Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2013, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2013, Page 3
Þ rjú eignarhaldsfélög sem Glitnir yfirtók eftir hrunið 2008 hafa verið tekin til gjaldþrotaskipta. Þetta kem­ ur fram í auglýsingu í Lög­ birtingablaðinu. Skiptastjóri þeirra allra er Lúðvík Örn Steinarsson. Fé­ lögin heita Stapi fjárfestingafélag ehf., Vindabúðir ehf. og Skilding­ ur ehf. Lúðvík segir að stjórn félag­ anna, sem stýrt er af starfsmönnum slitastjórnar Glitnis, hafi óskað eftir gjaldþrotaskiptunum. Tvö fyrrnefndu félögin, Stapi og Vindabúðir, voru hluti af fléttu sem miðaði að því að lágmarka skaðann af rekstrarerfiðleikum fjárfestinga­ félagsins Gnúps í ársbyrjun 2008. Skildingur er fjárfestingafélag sem var í eigu fyrrverandi forstjóra Flug­ leiða, Sigurðar Helgasonar. Það félag var dæmt til að greiða Glitni rúman milljarð króna í febrúar 2010. Félagið fjárfesti meðal annars í hlutabréfum í FL Group og skuldabréfum Mile­ stone og Baugs. Flókin flétta Samkvæmt skýrslu rannsóknar­ nefndar Alþingis var félagið Stapi fjárfestingafélag stofnað í byrjun árs 2008 og varð til við fjárhagslega endurskipulagningu Gnúps. Gnúpur átti um tíu prósenta hlut í FL Group en þann 8. janúar 2008 tók Glitnir yfir stjórn félagsins. Glitnir seldi síð­ an bréf Gnúps í FL Group til félagsins Fons sem var í eigu Pálma Haralds­ sonar. Í stað þess fékk Glitnir bréf í Landic Group frá Fons. Þrátt fyrir þessi viðskipti hvíldi ennþá skuld á hlutabréfunum sem Gnúpur hafði átt í FL Group. Í júlí 2008 setti Glitnir upp leik­ fléttu og lánaði Stapa fjárfestingafé­ lagi 16 milljarða króna. 10 milljarðar króna af því voru til að viðhalda láni sem Gnúpur hafði tekið fyr­ ir hlutabréfum í FL Group og síð­ an voru sex milljarðar nýttir til að kaupa hlutabréf í Mosaic Fashion. Í framhaldi af þessari leikfléttu var Stapi seldur inn í félagið Tómas Her­ mannsson (TH ehf.) sem var í eigu Tómasar Hermannssonar, bóka­ útgefanda hjá Sögum. Í Kaupþingi var sams konar flétta búin til þegar Kaupþingsbréf Gnúps voru seld til fjárfestinga félagsins Giftar með láni frá bankanum. Með þessu náði Glitnir að viðhalda 16 milljarða króna láni inn­ an bankans án vandræða og þurfti hvorki að gera varúðarfærslu né af­ skrifa það. Samþykkt var að lána Stapa 16,6 milljarða króna þann 2. júlí 2008, líkt og kemur fram í fundar­ gerð lánanefndar Glitnis sem birt er hér sem aukaefni. Þáttur Vindabúðar Þar kemur fram að þegar búið væri að selja Stapabréfin í Mosaic Fashion átti Gnúpur að verða seld­ ur til Brekku II sem er félag í eigu Þórðar Más Jóhannessonar, fyrr­ verandi forstjóra Gnúps. Eft­ ir það átti að selja Gnúp áfram til félagsins Vindabúða. sem var í eigu Baldurs Odds Baldurssonar. Baldur starfaði á þeim tíma á fyrir­ tækjasviði Glitnis. Af þessu varð þó ekki og námu skuldir Vindabúða við Glitni tæplega 87 milljónum króna í lok árs 2011. Nú hefur Glitnir yfirtekið bæði þessi fé­ lög og sett þau í þrot. Sá eftir viðskiptunum Aðspurður sagði Tómas Hermanns­ son, í viðtali við DV árið 2010, að fyrir tækjasvið Glitnis hefði haft samband við hann og kynnt hon­ um fjárfestingarmöguleikann. „Þetta var bara kynnt fyrir mér af fyrirtækjasviðinu. Á þessum tíma taldi ég að þetta væri hægt og ég leit á þetta sem alvöru fjárfestingu. Nokkrum vikum síðar sá ég allt hrynja og þá áttaði ég mig á því að þetta væri ekki hægt. Þá reyndi ég líka að rifta þessum viðskiptum,“ sagði Tómas sem ekki var í neinum persónulegum ábyrgðum út af við­ skiptunum. Þá sagðist Tómas sjá eftir við­ skiptunum og að hann vildi að hann hefði ekki tekið þátt í þeim: „Þetta er bara of stórt dæmi … Ég vildi að ég hefði ekki gert þetta […]. Ástríða mín er í bókaútgáfunni. Ég vona að þetta eyðileggi ekki fyrir mér þar.“ Stapi skuldaði Glitni tæplega 28 milljarða króna í lok árs 2011. Ljóst er að afskrifa þarf þessar skuldir. n Fréttir 3Mánudagur 7. janúar 2013 Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Fundargerð lánanefndar Fundargerð lánanefndar Glitnis hf. 2. júlí 2008 þar sem samþykkt er að veita Stapa fjárfestingafélagi ehf. lán að fjár- hæð 16,6 milljarðar króna til að kaupa 11,2% hlut í Mosaic Fashions ehf. „Stapi Fjárfestingafélag (100% í eigu Gnúps) er að kaupa Mosaic Fashion bréf af Gnúp fyrir ISK 6 ma. Fyrir í eigu Stapa eru Landic Property bréf að verðmæti ISK 10 ma. sem voru fjármögnuð með láni frá Gnúpi. Óskað er eftir því að Glitn- ir láni Stapa ISK 16.522.516.667 til kaupa á Mosaic bréfunum, endurfjármögnun á láninu frá Gnúp og þeim vöxtum sem til greiðslu eru á Gnúps láninu. Til tryggingar láninu verða öll bréfin í eigu Stapa, þ.e. Mosaic (4.631.596 hlutir) og Landic (699.300.699 hlutir). Þegar gengið hefur verið frá kaupum Stapa á Mosaic bréfunum er hugmyndin sú að selja félagið til TH ehf. og mun Glitnir eiga kauprétt á Stapa. Þegar Gnúpur verður búinn að selja Stapa Mosaic bréf- in mun Gnúpur verða seldur til Brekku II (félag í eigu Þórðar Más). Brekka II mun síðan selja Gnúp áfram til Vindabúða.“ n Gagnrýnir sinnuleysi við hálkuvarnir n Ung dóttir hennar meiddist á höfði Enginn með lottó Enginn hafði heppnina með sér í fyrsta lottóútdrætti ársins en potturinn á laugardag hljóðaði upp á 10,7 milljónir króna. Þrír fengu þó annan vinning, fjórar tölur réttar auk bónustölu, og ættu að eiga fyrir salti í grautinn næstu vikurnar. Fær hver um sig tæpar áttatíu þúsund krónur. Voru miðarnir seldir í Hagkaupum í Smáralind, Olís á Reyðarfirði en þriðji miðinn var áskriftarmiði. Einn var með allar fimm tölurnar í réttri röð í Jókernum og fær hann tvær milljónir króna í sinn hlut. Tveir voru með fjórar tölur í réttri röð og fær hvor vinningshafinn tvö hundruð þúsund krónur. Utanlandsferðir seldust vel Fjölmargir skelltu sér til útlanda yfir jólin og seldust mun fleiri ferðir hjá Úrval­Útsýn um ný­ liðin jól en um jólin árið 2011. Hjá ferðaskrifstofunni VITA voru sólar landaferðir um jólin upp­ seldar. Þetta kemur fram á vef Túrista. Líklega hefur það haft sín áhrif að hátíðardagana árið 2012 bar alla upp á virkan dag um jól og áramót en því var öfugt farið árið 2011 þegar flesta frídaga bar upp á helgi. Í umfjöllun Túrista kemur fram að raunar hafi árið 2011 verið slæmt hvað frídaga varðar því þá lentu aðeins átta rauðir dagar á virkum dögum. Í fyrra voru þeir tíu en á nýju ári verða þeir hvorki fleiri né færri en tólf talsins. Þeir sem hyggjast eyða næstu jólum og áramótum á sólarströnd ættu því að bóka ferð tímanlega. Kristinn til liðs við Dögun Kristinn H. Gunnarsson, fyrr­ verandi alþingismaður, hefur nú gengið til liðs við Dögun. Er þetta fjórða stjórn­ málaaflið sem Kristinn geng­ ur í en hann var þingmaður Alþýðubanda­ lagsins, síðan þingmaður Framsóknar og bauð sig síðan fram til Alþingis á vegum Frjáls­ lynda flokksins. Það var vestfirski fréttamiðill­ inn BB.is sem greindi frá þessu en þar segir að Kristni lítist vel á stefnumál flokksins. „Það er ófrá­ gengið að ljúka efnahagsmálun­ um og ég ákvað að ganga þarna inn á þessum tímapunkti til að koma að því að móta það, því framboð sem ætlar að ná árangri verður að hafa raunhæfa áætlun í efnahagsmálum,“ segir Kristinn við BB. Hann gefur ekki upp hvort hann hyggist bjóða sig fram í al­ þingiskosningunum í ár. Af öðrum liðsmönnum Dögun­ ar má til dæmis nefna Helgu Þórðardóttur og stjórnlagaráðs­ fulltrúana Lýð Árnason og Gísla Tryggvason. Tvö af leppfélögum gliTnis gjaldþroTa n Ein af sérstökum sögum hrunsins n Tók við 27 milljarða skuldum Stapi skuldar meira en 25 milljarða Eignarhaldsfélagið Stapi skuldar meira en 25 millj- arða króna. Bókaútgefandinn Tómas Hermannsson yfirtók félagið sumarið 2008 í fléttu sem snérist um viðleitni Glitnis og Kaupþings til að lágmarka skaðann af rekstrar erfiðleikum Gnúps. „Ég vildi að ég hefði ekki gert þetta G uðmundur Karl Arnþórsson, 46 ára Íslendingur búsettur í Kar­ íbahafinu, hefur vakið heims­ athygli vegna dólgslegrar hegð­ unar í flugi Icelandair frá Keflavík til New York í síðustu viku. Við komuna til New York var Guðmundur hand­ tekinn og færður á sjúkrahús vegna áfengiseitrunar. Hann var útskrifaður þaðan á laugardaginn og er nú frjáls ferða sinna. „Honum þykir sopinn vissulega góður en þessi hegðun kemur okk­ ur í opna skjöldu,“ hefur New York Post eftir ættingja Guðmundar. „Hann er ekki ofbeldismaður. Þetta er ekki venjuleg hegðun hjá honum og ég vona að það sé í lagi með hann.“ DV náði tali af föður Guð­ mundar en hann vildi ekkert tjá sig um málið. Guðmundur dvaldist hér á landi yfir hátíðarnar en hann hef­ ur verið búsettur í Karíbahafinu um nokkurt skeið. Guðmundur drakk ótæpilega í fluginu, lét öllum illum látum og veittist að farþegum og áhöfn. Tveir farþegar frá Gvatemala og flugstjóri á frívakt yfirbuguðu Guðmund að lok­ um og héldu honum föstum á meðan áhöfn vélarinnar batt hann kyrfilega niður með límbandi og plastböndum. Lögreglan í New York mun ekki gefa út ákæru á hendur manninum en Icelandair hefur ekki gefið upp hvort málshöfðun standi til. „Nei, það hefur engin ákvörðun verið tekin um það ennþá, við erum bara að skoða mál­ ið,“ segir Guðjón Arngrímsson, upp­ lýsingafulltrúi Icelandair. Aðspurður segir Guðjón að engin sérstök aðferð sé viðhöfð af áhöfnum véla Icelandair þegar mál af þessu tagi koma upp. „Það þarf bara að eiga við hvert tilfelli fyrir sig. Þetta snýst fyrst og fremst um að ganga úr skugga um öryggi farþega,“ segir Guðjón. Sigurður Líndal lagaprófessor tel­ ur að ekki sé hægt að gagnrýna áhöfn flugvélarinnar fyrir að taka of harka­ lega á Guðmundi. „Almennt séð held ég að í flugvélum, þar sem fólk er nokkuð háð því að samfarþegar þess hagi sér vel, verði stundum að grípa til harkalegra ráðstafana. Þarna myndu kannski einhver neyðarréttarsjónar­ mið koma til skoðunar.“ n Icelandair íhugar málshöfðun n Ættingjar flugdólgsins undrandi n „Hann er ekki ofbeldismaður“ Fastur Það kann ekki góðri lukku að stýra að binda fyrir munninn á ofurölvuðum manni en áhafnar- meðlimir Icelandair fylgdust vel með Guðmundi Karli Arnþórssyni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.