Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2013, Qupperneq 14
Sandkorn
Í
veröld þar sem dauðinn er tabú er
skiljanlegt að fólki leiði almennt
ekki hugann að því hvað skuli gera
við líkama þess þegar það kveður
þennan heim. Fæstir hafa hugleitt
eigin jarðarför, hvað þá hvort gefa eigi
úr þeim líffæri. Það er þó þess virði að
staldra við og svara þeirri spurningu,
því dauði getur gefið líf.
Í þeim könnunum þar sem fólk
þarf að svara þessari spurningu virðist
mikill meirihluti vilja að líffærin nýtist
öðrum ef til þess kemur, eða um 80–
90 prósent þátttakenda. Hlutfall lif
andi nýrnagjafa hér á landi er einnig
með því hæsta sem þekkist sem bend
ir einnig til þess að þegar á reynir sé
fólk almennt jákvætt fyrir líffæragjöf.
Fæstir hafa þó orð á því við sína
nánustu eða skrá þennan vilja. Um
ræðuefnið er fjarlægt, erfitt og óþægi
legt. Það lendir því á aðstandendum
að taka ákvörðunina mitt í erfiðu
sorgarferli. Sjúkrahúsprestur sem
skrifaði um líffæragjafir reyndi að
lýsa þessum aðstæðum: „Andspæn
is dauðanum er ekki alltaf allt sem
sýnist og margt af því sem bærist hið
innra tekur meira til hjartans en höf
uðsins ef svo má að orði komast. Það
er til að mynda erfitt að færa skyn
samleg rök fyrir því að látinn maður
sé færður í ullarsokka af því að hann
var alltaf svo fótkaldur. Krufning og
líffærataka eru aðgerðir sem þarf að
framkvæma af virðingu fyrir líkama
látinnar manneskju. Sú virðing nær
út yfir gröf og dauða.“
Samkvæmt honum samþykkja
flestir líffæragjöf ef þeir eru þess
fullvissir að það hafi verið vilji hins
látna. Í þeim tilvikum getur það
hjálpað að vita hverjum þessi gjöf
bjargaði. Slíkt hefur jafnvel ratað í
minningarbækur ásamt sálmaskrá
og minningargreinum eða verið inn
rammað uppi á vegg.
Tilhugsunin getur þó verið óbæri
leg og í um fjörtíu prósentum til
vika hafna aðstandendur því að líf
færi séu gefin úr ástvinum þeirra. Ef
hægt væri að ná hlutfallinu niður um
helming gæti það bjargað þremur til
fimm mannslífum á ári.
Í vetur afgreiddi Alþingi þings
ályktunartillögu til velferðarnefndar
varðandi það hvort fela eigi
velferðar ráðherra að semja frumvarp
sem gerir ráð fyrir ætluðu samþykki í
stað ætlaðrar neitunar, sem þýðir að
látinn einstaklingur verður sjálfkrafa
líffæragjafi nema hann hafi látið í
ljós vilja til annars eða aðstandendur
hafni því. Þannig á að létta aðstand
endum ákvörðunina og fjölga líffæra
gjöfum. Auk er bent á að eðlilegra sé
að ganga út frá samþykki en neitun
nema annað sé tiltekið, því „í siðuðu
samfélagi sé eðlilegra að gera ráð fyrir
því að manneskjan vilji koma náunga
sínum til hjálpar í neyð en að hún
hafni því,“ eins og heimspekiprófess
orinn sagði í bókinni Siðferði lífs og
dauða.
Á undanförnum árum hefur eftir
spurnin eftir ígræðslum vaxið jafnt og
þétt. Biðlistarnir eru langir og sumir
lifa biðina ekki af. Skortur á líffærum
er mikill hvarvetna í heiminum og á
Vesturlöndum deyja nú fleiri sjúk
lingar á biðlista en fá ný líffæri. Einn
látinn einstaklingur getur hins vegar
gefið allt að sjö einstaklingum ann
að líf.
Löggjöf ein og sér dugar skammt.
Velferðarnefnd komst því að þeirri
niðurstöðu á föstudag að velferðar
ráðherra skipi nefnd sem ætlað er að
skoða fleiri leiðir til þess að fjölga líf
færagjöfum, meðal annars möguleik
ann á því að krefja fólk svara í skatt
framtali eða læknisheimsóknum.
Stærsta skrefið felst alltaf í því að fólk
taki afstöðu og greini frá því ef það
vill að líffærin nýtist öðrum ef þær
kringumstæður skapast. Um leið og
það léttir á sálarangist aðstandenda
þá getur það orðið öðrum lífbjörg.
Þór fullsaddur
n Þór Saari, þingmaður
Hreyfingarinnar, hefur svo
sannarlega verið í sviðs
ljósinu vegna vantrausts
tillagna sinna á ríkisstjórnina
og staðfestu sinnar við að
breyta stjórnarskránni. Þór
er sem kunnugt er á leið út
af þingi og er víst að sumir
munu fagna. Sjálfur mun
hann hafa fengið upp í kok
af ástandinu á þingheimi þar
sem óöldin ræður ríkjum.
Hermt er að hann muni snúa
sér aftur að hagfræðinni og
starfa fyrir OECD.
Mikael aðalritstjóri
n Innan 365 eru vanga
veltur uppi um hvenær Ólaf-
ur Stephensen muni hverfa af
ritstjórastóli. Öllum er ljóst
að Mikael
Torfason er
orðinn aðal
ritstjóri og
Ólafur í raun
undirmaður
hans. Helstu
samstarfs
menn Ólafs innan ritstjórnar
eru einnig sagðir mjög
órólegir. En ritstjórnin er
fjarri því einhuga því nokkur
hópur blaðamanna er í hópi
fylgjenda Jóns Ásgeirs Jóhann-
essonar og hafa nú fylkt sér
að baki Mikael. Ritstjórnin er
því klofin.
Valtur vatnskóngur
n Það þrengir að hjá vatns
kónginum Jóni Ólafssyni sem
Hæstiréttur dæmdi til að
standa skil á
450 milljóna
króna láni
sem hann
fékk á sín
um tíma hjá
Sparisjóði
Keflavíkur til
að kaupa hlutabréf. Óljóst er
af hverju Jón vildi ekki borga
en fyrir dómnum bar hann
því við að bankinn hefði sýnt
tómlæti í innheimtu. Jón var
dæmdur til að standa skil
á láninu. Óljóst er hvernig
veldi hans stendur eða hvort
hann geti borgað brúsann.
Áfall þjóðernissinna
n Þjóðernissinnar og
Evrópuandstæðingar innan
Sjálfstæðisflokksins og víðar
eru í áfalli eftir að Björgólfur
Jóhannsson,
formaður
Samtaka at
vinnulífsins,
lýsti því yfir
að hann teldi
nauðsynlegt
að ljúka
aðildarviðræðum að Evrópu
sambandinu og greiða at
kvæði um nýjan samning.
Þarna fá aðildarsinnar mik
inn liðsauka. Þá er talið
að stutt sé á milli skoðana
Björgólfs og Þorsteins Más
Baldvinssonar, forstjóra Sam
herja, og valdamesta manns
íslensks atvinnulífs.
Ég mæli ekki
með þessari
Ég var mjög
litríkur karakter
Davíð Þorláksson segir bókina Málþóf enga skemmtilesningu. – DV Oddvar Örn Hjartarson dreymdi um að eignast bleika ballettskó. – DV
Vilt þú gefa líf?„Biðlistarnir
eru langir og
sumir lifa biðina
ekki af
E
f að þú hefur fylgst með fjöl
miðlum undanfarnar vikur
eða ef að þú býrð ekki undir
steini, þá ættirðu að hafa
heyrt um landsfund Sjálf
stæðisflokksins sem var haldinn í
lok febrúar. Eins og vani er í þess
um flokki var margt sagt sem olli
miklu fjaðrafoki bæði innan og
utan flokksins. Þar má hellst nefna
ályktun um að öll lagasetning ætti
að taka mið af kristilegum gildum.
Þetta vakti upp óánægju margra
innan flokksins og á endanum var
ákvæðið fellt út.
Ákveðnir flokksmeðlimir, þar á
meðal Katrín Gunnarsdóttir, virð
ast þó vera nokkuð ósáttir við þessa
niðurstöðu, því þeir stukku strax til
varnar kristnum gildum, þó að þeir
væru að sjálfsögðu sammála niður
stöðu landsfundar. Þeir fullyrða að
þau vestrænu gildi sem lýðveldið
Ísland er byggt á, séu í raun kristin
gildi, því þau eiga uppruna í kristn
um þjóðum. Þrátt fyrir tilraunir
Mána og Frosta í Harmageddon til
að benda þeim á að þessi vestrænu
gildi eigi uppruna sinn í upplýs
inguna sem spratt úr gagnrýni á vald
kirkjunnar, þá héldu sjálfstæðis menn
hiklaust áfram og útskýrðu fyrir okk
ur að upplýsingin hefði aldrei geta
orðið ef ekki hefði verið fyrir um
burðarlyndi kristinna manna. Það
að samkynhneigðir megi ekki gifta
sig í meirihluta Evrópu og Ameríku
er gott dæmi um þetta fræga kristna
umburðarlyndi. Katrín og hennar
skoðanasystkin benda líka réttilega á
að meirihluti um 90% þjóðarinnar sé
kristinn, sem þau telja vera óumdeil
anlegt dæmi um það að Íslendingar
séu kristin þjóð.
Ég er einn af þessum tíunda
þjóðarinnar sem er ekki kristinn og
verð því að gera athugasemd hér.
Ef að við ætlum að lýsa því yfir að
fyrst að meirihluti landsmanna sé
kristinn þá séum við kristin þjóð,
væri þá ekki hægt að færa sömu rök
fyrir því að fyrst að meirihluti lands
manna sé ljós á hörund, þá séum
við hvít þjóð? Jú, eða gagnkyn
hneigð þjóð eða Oblóðflokks þjóð?
Viljum við fara út í svona skilgrein
ingar? Ég verð líka að spyrja hvort
að ég geti kallað mig Íslending ef
að það er ósamræmi á milli mín og
skilgreiningarinnar á þjóðinni.
Ég get samt ekki verið of ósáttur
með þetta, því við erum að fara í
rétta átt. Hér áður fyrr var talað um
að Ísland væri lúthersk þjóð, en nú
hafa trúarremburnar víkkað sjón
deildarhring sinn og breytt því í
kristna þjóð. Einn daginn breytist
það kannski í trúaða þjóð og svo, ef
Guð lofar, tökum við síðasta skrefið
og víkkum það yfir í mennska þjóð.
Höfundur er frambjóðandi fyrir
Pírata í Suðvesturkjördæmi
Kristileg gildi í mennskri þjóð
Leiðari
Ingibjörg Dögg
Kjartansdóttir
ingibjorg@dv.is
Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg
Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is)
Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is
F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
FRéTTASkoT
512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
AÐALnúmeR
RiTSTJÓRn
ÁSkRiFTARSími
AuGLýSinGAR
14 11. mars 2013 Mánudagur
„Það að samkyn-
hneigðir megi ekki
gifta sig í meirihluta Evrópu
og Ameríku er gott dæmi
um þetta fræga kristna
umburðarlyndi.
Kjallari
Hans Margrétarson
Hansen