Fréttatíminn - 06.11.2015, Side 22
í sjónvarpi
Heilsutíminn er í Fréttatímanum sem
kemur út á föstudögum. Sjónvarp-
sþátturinn er frumsýndur á mánud-
agskvöldum klukkan 20 og endursýn-
dur nokkrum sinnum í vikunni.
Umsjónarmaður Heilsutímans
er Gígja Þórðardóttir sjúkraþjálfari.
Sjónvarpsþátturinn Heilsutíminn er sýndur á
mánudagskvöldum kl. 20 á Hringbraut í vetur.
V ið erum bara venjulegt miðaldra fólk á Fáskrúðs-firði,“ segja hjónin Unnur
Sveinsdóttir og Högni Páll Harðar-
son spurð hver þau séu og hvaða
ævintýramennska það sé sem hafi
hrundið þeim út í fimm mánaða
mótorhjólaferðalag um Mongólíu,
Úsbekistan, Kirgistan, Tadsjikis-
tan og fleiri lönd sem Íslendingar
hafa ekki verið iðnir við að heim-
sækja. „Við eigum okkur enga for-
tíð í mótorhjólakeppnum, torfæru
eða slíku, við erum bara að elta
draumana okkar.“
Unnur er myndlistarmenntuð
og vinnur sem grunnskólakennari
á Reyðarfirði og Högni er mennt-
aður vélstjóri og viðskiptafræðing-
ur sem vinnur hjá Alcoa Fjarðaáli
á Reyðarfirði. Hann hefur lengi
verið heltekinn af mótorhjólabakt-
eríunni og Unnur segir að hún hafi
ekki átt annan kost en að taka mót-
orhjólapróf 2008 til þess að halda í
hann. „Ég byrjaði eiginlega bara í
sjálfsvörn, var nýbúin að kynnast
Högna sem er gjörsamlega forfall-
inn, þannig að ég sá að til þess að
láta þetta samband ganga neydd-
ist ég til að taka próf. Svo reyndist
þetta bara óskaplega gaman, við
smullum saman þar líka.“
Þau hjón voru hvort á sínu hjóli í
ferðinni og Unnur segir það ákveð-
ið öryggisatriði. „Þegar fólk er
saman allan sólarhringinn í marga
mánuði getur kastast í kekki
þannig að það er nauðsynlegt að
geta farið hvort í sína áttina,“ segir
hún hlæjandi.
Alein úti í náttúrunni
Spurð um tildrög ferðarinnar
segja þau að það hafi bara verið
komið að því að stækka draumana
eftir sex vikna ferð um Balkan-
skagann og austur til Rúmeníu
árið 2010. „Þá sáum við hvað við
erum fær um og hvað er hægt að
gera í svona ferðum,“ segir Högni.
Ferðin stóð yfir í fimm mánuði og
viðkomustaðir voru fjölmargir;
Mongólía, Úsbekistan, Kasakst-
an, Tadsjikistan og Kirgistan auk
þess sem leiðin lá til Georgíu,
Armeníu, Hvíta Rússlands, Rúss-
lands og fleiri landa. „Þegar mað-
ur er orðinn forfallinn koma svona
ögrandi staðir upp í hugann,“
segir Högni. „Fyrir þá sem stunda
mótorhjólamennsku er Mongólía
einna efst á þeim lista. Hún er
risastór og mjög strjálbýl og fyrir
borgarbúa og þá sem búa á þétt-
býlli svæðum er alveg stórmerki-
legt að koma á svona stað þar sem
maður getur verið nánast aleinn
úti í náttúrunni dag eftir dag. Svo
eru það -stanlöndin sem hafa nátt-
úrulega verið nánast lokuð frá
hinum vestræna heimi lengi. Við
vitum ekki til þess að nokkurt ís-
lenskt mótorhjólafólk hafi farið
þar um og það er gaman að fá að
takast á við það að heimsækja
svona staði.“
Spurð hvernig þeim hafi verið
tekið á þessum stöðum segja þau
Unnur og Högni að þau geti ekki
kvartað yfir móttökunum. „Okkur
var yfirleitt tekið rosalega vel,“
segir Unnur. „Fólk var mjög for-
vitið og ef við stoppuðum einhvers
staðar var strax kominn hópur í
kringum okkur en fólk var kurteist
og gestrisið, elskulegt og hjálp-
samt og við hittum alveg ógrynni
af góðu fólki.“ Það er eitt af því
sem þessi ferðamáti gefur manni,“
skýtur Högni inn í. „Maður er
rosalega opinn og berskjaldaður
fyrir umhverfi og fólki. Við erum
auðvitað bara tvö og aldrei neitt
ógnvekjandi eins og stærri hópar
mótorhjólafólks geta verið eða
lokuð frá umhverfinu eins og fólk
inni í bílum er. Það er eitt af því
sem gerir þennan ferðamáta svo
skemmtilegan.“ „Fólk gefur sig á
tal við mann hvar sem er,“ segir
Unnur. „Maður er ekki fyrr sestur
niður með kaffi og kleinu en það er
einhver kominn til að spjalla, sama
þótt það sé uppi á fjalli.“
30.600 kílómetrar
Þau segja tungumálaörðugleika
ekki hafa hamlað samræðum, þótt
flestir töluðu ekki önnur tungumál
en sín eigin. „Rússneska er töluð
í flestum þessara landa, enda til-
heyrðu þau flest Sovétríkjunum,
og við lærðum rússneska stafrófið
áður en við fórum og lærðum að
segja svona grundavallarsetningar
eins og: Ég tala ekki rússnesku.
Það skipti reyndar engu máli þótt
maður segði það, fólk hélt bara
áfram að masa. Það eru mjög fáir
sem tala nokkra ensku þarna, enda
eru þetta ekki túristastaðir, nema
þá helst Kirgistan þar er svolítill
ferðamannaiðnaður, en þeir sem
Tvö á mótorhjólum í fimm í mánuði
Unnur Sveinsdóttir og Högni Páll Harðarson létu einn af
draumum sínum rætast sumarið 2014 og fóru í fimm mánaða
mótorhjólaferðalag um Mið-Asíu. Nú hafa þau gefið út bók
um tiltækið og eru þegar farin að plana næstu ferð. Unnur
segist hafa tekið mótorhjólaprófið í sjálfsvörn, til að halda
sambandinu gangandi, en svo hafi þetta bara reynst alveg
óskaplega gaman.
heimsækja svona lönd eru fyrst og
fremst svona sérvitringar eins og
við.“
Í heild hjóluðu þau Unnur
og Högni 30.600 kílómetra á
þessum fimm mánuðum en þeim
finnst það ekkert sérlega mikið.
„Þetta dreifðist á 147 daga,“
segir Högni. „Svo það var ekkert
sérlega langt sem við fórum á
hverjum degi. við tókum þetta
bara einn dag í einu.“
Spurð hvort þau hafi ekki lent í
eftirminnilegum ævintýrum, hlæja
þau og segja engan hörgul hafa
verið á þeim, en þau hafi aldrei lent
í neinum hættum eða vandræðum.
„Þetta voru endalaus ævintýri, en
við eigum engar krassandi sögur
um ógnir og hættur, því miður,“
segir Högni. „Þegar þú ferðast í
21 viku í beit ertu auðvitað alltaf
að takast á við eitthvað óþekkt,
en heilt yfir þá er þetta gríðarlega
skemmtilegt.“
Kvenlæg og öðruvísi mótor-
hjólabók
Unnur og Högni hafa nú gefið
ferðasöguna út á bók, Vegabréf,
vísakort og lyklar að hjólinu, og
hún er skreytt miklum fjölda
mynda úr ferðinni. Þau eru sérlega
stolt af því að útgáfan hafi verið
austfirsk frá a-ö. „Við tókum þá
ákvörðun að gefa bókina út sjálf og
vera ekkert að leita til útgefenda,“
segir Unnur. „Þannig hefðum við
líka algjört ákvörðunarvald um
allt sem bókinni viðkemur, gætum
gert hvað sem okkur sýndist. Við
fengum frábært fólk til liðs við
okkur hérna fyrir austan, bókin er
prentuð í Héraðsprenti á Egilsstöð-
um og Ingunn Þráinsdóttir sem
þar vinnur hjálpaði okkur að hanna
hana. Við lögðum mikið upp úr því
að hún yrði falleg sjónrænt, mikið
af myndum og fallegt letur og svo
framvegis. Og við erum afskaplega
ánægð með hana.“
Unnur skrifar texta bókarinnar
og segir hann töluvert kvenlægan
og ólíkan hinum týpísku mótor-
hjólabókum – hvernig sem þær nú
séu. „Þetta er ferðasaga, saga af
ástarsambandi, saga af því hvernig
heimurinn opnast og reynist fullur
af venjulegu, góðu fólki. Og þetta
er saga af því hvar maður pissar á
mótorhjólaferðalagi í útlöndum!“
Hvernig er að þurfa að hverfa aft-
ur til venjulegs lífs eftir svona ævin-
týri, er þetta ekki alveg óbærilegt?
„Ég er ekki viss um að ég vilji svara
þessari spurningu,“ segir Högni og
hlær. „Vinnuveitendur mínir gætu
lesið þetta.“ „Dagarnir eru nátt-
úrulega alveg óskaplega hversdags-
legir, það verður að viðurkennast,“
segir Unnur. „En við erum þegar
farin að plana næstu ferð, þannig að
við lifum í tilhlökkuninni.“
Friðrika Benónýsdóttir
fridrika@frettatiminn.is
Í firðinum heima í hjólatúr á brúðkaupsdaginn.
1
2
3
4
5 6
1. Á þjóðvegi 1 í Mongólíu. 2. Spákerling á markaði í Osh í Kirgistan. 3. Ungur afkomandi Gengis Kahn byrjaður að æfa reið-
listirnar. 4. Mongólsk hjón í kaupstaðarferð. Frúin var ekkert allt of ánægð með áhuga karlsins á fjöðruninni í hjólinu hennar
Unnar. 5. Beðið eftir morgunmatnum á veitingastað í Úsbekistan – móðirin á heimilinu skaust til nágrannanna að ná í egg.
6. Rússland kom okkur skemmtilega á óvart, landið athyglisvert og fólkið einstaklega elskulegt.
22 viðtal Helgin 6.-8. nóvember 2015