Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2013, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2013, Page 22
22 Menning 14. janúar 2013 Mánudagur „Óður minn til náttúrunnar“ n Ljósmyndasýningin Eldur-Ís í Ráðhúsi Reykjavíkur Þ etta er óður minn til nátt- úrunnar og þess sem við eigum dýrmætast á þessu fallegu landi okkar, seg- ir ljósmyndarinn Einar Ólafsson um ljósmyndasýningu sína Eldur – Ís sem var opnuð í Tjarnarsal í Ráðhúsi Reykjavíkur síðastliðinn laugardag. Þetta er fyrsta einka- sýning Einars sem hefur langa reynslu að baki í ljósmyndun. Við- fangsefni sýningarinnar er há- hitasvæði Íslands sem er sýnt frá óvenjulegu sjónarhorni. „Þetta er tekið á háhita- og jarð- varmasvæðum, nánar tiltekið á fjórum stöðum á landinu. Þetta er tekið í Mývatnssveit og þar í kring, á Snæfellsnesi, í Hveragerði og á Reykjanesi,“ segir Einar í samtali við DV um sýninguna en hann seg- ir henni vera ætlað það hlutverk að stuðla að ákveðinni vitundarvakn- ingu varðandi umgengni við há- hitasvæðin á Íslandi sem var að sögn Einars frekar slæm að hluta til hér áður fyrr en til mikillar prýði í dag. „Þetta er til að sýna fram á skyn- samlega nýtingu þessara svæða án þess að skemma neitt. Sem betur fer hefur orðið mikil vitundarvakn- ing í landinu og hjá þessum fyrir- tækjum sem sinna nýtingu þessara orkugjafa okkar. Þau hafa öll stað- ið sig með miklum sóma undan- farin ár. Það sést best á nokkrum stöðum á landinu. Ef maður fer til dæmis suður á Reykjanesið þá sést hvernig þeir standa virkilega vel að virkjun jarðvarma. Eins og hvernig Landsvirkjun lætur þessa nýtingu falla inn í náttúruna. Það er fallega gengið frá þessu og með mikilli virðingu. Sýningin er opin á opnunar- tíma Ráðhússins í Reykjavík til 20. janúar næstkomandi sem verður síðasti sýningardagurinn. birgir@dv.is I ‘m Talking About You ku vera fimmta plata Geirs Ólafssonar og allir sem þekkja til íslenskrar tónlistar vita að þar er enginn nýgræðingur á ferð. Fyrir ein- hverra hluta sakir hefur hann gjarna verið talinn skemmtikraftur eða „per- former“ frekar en listamaður sem bæri að taka alvarlega. Hvað sem vangaveltum þar að lútandi líður er Geir gæddur eiginleika sem ég hef ávallt dáðst að í fari þeirra sem hafa lagt fyrir sig list af einhverju tagi; heiðarleika og tryggð gagnvart sjálf- um sér og sinni sköpun. Geir hefur aldrei reynt að þóknast öðrum með það það að markmiði að hljóta náð í þeirra augum og fyrir þær sakir, hugs- anlega, sætt fordómum í tónlist sinni. En allt að einu. I‘m Talking About You verður seint talið tímamóta- verk enda er mér til efs að slíkt hafi vakað fyrir Geir er hann lagði upp í þá vegferð sem vinna við hljómplötu er. Upphafslag plötunnar er smellur Michaels Jackson heitins Beat It og óhætt að segja að upphafið lofar góðu. Útsetningin er skemmtilega ólík því sem fólk á að venjast. Einhverra hluta vegna datt mér Tom Jones í hug er ég hlýddi á Beat It Geirs án þess þó að nokkur líkindi væru með rödd þeirra tveggja. Síðan koma þau hvert af öðru lög- in; titillagið eftir meistara Jóhann G. Jóhannsson, Lady in Red sem Chris de Burgh gerði frægt hér fyrr meir og In the Still Of the Night eftir Cole Port- er og sex lög að auki, öll ágætlega flutt. Besame Mucho hefur löngum ver- ið í uppáhaldi hjá mér, en ég varð fyrir örlitlum vonbrigðum er ég hlýddi á Geir flytja það lag. Einhvern veginn var eins og hann væri helst nískur á lengd orðanna, eins og hann hyggi á enda þeirra í stað þess að leyfa þeim að lifa eilítið lengur. Reyndar fannst mér í mörgum lögum svo augljóst að þar væri Íslendingur að syngja á er- lendu tungumáli, sem eðli málsins samkvæmt er jú staðreynd. Geir hefur löngum verið talinn Frank „Bláskjár“ Sinatra okkar Ís- lendinga og oftar en ekki aflað fanga í smiðju hans og annarra tónlistar- manna af sama meiði. Enginn skyldi velkjast í vafa um að á því sviði liggja hæfileikar Geirs og þessi plata er í anda þess sem aðdáendur hans hafa vænst og krefst ekki mikils af hlust- endum. Hún rennur ágætlega ljúft frá fyrsta lagi til þess hinsta, hljóð- færaleikur allur hinn áheyrilegasti og ljóst að þar er valinn maður í hverju rúmi. Umslag er í anda innihaldsins og skírskotun til söngvara sem kall- aðir voru „crooners“ áður fyrr og eru enn. Frank Sinatra þvertók þó fyrir það í viðtali að hann tilheyrði þeim hópi söngvara. Hvað sem því líður þá er platan I‘m Talking About You fín- asti gripur, ærleg plata ærlegs lista- manns. n Ég er að tala um þig Tónlist Kolbeinn Þorsteinsson kolbeinn@dv.is I‘m Talking About You Geir Ólafs Útgefandi: Zonet/Stef 2012 32 mínútur Beat It Geir leitar á plötu sinni í smiðju margra þekktra listamanna – meðal annarra Michaels heitins Jackson. Geir Ólafsson „Ærleg plata ærlegs listamanns“ Ein besta sýning ársins Aftenposten í Noregi útnefndi Hamskipti, sýningu Vesturports, sem eina af bestu sýningum ársins í nýlegri menningarúttekt. Í sýningunni léku þau Gísli Örn Garðarsson, Nína Dögg Filippus- dóttir og Ingvar E. Sigurðsson og sá Gísli Örn um leikstjórn. Sýn- ingin gekk fyrir fullu húsi í Noregi í nokkrar vikur í byrjun árs 2012. Enter 4 plata ársins hjá Grapevine Tímaritið Grapevine hefur valið plötu hljómsveitarinnar Hjaltalín, Enter 4, bestu plötu ársins. Þetta er í fyrsta sinn sem tímaritið velur plötu ársins og fékk það dómnefnd til liðs við sig. Í dómnefndinni sátu þau Andri Freyr Viðarson, Kamilla Ingibergsdóttir og Bob Clunes, blaðamaður Grapevine, sem sammæltust um að platan væri tímamótaverk sem myndi verða klassískt með tímanum. Enter 4 fékk fjóra og hálfa stjörnu hjá gagnrýnanda DV. Aukasýning á Macbeth á miðvikudag Þeir sem vilja sjá eina umtöl- uðustu sýningu landsins verða að tryggja sér miða sem allra fyrst. Macbeth, sýning Benedicts Andrews verður aðeins sýnd til 1. febrúar næstkomandi. Á miðviku- dag er aukasýning vegna eftir- spurnar. Valur Grettisson í Djöfla- eyjunni, segir á heimasíðunni reykvelin.is að sýningin sé frábær. „Stjarna sýningarinnar er Bene- dict Andrews sem tekst að virkja alla þá hæfileika sem finna má í Þjóðleikhúsinu og samstilla þá með þeim hætti að úr verður frá- bær leiksýning.“ Háhitasvæði Á sýningu Einars má finna myndir sem hann tók af háhitasvæðum á Íslandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.