Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2013, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2013, Síða 6
6 Fréttir 8. apríl 2013 Mánudagur Heildarmynd fyrir samfélagið „Við leggjum ekki upp með kosn- ingaloforð í baráttunni eins og aðrir. Við viljum ekki fara þá óá- byrgu leið,“ sagði Björt Ólafsdóttir við opnun kosningamiðstöðvar Bjartrar framtíðar á sunnudaginn en Björt skipar efsta sæti flokksins í Reykjavík norður. „Okkar stefna felst í heildarmynd fyrir íslenskt samfélag og hún hríslast niður í mál og málefni sem við höfum ljóslifandi sett fram.“ Róbert Marshall, efsti maður í Reykjavík suður, tók í svipaðan streng. „Hugmyndafræði og nálg- un Bjartrar framtíðar byggir á á því að gera sitt besta. Við ætlum ekki að taka þátt í keppni um hver sé besti eða mesti vinur heimilanna.“ Eftir stutta ræðu tók Róbert upp gítar og flutti lagið Purpe Rain eft- ir tónlistarmanninn Prince og er það líkast til vísun í einkennislit Bjartrar framtíðar, sem er fjólublár. Vilja flugvöll í Vatnsmýrinni Yfir 80 prósent landsmanna vilja að Reykjavíkurflugvöllur verði kyrr í Vatnsmýrinni ef marka má könnun sem gerð var fyrir Stöð 2 og Fréttablaðið. Sérstaka athygli vekur að ekki er munur á afstöðu höfuðborgarbúa og þeirra sem búa á landsbyggðinni. Sam- kvæmt könnuninni er afstaða Reykvíkinga til málsins gjörbreytt frá því sem var í kosningum um framtíð flugvallarins árið 2001. Þá vildi meirihluti Reykvíkinga flug- völlinn burt. Þegar horft er á landið allt vilja 83 prósent að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni, aðeins 3 prósent vilja nýtt flugvallarstæði á Hólmsheiði en 11 prósent telja að færa eigi starfsemina til Keflavíkur. H ún var einstök á allan hátt. Hún var hjartahlýjasta manneskja sem ég veit um.“ Svona lýsir Ásrún Telma Hannesdóttir vinkonu sinni Lovísu Hrund Svavarsdóttur sem lést aðfaranótt laugardags í bílslysi, að- eins sautján ára að aldri. Hinn ökumaðurinn grunaður um ölvun Lovísa Hrund var á leið heim úr vinnu um klukkan hálf þrjú um nóttina þegar jeppabifreið sem kom úr gagnstæðri átt á Akrafjallsvegi skammt norðan við Hvalfjarðar- göngin, skall framan á fólksbifreið Lovísu með ofangreindum afleiðing- um. Ökumaður jeppabifreiðarinnar, kona um fertugt, er grunaður um ölvunarakstur og var fluttur á slysa- deild til aðhlynningar. Ekki er vitað frekar um líðan konunnar. Lovísa var fædd 5. október árið 1995 og var því aðeins sautján ára þegar hún lést en hefði orðið átján ára á árinu. Foreldrar Lovísu eru Svavar Skarphéðinn Guðmundsson og Hrönn Ásgeirsdóttir. Lovísa var búsett á Akranesi og er bæjarfélagið þar í sárum eftir þennan hörmulega atburð. Bílstjóri jeppabifreiðarinnar býr einnig í bænum. Bæjarfélagið lamað af sorg Bænastund var haldin á sunnu- dagskvöld í Akraneskirkju þar sem fjölmargir vinir og ættingjar Lovísu Hrundar komu saman til þess að minnast hennar. Um helgina mátti sjá friðarljós loga víða á Akranesi og sorgin var mikil. „Það eru bara all- ir lamaðir af sorg. Það trúir þessu enginn ennþá,“ segir Ásrún Telma, vinkona Lovísu. Þær voru nánar vin- konur, báðar hluti af stórum og nán- um vinkonuhóp sem syrgir nú vin- konu sína og ljóst er að stórt skarð er höggvið í hópinn. „Við erum bún- ar að sitja saman svona tólf stelpur heima hjá einni og bara trúum þessu ekki. Við héldum að við fengjum að eldast með vinkonu okkar en svo er hún bara tekin frá okkur,“ segir Ásrún Telma. Vinmörg og vinsæl „Í þau sjö ár sem við höfum verið vinkonur þá höfum við aldrei rifist og við höfum aldrei orðið ósáttar. Hún stóð alltaf við bakið á öllum vinkonum sínum. Hún hafði alltaf falleg orð að segja um alla og vildi öllum vel,“ segir Ásrún Telma og segir Lovísu hafa verið afar vin- sæla og vinmarga. „Hún þekkti fólk alls staðar að. Það vissu allir hver hún var.“ Frænka Lovísu tekur i sama streng: „Hún var alveg yndis- leg stelpa, barngóð og átti ótrú- lega marga vini, var vinsæl og góð stelpa.“ Rosalega dugleg Lovísa hafði nýlega hafið störf á veitingastað í miðbæ Reykjavík- ur með námi. Hún vann á veitinga- staðnum aðra hvora helgi með- fram námi sem hún stundaði við Fjölbrautaskóla Vesturlands. Áður hafði hún meðal annars starfað í HB Granda og í tveimur verslunum á Akranesi. „Hún vann alltaf með náminu. Hún var bara rosalega dug- leg á allan hátt. Hún tók líka alltaf öllum opnum örmum og átti rosa- lega auðvelt með að kynnast fólki. Hún var rosalega hress og skemmti- leg stelpa,“ segir Ásrún Telma. Rannsókn á tildrögum slyssins stendur yfir og lögregla verst allra frekari frétta. n „Hún var alveg yndisleg stelpa“ n Lovísa Hrund lést í bílslysi aðeins sautján ára n Bæjarfélagið í sárum Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is Fjórir látnir í umferðinni S lysið er þriðja banaslysið sem orðið hefur á skömm- um tíma og samkvæmt vef Umferðarstofu hafa nú fjög- ur banaslys orðið á árinu. Þann fyrsta apríl síðastliðinn lést þriggja ára stúlka, þegar fjórhjól sem hún var farþegi á valt. Karlmaður fædd- ur 1967 lét lífið í hörðum árekstri á Skeiðavegi þann 25. mars síðast- liðinn þegar jeppabifreið sem hann ók skall á dráttarvél. Þann 3. janúar lést einn farþegi af fjórum þegar jeppi ók út af veginum skammt frá Kotá í Skagafirði. Árið 2012 voru níu banaslys í umferðinni, þar af þrjú í mars og apríl. Árið 2011 létust 12 í um- ferðinni af slysförum og sjö árið 2010. Góðar vinkonur Ásrún Telma og Lovísa höfðu verið vinkonur í sjö ár. Ásrún segir hana hafa verið hjartahlýjustu manneskju sem hún hafi þekkt. „Það trúir þessu enginn ennþá Vinsæl og vinmörg Lovísa Hrund var afar vinsæl og vinmörg að sögn vinkonu hennar. Bæjarfélagið er harmi slegið vegna þessa hörmulega banaslyss. Lovísa Hrund Svavarsdóttir Fædd 5. október 1995 Dáin 6. apríl 2013

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.