Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2013, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2013, Page 14
Sandkorn G eir H. Haarde, fyrrverandi for­ sætisráðherra, var fórnarlamb óréttlátrar málsmeðferð­ ar þegar hann var ákærður, og síðar dæmdur, í lands­ dómsmálinu í fyrra. Mál Geirs fyrir landsdómi hefur komist aftur í um­ ræðuna vegna símtals hans og Dav­ íðs Oddssonar um lán Seðlabanka Íslands til Kaupþings þann 6. október árið 2008. Málsmeðferðin gegn Geir í landsdóms málinu var óréttlát, og þar með ótæk, þar sem ákæran í málinu var flokkspólitísk: Ákæran var sam­ þykkt á Alþingi af flokkspólitískum andstæðingum Geirs. Ákæruvald Alþingis í lands­ dómsmálinu byggir í reynd ennþá á stjórnar skránni sem Danir færðu Ís­ lendingum árið 1874 og er minni frá þeim tíma þegar þingræði hafði ekki verið fest í sessi í Danmörku og Ís­ landi. Þetta ákæruvald var í reynd eina leið þjóðþingsins til að refsa fram­ kvæmdavaldinu, ráðherra, ef hann gerðist brotlegur við lög í starfi sínu áður en þingræðinu var komið á. Hugsanlega hefði átt að endurskoða, eða jafnvel afnema, lögin um lands­ dóm eftir að þingræði var komið á á Íslandi árið 1904. Þetta var hins vegar ekki gert heldur hafa lögin haldist í gildi meira en 100 árum lengur en þau hefðu nauðsynlega þurft að gera. Lögin um landsdóm voru svo endur­ skoðuð 1962 og 1963, fyrir tilstuðlan Bjarna Benediktssonar, en inni í þeim lögum hélst ákvæðið um ákæruvald Alþingis yfir ráðherrum. Hugmynda­ fræðin í þeirri lagasetningu Alþingis hefur án efa byggt á þeirri forsendu að stjórnmál væru í eðli sínu hreinlyndari og réttlátari en þau eru í raun og að þingmenn létu atkvæði sitt ekki stjórn­ ast af flokkspólitískum hagsmunum, áflogum eða hefnigirni almennt séð. Ákæruvald í dómsmálum má ekki, og á ekki, að vera flokkspólitískt – ekki undir nokkrum kringumstæðum. Ef maður, í þessu tilfelli stjórnmála­ maðurinn Geir H. Haarde, er ákærður af flokkspólitísku ákæruvaldi þá er hann beittur óréttlæti. Alveg sama hvort viðkomandi einstaklingur er síð­ ar dæmdur fyrir brot sín af dómstól sem ekki er pólitískur nema að hluta til, líkt og í tilfelli Geirs, þá stend­ ur það alltaf eftir að forsendurnar fyrir ákærunni voru flokkspólitískar. Ákæruvald í dómsmálum þarf að vera hlutlaust og hlutlægt en ekki hlut­ drægt, huglægt og tilfinningalegt, líkt og flokkapólitíkin á Alþingi er því mið­ ur yfirleitt. Með þessum orðum er ég ekki að segja að Sjálfstæðisflokkurinn beri ekki mesta ábyrgð á hruninu og að það hafi verið rangt af landsdómi að dæma Geir – ég get varla tekið af­ stöðu til þess þar sem ég er ekki lög­ fræðingur – heldur að það hafi verið ranglátt að láta flokkspólitískt vald ákæra hann. Þessi flokkspólitíska ákæra er nægjanlegt skilyrði fyrir því að hægt sé að fullyrða að málarekstur­ inn gegn Geir hafi verið óréttlátur. Að veita þingmönnum Samfylk­ ingarinnar og Vinstri grænna ákæru­ vald yfir einhverjum af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins er sambærilegt við það, í ljósi vinnuhátta í stjórnmál­ um hér á landi þar sem tilgangurinn helgar yfirleitt meðalið, að gefa fylgis­ mönnum einnar stríðandi fylkingar á einhverju sviði ákæruvald yfir ein­ hverjum úr liði andstæðingsins. Póli­ tíkin á meira skylt við óréttlátt stríð, þar sem flest er leyfilegt til að koma höggi á andstæðinginn og ná því markmiði að komast til valda eða halda þeim, en yfirvegaða umræðu þar sem hver þingmaður greiðir at­ kvæði í hverju máli eftir bestu sam­ visku og óháð flokkslínum. Þar sem flokkapólitíkin á Íslandi hefur verið hörð í kjölfar hrunsins – flokkarnir berjast um völdin og stöðu sína í sögu nýliðinna ára – þá hefur verið hætt við því að stjórnmálaflokkarnir á Alþingi brygðu á það ráð að reyna að hvítþvo hendur sínar af hruninu með því að refsa einhverjum úr röðum and­ stæðinganna til að undirstrika að þeir beri meiri ábyrgð. Hið sama ætti auðvitað við ef þingmönnum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins yrði gef­ ið ákæruvald yfir ráðherrum úr nú­ verandi ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Ákæran og dómur­ inn gegn Geir situr í sjálfstæðis­ mönnum og rifja þeir hann gjarnan upp þegar þeir tala um andúð sína á núverandi ríkisstjórn – nú síðast í Reykjavíkurbréfi Davíðs Oddssonar í Morgunblaðinu á sunnudaginn. Í ljósi þess að pólitíkin á Íslandi er eins hatrömm og raun ber vitni er ekki loku fyrir það skotið að næsta ríkis­ stjórn taki til þess ráðs, ef Sjálfstæðis­ flokkurinn myndar stjórn ásamt Framsókn til dæmis, að hefna fyrir ákæruna gegn Geir með því að nota meirihlutavald sitt á komandi þingi til að ákæra einn af ráðherrum núver­ andi ríkisstjórnar. Þeir gætu brugðið á það ráð að ákæra Steingrím J. Sigfús­ son út af Icesave­málinu, björgun Sjó­ vár, eða ætlaðri björgun VBS og Saga Capital, nú eða þá fyrir björgunar­ tilraunirnar á Sparisjóði Keflavíkur á sínum tíma. Tilgangurinn gæti helgað meðalið í slíkri ákæru. Þá væri í reynd hafin fæðardeila á Alþingi sem væri í ætt við húskarlavíg­ in í Njálu, nema að þá væri um að ræða ráðherravíg á víxl. Næsta ríkis­ tjórn Vinstri grænna og eða Samfylk­ ingarinnar gæti þá aftur viljað hefna sín á Sjálfstæðisflokknum eftir að hún kemst til valda næst. Og svo koll af kolli. Allir hljóta að sjá hvað það er óréttlátt og óheppilegt fyrirkomulag að láta Alþingi fara með ákæruvald yfir ráðherrum. Sérhver flokkspólitísk ákæra sem lítur dagsins ljós frá Al­ þingi á grundvelli laganna um lands­ dóm er í eðli sínu óréttlát og stríðir gegn lögum og reglum lýðræðisríkja um réttláta málsmeðferð. Við verðum að breyta þessum lög­ um sem fyrst þannig að óréttlætið í máli Geirs H. Haarde geti ekki endur­ tekið sig og að einhver annar stjórn­ málamaður – sjálfstæðismaður, sam­ fylkingarmaður, vinstri grænn, pírati eða framsóknarmaður – verði ekki fyrir því að vera dæmdur á grund­ velli flokkspólitískrar ákæru. Geir bíður nú eftir því að kæra hans verði tekin fyrir hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Sama hvort hann var sekur eða saklaus um það sem landsdómur taldi hann hafa gert þá væri réttlátt að endurskoða dóminn gegn honum á þeirri forsendu einni að hann hafi byggt á óréttlátri ákæru. Siðferðið á að grundvalla lagasetninguna í lýðræðis­ ríkjum – lögin sjálf eru ekki grundvöll­ ur siðferðisins – og því ber að endur­ skoða lög sem stríða gegn siðferðinu og eftir atvikum vonast til að þeim dómum verði hnekkt sem byggja því miður á slíkum ólögum. Nafnlaus Davíð n Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, fór nafn­ laus á kostum í Reykjavíkur­ bréfi Mogg­ ans þar sem hann eyddi miklu púðri í að verja gjörðir sínar sem seðla­ bankastjóri. Var honum mikið niðri fyrir þar sem hann hjó á báða bóga. Nú er komið á daginn að leynisímtal hans og Geirs Haarde, þáverandi forsætis­ ráðherra, þegar þeir lánuðu Kaupþingi obbann af gjald­ eyrisforðanum var ekki svo leynilegt eftir allt saman. Davíð hafði nefnilega vit á að taka það upp. Nú brennur sú spurning á landsmönnum hvað Geir hafi sagt. Taugaveiklaðir sjallar n Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son, formaður Framsóknar­ flokksins, er svo sannarlega með pálmann í höndunum þessa dag­ ana ef litið er til skoðana­ kannana. Sjálfstæðis­ menn erum á taugum vegna þessa eins og sjá má af miðlum þeirra sem nota hvert tæki­ færi til að hrauna yfir Fram­ sóknarflokkinn. Forysta flokksins gerir sér væntanlega grein fyrir því að verði niður­ staða kosninga í þessum dúr mun Sigmundur Davíð fá til­ boð frá vinstri um forsætis­ ráðherrastólinn og taka því. Þá væri ferill Bjarna Benedikts- sonar sem formanns á enda. Illugi þögull n Það sýður og bullar í Sjálf­ stæðisflokknum eftir lands­ fund þar sem samþykkt var að loka ætti Evrópustofu. Evrópusinnar í flokknum, sem eru um þriðjungur, telja að ályktun landsfundar sýni að allt umburðarlyndi sé horfið. Hægrimaðurinn séra Þórir Stephensen, fyrrverandi dómkirkjuprestur, skrifaði harðorða grein í Fréttablað­ ið, og kallaði þetta skoðana­ kúgun og andlegt ofbeldi. Illugi Gunnarsson var í Silfri Egils um helgina og var spurður hvort hann hefði stutt lokun Evrópustofu. Hon­ um tókst að tala sig frá spurn­ ingunni án þess að svara. Jafnvel Illugi ver málið með þögninni. Villikattaframboð n Vandi VG er síst að baki þótt Steingrímur J. Sigfússon allsherjarráðherrahafi vikið af formannsstóli. Framboð fyrr­ verandi liðsmanna VG, Bjarna Harðarsonar og Jóns Bjarna- sonar, undir merki Regn­ bogans er mikið áfall fyrir þá sem eftir sitja. VG er í sinni mestu lægð þegar nú bætist við að róttækasti hluti flokks­ ins hefur farið í sérframboð. Greinilegt er að kjör Katrínar Jakobsdóttur til formanns hef­ ur ekki orðið til þess að bera klæði á vopnin. Villikettirnir eru aftur komnir á stjá. Hann er íslenskur Þær liggja síður á skoðunum sínum Ásdís Rán á íslenskan draumaprins. – DV Stefán Árni Þorgeirsson segir konur reiðubúnari til að tjá tilfinningar sínar. – DV Við verðum að breyta þessu„Ákæruvald í dóms- málum þarf að vera hlutlaust og hlutlægt en ekki hlutdrægt, huglægt og tilfinningalegt. H vernig byggir maður upp traust? Aðeins ein leið er til þess, hvort sem kemur að persónulegum samböndum eða pólitík. Með því að gera það sem maður segir og segja það sem maður gerir. Nú þegar stefna Fram­ sóknarmanna liggur fyrir í málefnum heimilanna og atvinnulífsins, er gott að skoða hana í tengslum við áherslur okkar allt þetta kjörtímabil. Frá efnahagshruninu hafa fram­ sóknarmenn lagt fram umfangsmiklar tillögur á fjölmörgum sviðum sem eiga það sameiginlegt að endurspegla sýn okkar á Ísland, þetta nýja Ísland sem okkur dreymdi flest um þegar rykið fór að setjast yfir rústum auðhyggjunnar. Okkar helsta markmið var að tryggja að heimilin í landinu biðu sem minnstan skaða af ofsaakstri útrásarvíkinga og frjálshyggjuplebba sem keyrðu íslenskt hagkerfi beint út í skurð. Að koma hjólum atvinnu­ lífsins af stað svo við gætum strax farið að vinna okkur út úr vandan­ um. Að tryggja að ofurskuldir innan­ tóms bankakerfis lentu hjá þeim sem ábyrgðina bæru. Þeim sem voru nógu gráðugir eða vitlausir til að lána pen­ inga inn í spilaborgina, en ekki sak­ lausum skattgreiðendum. Aldrei aftur Því lögðum við fram tillögur fyrir síð­ ustu kosningar um að höfuðstóll lána yrði lækkaður. Tilgangurinn var að tryggja að þær skuldir sem erlendir kröfuhafar höfðu þegar afskrifað rynnu til íslenskra skuldara sem sátu uppi með allt tjónið af gengishruninu og verðbólgu. Ýmsir töluðu þá um töfra­ brögð um leið og þeir reyndu að gull­ tryggja að lítið sem ekkert yrði hægt að gera fyrir fjölskyldur þessa lands með samningum við kröfuhafa um nýju bankana. Skýrsla fv. fjármálaráðherra sýndi þó að þessi leið var fær sem og mikill bókfærður hagnaður fjármála­ fyrirtækjanna. Þá vildum við lækka vexti strax, auk þess sem við höfum barist af hörku fyrir afnámi verð­ tryggingarinnar, til að tryggja að heim­ ili landsins þurfi ekki aftur að upplifa sambærilegan forsendubrest. Við lögðum fram ítarlega stefnu í atvinnumálum um sköpun þús­ unda nýrra starfa, því vinna er ávallt forsenda velferðar. Atvinnuleysi er einfaldlega óásættanlegt. Launuð störf greiða fyrir matinn, húsnæðið, heilsugæsluna, leikskólana og allt ann­ að. Við eigum ekki að þurfa að lifa á brauðmolum af borði hinna ríku, held­ ur eigum við einfaldlega að tryggja góð, vel launuð störf. Næsta kjörtímabil Þannig höfum við barist dyggilega fyr­ ir þessum hugmyndum allt kjörtíma­ bilið. Þess vegna segjum við að verk­ efni næsta kjörtímabils verði þríþætt. Taka þarf á uppsafnaða vandanum, þeim sem ekki var leiðréttur eftir efna­ hagshrunið. Í öðru lagi þarf að koma í veg fyrir að lánin geti aftur stökkbreyst með því að taka á verðtryggingunni og loks að tryggja fólki betri lífskjör til framtíðar með atvinnusköpun. Til þess þarf kjark, þor og staðfestu. Til þess þarf Framsókn fyrir Ísland. Framsókn fyrir Ísland Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 14 13. mars 2013 Miðvikudagur Leiðari Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is „Við eigum ekki að þurfa að lifa á brauðmolum af borði hinna ríku, heldur eigum við einfaldlega að tryggja góð, vel launuð störf. Kjallari Eygló Harðardóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.