Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2013, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2013, Page 6
6 Fréttir 11. mars 2013 Mánudagur n Aðeins örfáir úr hópi nýútskrifaðra lögreglumanna komnir með vinnu Fá ekki vinnu vegna fjárskorts A f tuttugu nemendum sem útskrifuðust frá Lögreglu­ skóla ríkisins í desember síðastliðnum eru aðeins sjö komnir með störf sem lög­ reglumenn. Fimm af þeim störfum eru tímabundnar ráðningar og ekk­ ert þeirra er á höfuðborgarsvæðinu. Nýútskrifaðir lögreglumenn sem DV hefur rætt við óttast að fá ekki vinnu og segja ástandið vera slæmt. Þrátt fyrir það virðist vanta lögreglumenn. Starfsmannastjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir lögreglu­ mönnum hafa fækkað mikið undan­ farin ár vegna niðurskurðar og fjár­ skorts. Vita ekki hvort þau verði ráðin „Við höfum verið að reyna fá svör frá starfsmannahaldinu um sumarráðn­ ingar en fáum engin nema bara að það sé hvorki vitað hvernig þetta verð­ ur né hve margir verði ráðnir inn,“ segir kona sem er á meðal þeirra sem útskrifuðust í desember. Hún segir útskriftarnema hafa áhyggjur af því að fá ekki vinnu en flestir þeirra hafi verið án atvinnu síðan þeir útskrif­ uðust. Þó hafi dregið til tíðinda nú í mánuðinum þegar að þrír voru ráðnir við landamæraeftirlit í Keflavík. Tve­ ir hafa svo fengið vinnu tímabundið á Ísafirði og aðrir tveir hafa fengið fimm ára skipun á Ólafsfirði annars vegar og Patreksfirði hins vegar. Erfitt með að ráða sig annað Þeir sem eftir sitja eiga erfitt með að ráða sig í önnur störf tímabundið þar sem þeir vonist eftir að fá að starfa sem lögreglumenn og vilja vera reiðubúnir ef kallið berst. Undan­ farin ár hafi það verið þannig að það hafi ekki allir útskriftarnemar feng­ ið vinnu strax að lokinni útskrift en flestir hafi komist í sumarafleysingar og yfirleitt í áframhaldandi störf að því loknu en þá sé ráðið til þriggja mánaða í senn og því starfsöryggið ekki mikið. Ástandið sé þó sérlega slæmt í ár þar sem fáir séu komnir með vinnu og ekki vitað hvort allir verði ráðnir inn í sumarafleysingar. „Fólk er oft lausaráðið í nokkur ár áður en það fær fastráðningu.“ Nú hafa þau hins vegar áhyggjur af því að fá ekki heldur sumarráðningu. „Ég held að flestir úr hópnum séu búnir að vera á atvinnuleysisbótum síðan við útskrifuðumst,“ segir kon­ an sem finnst það afar sorgleg stað­ reynd þar sem fólkið vilji gjarnan komast í vinnu en eigi erfitt með að ráða sig annað þar sem það vonist eftir ráðningu. Auk þess haldist það ekki í æfingu á meðan. Ekkert samstarf á milli „Það er sérstakt að fara í svona sér­ hæfðan skóla með miklar vonir svo er maður bara skilinn eftir í atvinnuleysi og ekkert í boði. Ég held að þeir séu allir af vilja gerðir, þeir vilja fá okkur en þetta er bara spurning um pen­ inga,“ segir maður úr sama útskriftar­ árgangi. Þau segjast bæði vita til þess að það vanti lögreglumenn og þeir sem fyrir eru séu undir miklu álagi. Þetta strandi hins vegar á fjármagni. Þeim þykir einkennilegt að svo margir séu teknir inn í skólann ef það er ekki öruggt að allir fái vinnu þar sem tilgangurinn með náminu sé að starfa sem lögreglumaður á Íslandi. „Lögregluskólinn er sérembætti. Þeir taka bara inn og það er í raun ekkert samstarf þarna á milli um hvað vanti af lögreglumönnum,“ segir konan og heldur áfram: „Mér finnst að það ætti ekki að taka svona marga inn ef það er ekki öruggt að þeir fái vinnu. Það er kostnaður fyrir ríkið að hafa svona marga nema við nám sem nýtist svo kannski ekki.“ Gleymist fljótt Námið í Lögregluskólanum er þungt og keyrt á miklum hraða á einu ári en áður var námið tvö ár. Þau eru bæði sammála um að það sé erfitt að bíða jafnvel í fimm mánuði með að fara vinna við það sem þau voru að læra. „Við erum heilt ár að æfa okkur og þetta gleymist fljótt ef maður held­ ur þessu ekki við,“ segir maðurinn. „Við erum líka afar ósátt við af hverju ekki er hægt að horfa fram á sumarið aðeins fyrr. Við vitum í rauninni ekki hvað bíður okkar. Við höfum heyrt utan af okkur að það verði kannski ráðnir inn tíu en við vitum ekkert um það, þannig að þetta er mjög óþægi­ legt staða sem við flest erum í.“ Fjárskortur og niðurskurður Sigríður Hrefna Jónsdóttir, starfs­ mannastjóri lögreglunnar á höfuð­ borgarsvæðinu, segir í svari við fyrir­ spurn DV að vegna niðurskurðar undanfarin ár þá hafi lögreglu­ mönnum fækkað mikið. „Vegna fjár­ skorts og niðurskurðar hefur lög­ reglumönnum fækkað umtalsvert á undanförnum árum, bæði á höfuð­ borgarsvæðinu sem og annars stað­ ar á landinu. Með hliðsjón af þessu er ekki svigrúm til að ráða fleiri til starfa en raun ber vitni.“ n Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is „Ég held að flestir úr hópnum séu búnir að vera á atvinnu- leysisbótum síðan við útskrifuðumst Fá ekki vinnu Meirihluti út- skriftarnema frá síðustu útskrift í Lögregluskóla ríkisins hafa ekki fengið vinnu sem lögreglu- menn. Auka þarf fjárveitingar n Niðurskurður hjá lögreglu hefur numið 2,8 milljörðum frá hrunárinu 2008 Auka þarf verulega fjár- veitingar til lögreglu á næstu misserum. Þetta segir í svari embættis ríkislögreglustjóra við fyrirspurn DV. Athygli vakti fyrir helgi þegar lög- reglumaður á Þórshöfn, Jón Stefánsson, fullyrti að koma hefði mátt í veg fyrir dauða manns sem varð úti eftir þorrablót á Kópaskeri í lok janúarmánaðar. Sagði lög- reglumaðurinn að fjársvelti til lögreglu hefði haft þau áhrif að enginn lögreglumaður var á vakt kvöldið þegar þorrablótið fór fram. Svavar Pálsson, lögreglustjóri á Húsavík, vísaði þessu þó á bug í samtali við DV.is á föstudag. Þó Svavar telji að ómögulegt sé að fullyrða um að bjarga hefði mátt lífi mannsins tekur hann undir að ástandið í löggæslumálum í umdæminu sé mjög alvarlegt. Yfirstjórn embættisins sé og hafi verið að vinna í því undanfarið. Lögreglustjórinn tekur undir að ekki sé boðlegt að geta ekki haft lögreglumenn á vakt á mannamótum. „Það segir sig sjálft,“ segir Svavar. Niðurskurður hjá lögreglu hefur numið um 2,8 milljörðum króna frá árinu 2008, á verðlagi ársins 2013 samkvæmt tölum ríkislögreglustjóra. Aðspurður segir Svavar að embætti hans hafi fundið fyrir þessum niðurskurði eins og önnur. „Við höfum einfaldlega ekki mannskap til þess að sinna öllu því sem við vildum sinna. Það er bara staðreynd málsins. Það sem meira er er að ekki er heldur til reiðu mann- skapur hjá nágrannaembættum til að styðja við sérstakar uppákomur í öllum tilvikum. Stundum er það hægt, stundum ekki,“ segir Svavar. Á síðasta ári átti Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri fundi með öllum lögreglu- liðum landsins til að fara yfir stöðu lögreglumála og gerði hann innanríkisráðherra grein fyrir stöðunni. Lagði hann áherslu á að niðurskurður hjá lögreglunni væri orðinn svo mikill að í óefni stefndi og lagði hann til að fé yrði veitt sérstaklega til lögreglunnar með áherslu á löggæsluna utan höfuðborgarsvæðisins. Í fangelsi í Tyrklandi Davíð Örn Bjarnason, 28 ára Ís­ lendingur, var handtekinn á flug­ velli í Tyrklandi á föstudaginn og verður leiddur fyrir dómara í dag, mánudag. Hann er sakaður um fornmunasmygl. Kærasta Davíðs, Þóra Birgisdóttir, segir að hans bíði þriggja til tíu ára fangelsisvist eða 8–24 milljóna króna sekt. Davíð keypti marmarastein á markaði í Tyrklandi og hugðist hafa hann með sér heim til Svíþjóðar þar sem hann er búsettur en tyrknesk yfir­ völd líta svo á að um hafi verið að ræða smygl á fornminjum. Þóra sagði frá því í fjölmiðlum á sunnudaginn að þeim hefði aldrei dottið í hug að ekki mætti flytja steininn úr landi. Það hafi þeim aldrei verið sagt. Þóra neyddist til að skilja við Davíð þar sem hún þurfti að snúa heim til þriggja barna. „Ég er eiginlega bara dofin og veit ekki almennilega hvernig mér líð­ ur. Þetta er eins og úr bíómynd og maður hélt að svona lagað gæti ekki hent mann,“ segir Þóra í samtali við fréttavefinn Mbl.is. Hún er stödd í Svíþjóð en hyggst halda til Íslands eins fljótt og auðið er. Endurkjörinn formaður Guðmundur Franklín Jónsson var á sunnudag endurkjörinn formað­ ur Hægri grænna. Formannskjörið fór fram á landsfundi flokks­ ins í gamla Heilsuverndarhúsinu við Barónsstíg. Á fundinum voru kosningaáherslur flokksins sam­ þykktar. Meðal þess sem samþykkt var á fundinum var að tryggja ætti nægilegt framboð félagsíbúða fyrir tekjulágar fjölskyldur en einnig að lífeyrissjóðirnir hafi aðkomu að rekstri og útleigu íbúða fyrir eldri borgara. „Flokkurinn vill strangt aðhald í ríkisfjármálum og að fé, sem greitt er úr ríkissjóði verði sundurliðað og birt á hverjum degi á sérstakri heimasíðu: fyrir hvað, hver heimilaði útgjöldin og hverj­ um var greitt,“ sagði Guðmundur í ræðu sinni sem formaður. Mannorð svívirt af samherjum „Merkilegt hvað mörgum finnst þeir eiga mikið erindi inn á þing. Skyldi þetta fólk vita að þingmennska er fyrir flesta þingmenn valdalaust tímabundið embætti nema þú látir undan gífurlegum þrýstingi og svíkir allt sem þú lofaðir kjósendum,“ segir þingkonan Lilja Mósesdóttir í stöðuupp­ færslu sem vakið hefur mikla umræðu á Facebook. Lilja segir að fyrir vikið hati kjósendur þingmenn og að mannorð þeirra fáu sem hafa kjark til að halda í stefnumál sín sé svívirt. „Oft með aðstoð samherja við­ komandi sem eru blindir af eig­ in hégómagirnd,“ segir hún.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.