Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.11.2015, Side 61

Fréttatíminn - 06.11.2015, Side 61
PI PA R\ TB W A • SÍ A • 14 41 58 Bambo Nature bleiurnar eru einstaklega mjúkar og þægilegar. Þær eru afar rakadrægar og ofnæmisprófaðar auk þess sem gott snið og teygjur í hliðum gera það að verkum að þær passa barninu fullkomlega. Umhverfisvænar og ofnæmisprófaðar bleiur Bambo Nature Bambo Nature – er annt um barnið þitt. Hæfilegt kæruleysi dregur út streitu Læknirinn Teitur Guðmunds- son hefur verið með reglulega pistla í Heilsutímanum, bæði í Fréttatímanum og á Hring- braut. Þar talar hann um hin ýmis málefni tengd heilsu og heilsufari og tekst að gera það á mannamáli, sem er vissule- ga kostur í fari læknis. Hér fer Teitur yfir hvernig hann ver sínum heilsutíma. Hvernig byrjar þú daginn? Yfirleitt á því að vakna um sjöleyt- ið og hjálpa til við að koma heimil- inu í gang og öllum út úr húsi. Hvernig er hefðbundinn morgunmatur hjá þér? Það getur verið morgunkorn, einhvers konar músli, oft AB mjólk með All Bran. Hvers konar hreyfingu stundar þú? Fótbolta, hjól og ræktina. Hvað gerir þú til að slaka á? Ég nýt þess að vera heima og hlusta á góða tónlist. Lumar þú á einu heilsuráði sem hefur gagnast þér vel í gegnum tíðina? Hæfilegt kæruleysi, það dregur úr streitu og svo borgar það sig að taka sig bara mátulega hátíðlega. Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Helst að knúsa konuna og kyssa hana góða nótt. Hvert er furðulegasta heilsu- ráð sem þú hefur heyrt? Þau eru svo mörg, ég er bæði spurður að þessu daglega og heyri alls kyns útgáfur. Mitt ráð væri að huga að andlegri vellíðan, held að það sé mikilvægast af öllu. Þörf á aukinni fræðslu um augnþurrk Jóhannes Kári Kristinsson augnlæknir hefur framkvæmt um 10.000 laserað- gerðir. Hann lærði að framkvæma laseraðgerðir, auk framhaldsnáms í hornhimnulækningum, við augndeild hins virta Duke háskóla í Norður Kar- ólínu, Bandaríkjunum. A ugnþurrkur er mjög algengt vandamál hér á landi. Talið er að algengi þurra augna hafi aukist á undanförnum áratug- um en sumar rannsóknir hafa sýnt fram á að þriðjungur eldra fólks sé með augnþurrk. „Mér hefur fund- ist umfjöllun um þurr augu í þjóð- félaginu vera of lítil og að sumu leyti villandi. Það er því nauðsynlegt að fræða almenning um þetta efni,“ segir Jóhannes Kári Kristinsson, augnlæknir hjá Augljósi, laser augn- lækningum. Hann hefur því farið af stað með fyrirlestra þar sem hann fjallar um eðli þurra augna, ein- kenni og meðferð. Fyrstu fyrirlestrarnir fóru fram annars vegar hjá Gigtarfélaginu og hins vegar hjá Krabbameinsfé- laginu. „Skjólstæðingar þessara fé- laga eru margir hverjir með þurr augu af ýmsum ástæðum. Í fyrir- lestrinum ræddi ég meðal annars áhrif lyfja á táraframleiðslu. Algeng lyf eins og þunglyndislyf, verkjalyf og ýmis ofnæmislyf og magalyf geta valdið þurrum augum. Jafnframt valda mörg krabbameinslyf þurrki í slímhúð, þar á meðal í augum,“ segir Jóhannes. Í fyrirlestrinum ræðir hann jafnframt um meðferð þurra augna. „Þar kennir ýmissa grasa eins og gervitár og gervitára- hlaup og notkun á sílikontöppum í táragangaop.“ Að sögn Jóhannesar hafa ýmsar framfarir orðið í með- höndlun þurra augna og segir hann því mikilvægt að koma því á fram- færi við þá sem þurfa á því að halda. Jóhannes verður gestur í Heilsu- tímanum á Hringbraut næstkom- andi mánudag þar sem hann mun ræða nánar um augnþurrk, algengi hans, einkenni og meðferð.  Minn heilsutíMi: teitur GuðMundsson læknir 61 Helgin 6.-8. nóvember 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.