Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2013, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2013, Side 10
Bætur vegna dvergakasts Íslenska ríkið þarf að greiða stúlku á þrítugsaldri, fyrrver­ andi nemanda Verkmennta­ skóla Austurlands, rúmar fjórar milljónir króna í bætur vegna slyss sem hún varð fyrir í svoköll­ uðu dvergakasti sem hún tók þátt í sem nemandi við skólann. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem felldi dóm í málinu á þriðjudag. Dvergakastið fór þannig fram að tveir nemendur köstuðu hin­ um þriðja yfir stöng og var mark­ miðið að kasta „dvergnum“ sem lengst en nemandinn sem um ræðir, ung stúlka, var sú sem kastað var. Annar nemendanna sem tók þátt í að kasta stúlkunni bar fyrir dómi að kastararn­ ir hafi misst hana í jörðina með þeim afleiðingum að hún slas­ aðist. Stúlkan hlaut átta prósenta varan lega örorku. Myndband af atvikinu var lagt fram fyrir dóminn en á því sást vel hvernig slysið átti sér stað. Í dómnum segir að kastararnir hafi verið stórir og stæðilegir karlmenn og að þeir hafi ekki verið samtaka um hvor skyldi kasta, með þeim afleiðingum að stúlkan missti jafnvægið, felldi stöngina sem kasta átti henni yfir og lenti með höfuðið á dýn­ unni með stöngina undir sér og rann síðan fram af dýnunni og á gólfið. Dómurinn segir í niðurstöðu sinni að telja verði augljóst að dvergakastið sé áhættusamt og þurfi mikillar samhæfingar við og að ekki liggi fyrir að um hefð­ bundna íþróttagrein sé að ræða sem nemendur höfðu fengið þjálfun í. „Telja verður að skóla­ stjórnendur hafi sýnt af sér stór­ fellt gáleysi með því að leyfa slíkt atriði á leikunum,“ segir í dómn­ um en dvergakastið fór fram á hátíð sem kölluð var Austfirsku ólympíuleikarnir. Dómurinn telur það einkum ámælisvert þegar litið er til þess að atriðið var framkvæmt án alls undirbún­ ings, leiðbeininga eða þjálfunar af hálfu skólans. Fjölskyldu- hjálpin veitir mataraðstoð Fjölskylduhjálp Íslands verður með mataraðstoð í húsnæði samtakanna í Eskihlíð í dag, mið­ vikudag, á milli klukkan 14.00 til 16.30. Einnig verður boðið upp á hársnyrtingu á milli klukkan 11.00 og 16.00. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Þar segir einnig að mataraðstoð verði veitt á fimmtudag í Gróf­ inni 10C í Reykjanesbæ á milli klukkan 16.00 og 18.00. Einnig er minnt á að nytjamarkaður Fjöl­ skylduhjálparinnar, Hallgerður langbrók, er opinn alla virka daga á milli klukkan 13.00 og 18.00. „Tekið er á móti notuðum fatnaði á sama tíma,“ segir í til­ kynningunni. Fimmtán ára með bilað hjarta n Mæðgurnar Mekkín Silfá og Guðrún Guðný báðar með sjald gæfan, arfgengan hjartagalla n Fjölmargir í fjölskyldunni með sama galla É g er að fara í hjartastopp! kall­ aði Mekkín Silfá Karlsdóttir afar róleg og yfir veguð á bíla­ stæðinu við Bónusverslun fyrir nokkrum mánuðum. Skömmu síðar skall hún niður á planið og nokkrum sekúndum seinna fékk hún stuð úr bjargráð sem staðsettur er við hjarta hennar. Vinkona hennar sem var með henni var furðu lostin en vissi þó hvað var í gangi. Hún var að fá hjartastopp. Atvik sem þetta er ekkert eins­ dæmi hjá Mekkín enda er hún löngu orðin vön hjartsláttar­ truflunum og jafnvel því að hún fari í hjartastopp, og það getur gerst hvar og hvenær sem er. Margir í fjölskyldunni með genagallann Ástæðan er sjaldgæfur og arfgeng­ ur genagalli sem ber nafnið Long QT syndrome sem lýsir sér þannig að rafboð í hjartanu fara úrskeiðis. Hjartslátturinn truflast og verður óreglulegur sem getur leitt til hjartastopps. Mekkín er með bjarg­ ráð græddan í sig og því ekki jafn hrædd um hvað gerist líkt og hún var fyrst þegar hún var að detta niður. Þó þykir henni það vissulega óþægilegt og sérstaklega ef hún er í fjölmennum hópi. Greiningin á sjúkdómnum fékkst fyrir um þremur árum í kjöl­ far þess að móðursystir hennar var greind með sjúkdóminn sem er arfgengur í fjölskyldu Guðrúnar. Móðir Mekkínar, amma hennar og fleira frændfólk er einnig með sjúkdóminn og er einnig talið að látið skyldfólk þeirra sem dó ungt að árum hafi haft sjúkdóminn og hann hafi orðið því að bana. Sögð vera með flogaveiki „Árið 2005 þá datt hún niður í sundi. Vinkona hennar sá hana á botnin­ um og bjargaði henni,“ segir Guð­ rún Guðný Long, móðir Mekkínar. Þá var hún aðeins sjö ára en það var ekki í fyrsta sinn sem hún féll nið­ ur á þennan hátt. Í þetta skiptið var það þó alvarlegra og hún var flutt á sjúkrahús. „Hún var flutt suður með sjúkrabíl og sett í rannsóknir í kjöl­ farið. Þá var hún greind með floga­ veiki,“ segir Guðrún. Mekkín fór á flogaveikilyf sem slógu þó ekki á einkennin. Hún var ítrekað að detta niður, meðal annars á fótboltaæfing­ um og alveg án útskýringa. Haldið var að um flogaveiki væri að ræða þar sem oft fylgdu krampaköst í kjöl­ farið. Það var svo fyrir um þremur árum að greiningin kom í kjölfar þess að móðursystir hennar féll niður á þorrablóti. „Hún var uppi á sviði að syngja, var búin að syngja tvær línur þegar hún datt niður,“ segir Guð­ rún. Henni til happs var fólk sem var vel að sér í skyndihjálp á skemmt­ uninni og dró hana afsíðis. „Þar var hún hnoðuð í einhverjar átján mín­ útur þar til lögreglubíllinn kom með stuðtækið,“ segir Guðrún. Í kjölfar­ ið var flogið með hana til Akureyrar. „Þar var henni haldið sofandi, kæld niður og svoleiðis. Í framhaldi af því var farið að rannsaka hvað væri að og þá var einhverjum lækni sem datt þessi sjúkdómur í hug.“ Fjórar með bjargráð Í framhaldinu var sent út DNA­ próf til þess að komast að hvort um þennan tiltekna sjúkdóm væri að ræða. Svo reyndist vera. „Þá voru þeir alveg vissir um að Mekkín væri með þetta. Og hún var strax látin byrja á hjartalyfjum,“ segir Guðrún. Þegar það var ljóst að Mekkín væri með hjartagallann þá var græddur í hana bjargráður. Fleiri í fjöl­ skyldunni reyndust svo vera með sjúkdóminn líka. Mekkín á þrjú systkini en þau sluppu öll. Nú eru þær fjórar í fjölskyld unni með bjargráð; Mekkín, Guðrún móðir hennar, Jónína systir Guð­ rúnar og svo Anna Þrúður móðir þeirra, amma Mekkínar. Mekkín er sú yngsta á landinu sem fær bjargráð og vel er fylgst með henni. Heima í Súðavík eru þær mæðgur með tæki sem fylgist með bjargráðnum og hvort ekki sé allt í lagi. Boð eru send til Reykja­ víkur á hverri nóttu og læknar hafa samband ef eitthvað óeðlilegt virð­ ist eiga sér stað. Auk þess fara þær reglulega til Reykjavíkur í eftirlit og frekari skoðun. Á 5–7 ára fresti þarf svo að skipta um gangráðinn. Þurfti að hætta í fótbolta Guðrún hefur að mestu verið ein­ kennalaus af sjúkdómnum frá því að hún var barn og unglingur en þá féll hún í nokkur skipti niður og voru ástæður þess alltaf óútskýrðar. Mekkín hins vegar hefur fundið mikið fyrir sjúkdómnum og áður en hún datt út í sundlauginni þá hafði hún oft áður dottið niður og gerir enn. „Þetta lýsir sér bara eins og yfirlið. Ég dett út en man samt alltaf nokkurn veginn hvað hefur gerst,“ segir Mekkín. Þegar sjúkdómsgreiningin kom þá varð Mekkín að hætta í fót­ bolta sem hafði verið hennar líf og yndi síðan hún var lítil stelpa. „Það var mjög erfitt fyrir hana að hætta í fótboltanum, hún missti svo mikið því það var hennar fé­ lagslíf,“ segir Guðrún. „Ég hef alltaf verið í fótbolta, frá því ég var lítil. Þegar það var sagt við mig að ég væri með flogaveiki þá vissi ég að hún var ekki lífshættuleg þannig ég hljóp bara þangað til ég datt niður,“ segir Mekkín. Um tíma þurfti hún að hætta í öllum íþróttum en er nú byrjuð að hreyfa sig á ný. Hún pass­ ar sig þó að ofreyna sig ekki því þá getur farið illa. Misjafnt hvernig fólk tekur veikindunum Hún segir misjafnt hvernig skóla­ félagarnir og aðrir í kringum hana taki veikindunum. „Sumir föttuðu þetta ekki strax en eru byrjaðir að Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is Ör eftir aðgerð Mekkín er yngsti Íslendingurinn sem fengið hefur bjargráð. Á myndinni sést örið eftir að bjarg- ráðurinn var græddur í. Hún felur yfirleitt örið með hárinu. „Hún fylgir því nú ekki alveg, maður er alltaf með lífið í lúkunum. 10 Fréttir 13. mars 2013 Miðvikudagur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.