofbeldismála hef- ur fjöldi slíkra mála aukist um 150%. Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri á höfuð- borgarsvæðinu og fyrrverandi yfirlögfræðingur lögreglustjóra- embættisins á Suðurnesjum, seg- ir fjölgun málanna mega rekja til nýs verklags og aukinnar umræðu sem sennilega gefi fólki von um að eitthvað sé gert í málunum séu þau tilkynnt. Tölur lögreglunnar eru sláandi en í þeim kemur meðal annars fram að 60% manndrápa á Íslandi síðan 2003 eru skilgreind sem heimilisofbeldi og að heimilisof- beldi byrji mjög oft á meðgöngu en ein af hverjum fimm barnshafandi konum hefur orðið fyrir ofbeldi á meðgöngu. Karlar eru langstærsti hluti gerenda í alvarlegum ofbeld- ismálum en Einar Gylfi Jónsson sálfræðingur bendir á að konur eru líka gerendur. Einar Gylfi að- stoðar karlkyns gerendur í gegn- um verkefnið „Karlar til ábyrgðar“ en verkefnið mun bráðlega skipta um nafn þar sem brátt mun kven- kyns gerendum líka bjóðast hjálp. Einar Gylfi segir tilvísunum hafa fjölgað mjög mikið eftir breyttar verklagsreglur lögreglunnar en á miðju þessu ári var 43% aukning miðað við sama tíma í fyrra. Hátt í 70% gerenda hafa sjálfir upplifað ofbeldi sem ítrekar, að mati Ingibjargar Þórðardóttur, mikilvægi þess að vernda börnin þegar kemur að heimilisofbeldi en á 64% þeirra heimila sem kom- ið hafa við sögu slíkra mála, það sem af er árinu 2015, eru börn til heimilis. Í skýrslum lögreglunnar kemur einnig fram að heimilisofbeldi á sér oftast stað á milli klukkan 18 og 23, sem hrekur þá ranghug- mynd að heimilisofbeldi eigi sér stað þegar börnin sofi. Ingibjörg segir sína reynslu vera þá að börn- in séu oftar viðstödd en foreldr- arnir geri sér grein fyrir. Þeirra vörn sé að þykjast sofa. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Tölur eru byggðar á upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Börnin þykjast sofa undir ofbeldinu Á 64% þeirra heimila sem komið hafa við sögu heim- ilisofbeldismála það sem af er árinu 2015 er eitt eða fleiri börn til heimilis. 64% 86% gerenda 19% þolenda 14% gerenda 81% þolenda 18 manndráp hafa verið framin frá árinu 2003. 60% þeirra eru skilgreind sem heimilisofbeldi. 18-23 er sá tími sem of- beldið á sér oftast stað. 18-39 ára er algengasti aldur þolenda og gerenda. Ofbeldi hefst oft á með- göngu. 1 af hverjum 5 barnshafandi konum er beitt ofbeldi. Ofbeldið beinist oftast að kvið, brjóstum og kynfærum. Í 72% tilfella er um ofbeldi af hálfu maka eða fyrrverandi maka að ræða. 72% 77% gerenda og þolenda eru af íslenskum uppruna 77% Enginn viðbættur sykur, ekkert ger.VILTU HRÖKKVA Í GÍRINN? Þeir sem hugsa um hollustuna velja BURGER hrökkbrauð. Í því er enginn viðbættur sykur og ekkert ger. Það er líka einstaklega bragðgott! Það er engin tilviljun að BURGER er vinsælasta hökkbrauðið á Íslandi. HUGSAÐU UM HOLLUSTUNA! Enginn viðbættur sykur, ekkert ger.VILTU HRÖKKVA Í GÍ INN? Þeir sem hugsa um hollustuna velja BURGER hrökkbrauð. Í því er enginn viðbættur sykur og ekkert ger. Það er líka einstaklega bragðgott! Það er engin tilviljun að BURGER er vinsælasta hökkbrauðið á Íslandi. HUGSAÐU UM HOLLUSTUNA! Enginn viðbættur sykur, ekkert ger.VILTU HRÖKKVA Í GÍRINN? Þeir sem hugsa um hollustuna velja BURGER hrökkbrauð. Í því er enginn viðbættur sykur og ekkert ger. Það er líka einstaklega bragðgott! Það er engin tilviljun að BURGER er vinsælasta hökkbrauðið á Íslandi. HUGSAÐU UM HOLLUSTUNA! Enginn viðbættur sykur, ekkert ger.VILTU HRÖKKVA Í GÍRINN? Þeir sem hugsa um hollustuna velja BURGER hrökkbrauð. Í því er enginn viðbættur sykur og ekkert ger. Það er líka einstaklega bragðgott! Það er engin tilviljun að BURGER er vinsælasta hökkbrauðið á Íslandi. HUGSAÐU UM HOLLUSTUNA! Þeir sem hugsa um hollustuna velja BURGER hrökkbrauð. Í því er enginn viðbættur sykur og ekkert ger. Það er líka einstaklega bragðgott! Það er engin tilviljun að BURGER er vinsælasta hrökkbrauðið á Íslandi. Enginn viðbættur sykur, ekkert ger.VILTU H ÖKKVA Í GÍRINN? Þeir sem hugsa um hollustuna velja BURGER hrökkbrauð. Í því er enginn viðbættur sykur og ekkert ger. Það er líka einstaklega bragðgott! Það er engin tilviljun að BURGER er vinsælasta hökkbrauðið á Íslandi. HUGSAÐU UM HOLLUSTUNA! 10 samfélagið Helgin 6.-8. nóvember 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.