Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2013, Blaðsíða 21
Sport 21Mánudagur 8. apríl 2013
Einn sem veit ekki hvenær nóg er komið
n Lance taldi sig eiga frama vísan í sundi
S
umir kunna sér einfaldlega
ekki hóf. Það gerði hjólreiða
kappinn Lance Armstrong
ekki áður en upp komst að
hann var búinn að svindla sér leið
að öllum helstu titlum í hjólreiðum
og jafnvel eftir að tjaldið féll hinsta
skipti á það baktjaldamakk hans
steig Armstrong fram og hugðist ná
frama í sundi.
Hann ætlaði með öðrum orðum
að skipta um íþróttagrein og vona að
almenningur um heim allan gleymdi
því sem snöggvast að hann hefur fyr
ir marga að eilífu eyðilagt nokkra
ánægju sem hægt er að hafa af
keppnishjólreiðum. Fyrir utan auð
vitað að hann er í eilífðarbanni frá
einni íþróttagrein sem á tæknilega
séð að útiloka hann frá öllum keppn
um í öllum íþróttagreinum.
En Armstrong hafði vart tilkynnt
fyrirætlan sína um að taka þátt í
sundkeppni í Texas sem gefur opin
ber stig fyrir verðlaunasæti fyrr í vik
unni en Alþjóðasundsambandið,
FINA, sagði þvert nei. Hann hafði þó
áður fengið grænt ljós á þátttöku frá
bandaríska sundsambandinu.
Rök FINA sem Bandaríkja
mennirnir urðu að beygja sig undir
og banna Armstrong frá keppni eru
að hann sé í lífstíðarbanni sam
kvæmt World AntiDoping Code
eftirlitsstofnuninni en það er við þá
lista sem íþróttahreyfingar um heim
allan miða þegar opinberar keppnir
eru háðar. Fari fram íþróttakeppni
þar sem opinber stig eru í boði þá
ber að fara eftir listum þeirrar stofn
unar hafi íþróttahreyfing viðkom
andi lands skrifað undir samkomu
lag þess efnis. Og það hafa öll stærstu
heimssamtök í íþróttum gert.
Það segir hins vegar töluvert um
líkamlegt ástand hjólreiðakappans
að þó hann hafi aldrei formlega tek
ið þátt í sundkeppni er tími hans í
lauginni í sínum aldurshópi með
þeim allra bestu. n
Sundkappinn Lance Armstrong? Karlinn er kappsamur með afbrigðum eins og
ljóst má vera af lyfjaneyslu hans um áralangt skeið og því fær hann ekki að keppa í öðrum
íþróttagreinum.
Laumaðist til
að reykja
Lífið hefur verið örlítið jákvæðara
fyrir Mario Balotello síðan hann
gekk til liðs við AC Milan frá
Manchester City eftir áramótin.
Honum hefur gengið vel á vellin
um og skorað sjö mörk í sjö leikj
um sem vart er hægt að kvarta
yfir. Hann hins vegar læddist inn
á klósett til að reykja á heimleið
í lest frá Flórens með liði sínu og
lestarvörðurinn kærði atvikið.
Um borð var einnig varaforseti
Milan, Adriano Galliani, sem um
svifalaust sektaði sinn mann fyrir
laumureykingarnar.
Ferguson hrif-
inn af di Canio
Nýr stjóri Sunderland, Paulo di
Canio, er mikið milli tanna á fólki
vegna fasistaláta hans sem hann
sjálfur hafnar að hafa nokkra trú á.
Einn er þó sá aðili sem er hrifinn
af stjórnunarstíl Ítalans og það er
enginn annar en Alex Ferguson,
stjóri Manchester United. Ástæð
an er sú sama og tengist hrifningu
Skotans af Jose Mourinho; di Canio
beri ástríðuna fyrir boltanum utan
á sér og smiti út frá sér til leik
manna í kringum sig. En Ferguson
sagði líka að Canio ætti stórt verk
efni fyrir höndum að koma Sund
erland á beinu brautina.
Þungu fargi
aflétt
Cesc Fabregas hlýtur að anda
mun léttar eftir leiki helgarinnar á
Spáni en karlinn skoraði þrennu
í leik Börsunga gegn Mallorca og
fór létt með að leysa aðalstjörnu
liðsins, Leo Messi, af hólmi en sá
er meiddur og lék ekki með í 5–0
sigri síns liðs. Fabregas hefur þótt
spila langt undir getu í vetur og
hefur smám saman verið að missa
byrjunarliðssæti sem hann átti í
upphafi leiktíðar. Þá hafa fjölmiðl
ar í landinu ekki verið hrifnir af
leik Cesc og kallað hefur verið eftir
því að hann verði seldur. Þrenn
an mun væntanlega binda enda á
slíkar fregnir.
Engin krafta-
verk hjá Harry
Oftar en ekki hefur Harry Red
knapp tekist hið ótrúlega; að
bjarga hinum og þessum lið
um úr vonlítilli stöðu þegar
hann tekur við stjórn en svo
virðist sem kraftaverkin láti
á sér standa með QPR. Hann
segist hafa vitað að verkefnið
yrði ekki auðvelt en viðurkenn
ir að vera í verri stöðu nú en
hann var að vonast til en Red
knapp tók við liðinu í nóvem
ber síðastliðnum. QPR er í bull
andi fallbaráttu og hefur tapað
illa fyrir öðrum botnliðum að
undanförnu.
Þýskir meistarar
með yfirburðum
U
m helgina varð Bayern
München þýskur meist
ari í 23. skiptið á sögunni
og það með óvenju mikl
um bravúr því sex umferðir
eru enn eftir í þýsku deildinni. Yfir
burðir liðsins undir stjórn hins mikil
hæfa Jupp Heynckes hafa verið mikl
ir og það eru stórir skór hans sem
Pep Guardiola, sem tekur við þjálf
un liðsins í sumar, þarf að fylla og
helst gott betur. Þá er liðið í frábær
um málum í Meistaradeild Evrópu
og margir spá því að liðið komist alla
leið í þeirri keppni fyrir utan auðvit
að að eiga enn möguleika á þýska
bikarmeistaratitlinum.
Árangur Bæjara er sá besti hjá
þýsku liði í Bundesligunni frá upp
hafi. Engu öðru liði hefur tek
ist að setja punktinn á þá deild svo
snemma og það er ekki lítið afrek því
þýska deildin er sterk og aðeins eitt
einasta ár síðan allt annað var uppi
á teningnum og Borussia Dortmund
var með örugga forystu og skildi
Bayern eftir í rykinu.
Dæmalaus tölfræði
Bayern hefur aðeins tapað einum
einasta leik í allan vetur í Bundeslig
unni og aðeins þrettán sinnum hef
ur andstæðingum tekist að skora í
mark Bæjara. Þeir eru taplausir á úti
velli og vantar aðeins sex stig til að
bæta stigametið í þýsku deildinni.
Besta dæmið um makalaust frábæra
frammistöðu liðsins er þó kannski sú
staðreynd að Bayern hefur skorað 36
mörkum meira en Dortmund sem er
í öðru sæti
Allt þetta er til marks um fyrsta
flokks lið, fyrsta flokks þjálfara og síð
ast en ekki síst samvinnu eins og hún
gerist best. Það hefur sem sagt tekist
að fá allar stjörnurnar í liðinu, og þær
eru margar, til að vinna saman sem
ein einasta heild og það er fjarri því
auðvelt með eiginhagsmunaseggi
á borð við Franck Ribery og Arjen
Robben innan liðsins.
Pressa á Pep
Þessi árangur er ekki mikið síðri, og
jafnvel mun betri, en árangur Pep
Guardiola með Barcelona en Pep tek
ur við stjórn Bayern í sumar eins og
kunnugt er. Þó Pep sé hátt skrifaður
hjá fjölda boltaspekinga hafa kom
ið fram efasemdir um Spánverjann í
þýskum miðlum síðustu vikurnar.
Bent er á að hans stíll sé afar
langt frá þeim leik sem Bayern
spilar þó ekki fari fram hjá mörg
um að Bæjara hafa undanfarin ár
spilað töluvert grimmari sóknar
leik en flest önnur félagslið í Þýska
landi. En vandséð er hvernig Pep
hyggst frekar bæta Bæjara og árang
ur Heynckes nú setur mikla pressu
á nýja þjálfarann. Sennilega svipaða
pressu og eftirmaður Alex Fergu
son hjá Manchester United þarf að
vinna undir þegar að því kemur.
Ekkert auðvelt við það. n
Þýski boltinn
Staðan
1 Bayern M. 28 24 3 1 79:13 75
2 Dortmund 28 16 7 5 66:34 55
3 Leverkusen 28 14 7 7 51:36 49
4 Schalke 28 13 6 9 48:43 45
5 Freiburg 28 11 9 8 36:33 42
6 E.Frankfurt 28 12 6 10 42:40 42
7 M‘gladbach 28 10 11 7 36:37 41
8 Mainz 28 10 9 9 35:32 39
9 Hannover 28 11 5 12 49:46 38
10 Nürnberg 28 9 11 8 33:35 38
11 Hamburger 28 11 5 12 32:44 38
12 Wolfsburg 28 8 9 11 33:43 33
13 Stuttgart 28 9 6 13 29:46 33
14 W.Bremen 28 8 7 13 43:54 31
15 F.Düsseldorf 28 7 8 13 33:43 29
n Bayern München gæti slegið stigametið n Þjálfarinn hverfur á braut
Albert Örn Eyþórsson
blaðamaður skrifar ritsjorn@dv.is
Séffinn sigurreifur Jupp Heynckes hefur gert frábæra hluti með Bayern og ekki hlaupið
að því að endurtaka það.
Frábær leiktíð Bayern
deildarmeistari og á enn
möguleika að verða þýskur
bikarmeistari og ekki er fráleitt
að ætla að Meistaradeildina
gæti liðið klárað líka.