Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2013, Blaðsíða 23
Viðtal 23Mánudagur 7. janúar 2013
„Endurmet líf mitt“
n Jónas Hvannberg fagnar stórum áföngum í skugga krabbameins n Mikilvægt að njóta hvers dags
É
g á mikið af góðum vinum sem
hugsa vel til mín,“ segir Jónas
Hvannberg, sérfræðingur í
bæklunarlækningum, sem
fagnaði 35 ára afmæli sínu
hér á landi þann 5. janúar í skugga
krabbameins. Hann er búsettur í
Gautaborg í Svíþjóð ásamt sambýlis
konu sinni, Anniku Wiel Fredén, en
þau komu til Íslands í vikufrí yfir ára
mótin. Vinir Jónasar nýttu tækifærið
og blésu til veglegrar veislu fyrir
hann í tilefni afmælisins.
Jónas fagnaði einnig öðrum
áfanga nýlega, en um áramótin fékk
hann sérfræðingsréttindi sín í bækl
unarlækningum. Það var því í raun
tvöfalt tilefni til veisluhalda á laugar
daginn. „Þetta er áfangi sem maður
vinnur að lengi. Það kom aldrei til
greina að láta veikindin trufla þann
gang.“
Greindist með ristilkrabbamein
Jónas, sem er læknir á Mölndals
sjúkrahúsinu í Gautaborg, greindist
með krabbamein í ristli í lok mars í
fyrra. Þá hafði hann verið bæði orku
og lystarlaus í tvo til þrjá mánuði og
var farinn að léttast. Hann gerði sér
grein fyrir því að eitthvað var að og
bað samstarfsfélaga sinn á sjúkra
húsinu að panta fyrir sig tölvusneið
mynd af kviðarholinu. Í ljós kom
að í lifrinni var töluvert af mein
vörpum. Hann var því lagður inn á
sjúkrahúsið strax í kjölfarið og fór í
fjölmargar rannsóknir áður en í ljós
kom að upprunalega æxlið var stað
sett í ristlinum.
„Þetta var komið á alvarlegt stig
og ekki var mögulegt að framkvæma
skurðaðgerð. Þannig að undanfarna
mánuði hef ég gengist undir lyfja
meðferð,“ segir Jónas. Honum var
auðvitað brugðið við þessar fréttir en
það er fremur óalgengt að svo ungt
fólk fái ristilkrabbamein. „Maður á
ekki von á að vera sleginn niður með
þessu á þessum aldri.“
Kynntust í Brasilíu
Líf Jónasar tók töluverðum breyting
um í kjölfar greiningarinnar en hann
og Annika höfðu þá aðeins ver
ið saman í fjóra mánuði. Áfallið var
ekki síður mikið fyrir hana en eftir
að Jónas veiktist tóku þau ákvörðun
um hún flytti inn til hans. Annika er
fyrrverandi landsliðskona sænska
landsliðsins í handknattleik en það
var einmitt í handboltinn sem leiddi
þau saman.
Þau kynntust á heimsmeistara
móti kvenna í Brasilíu þegar Jónas
var læknir sænska landsliðsins.
„Þeirra árangur á HM í Brasilíu var
undir væntingum þannig að við
ákváðum ásamt einum félaga okk
ar úr starfsliði landsliðsins að verða
eftir í Brasilíu, skoða okkur um og
fara í eins konar „road trip“, en kom
um út úr því sem par. Hún hefur virki
lega verið stoð mín og stytta í þessum
veikindum,“ segir Jónas einlægur.
Nýtur hvers dags
Jónas segist hafa endurmetið líf sitt
í kjölfarið á greiningu krabbameins
ins: „Ég endurmet líf mitt þegar ég
stend frammi fyrir þessu. Maður sér
hvað maður hefur og hvað maður
er þó heppinn að mörgu leyti. Hvað
maður á góða að, góða fjölskyldu og
góða vini sem hafa staðið með manni
og hugsað til manns. Það er ótrúlega
dýrmætt og mestu verðmætin eru að
eiga góða vini og fjölskyldu.“
Eftir að Jónas veiktist fór hann
einnig að forgangsraða hlutunum
öðruvísi en áður og ákvað að setja
fjölskyldu og vini í fyrsta sæti. „Mér
fannst ég verða að passa upp á hvern
dag og njóta þess sem hann hefur
upp á að bjóða. Það er mikilvægt að
gleðjast yfir því sem ég geri sjálfur og
yfir því sem aðrir gera vel. Það er svo
mikilvægt að vera glaður yfir því litla
sem fer svo gjarnan framhjá manni í
hversdagslífinu. Oft er maður að flýta
sér á næsta stað eða bíða eftir ein
hverju en ég hætti því.“
Jónas segist þó vissulega skipu
leggja ýmislegt fram í tímann en
reynir engu að síður að njóta þess
sem hver dagur hefur upp á að bjóða.
Fastir punktar nauðsynlegir
Þrátt fyrir að líf Jónasar hafi vissu
lega tekið miklum breytingum eftir
að hann greindist með krabbamein
hefur hann reynt að halda sínu striki.
Hann er í 50 prósenta starfi á sjúkra
húsinu þar sem hann fer yfir meint
mistök sem eiga sér stað og umkvört
unarefni sem berast bæklunarskurð
deildinni.
Jónas segir að það hafi aldrei neitt
annað komið til greina hjá sér en
að halda áfram að lifa reglubundnu
lífi. „Það kom aldrei neitt annað til
greina en að halda áfram. Það er svo
auðvelt að falla í þá gryfju að snúa
sólarhringnum við, horfa á sjónvarp
ið á nóttunni og sofa á daginn. Bíða
eftir því að konan komi heim. En
það er sóun á lífinu og tímanum sem
maður hefur. Maður verður að hafa
fasta punkta.“
Mikilvægt að fara
sáttur að sofa
Það er einkennandi hvað Jónas er
jákvæður þrátt fyrir veikindin. Fyrir
hann þýðir ekkert annað og þannig
segist hann njóta lífsins miklu betur.
„Maður getur notið lífsins meira
á einni viku en einu ári ef maður
athugar að njóta hlutanna og vera
ekki neikvæður. Maður á að passa sig
á því líka þó maður eigi ekki við veik
indi að stríða. Maður getur veikst á
morgun eða eitthvað komið fyrir. Það
er afar mikilvægt að reyna að vera já
kvæður í lífinu öllu og að geta farið
sáttur að sofa á hverju kvöldi. Að
hafa notið dagsins og gert eitthvað úr
honum,“ segir Jónas sem finnst allt of
oft einblínt á alla neikvæðu hlutina í
þjóðfélaginu í stað þeirra jákvæðu.
Gott starf unnið á
Landspítalanum
Jónas fékk örlítið bakslag í veik
indum sínum þegar hann kom til
landsins yfir hátíðarnar og þurfti
að leggjast inn á krabbameinsdeild
Land spítalans þar sem hann segist
hafa fengið frábæra umönnun.
„Það var virkilega vel að öllu
staðið á krabbameinsdeildinni og
á Landspítalanum. Það var með
ólíkindum hvað var hugsað vel
um mann. Í allri þessari neikvæðu
umræðu um heilbrigðiskerfið þá
gleymist hversu mikið og gott starf er
þar unnið,“ segir Jónas að lokum.
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrun@dv.is
Viðtal „Þetta var
komið á
alvarlegt stig og
ekki var mögulegt
að framkvæma
skurðaðgerð
Reynir að njóta hvers dags
Jónas og Annika sjást hér saman.
Hann segist hafa endurmetið líf
sitt í kjölfar krabbameinsgrein-
ingarinnar og reyni að njóta hvers
dags til hins ýtrasta.
MyNd siGtRyGGuR aRi