Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2013, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2013, Qupperneq 8
800 prósenta fylgisaukning S igmundur Davíð Gunnlaugs- son velti því fyrir sér í nokkurn tíma í hvaða stjórnmálaflokki hann ætti að ganga í áður en hann valdi Framsóknarflokk- inn á seinni hluta árs 2008. Hann hafði hug á reyna fyrir sér í stjórnmálum eft- ir að hafa unnið sem fjölmiðlamaður og verið í námi erlendis. Samfylk- ingin var einn af þeim kostum sem hann velti fyrir sér áður en Framsókn varð fyrir valinu. Þar fylgdi Sigmundur Davíð í fótspor föður síns, Gunnlaugs Sigmundssonar, sem sat á þingi fyrir flokkinn á níunda áratugnum. Í lok desember 2008 ákvað hann svo að bjóða sig fram til formanns í Framsóknarflokknum og sagði um þá ákvörðun í viðtali við RÚV eftir að hann hafði sigrað í kosningunum: „Ég tel að ég hafi verið kjörinn for- maður fyrst og fremst vegna þess að Framsóknarflokkurinn vildi sýna með óhyggjandi hætti að hann ætlaði að byrja frá grunni.“ Á einungis nokkrum mánuðum hafði Sigmundur Davíð tekið tvær stórar ákvarðanir sem báðar skiluðu árangri fyrir hann: Fyrst gekk hann í Framsóknarflokkinn og svo var hann kjörinn formaður flokksins skömmu síðar. Birtingarmynd breytinga Sigmundur Davíð var því, að eigin sögn, birtingarmynd þeirra breytinga sem áttu sér stað í Framsóknarflokkn- um. Borgarfulltrúi flokksins, Óskar Bergsson, lýsti innkomu hans í íslensk stjórnmál meðal annars svona þegar fyrir lá að Sigmundur Davíð yrði for- maður flokksins: „Þetta eru mikil tíð- indi, að 33 ára maður geti komið af götunni í rótgróinn stjórnmálaflokk og heillað þingið með sér og náð að sigra.“ Þessi skýring á velgengni Sigmund- ar Davíðs var nokkuð útbreidd í byrj- un árs 2009 og taldi óperusöngkonan Sigrún Hjálmtýsdóttir meðal annars að sú staðreynd að formaðurinn hefði ekki verið í Framsóknarflokknum, og væri því ekki samsamaður við hann, kæmi sér vel fyrir hann: „Ég held að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson geti orðið bjargvættur fyrir flokkinn. […] Hinir frambjóðendurnir hafa verið áberandi framsóknarmenn en hann kemur þarna ferskur inn því fólk hefur ekki verið að samsama hann flokkn- um. Hann er líka eitthvað svo skelegg- ur, sér hlutina í réttu ljósi og kemur fram með raunhæfar lausnir. Þannig að innkoma hans er gleðifrétt fyrir flokkinn.“ Mikilvægt var því fyrir Sig- mund Davíð, miðað við orð margra á þeim tíma, að hann var ekki litaður af pólitísku starfi þegar hann tók við formannsstarfinu heldur kom inn í stjórnmálin sem óskrifað blað – flekk- laus. Um það verður ekki deilt að mikil endurnýjun átti sér stað í Framsóknar- flokknum eftir hrunið 2008 og er hugs- anlegt að þessi staðreynd, meðal annars tilkoma Sigmundar Davíðs, hafi skilað sér í því ótrúlega fylgi – á milli 30 og 40 prósent – sem Fram- sóknarflokkurinn mælist nú með í skoðanakönnunum í aðdraganda kosninga til Alþingis. Allir umdeildari þingmenn flokksins, sem verið höfðu ráðherrar í ríkisstjórnartíð Framsókn- ar og Sjálfstæðisflokks, hættu um eða eftir hrunið 2008. Þessar breytingar skiluðu sér: Framsóknarflokkurinn er kominn í oddastöðu í íslenskum stjórnmálum. Fylgið rauk strax upp Strax eftir að Sigmundur Davíð varð formaður rauk fylgi Framsóknar- flokksins upp í skoðanakönnunum. Í fyrstu könnuninni sem MMR gerði á fylgi Framsóknar eftir kjör hans mæld- ist Framsókn með rúmlega 17 pró- senta fylgi en hafði mælst með tæp fimm prósent í könnuninni þar á und- an. Aukningin nam því meira en 300 prósentum á milli kannanna. Fram- sóknarflokkurinn var því næstum því horfinn sem stjórnmálaafl þegar Sig- mundur Davíð tók við honum í kjölfar hrunsins. Flokkurinn hefði varla náð mönnum á þing þegar hann tók við. Inn í auknar vinsældir Framsóknar- flokksins á þessum tíma spilaði líklega að Sigmundur Davíð hafði aflað sér nokkurra vinsælda með þátttöku sinni í starfi Indefence-hópsins sem barð- ist gegn því að Íslendingar tækju á sig Icesave-skuldbindingarnar vegna falls Landsbanka Íslands. Strax og hann tók við sem formaður var talað um hann sem guðföður minnihlutastjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna sem mynduð var í ársbyrjun 2009 og stýrði landinu fram að kosningunum þá um vorið. Í þeim kosningum fékk Framsóknarflokkurinn 15 prósenta fylgi, sem var mikill sigur fyrir flokk- inn miðað við þá stöðu sem hann var í þegar Sigmundur Davíð tók við hon- um. Sigmundur Davíð kom því inn í Framsóknarflokkinn og íslensk stjórn- völd á réttum tíma og hefur uppskera hans í skoðanakönnununum verið eft- ir því hingað til. Fengitími Framsóknarflokksins Fylgi Framsóknarflokksins í skoðana- könnunum hélst almennt á bilinu 12– 18 prósent á kjörtímabilinu sem nú er senn á enda. Fylgi flokksins tók svo aft- ur stökk í lok janúar síðastliðinn þegar EFTA-dómstóllinn dæmdi Íslending- um í hag í Icesave-málinu. Sigmund- ur Davíð hafði barist gegn greiðslu Ice- save-skuldbindinganna frá því áður en hann varð formaður og eins ötullega eftir að hann tók við formannsstarfinu. Niðurstaða EFTA-dómstólsins var því persónulegur sigur fyrir Sigmund Davíð og Framsóknarflokkinn. Þá fór fylgið úr 13 prósentum í 21 prósent í skoðanakönnunum sem Stöð 2 og Fréttablaðið stóðu fyrir og hafði fylgi flokksins ekki mælst eins mikið allt kjörtímabilið. Sigmundur Davíð var ekki lengi að eigna sér og Framsóknarflokkn- um sinn hluta af sigrinum og sagði meðal annars á flokksþinginu í byrjun febrúar að flokkurinn hefði haft „for- göngu“ í Icesave-málinu: „Nú er ný- lokið deilu sem flestir virðast sammála um að hafi verið ein stærsta milliríkja- deila í seinnitímasögu landsins. Að minnsta kosti sú stærsta frá því í land- helgisdeilunum. Það er engin tilviljun að Fram- sóknarflokkurinn hafði forgöngu í baráttunni gegn því óréttlæti sem Ís- lendingar voru beittir … ásamt hóp- um fólks sem var reiðubúið að leggja á sig óhemju vinnu til að verja hagsmuni samborgaranna.“ Þessi söguskoðun Sigmundar var vitanlega ekki röng – hann hafði barist lengi gegn Icesave – og það var kannski ekki óeðlilegt að for- maðurinn hossaði sér á þessu aðal- máli sínu á annars stuttri pólitískri ævi. Ice save-málið var hans ær og kýr þar til í lok janúar: Sigmundur Davíð hafði komið inn í stjórnmálin á þeirri óánægjubylgju sem Icesave-málið leiddi af sér í ársbyrjun 2009, flokkur hans hafði barist gegn samþykkt Ice- save-frumvarpsins lungann úr kjör- tímabilinu og nú var þessi vinna að skila sér í stórbættri stöðu flokksins í skoðanakönnunum. Niðurstaðan í Icesave-málinu leiddi af sér fengi- tíma Framsóknarflokksins sem er að springa út á réttum tíma, skömmu fyrir kosningar. Sigmundur Davíð hefði sjálfsagt sjálfur ekki getað valið betri tíma fyrir niðurstöðu EFTA- dómstólsins í málinu. Svo koma kosningaloforðin Þetta var í febrúar 2013, áður en kosn- ingabaráttan hófst fyrir alvöru. Þá var fylgi Framsóknarflokksins þegar komið upp í rúm 20 prósent í kjöl- far Icesave-dómsins. Svo hófst kosn- ingabaráttan og þá hefur fylgi Fram- sóknarflokksins enn á ný tekið kipp. Skýringarnar á þessari fylgisaukningu má að öllum líkindum rekja með- al annars til skýrra markmiða flokks- ins með kosningaloforðum. Tvö af þessum loforðum ganga út á afnám verðtryggingar á húsnæðislánum og leiðréttingu á fasteignaskuldum heim- ilanna með upptöku á 300 milljarða krónueignum erlendra aðila á Íslandi, meðal annars kröfuhafa Glitnis og Kaupþings. Þessi tvö loforð hafa verið gagn- rýnd með þeim rökum að afnám verðtryggingar feli ekki sér afturvirkt afnám, afnám á verðtryggðum lánum sem tekin hafa verið, heldur einungis á þeim lánum sem tekin verða í fram- tíðinni. Íslendingar eru byrjaðir að taka óverðtryggð lán í auknum mæli og því er spurning hvað felst í loforði flokksins þar sem ekki er um aftur- virkt afnám að ræða. Þá hefur flokk- 8 Fréttir 8. apríl 2013 Mánudagur „Þetta eru mikil tíðindi, að 33 ára maður geti komið af götunni í rótgróinn stjórnmálaflokk og heillað þingið með sér og náð að sigra. n Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tók við Framsóknarflokknum í molum n Er nú í oddastöðu Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Fortíðin gleymd Fortíð Framsóknar- flokksins, meðal annars undir Halldóri Ásgrímssyni, virðist því sem næst gleymd ef marka má fylgi flokksins í könnunum. 11,8% Sept. 201015% Maí 2009 18% Sept. 2009 Ósamstaða um prest Samstaða náðist í valnefnd Hafnarfjarðarsóknar um hver skyldi verða skipaður prestur við kirkjuna. Agnes Sigurðardóttir biskup kemur því til með að skipa í embættið. Þetta kom fram á RÚV. Ellefu manns sóttu um embættið. Í valnefndinni er eru níu manns sem fara yfir umsóknirnar en það þarf tvo þriðju hluta nefndar- innar eða sex atkvæði, til þess að samstaða sé um skipan prestsins. Biskup skipar prest um miðjan mánuðinn. Konubóka­ stofan opnuð Safn með verkum sem íslenskar konur hafa ritað á íslensku, verður opnað á Eyrarbaka á sumardaginn fyrsta, þann 25. apríl. Safnið hefur hlotið nafnið Konubókastofan og forsvarsmaður þess er Rannveig Anna Jónsdóttir, kölluð Anna í Túni, sem hefur lengi safnað bók- um eftir íslenskar konur. Mark- miðið með safninu er að halda til haga þeim verkum sem íslenskar konur hafa skrifað. Hátíð verður í Rauða húsinu á Eyrarbakka þegar safnið verður opnað og munu nokkrir kvenrithöfundar lesa upp úr bókum sínum og Katrín Jakobs- dóttir menntamálaráðherra mun opna safnið formlega. Kínverskum ferðamönnum fjölgar mest Alls voru rúmlega 122 þúsund er- lendir ferðamenn sem heimsóttu Ísland á árinu. Það er umtalsverð fjölgun frá því í fyrra þegar rúm- lega 87 þúsund heimsóttu landið. Fjölgunin er upp á tæplega 40 pró- sent. Sé horft á aukninguna á mánaðargrundvelli er aukningin 45,5 prósent fyrir marsmánuð. Mest hefur kanadískum ferða- mönnum fjölgað í marsmánuði – um tæp 130 prósent. Kínverj- um fjölgaði um 111 prósent, Bret- um fjölgaði um 55,5 prósent og Bandaríkjamönnum um 54 pró- sent. Sé litið á tímabilið janúar–mars sést að kínverskum ferðamönn- um fjölgaði mest, um 98 prósent og voru þeir rúmlega 2.300 sem heimsóttu landið. Flestir ferða- menn koma hins vegar frá Bret- landi, rúmlega 41 þúsund Bretar heimsóttu landið frá janúar og fram í mars á þessu ári.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.