Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2013, Qupperneq 23
Fólk 23Mánudagur 8. apríl 2013
S
kúli Mogensen, forstjóri
WOW air, hefur aftur fest
kaup á Fjölnisvegi 11. Skúli
hefur áður búið í húsinu
en hann keypti það árið 1998
ásamt fyrrverandi eiginkonu
sinni. Bogi Pálsson keypti það
af þeim árið 2002 en síðan hafa
bæði Hannes Smárason og Guð-
mundur Kristjánsson, kenndur
við Brim, búið í húsinu en Skúli
keypti það núna af þeim síðar-
nefnda. Ekki er vitað hvort Skúli
ætli sjálfur að búa í húsinu eða
leigja það út en hann skildi ný-
lega við eiginkonu sína.
Aftur á Fjölnisveg
„Þverpólitíska sam-
starfið þegar hafið“
Þ
að er ekki alltaf sem
mótherjar í pólitík elda
grátt silfur saman. Sem
dæmi um það má nefna
Viktor Orra Valgarðsson, sem
skipar fjórða sæti fyrir Lýð-
ræðisvaktina í Reykjavík norður,
og Helga Hrafn Gunnarsson, sem
skipar fyrsta sæti hjá flokki Pírata
í Reykjavík norður. „Keypti prent-
kvóta og prentaði út undirskrifta-
blað fyrir Píratapartýið svo Helgi
Hrafn Gunnarsson gæti safn-
að meðmælum á Háskólatorg …
Þverpólitíska samstarfið er þegar
hafið :D,“ skrifaði Viktor á Face-
book-síðu sína undir mynd af
þeim félögunum saman.
Fær ekki leið á Gogga
Þ
etta byrjaði árið 2000 í Þjóð-
leikhúsinu hjá mér, en þá var
ég fenginn til að leika Gogga
á sviðinu í sýningunni Glanni
glæpur í Latabæ. Það var mjög gam-
an enda mikið af góðu fólki þarna með
mér. Við Stefán Karl vorum að stíga
okkar fyrstu skref í leikhúsinu og svo
voru þarna Steinn Ármann, Örn Árna,
Gunnar Hansson, Baldur Trausti,
Linda Ásgeirs og fleiri og fleiri,“ segir
Rúnar Freyr Gíslason leikari sem
vinnur nú að því að talsetja nýjustu
Latabæjarseríuna. Rúnar ljær persón-
unni Gogga mega rödd sína. Rúnar
lék Gogga þegar leikritið var sett upp í
fyrsta sinn fyrir 13 árum.
En hvernig finnst Rúnari að vera
enn að leika þennan tölvustrák svona
mörgum árum síðar? „Þetta er alltaf
jafn gaman, jafnvel þótt maður sé að
nálgast fertugsaldurinn. Og það er
bara alltaf gaman að talsetja enda hef
ég gert mjög mikið af því. Af einhverj-
um ástæðum tala ég mikið fyrir hör-
undsdökka karaktera. Ég talset yfir-
leitt þegar Cuba Gooding, Will Smith,
Eddie Murphy eða menn með þeirra
litarhátt tala fyrir karakterana. Og svo
er Goggi orðinn dökkur líka, þannig að
þetta er allt eins og það á að vera,“ seg-
ir Rúnar kátur. „Svo er bara alltaf gam-
an að gera eitthvað fyrir börn, því þau
kunna svo sannarlega að meta það.“ n
n Rúnar Freyr hefur leikið í Latabæ í þrettán ár
Þ
etta verður mjög hinsegin
brúðkaup, við getum sagt
það,“ segir Árdís Fjóla Jón-
mundsdóttir sem er nú í óða
önn að undirbúa brúðkaup
ásamt unnustu sinni, Ingu Birnu
Kristjánsdóttur. DV sagði frá trúlofun
turtildúfnanna í desember en þær
settu upp hringana á Café Mílanó
í Faxafeni þann 12.12.12 klukk-
an 12.12. Þær ætla síðan að ganga í
það heilaga þann 8. júní næstkom-
andi en þá hafa þær verið saman í
ár en hafa þekkst nokkrum mánuð-
um lengur. Þær fluttu inn saman á
fyrsta degi sambandsins og eru yfir
sig ástfangnar að sögn Árdísar. Inga
Birna var karlmaður fram til ársins
2011 en þá fór hún í kynleiðréttingar-
aðgerð.
Mikill spenningur í bænum
Árdís segir þær síður en svo hafa
fundið fyrir fordómum þó að sam-
band þeirra sé kannski ólíkt því sem
margir þekkja. Þær séu opnar um
sín mál og samfélagið á Dalvík, þar
sem þær búa, hafi tekið þeim opnum
örmum. „Við höfum alltaf verið opn-
ar með þetta og það hafa allir stutt
okkur. Það veit allur bærinn af brúð-
kaupinu og það er mikill spenning-
ur,“ segir hún.
Litríkir kjólar
Árdís var stödd í höfuðborginni
þegar DV náði tali af henni en þær
Inga Birna voru í bænum meðal
annars til þess að velja brúðarkjóla.
Árdís segir kjólana vera litríka í takt
við þær og þær hafi reynt að gera sem
mest sjálfar fyrir veisluna. „Ég hand-
skrifaði öll boðskortin og er að föndra
hringapúðann til dæmis. Þetta er allt
mjög persónulegt hjá okkur.“ Þær
stöllur hefðu helst viljað bjóða öllum
bænum í brúðkaupið. „Við ákváðum
þó að velja en þetta verða svona 100–
120 manns. Ættingjar, vinir og kunn-
ingjar. Allt þetta fólk sem hefur tekið
okkur svona vel.“
Maturinn frá fyrrverandi
Þær hafa nú þegar fengið fyrstu
brúðargjöfina. „Og það ekkert smá-
ræði – maturinn í veisluna.“ Og
gjöfin kemur frá fyrrverandi eigin-
konu Ingu. „Þetta er frá konunni
sem Inga var gift og hennar fólki,“
segir Árdís og tekur fram að þau séu
öll mjög náin en Inga Birna á börn
frá fyrra sambandi. „Þegar talað
er um fjölskylduna þá eru það við
Inga og krakkarnir og fyrrverandi
konan hennar Ingu. Mér finnst
bara ekkert rétt að vera með ein-
hvern ríg og slíta þetta allt í sundur
og svona. En það eru margir rosa-
lega hissa á því að ég taki þennan
pól í hæðina en svona á þetta bara
að vera,“ segir hún.
Ástfangnar upp í rjáfur
Árdís segir þær Ingu Birnu vera afar
spenntar fyrir stóra deginum og
þær séu búnar að plana ýmislegt
skemmtilegt. „Hringberinn kemur
til dæmis dansandi inn og svo ætl-
um við að hrekkja hvor aðra í kirkj-
unni,“ segir hún og vill ekkert gefa
nánar upp um hrekkina. Hún seg-
ir þær verða ástfangnari með hverj-
um deginum. „Já, við erum mjög
ástfangnar, bara alveg upp í rjáfur.“ n
viktoria@dv.is
n Árdís og Inga undirbúa litríkt hinsegin brúðkaup
Sú fyrrverandi
borgar matinn
14. desember 2012
Ástfangnar upp í
rjáfur Þær Árdís og
Inga Birna ætla að gifta
sig í júní. Þá hafa þær
verið saman í ár.
Goggi í
þrettán ár
Rúnar Freyr
hefur um
árabil léð
Gogga mega
rödd sína.