Fréttatíminn - 06.11.2015, Page 50
50 heimili og hönnun Helgin 6.-8 nóvember 2015
Lýsingin mótar heimilið
Lýsing gegnir lykilhlutverki á hverju heimili. Lýsingin er mikilvæg öryggisins vegna, auk þess sem
hún mótar góða stemningu og skapar heildstæðan blæ á heimilinu. Verslunin Pfaff hefur í ára-
raðir boðið upp á ljós og lýsingarbúnað og er nú ein stærsta ljósaverslun landsins. Pfaff býður
einnig upp á faglega lýsingaráðgjöf.
V ið bjóðum upp á ríkulegt úrval af ljósum í öllum stærðum og gerðum fyrir
hin ýmsu rými,“ segir Einar Sveinn
Magnússon, verslunarstjóri og lýs-
ingahönnuður hjá Pfaff. Ljósaversl-
unin einkennist af fallegri hönnun en
Einar segir að það sé þó ekki nóg að
ljósið sé fallegt. „Lýsingin þarf einnig
að vera góð því við þurfum á henni að
halda.“ Pfaff býður upp á lýsingaráð
þar sem lýsingahönnuðir koma inn á
heimilið og veita faglega ráðgjöf um
allt sem tengist lýsingu og lýsingar-
búnaði. „Það er að mörgu að huga
þegar kemur að lýsingu, sem dæmi
má nefna að borðstofuborð þarf oft
að uppfylla mörg skilyrði, allt frá kósí
matarboði til hentugrar lærdómsað-
stöðu, og þá koma lýsingarráðgjafar
okkar að góðum notum,“ segir Einar.
Þegar kemur að stefnum og
straumum í ljósahönnun í dag seg-
ir Einar margt skemmtileg vera í
gangi. „Sem dæmi má nefna berar
perur sem hafa verið vinsælar, en
þær bjóða upp á ótal möguleika.
Fólk þorir einnig að fara fleiri þegar
kemur að litavali, alveg út í kopar
og gyllt, sem lífgar verulega upp á
hvers konar rými.“ Allar nánari upp-
lýsingar um ljósaúrval og lýsinga-
ráðgjöf má nálgast á www.pfaff.is
Unnið í samstarfi við
Pfaff
„Það er gaman að sjá hvað sífellt fleiri fara óhefðbundnari leiðir þegar kemur að litavali á ljósum,“ segir Einar Sveinn Magnús-
son, verslunarstjóri og lýsingahönnuður hjá Pfaff.
Lýsing skiptir höfuðmáli þegar skapa á góða stemningu á heimilinu.