Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2013, Side 22
22 Menning 8. apríl 2013 Mánudagur
Djass á Kex
Hljómsveitin Reykjavík Swing
Syndicate kemur fram á djass-
kvöldi á Kex Hostel á þriðjudag.
Hljómsveitina skipta þeir Haukur
Gröndal á saxófón, Gunnar Hilm-
arsson á gítar, Jóhann Guðmunds-
son sem einnig er á gítar og
Gunnar Hrafnsson á kontrabassa.
Tónlistin sem þeir spila tengist
sveiflu fjórða áratugarins, Django-
djassi og bannáragleði. Tónleik-
arnir hefjast klukkan 20.30 og
standa í um tvær klukkustundir
með hléi. Aðgangur er ókeypis og
því tilvalið fyrir tónþyrsta djass-
geggjara að skella sér á Kexið.
Fyrsta platan
komin út
Fyrsta plata hljómsveitarinnar
Robert the Roommate kom út á
föstudaginn. Öll lögin á plötunni
eru frumsamin og lýsa meðlimir
sveitarinnar lögunum sem þjóð-
lagaskotinni popp- og rokktónlist,
með áhrifum frá sveitum á borð
við Led Zeppelin og Fleet Foxes.
Hljómsveitin var stofnuð vorið
2010 og um haustið vann hún
Lennon-ábreiðulagasamkeppni
Rásar 2. Hljómsveitina skipa Rósa
Guðrún Sveinsdóttir sem syngur,
Daníel Helgason á gítar, Þórdís
Gerður Jónsdóttir á selló og Jón
Óskar Jónsson á slagverk.
Sögusýning
um femínista
Femínistafélag Íslands fagnar 10
ára afmæli sínu um þessar mundir
og af því tilefni er nú í gangi sögu-
sýning um starf félagsins í Þjóðar-
bókhlöðunni. Sýningin er byggð á
vinnu Karenar Ástu Kristjánsdóttur
og Rósu Bjarkar Bergþórsdóttur
sem skrásettu sögu Femínistafé-
lagsins í fyrra. Á sýningunni verð-
ur stiklað á stóru í aðgerðum og
áhrifum Femínistafélags Íslands
síðustu 10 ár. Margt hefur áunnist í
jafnréttisbaráttunni þó að enn hafi
lokamarkmiðinu ekki verið náð,
þ.e.a.s. að félagið verði lagt niður
því jafnrétti hafi verið náð segir í til-
kynningu frá félaginu.
1fundir, fyrirmyndakvöld, listakvöld, málþing, femínistavikur, hitt, afhending bleiku steinanna, bolir, merki, jólakort, fræðsla, málþingveggspjöld, jólakort, merki, listakvöld, hitt, fræðsla, samfélagsáhrif, kröfuspjöld, ályktanir, vinna gegn staðalímyndum, fundir, fræðsla,vinna gegn kynbundnu ofbeldi, merki, listakvöld, málþing, jólakort vinna gegn kynbundnu ofbeldi, merki, listakvöld, málþing, jólakortfundir, fyrirmyndakvöld, listakvöld, málþing, femínistavikur, hitt, afhending bleiku steinanna, bolir, merki, jólakort, fræðsla, málþingkröfuspjöld, ályktanir, vinna gegn staðalímyndum, fundir, fræðslaveggspjöld, jólakort, merki, listakvöld, hitt, fræðsla, samfélagsáhrif,femÍnistafÉlag ÍslandsfemÍnistafÉlag ÍslandsfemÍnistafÉlag ÍslandsfemÍnistafÉlag Íslandskarlmenn segja nei við nauðgunum málum bæinn bleikankonur gegnum glervegginnkannast einhver við þessa konu? ecce femina átak gegn óábyrgum auglýsingum
Þ
að voru sannkallaðar ham-
farir sem gengu yfir stóra
sviðið í Borgarleikhúsinu nú
í síðustu viku þegar Krist-
ján Ingimarsson og félagar
geystust þar um í gestaleik sínum
Blam! sem þeir kalla svo. Ég skal játa
það fúslega: ég hef ekki hugmynd
um hvaðan orðið kemur eða hvað
það þýðir. En vísast hefur það eitt-
hvað að gera með leik þann sem er
stundaður í sýningunni. Því að þetta
er í rauninni leikhús í leikhúsinu. Og
hvílíkt leikhús! Ég held það sé ár og
dagur síðan sýning hefur uppskorið
jafn einlæg og eindregin fagnaðar-
læti og Blam! gerði á frumsýningar-
kvöldið. Og NÚ var ástæða til að rísa
úr sætum að leikslokum og hylla
leikendur vel og lengi.
Á sviðinu eru fjórir fullorðnir karl-
menn að leika sér. Fyrst er þó allt við
kyrrð og spekt. Úr salnum sér inn í
ósköp venjulegt skrifstofuumhverfi,
snyrtilegt, en kaldranalegt, grátt og
ópersónulegt. Af hverju þurfa allar
skrifstofur að vera eins, hugsar mað-
ur með sjálfum sér. Skyrtuklæddir
starfsmenn við tölvuskjáina, hver
á sínum bás, misáhugasamir um
vinnuna greinilega, en ósköp stilltir
annars. Ekki annað að sjá en í upp-
siglingu sé hefðbundið realistískt
sjónvarpsdrama. Þeir sem þekkja til
Kristjáns vita þó betur.
Inn í heim hasarmyndanna
Áður en varði eru karlarnir flognir
inn í ímyndaðan heim hasarmynd-
anna þar sem ofurhetjur heyja
blóðuga baráttu við harðsnúna
andstæðinga, grimma bófa og
annarlegar skuggaverur. Fyrr en var-
ir er allt á tjá og tundri á kontórnum,
sviðsmyndin bókstaflega komin á
hvolf. Skrifstofubúnaðurinn orðinn
að leikmunum í trylltum leiknum.
Hvað er það eiginlega sem hér
dynur yfir? Er það bæld undirvit-
und sem gýs í gegnum freðna skyn-
semi yfirsjálfsins? Fantasían sem rís
upp gegn reglustikunni, draumurinn
gegn deyðandi hversdagsleikanum?
Frelsisþráin gegn þrældómnum?
Leikurinn opnar fyrir ýmsar túlkan-
ir; það er ekki síst það sem gerir hann
forvitnilegan. Og auðvitað varir þetta
eldgos, þessi uppreisn, aðeins um
stund.
Þegar ég líki þessu við hamfarir,
þá nota ég orðið fyrst og fremst í upp-
runalegri merkingu: að fara hamför-
um, skipta um ham, taka á sig ann-
að útlit. Því það er það sem þeir
gera, strákarnir. Með slíkri líkams-
fimi, hugmyndaauðgi, hnitmiðun,
tæknilegu öryggi og nákvæmni að
maður bókstaflega tekur andköf.
Hvað eftir annað. Þetta er allt í senn
ballett og sirkus og látbragðsleikur
og slapp-stikk og fimleikasýning:
ekkert þessara hugtaka nær fyllilega
að lýsa því sem þarna fer fram. Það
er einfaldlega einstæður sviðsgaldur
sem hrífur okkur frá upphafi, heldur
okkur föngnum þær áttatíu mínútur
sem sýningin varir.
Í leikskránni stendur, fyrir þá sem
á annað borð glugga í leikskrár, að
verkið sé bræðingur úr Die Hard og
The Office. Ég er ekki nógu hand-
genginn þessum meistaraverkum
kvikmyndasögunnar til að geta
dæmt um það, en ekki sá ég betur en
þarna væru á ferli skuggar af ýmsum
fleirum heljarmennum hasarmynd-
anna, góðum og illum, jafnvel sjálf-
um James Bond. Geimaldarmyndir,
vísindatryllar, vestrar, hrollvekjur;
mátti ekki sjá glytta í slíkt góss þarna
innan um og saman við? Á stundum
mátti heyra suma áhorfendur hlæja
þar sem aðrir hlógu ekki og það er
auðvitað hluti af leiknum: að grípa
vísanirnar.
En þið skulið samt ekki halda að
þið þurfið að vera sérstaklega með
á þeim nótum til að njóta leiksins,
öðru nær. Þær eru aðeins bragð-
auki í þeirri veislu sem þessir snill-
ingar bjóða upp á. Hetjudýrkunin
er ekki heldur nein uppgötvun tutt-
ugustu aldarinnar: í gráma forneskj-
unnar sjáum við glytta í Heraklesa og
miðaldariddara, demóna og dreka,
galdrakarla og illar vættir af öllu
tagi. Eitthvað af því var líka þarna á
sveimi, sýndist mér.
Leikhúsið lifi!
Þetta er hreint leikhús, leiklist sem
minnir okkur enn og aftur á það
hvers vegna leikurinn sem er fram-
inn í núinu án allrar tæknilegrar
milligöngu, hin lifandi sviðslist sem
þarf ekkert á öryggisneti filmunnar
að halda, hefur staðist ofurvald
hennar í meira en hundrað ár. Eitt
af því sem gerir sýninguna áhuga-
verða er hin tvíbenta afstaða hennar
til kvikmyndanna. Hún viðurkennir
óbeint áhrifamátt þeirra, hyllir þær
á sinn hátt, en snýr um leið við blað-
inu: gefur klisjunum langt nef og
skopast að þeim. Samt á góðlátlegan
hátt, mitt í öllum látunum. Á dansk-
an hátt, gæti maður freistast til að
segja. Minnir á að innra með okkur
öllum er lítill krakki sem langar mest
til að fara út að leika sér. Og er það
ekki einmitt svona sem litlir strákar
vilja leika sér – og hver getur fengið
af sér að skamma og vera vondur við
litla stráka? Eins þótt við vitum vel
að leikirnir GETA endað með skelf-
ingum. Allt hefur sinn tíma, eins og
þar stendur, og mannkynið er bara
eins og það er. Karlar eru frá Mars og
konur frá Venus – eða er ef til vill ekki
svo?
Það er að minnsta kosti meira
af hernaðargoðinu Mars þarna en
gyðju ástanna. Segir sig sjálft að
þetta er óskapleg karlasýning. Ekki
ein einasta kona hefur fengið að
koma nálægt strákunum á meðan
þeir voru að setja þetta saman, eins
og þið sjáið af upptalningunni hér
að ofan. Það hlýtur að hafa verið al-
veg ofboðslega gaman hjá þeim á
meðan, algert frelsi og fjör. En ef ein-
hver færi að saka þá um „karlrembu“
myndi ég halda að sá hefði sofið alla
sýninguna. Nokkuð gott hjá gagn-
rýnanda Information, að þetta sé
„einhver allra klikkaðasta og seið-
magnaðasta karlasýning í sögu kven-
kynsins.“ (Tilvitnun eftir leikskrá)
Meistari Kristján & Co
Kristján Ingimarsson hefur starfað
í Danmörku í meira en tvo ára-
tugi og rekið þar sitt eigið leikhús,
Neander, síðan 1998. Hann er leikari
með óvenju alhliða menntun; meðal
annars stundaði hann nám við The
Commedia School í Kaupmanna-
höfn, skóla sem sérhæfir sig í trúðs-
list og hefur útskrifað ýmsa ágæta
íslenska trúða. Kristján er skapandi
listamaður sem vinnur sýningar sín-
ar frá grunni, skrifar handrit, leikur
og leikstýrir; að því leyti er list hans
angi af stórum meiði kómedíunnar,
leikhúsi Trúðsins sem teygir anga
sína aftur til commedia dell´arte og
Moliéres – ég sleppi því að telja upp
fræg nöfn sem við þekkjum hvort eð
er öll.
Nú getur trúðurinn vitaskuld
orðið óskaplega prímadonna sem
notar aðra á sviðinu sem ramma
utan um sjálfan sig, dimmt baktjald
svo að hann einn skíni sem skærast.
Jafnvel sjálfur Chaplin var ekki laus
við það, með fullri virðingu fyrir
honum. En Kristján fellur ekki í þá
gryfju. Þetta er hrein „ensemble“-
sýning: hópsýning sem byggir á öfl-
ugri liðsheild, rétt eins og í íþróttun-
um. Allir fá að njóta sín, allt er komið
undir samstillingu og samhæfingu
leikendanna fjögurra sem heita sam-
kvæmt leikskrá Lars Gregersen, Di-
dier Oberlé og Joen Höjerslev. Hver
öðrum flinkari og skemmtilega
ólíkar týpur.
Ég sé á vandaðri heimasíðu
Neander að Kristján lýsir sér sem Ís-
lendingi, búsettum í Danmörku. Það
þykir okkur þjóðhyggjumönnum
að sjálfsögðu vænt um (og hver
vill ekki vera þjóðhyggjumaður
nú á þessum síðustu og bestu tím-
um?) Við viljum vera stoltir af okkar
fólki og Kristján er listamaður sem
hver þjóð getur verið stolt af. Fyrir
nokkrum árum mun hafa staðið til
að hann flytti hingað heim og starf-
aði jöfnum höndum í Danmörku og
Íslandi, en af því varð ekki. Væntan-
lega buðu aðstæðurnar ekki upp á
það. Auðvitað hefði það getað verið
gaman, en miklu meira máli skiptir
þó að slíkur afburðamaður finni sér
starfsskilyrði sem leyfa hæfileik-
um hans að blómstra. Og þá er
þakkar vert að við fáum að njóta af-
rakstursins þó ekki sé nema svona
stöku sinnum. Því miður verður
sýningum lokið hér í höfuðstaðnum
þegar þessi orð ná á prent, en um
helgina eru tvær sýningar fyrir
norðan, í Hofi. Þeir sem misstu af
leiknum hér syðra, gætu gert margt
vitlausara við tíma og peninga en
að skjótast norður og kíkja á herleg-
heitin. Ef ekki er þegar orðið upp-
selt.
Listir trúðsleiks og látbragðs hafa
verið í greinilegri sókn hér á landi
á síðustu árum. Hvort sú sókn er
sprottin upp úr einhverri fjölþjóð-
legri þróun treysti ég mér ekki til að
segja, en mér kæmi ekki á óvart ef
svo væri. Hin lifandi leiklist á enn í
vök að verjast gegn bíóinu í öllum
þess myndum og trúðurinn er eitt
af sterkustu vopnum okkar í bar-
áttunni fyrir lífi hennar. Haldið þið
að það sé tilviljun að það eru trúð-
ar í nánast öllum leikritum Shake-
speares? Auðvitað skildi hann gildi
trúðsins, eins og allt annað. Við
verðum að vona að þeir sem hér
halda um stjórnvölinn og ákveða í
hvað peningarnir eiga að fara, skilji
það líka. Geri þeir það, efa ég ekki
að þeir geti átt hauk í horni þar sem
Kristján Ingimarsson er. n
Blam!
Neander í Borgarleikhúsinu:
Höfundar: Kristján Ingimarsson og Jesper
Pedersen
Leikstjórar: Kristján Ingimarsson og Simon
Boberg
Leikmynd: Kristian Knudsen
Hljóð: Svend E. Kristensen og Peter Kyed
Lýsing: Edward Loyd Pierce
Leikrit
Jón Viðar Jónsson
leikminjar@akademia.is
HAMFARIR
Í BORGARLEIKHÚSINU
„Kristján
er lista-
maður sem
hver þjóð getur
verið stolt af
Fullt hús stiga
Því miður verður sýning-
um lokið hér í höfuð-
staðnum þegar þessi orð
ná á prent, en um helgina
eru tvær sýningar fyrir
norðan, í Hofi.
Útgáfutónleikar
Ólafar Arnalds
Söngkonan Ólöf Arnalds fagnar
nýrri plötu sinni með útgáfutón-
leikum í Þjóðmenningarhúsinu
fimmtudagskvöldið 11. apríl. Plat-
an ber nafnið Sudden Elevation og
er þriðja stúdíóplata Ólafar. Tón-
leikarnir hefjast klukkan 21.30 en
húsið verður opnað klukkan 21.