Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2013, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2013, Side 21
Sport 21Mánudagur 11. mars 2013 n Kobe Bryant segir endalok ferilsins vera „í nánd“ K örfuknattleiksstjarnan Kobe Bryant segist ekki eiga mikið eftir í boltanum og þess sé skammt að bíða að tjaldið falli hinsta sinni hvað feril hans varði. Eitt sé þó alveg á tæru að hans mati; hann endar ferilinn hjá Lakers. Bryant, sem verður 35 ára í ágúst, var spurður út í framtíðina í skemmtiþætti Jimmy Kimmel og þar jánkaði hann því að körfu- boltaferillinn yrði ekki mikið lengri en þau sautján ár sem hann hefur þegar gefið og þau öll á mála hjá Los Angeles Lakers. „Þetta hefur verið mitt erfiðasta tímabil líkamlega. Sautján ára pakki og allar þessar mínútur sem ég spila, ég þarf að hafa mig mikið við til að halda formi, ná mér eftir leiki og vera klár í þann næsta. Nú fer þetta allt að taka enda og ég er ótrú- lega sáttur við að hætta í búningi Lakers. Það verður fljótlega.“ Stjarnan er þó ekki í vafa um að lið hans nái inn í úrslitakeppni NBA-deildarinnar þessa leiktíðina þrátt fyrir að gengið hafi verið lak- ara en venjan hefur verið. Gekk hann svo langt að lofa því að Lakers kæmist í úrslitakeppnina. Arfleifð Bryant verður ekki af verri endanum þegar að loka- stundinni kemur. Hann á fjölda meta sem seint verða slegin. Hann er yngsti leikmaður NBA frá upp- hafi til að skora 30 þúsund stig en þeim áfanga náði hann aðeins 34 ára gamall. Hann hefur ver- ið valinn sextán sinnum í All-Star- liðið í stjörnuleik NBA og skartar fimm meistaratitlum með Lakers. Þá hefur aðeins einn einasti leik- maður skorað fleiri stig í einum og sama leiknum en Kobe setti niður 81 stig í leik gegn liðinu Toronto Raptors. n Neitar að gefast upp Miðað við gengi Arsenal að undan- förnu og stórt tap á heimavelli í fyrri leik liðsins gegn Bayern í Meistara- deild Evrópu væri stórt tekið upp í sig að halda því fram að liðið geti unnið útileikinn á sannfærandi hátt og haldið áfram í átta liða úrslitin. Það vill Arsene Wenger meina að lið sitt geti gert á miðvikudaginn gegn þýska liðinu sem spilað hefur glimr- andi bolta í allan vetur og sundur- spilaði Lundúnaliðið í fyrri leiknum. Fáir nema gallhörðustu aðdáendur telja það mjög líklegt ef marka má veðbanka. Viðreisn hjá QPR Ekki margir hafa haft nokkra trú á QPR þessa leiktíðina og lengi vel virtist liðið ekkert erindi eiga í ensku úrvalsdeildina. En nánast á augabragði telur stjóri liðsins og leikmenn að lukkan sé að snúast þeim í hag og liðið eigi möguleika á að bjarga sér frá falli. QPR hefur nælt í sex stig í tveimur leikjum í röð og Harry Redknapp setur markið á fimm sigra alls til að QPR haldi sér uppi þessa leiktíðina. Það yrði þá ekki í fyrsta skipti sem karl- inn gerir nokkurs konar kraftaverk. Búið hjá Dortmund Tap hjá þýsku meisturunum í Dortmund um helgina meðan Bayern München vann sinn leik þýðir að nú munar 20 stigum á liðunum í fyrsta og öðru sæti Bundesligunnar. Þó Bæjarar séu ekki beint farnir að fagna ennþá má eitthvað meiriháttar ganga á ef þeir hampa ekki meistaratitlin- um þetta árið og eiga það skilið. Þjálfari Dortmund hins vegar þarf að leggja höfuð í bleyti og spyrja hvers vegna lið hans sé fjarri því að skila sama glæsilega árangri og á síðustu leiktíð. Eiður að finna sig Eiður Smári Guðjohnsen er kom- inn á skotskó með sínu nýja liði Club Brugge í Belgíu en hann setti mark um helgina, annan leikinn í röð. Markið tryggði Brugge sigur og þrjú stig gegn Zulte Waregem. Aðeins einn leikur er eftir í belgísku deildinni en þá tekur við sérstök keppni sex efstu lið- anna um belgíska meistaratitilinn. Ander lecht er sem stendur efst en lið Eiðs situr í fjórða sætinu. Kobe lýkur ferlinum hjá Lakers n Forvitnilegar líkur sem breskir veðbankar gefa um næstu stjóra stórliðanna S tjóri Everton, David Moyes, þykir langlíklegasti arftaki Alex Ferguson í stjórastarfi hjá Manchester United þegar sá síðarnefndi loks ákveður að hætta. Það er að minnsta kosti spá veðbanka Sky sem gefur líkur á hverjir þyki líklegastir til að taka við hinum ýmsu knattspyrnuliðum. Varðandi Manchester United, þó enn sé ekki niðurneglt hvenær Alex Ferguson segi nóg komið, þá skýtur Moyes stærri nöfnum á borð við Pep Guardiola og Jose Mourinho ref fyrir rass samkvæmt líkum sem Sky gefur. Á listanum má reyndar sjá ógrynni merkilegra nafna sem talin eru koma til greina. Þar má nefna allnokkra gamla leikmenn United eins og Eric Cantona, Ole-Gunn- ar Solskjær, Gary Neville og Ryan Giggs og meira að segja finnst nafn Roy Keane í þeirri súpu þó líkurnar séu langsóttar eða 80 á móti 1. David Moyes er einnig efstur á blaði þegar kemur að því að taka við af Arsene Wenger hjá Arsenal en ýmis legt bendir til að Frakkinn verði ekki mjög mikið lengur þar á bæ. Michael Laudrup er líka talinn nokkuð líklegur kandídat í það starf. Sömuleiðis er skemmtileg nöfn að finna hvað varðar eftirmann Wenger. Ansi líklegur, með líkurn- ar 14/1 er Dennis Bergkamp og önnur fyrrverandi stjarna Arsenal, Thierry Henry, kemst einnig á blað þó líkurnar á því séu öllu minni eða 33 á móti 1. n David Moyes til United eða Arsenal? Tekur Skoti við af Skota? Moyes er talinn líklegasti kostur til að taka við af Alex Ferguson samkvæmt veðbönkum. 5 kylfingar sem geta gert betur Á tta vikur eru til fyrsta risa- móts í golfinu á þessu tímabili þegar helstu og bestu kylfingar heims mæta til leiks á Masters-mótið í Augusta í Georgíu sem er umdeil- anlega það stærsta af þeim stóru. Af því tilefni hefur dagblaðið LA Times tekið saman lista yfir nokkra þá kylfinga sem hingað til hafa haft allt til brunns að bera en ekki enn komið höndum á titil sem máli skiptir eða hafa ekki skapgerð eða taugar til að halda sér á toppnum þegar þeir ná að vinna stórmót. 1 Dustin John-son - Þetta er árið sem skera mun úr hvort Johnson verður meðalmaður eða hvort hann get- ur enn staðið undir miklum væntingum. Hann er ekki sá besti af teig en fáir eru betri að komast inn á grínin í réttum höggafjölda. Hann getur púttað en ekki nóg til að tryggja sigur á tveimur risamótum þar sem taugarnar fóru með hann. 2 Graeme McDowell - McDowell hefur reyndar einn fínan titil á arinhillunni frá sigri hans á Opna bandaríska mótinu 2010 en þá er það upptalið sem hann hefur gert stórmerkilegt. Hann hefur þann leiða ávana að hverfa oft og tíðum lengi vel og detta svo inn á eitt og eitt mót þar sem hann rokkar. Hann þarf að hysja upp um sig. 3 Ian Poulter - Þegar Poulter er í stuði standa fáir honum á sporði í golfinu og ekki skemm- ir fyrir að hann er þægilega laus við stjörnustæla þó deila megi um fatasmekkinn. Einn af fáum sem sést reglulega brosa hvort sem er gegnum þykkt eða þunnt en hann þarf að fara að setja alvöru mark á golfheiminn og vinna stóran titil. 4 Brandt Snedeker - Enginn hefur byrj- að árið jafn vel og Snedeker og ekki stóð hann sig illa á síðasta ári heldur. Fram til mánaðamóta hafði hann tekið þátt í fimm mótum, unnið eitt og endað ofar en fimmta sæti í þeim öllum. Það er alvöru árangur en Snedeker þarf að taka aðeins til hendinni á risamóti. 5 Rory McIlroy - Kannski undarlegt að finna McIlroy, besta kylfing heims á síðasta ári, á slíkum lista, en árið hefur ver- ið hrein hörmung fyrir kappann og hann verið fjarri því sannfær- andi. Fallið er jú hæst af toppnum og hingað til á árinu er ekkert sem bendir til að hann sé nógu góður til að viðhalda toppsætinu í golfinu. n n Þessir kylfingar ættu að láta að sér kveða í golfinu á árinu Nálgast endastöð Kobe er einn allra besti leikmaður NBA-deildarinnar undanfarinn áratug. MyNd ReuTeRS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.