Fréttatíminn - 06.11.2015, Síða 67
Ég á tvö börn sem er kannski ekki
beinlínis saga til næsta bæjar nema
fyrir það að einu sinni – jafnvel tvisv-
ar á dag langar mig að kyrkja þessi
sömu börn – eða þannig. Það er rif-
ist og slegist allan daginn heima hjá
mér og ég er farinn að leita í áfeng-
ið bara strax um hálfsexleytið. Það
var því talsvert raunveruleikatékk á
sunnudagskvöldið að í þætti Ragn-
hildar Steinunnar, Ísþjóðin, birtist
tíu barna móðir í Hrútafirði á skján-
um í sjónvarpinu mínu. Tíu börn!
Það eina sem ég hugsaði á meðan
ég horfði á þáttinn var að ef undir-
ritaður ætti tíu börn sæti ég annað
hvort í fangelsi eða í bólstruðu her-
bergi á geðsjúkrahúsi. En hún, tíu
barna móðirin sem hlýtur að vera
einhvers konar dýrlingur, var bara
hress, ódrukkin og allsendis ólíkleg
til morðtilrauna. Talaði jafnvel um
að hún gæti bætt tveimur við. Pabb-
inn, sem nota bene á 13 stykki, virt-
ist hins vegar búinn að fylla kvótann
og bar af sér frekari barneignir – í
bili að minnsta kosti.
Já, og svo fara þau með öll börnin
til útlanda. Við hjónin fórum með
okkar tvö börn til útlanda nú í haust
og ég var bara búinn á því – nálægt
því að stinga af til Bólívíu eða hvaða
annars lands sem ekki er með fram-
salssamninga við Ísland. En þau
hjónin sem eiga samtals 13 börn!
Þau koma ekki bara aftur og það
með fullfermi heldur gera þetta jafn-
vel árlega, að fara með allan skar-
ann utan. Meira að segja til Amer-
íku sem er minnst sex tíma flug. Ég
bara skil þetta ekki.
Þátturinn var sum sé hin besta
skemmtun. R. Steinunn hélt sig
mátulega til hlés á meðan athyglin
var á viðfangsefni þáttarins sem
er gott. Það eina sem ég velti fyrir
mér er; hvernig á að toppa þetta?
Tíu börn! Hvort næstu þættir nái að
halda dampi verður bara að koma
í ljós en vonandi eru Steinunn og
hennar fólk með allt á tæru – von-
andi.
Haraldur Jónasson
hari@frettatiminn.is
4 5 6
allt fyrir áskrifendur
fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
STÖÐ 2
07:00 Barnatími Stöðvar 2
11:00 iCarly
11:25 Nágrannar
13:10 The X Factor UK
16:00 Spilakvöld
16:50 60 mínútur
17:35 Eyjan
18:30 Fréttir Stöðvar 2
18:55 Sportpakkinn
19:10 Næturvaktin
19:40 Neyðarlínan
20:05 Jonathan Strange and Mr Norrell
21:10 Réttur
22:00 Homeland Fimmta þáttaröð
þessarra mögnuðu spennuþátta
þar sem við höldum áfram að
fylgjast Með Carrie Mathieson nú
fyrrverandi starfsmanni banda-
rísku leyniþjónustunnar. Líf hennar
er alltaf jafn stormasamt og flókið
en nú vinnur hún fyrir einkafyrir-
tæki í Berlín og verkefni hennar
eru erfiðari en nokkru sinni fyrr.
22:50 60 mínútur Vandaður þáttur
í virtustu og vinsælustu frétta-
skýringaþáttaröð í heimi þar sem
reyndustu fréttaskýrendur Banda-
ríkjanna fjalla um mikilvægustu
málefni líðandi stundar og taka
einstök viðtöl við heimsþekkt fólk.
23:35 Proof Dramatískir þættir með
Jennifer Beals í hlutverki læknis
sem býr yfir vitneskju um það
hvað gerist eftir að fólk kveður
þennan heim.
00:20 The Knick
01:10 The Leftovers
01:55 Romeo and Juliet
03:55 The Mentalist
04:40 Murder in the First
05:25 Fréttir
4 5 6
allt fyrir áskrifendur
fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
07:35 Hellas Verona - Bologna
09:15 Rubin Kazan - Liverpool
10:55 Bayern Munchen - Arsenal
12:40 Meistaradeildarmörkin
13:25 La Liga Report
13:55 Roma - Lazio b.
16:00 Man. Utd. - CSKA Moskva
17:45 Barcelona - Villarreal
19:25 Sevilla - Real Madrid b.
21:25 Indianapolis Colts - Denver
Broncos b.
00:25 MotoGP 2015 - Valencia
4 5 6
allt fyrir áskrifendur
fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
11:40 Bournemouth - Newcastle
13:20 Aston Villa - Man. City b.
15:50 Liverpool - Crystal Palace b.
18:00 Man. Utd. - WBA
19:40 Arsenal - Tottenham
21:20 Aston Villa - Man. City
23:00 Liverpool - Crystal Palace
8. nóvember
sjónvarp 67Helgin 6.-8. nóvember 2015
Í sjónvarpinu Hetjur Í Hrútafirði
Tíu börn! Tíu börn!! Tíu börn!!!
FRUMSÝND 6. NÓVEMBER
007.COM#SPECTRE
KOMIN Í BÍÓ