Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2013, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2013, Page 13
Erlent 13Mánudagur 7. janúar 2013 n Faðir nauðgunarfórnarlambs á Indlandi opnar sig n Vill dauðarefsingu Bílaverkstæði Varahlutaverslun Smurstöð Dekkjaverkstæði Bremsur, spindilkúlur, stýrisendar, o.fl., o.fl. Allar gerðir bætiefna fyrir vél, drif og gírkassa www.bilaattan.is Allt á einum stað Aftur hitnar í kolunum V ið viljum fá Falklandseyj- arnar aftur, var í megin- dráttum krafa Christinu Fernandez de Kirchner, sitj- andi forseta Argentínu, til bresku ríkisstjórnarinnar í ársbyrjun. Nú, þegar þrjátíu ár eru liðin frá lok- um Falklandseyjastríðsins, er spenna aftur komin upp á milli breskra og argentínskra stjórnvalda. Það stríð endaði með ótvíræðum sigri Breta. Christina Fernandez de Kirch ner segir í opnu bréfi til Davids Camer- on, forsætisráðherra Bretlands, sem ritað var þann 3. janúar, að Bretum beri að skila eyjunum en þeir tóku þær með herafli fyrir 180 árum. Þá voru þær undir yfirráðum Argent- ínumanna, en Bretar höfðu sett upp skilti á eyjunum þar sem fullyrt var að þær tilheyrðu bresku krúnunni. Forsetinn ásakaði Breta um að reka hömlulausa nýlendustefnu á svæð- inu. „Það verða engar viðræður“ Svar Breta var ekki lengi að berast. Sama dag og forsetinn birti opna bréfið sendi breska utanríkisráðu- neytið frá sér yfirlýsingu þar sem þvertekið var fyrir að hefja samn- ingaviðræður um yfirráð yfir eyjun- um. Bretar vitnuðu í kosningu íbúa eyjanna, sem leiddi í ljós vilja þeirra til að vera undir stjórn Breta. Eyja- skeggjar munu kjósa aftur um mál- ið í mars. „Það eru þrjár hliðar á þessari deilu, ekki bara tvær eins og Argent- ínumenn vilja vera láta. Taka verð- ur tillit til eyjaskeggja. Það verða því engar viðræður um fullveldi Falklandseyjanna nema eyjaskeggj- ar óski þess sjálfir,“ segir í yfirlýsingu utanríkisráðuneytisins. „Ekki nýlenda“ „Við erum ekki nýlenda,“ segir Barry Elsby, þingmaður Falklandseyja, við CNN: „Við höldum sambandi við Bretland af fúsum og frjálsum vilja.“ Annar þingmaður, Gavin Short, segir að ekki kæmi til greina að Falklandseyjarnar færðust undir stjórn Argentínu: „Við höfum svo sannarlega enga löngun til að láta stjórna okkur frá Buenos Aires,“ segir Short: „Það væri hverjum manni ljóst sem heimsækti eyjarnar og heyrði okkar hlið á málinu.“ Þess skal getið að mikill meirihluti íbúa er af bresku bergi brotinn, um sjötíu prósent þeirra eru frá Bret- landseyjum. Ólympíufarar setja sig í stellingar Argentínumenn hafa sífellt ögrað Bretum vegna eyjanna í gegnum tíð- ina, nú síðast fyrir Ólympíuleikana í fyrra. Þá var tekið upp myndband á eyjunum þar sem Ólympíufarar Argentínu sáust æfa sig. Undir lokin birtust textaskilaboð: „Til þess að búa sig undir keppni á breskri grundu, þá æfum við okkur á argentínskri grundu.“ Óneitanlega komst deilan í há- mæli þegar argentínska herstjórnin gerði innrás í eyjarnar árið 1982. Stríðið um eyjarnar stóð í 74 daga, en þar féllu 645 Argentínumenn og 255 Bretar. Því lauk sem áður segir með sigri Breta. Deilan ristir djúpt Deilan á sér djúpar rætur en Bretar gerðu tilkall til eyjanna á átjándu öld, en vissu ekki að Frakkar voru þá þegar búnir að setjast þar að. Síð- ar eignuðust Spánverjar eyjarnar frá Frökkum. Raunar var því spænska tilkallið eldra, en báðar byggðir höfðu þó lagst af í byrjun nítjándu aldarinnar, eftir stóðu mannlaus- ar kröfur – spjöld þar sem spænska krúnan annars vegar og breska hins vegar lýsti yfir yfirráðum sínum á eyj- unum. Stuttu eftir að Argentínumenn lýstu yfir sjálfstæði árið 1816 gerðu þeir tilkall til eyjanna og komu sér þar fyrir. Bretar snéru aftur til eyj- anna árið 1833, sögðu argentínska setuliðinu að taka föggur sínar og fara, sem þeir gerðu – en ekki mót- mælalaust. Síðan hafa Argentínu- menn sagt eyjarnar sínar og kalla þær Las Malvinas. n n Deilan um Falklandseyjar magnast aftur n Bretar yppta öxlum Símon Örn Reynisson blaðamaður skrifar simon@dv.is Kemur ekki til greina Bretar segja það ekki koma til greina að Argentínumönnum verði veitt yfirráð yfir eyjunum, nema eyjaskeggjar krefjist þess sjálfir. Það er mjög ólíklegt, enda eru þeir langflestir af bresku bergi brotnir. Vill eyjarnar aftur Christina Fernandez de Kirchner, forseti Argentínu, sagði í opnu bréfi að Bretar stunduðu hömlulausa nýlendustefnu í Suður-Atlantshafi og krafðist þess að Argentína fengi yfirráð yfir Falklandseyjum. Hörmuleg slys á Ítalíu Snjóflóð varð tveimur að bana í Fiemma-dalnum í Trento-héraði á norðausturhluta Ítalíu á laugar- dag. Daginn áður létust sex Rússar þegar snjóbíll sem þeir voru í valt fram af hengju. Fiemma-dalurinn er vinsæll meðal ferðamanna yfir vetrartímann enda þykja skíða- brekkurnar þar með þeim bestu í Evrópu. Ítölsku skíðamennirnir voru báðir vanir skíðamenn og hafði annar þeirra unnið sem leið- sögumaður á svæðinu. Rúss- nesku ferðamennirnir voru á ferð í myrkri þegar slysið varð og að sögn ítölsku lögreglunnar er talið að þeir hafi tekið ranga beygju með fyrrgreindum afleiðingum. Árásum á kennara fjölgar Grunnskólabörn í Bretlandi virð- ast vera árásargjarnari en áður ef marka má tölur yfir árásir sem breskir kennarar urðu fyrir af hálfu nemenda sinna árið 2011. Rétt rúmlega átta þúsund tilvik, þar sem nemendur beittu kennara sína líkamlegu ofbeldi, voru til- kynnt til breska kennarasam- bandsins á síðasta ári en tölurn- ar ná yfir nemendur á aldrinum fjögurra til ellefu ára. Aldrei áður hefur fjöldinn verið svona mikill en kennarasambandið óttast þó að árásirnar hafi verið mun fleiri þar sem því fari fjarri að öll atvik séu tilkynnt. 7.800 nemendur voru reknir úr skóla tímabundið en 200 hlutu varanlega brottvikningu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.