Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2013, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2013, Page 19
Ódýrast með WOW air Neytendur 19Miðvikudagur 13. mars 2013 Borðum meira af ávöxtum n Bætum þeim í nestið, morgunmatinn og á veisluborðið Góðir gegn sjúkdómum Það er hægt að auka neyslu á ávöxtum á ýmsa vegu. F jölmargar rannsóknir sýna að neysla ávaxta hafi jákvæð áhrif á heilsu okkar og talið er að hún geti komið í veg fyrir sjúkdóma eins og krabbamein og hjartasjúkdóma, neyslan minnkar magns kólesteróls og byggir upp ónæmiskerfið. Heilbrigðisyfirvöld hvetja því landsmenn til að borða meira af ávöxtunum góðu. Á síðu Leiðbeiningastöðv- ar heimilanna eru gefin ráð um hvernig hægt sé að auka neyslu fjölskyldunnar á ávöxtum og grænmeti en þar segir að best sé að skipuleggja máltíðir þannig að ávextirnir séu eðlilegur hluti þeirra. Mikilvægt sé að hafa þá sýnilega þannig að auðvelt sé að grípa til þeirra. Þá er bent á að foreldrar og forráðamenn barna eigi að vera þeim góð fyrirmynd með því að neyta sjálfir reglulega ávaxta og grænmetis. Til að tryggja að ávextir séu daglega á borðum heimilanna sé gott að hafa eftirfar- andi í huga: n Að ávextir tilheyri morgunmatn- um, til dæmis með morgunkorni út í súrmjólk eða AB-mjólk. n Að ávextir eru einkar handhægir í nestispakkann, bæði í skóla og vinnu. n Að ávextir eru upplagður biti milli mála. n Að ávextir eru frábærir sem kvöldnasl. n Að ávexti er hægt að bera fram á fjölbreyttan hátt. Setja í blandara og útbúa næringarríka ávaxtadrykki, kreista í safapressu eða setja í bitum út í drykki. n Að ávextir eru einkar góður og fallegur veislukostur, til dæmis með ostum. n Reynum að vera sveigjanleg þegar flug er bókað n Það er hægt að spara með því þúsundir króna Kaupmannahöfn 13.–16. júní WOW air (út) og Icelandair (heim) Verð: 33.653 krónur Icelandair (báðar leiðir) Verð: 39.398 krónur Ódýrasti kosturinn: WOW air (báðar leiðir) Verð: 26.942 krónur Berlín 13.–16. júní WOW air (báðar leiðir) Verð: 77.053 krónur Ódýrasti kosturinn: WOW air (út) og Norwegian (heim) með einu stoppi báðar leiðir. Verð: 42.842 krónur Amsterdam 14.–17. júní Icelandair (báðar leiðir) Verð: 42.257 krónur Icelandair (út) og WOW air (heim) Verð: 38.915 krónur Ódýrasti kosturinn: WOW air (báðar leiðir) Verð: 35.473 krónur Barcelona vikuferð í júní 10.–17. júní WOW air (báðar leiðir) Verð: 68.626 krónur Icelandair (báðar leiðir) 15.–22. júní Verð: 92.390 krónur Ódýrasti kosturinn: WOW air (út), easyJet (út), British Airways (heim) og WOW air (heim) með einu stoppi í hvorum fluglegg 12.–19. júní Verð: 50.437 krónur London 13.–16. júní Icelandair (báðar leiðir) Verð: 30.719 krónur Icelandair (út) og WOW air (heim) Verð: 29.048 krónur Ódýrasti kosturinn: WOW air (báðar leiðir) Verð: 27.373 krónur París 12.–19. júní Icelandair (báðar leiðir) Verð: 47.591 krónur WOW air (út), easyJet (heim) og WOW air (heim) með einu stoppi á leið heim Verð: 38.699 krónur Ódýrasti kosturinn: WOW air (báðar leiðir) Verð: 38.390 krónur Osló 13.–16. júní Icelandair (báðar leiðir) Verð: 50.616 krónur Icelandair (út) og Norwegian (heim) Verð: 40.369 krónur Ódýrasti kosturinn: SAS (út) og Norwegian (heim) Verð: 39.221 krónur New York 13.–16. júní Icelandair (báðar leiðir) Verð: 84.140 krónur Ódýrasti kosturinn: Icelandair (út), American Airlines (út), Jet Blue (heim) og Icelandair (heim) með einu stoppi báðar leiðir. Verð: 71.619 krónur Boston 13.–16. júní Icelandair (út), American Airlines (út) og Icelandair (heim) með stoppi á leið út. Verð: 75.007 krónur Ódýrasti kosturinn: Icelandair (báðar leiðir) Verð: 49.413 krónur Ódýrustu fargjöldin út í heim n Air Berlin n Air Greenland n Austrian Airlines n Avion Express – WOW air n Delta Air Lines n Deutsche Lufthansa n EasyJet n Edelweiss Air n Germanwings n Icelandair n Niki Luftfahrt n Norwegian Air Shuttle n SAS n Transavia.com Fljúga til Íslands í sumar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.